Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBBR 1986
atvinna — atvinna —
atvinna —
atvinna —
atvinna
atvinna
Alftanes
Blaðbera vantar á Suðurnesið.
Upplýsingar í síma 51880.
fltayBtiiifriftfetfe
Atvinnurekendur
Ef þið leitið að hæfu starfsfólki þá sparið
yður tíma og fyrirhöfn.
Við kappkostum að hafa ýtarlegar upplýsing-
ar um fólk í atvinnuleit. Við erum nú þegar
með upplýsingar frá fjölda góðra starfs-
manna, sem leita eftir margvíslegum störfum
og stór hluti þeirra getur hafið störf með
stuttum fyrirvara.
Hafið samband í síma 621315.
smfSNúNiism «/i
Brynjólfur Jónsson • Nóatún 17 105 Rvik. • s: 621315
• Alhlióa raóningafyonusta
• Fyrirtælýasala
• Fjarmalaradgjöf fyrir fyrirtæki
Varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli
Óskar eftir að ráða í eftirfarandi störf:
Deildarstjóri í flutningadeild. Starfið feiur f
sér daglegan rekstur og stjórnun deildar er
sér um flutning á búslóðum og einkabifreið-
um varnarliðsmanna til og frá landinu.
Krafist er almennrar þekkingar á vöruflutn-
ingum, tollalögum og flutningsleiðum.
Umsækjandi hafi góða skipulags- og stjórn-
unarhæfileika, eigi gott með að vinna með
öðrum og geti unnið undir álagi. Góð fram-
koma ásamt mjög góðri enskukunnáttu
skilyrði.
Umsóknir berist varnarmálaskrifstofu ut-
anríkisráðuneytisins, ráðningadeild, Keflavík-
urflugvelli, eigi síðar en 8. október 1986.
Nánari upplýsingar veittar í síma 92-1973.
Tannlæknir óskast
Aðstaða fyrir tannlækni í Heilsugæslustöð-
inni í Búðardal er laus til leigu. Stofan er
búin nýjum tækjum. Um 1.400 íbúar eru í
héraðinu og er fyrst og fremst óskað eftir
tannlækni sem ráðgerir búsetu þar.
Allar frekari upplýsingar gefur yfirlæknir í
síma 93-4114 eða Magnús R. Gíslason yfir-
tannlæknir í heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytinu.
Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar í Búðardal.
Vélainnflutnings-
fyrirtæki
óskar að ráða mann til uppsetninga og við-
halds á iðnaðarvélum.
Rafvéla- eða vélfræðimenntun æskileg.
Umsóknum skal skila til augldeildar Mbl.
merktum: „Vél — 1702".
Fóstra
Suðurfjarðarhreppur, Bíldudal, auglýsir eftír
menntaðri fóstru til starfa á barnaheimilinu
Tjarnarbrekku.
Umsóknir skilist fyrir 10. september á skrif-
stofu hreppsins.
Upplýsingar gefur Magnús í síma 94-2110.
Ólafsfjörður
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Ólafsfirði.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 62437
og hjá afgreiðslu Mbl. í Reykjavík í síma
91-83033.
Rafvirki
Hagvirki hf. óskar nú þegar eftir rafvirkja til
að annast almennt viðhald á vegum fyrirtæk-
isins. Þarf að geta unnið sjálfstætt.
Upplýsingar í síma 53999.
II HAGVIRKI HF
% SlMI 53999
PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
bréfbera
til starfa við póst- og símstöðina í Hafnar-
firði.
Upplýsingar veitir stöðvarstjórinn í Hafnar-
firði í símum 50555 og 50933.
PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
svæðisumsjónar-
mann á Suður-
nesjum
Viðkomandi þarfa að vera símvirki/símvirkja-
meistari eða rafeindavirki/rafeindavirkja-
meistari. Laun skv. launakjörum ofan-
greindra stéttarfélaga.
Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjórinn í
Keflavík, sími 92-1000.
PÓST- OG SfMAMÁLASTOFNUNIN
Póststofuna í
Reykajavík
vantar starfsfólk í vaktavinnu. Æskilegur ald-
ur 20-40 ára.
Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu
póstmeistarans í Reykjavík að Ármúla 25, Rvk.
Atvinna —
Hjóibarðaverkstæði
Viljum ráða sem fyrst duglegan mann til hjól-
barðaviðgerða á verkstæði okkar. Vinnutími
kl. 08.00-18.00 mánudaga til föstudaga, og
á vorin og haustin einnig á laugardögum. kl.
08.00-16.00. Frekari yfirvinna á vissum árs-
tímum þegar nauðsyn krefur.
Nánari upplýsingar gefur Páll Pálsson, Hjól-
barðaverkstæði Heklu hf.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá síma-
verði og á Hjólbarðaverkstæði.
NÁMSGAGNASTOFNUN
Afgreiðslu- og
lagerstarf hálfan
eða allan daginn.
Námsgagnastofnun augl. eftir afgreiðslu- og
lagermönnum til starfa allan eða hálfan dag-
inn.
Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri
störf sendist Námsgagnastofnun, póshólf
5192, 125 Reykjavík fyrir 3. okt. merktar:
„Umsókn"
íþróttakennarar
Á Patreksfjörð vantar okkur íþróttakennara
sem vill taka að sér íþróttakennslu og félags-
störf við grunnskólann auk þjálfunar í körfu-
bolta og fleiru fyrir íþróttafélagið. Gullið
tækifæri. Nánari upplýsingar í símum 94-
1257, 94-1337 eða 94-1222.
GrunnskóH Patreksfjarðarog íþróttafélagið
Hörður.
Ertu á lausu?
Ef þú ert á lausu og til í tuskið höfum við
starfið fyrir þig. Okkur vantar kvenfólk í snyrt-
ingu og pökkun strax.
I boði er:
1. Mikil vinna á fallegum stað.
2. Góðar verbúðir.
3. Gott mötuneyti.
Sláðu til, það borgar sig.
Hafðu samband við verkstjóra í síma 97-8200.
Fiskiðjuver KASK,
Höfn Hornafirði.
P.S. Svo verður væntanlega byrjað að frysta
síld fljótlega.
Gullsmíðanemi
og sveinn
óskast á verkstæði. Umsókir með upplýsing-
um um aldur, menntun og fyrri störf sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir 3. október merkt-
ar: „G - 176“.
Offsetprentari
og aðstoðarfólk í bókband óskast til starfa.
Prentsmiðja Hafnarfjarðar hf.
Suðurgötu 18,
Hafnarfirði.
Ráðgjafar- og útgáfuþjónustan, Hverfis-
götu 39, auglýsir fyrir viðskiptavin sinn eftir
Verkstjóra —
framleiðslustjóra
Fyrirtækið er gamalgróið framleiðslufyrirtæki
í leðuriðnaði. Leitað er að konu sem hefur
reynslu af að stjórna og skipuleggja, er sjálf-
stæð, hugmyndarík og handlagin og á
auðvelt með að starfa með öðrum.
Starfið er laust nú þegar. Laun samkvæmt
samkomulagi. Skriflegum umsóknum sé skil-
að á skrifstofu Ráðgjafar- og útgáfuþjón-
ustunnar, Hverfisgötu 39, 3. hæð, þar sem
nánari upplýsingar eru veittar í síma 622833.