Morgunblaðið - 07.09.1986, Síða 4

Morgunblaðið - 07.09.1986, Síða 4
vr 4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 Pólýfónkórinn. Myndin er tekin á tónleikum i Langholtskirkju í febrú- ar 1985, rétt áður en kórinn fór í söngför til Ítalíu. Pólýfónkórinn undirbýr vetrarstarf og ræður þekktan ítalskan kennara: Flytur Messías með Sinfóníu- hljómsveit Islands í Hallgrí mskirkj u VETRARSTARF Pólýfónkórsins hefst að þessu sinni með söng- námskeiði þar sem frægur ítalsk- ur kennari þjálfar kórfélagana til undirbúnings fyrstu tónleik- um kórsins og Sinfóniuhljóm- sveitar íslands í Hallgrimskirkju, segir í frétt frá kórnum. Maestro Mauro Trompeta, þekktur söngv- ari, kennari og þjálfari kóra við óperurnar í Torino og Milano kemur til landsins síðar í þessum mánuði í þeim tilgangi að fríska upp raddirnar áður en hinar föstu kóræfingar hefjast. Söngnámskeiðið hefst mánudag- inn 22. september kl. 6 síðdegis og fer kennslan fram í hópum til kl. 11 á kvöldin. Kennt verður í Vörðu- skóla á Skólavörðuholti, þar sem kórinn heldur æfingar sínar, og stendur námskeiðið í 10 daga. Það er einungis ætlað kórfélögum. sem starfað hafa í kómum áður, svo og nýjum kórfélögum, sem nægan undirbúning hafa til að hefja starf með kómum nú, þrátt fyrir að und- irbúningur næstu hljómleika hæfist síðastliðinn vetur. Stofnandi kórs- ins, Ingólfur Guðbrandsson, heldur enn sem fyrr um stjómvölinn. Mik- il eftirvænting ríkir vegna þessa fyrsta stórverkefnis Pólýfónkórsins og Sinfóníuhljómsveitar íslands í Hallgrímskirkju, sem verður í senn stærsta kirkja landsins og vegleg- asta hljómmusteri til flutnings fagurrar tónlistar á íslandi. Nú þegar em margir famir að falast eftir aðgöngumiðum að tónleikun- um hinn 11. des., enda líta margir svo á, að hér verði um sögulegan viðburð að ræða. Innritun nýrra kórfélaga er hafin og fer fram í síma 26611 á daginn og 72797 og 84610 á kvöldin og um helgar. Grimmsævintýri í pappírskilju í sýningarbás Fjölva á Heimil- issýningunni kynnir Þorsteinn Thorarensen nýstárlega bókaút- gáfu, þ.e.a.8. Grimmsævintýri í pappirskilju. Að sögn Þorsteins er þetta fyrsta bindi af sex, en það er Vasaút- gáfan, sem stendur að þessari útgáfu og er þetta fyrsta bók út- gáfunnar. Fyrsta bindi Grimmsæv- intýra fæst á kynningarverði á sýningunni og kostar þrjú hundruð krónur. Bókin er myndskreytt og aftan við hvert ævintýri eru skýr- ingar höfundar, þar sem hann raeðir m.a. um uppruna ævintýrisins, þró- un og sagnasamanburð. Sum ævintýranna hefur Þorsteinn einnig lesið inn á hljóðsnældu. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem slíkt heildarsafn kemur út í pappírs- kiljutn. Evrópukeppni landsliða Laugardalsvelli miðvikudaginn 10. sept. kl. 18.00 Flestar stjörnur íslenskrar knattspyrnu mæta til leiks í tilefni verðugra andstæðinga Heiðursgestur á leiknum verður landslið íslands 1946 Fánaberar: Fegurðardrottning íslands Fegurðardrottning Reykjavíkur Aðrir gestir: ^ Diddú Magnús Kjartansson Grétar Örvarsson Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts Unglingalandslið íslands sýnir knattspyrnuþrautir frá kl. 17.00 4- Hringurinn í haust- ferð í Þórsmörk KVENFÉLAGIÐ Hringurinn fer í dagsferð í Þórsmörk þriðjudag- inn 16. september nk. Lagt verður af stað frá Umferð- armiðstöðinni klukkan 8 árdegis og verður komið heim um kvöldið. Snæddur verður hádegisverður f Þórsmörk, en þátttakendur eru beðnir að taka með sér eigin veit- ingar. Þátttaka í haustferðina tilkynnist Kristine í síma 38660, Sigríði í síma 611540 eða Þórunni í sfma 11916. ísafoldarprentsmidja Vagga íslenskrar knattspyrnu Fiskbúðin Sæbjörg HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA /BT HÓTEL $peinnHÖafeari grensAsvec;i .« SlMI 81618 BAKARl — KONOITORI — KAFFI jm^llffa 28400 «Ull Se feilfur b/f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.