Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
59
Hugsaðu málið betur,
framhaldsskólanemi
Lokaorð útvarpshlutanda
Útvarpshlustandi skrifar:
Það gleður mig að „framhalds-
skólanemi" hafði gaman af vinsam-
legum leiðbendingum mínum
varðandi svar hans við bréfstúfí
mínum. Sérstaklega gleður það mig
að hann tekur sumar ábendingamar
til greina og segir sig hafa lært
eitthvað af þessum orðaskiptum
okkar. Hann hefur t.d. fallist á
það, að deilan snúist um „hlutverk
ríkisins og hvort það eigi að reka
útvarpsstöðvar með gróðasjónarmið
í huga eða menningarleg".
Því miður verður honum enn á
ný hált á ísnum í röksemdarfærslu
sinni. Annarsvegar segir hann að
rás 2 eigi að lúta markaðslögmálum
en er síðan eins og fyrr andvígur
því að rásin verði færð úr ríkiseign
út á almennan markað þar sem hún
yrði hlutafélagjafnvel í eigu starfs-
fólks rásar 2. Það er leiðinlegt að
þurfa enn á ný að spyija sömu
spumingar og í síðasta bréfí til
nemans: Hvaða rök em fyrir því
að rás þessi sé í ríkiseign ef við
erum sammála um að hún eigi að
lúta markaðslögmálum?
Það getur ekki verið markmið í
Þessir hringdu .. .
Omaklega
veist að Hjálp-
arstofnun
kirkjunnar
Kona á Norðurlandi hringdi:
Mér finnst ómaklegt að veitast
svona að Hjálparstofnun kirkj-
unnar þó að þeir geti ekki gefíð
upp hámákvæmt bókhald. Þeir
hafa stutt dyggilega við bakið á
fátækum hérlendis og persónu-
lega veit ég um tvö dæmi þar sem
Hjálparstofnunin hefur séð um að
greiða fyrir jarðarfarir. Ég er
þakklát Hjálparstofnun kirkjunn-
ar fyrir það.
Af hveiju eru
svona menn
ekki vanaðir?
Læknisdóttir hafði samband:
Yelvakandi!
Ég vil fyrst þakka Svölu
Thorlacius, lögmanni, fyrir grein
hennar um kynferðisafbrot. Það
var komin tími til þess að einhver
hefði orð á þessu. Eftir lestur
þessarar óhugnanlegu lýsingar á
misnotkun á bömum er ljóst að
hér verður að taka alvarlega á
málum.
N.N. sem getið er í greininni
varð fyrir kynferðislegri áreitni
sem bam og leitar sjálfur á böm.
Heyrt hef ég fleiri dæmi um slíkt.
Hvers vegna em svona menn ekki
vanaðir eftir ítrekuð, eða jafnvel
fyrsta, nauðgunarbrotið? Þeir
mundu missa löngun til kynmaka,
sem væri gott fyrir þá sjálfa, að
mínu mati lausn, þvi það skal
engin segja mér að þeim Iíði vel
eftir atburðina.
Er ekki réttlætanlegra að vana
menn fyrir kynferðisafbrot heldur
en að sálarheill margra bama sé
stefnt í hættu og leiði jafnvel til
þess að þau lendi f sömu aðstöðu
sem fullorðin
Takk Svala
Thorlacius
Margreí hringdi:
Ég vil þakka Svölu Thorlacius
fyrir grein hennar í Morgunblað-
inu s.l. fostudag. Það verður
fróðlegt að fá að fylgjast með
framgangi málsins.
Reykskynjarar
Vegna fyrirspumar um hvar hægt
væri að kaupa reykskynjara hafa
nokkrir aðilar haft samband við
Velvakanda og viljað koma þvf á
framfæri að hjá þeim fengust
reykskynjarar. Þeir fást t.d. í búð-
um BYKO, bæði í Kópavogi og
Hafnarfírði, hjá Eldvömum sf. í
Hafnarfirði og Hagkaup, Skeif-
unni, í Reykjavík.
Rallakstur
á Fífu-
hvammsvegi
Maria hringdi:
Ég hef oft furðað mig á því
hversu margir keyra greitt á Fífú-
hvammsveginum í Kópavogi.
Sérstaklega á þetta við ökumenn
stærri bifreiða s.s. vörubíla. Það
em engar gangstéttir við götuna
og bflum oft lagt við götukantinn.
Þetta skapar enn meiri hættu þar
sem bömin neyðast, af þessum
sökum, í mörgum tilvikum til að
ganga á götunni sjálfri. Það
keyrði þó um þverbak s.l. fimmtu-
dag þegar rallökumenn voru
ræstir þama í grenndinni og
keyrðu síðan Fífuhvammsveginn
á fullum hraða. Það kemur manni
nokkuð furðulega fyrir sjónir að
leyfí skuli vera gefíð fyrir rall-
askstri í íbúðargötu og ekki einu
sinni haft fyrir því að vara íbúana
við
Ranghermi
Jón Gunnar hringdí:
Ég held að það sé alveg ljóst,
að engin úr Procul Hamm samdi
lagið Whiter Shade of Pale, því
það líkist mjög Bach-yerki. Það
er svítu nr. 3, „Air“. En sjálfsagt
er það rétt hjá Halldóri að þeir
Booker og Reed séu skráðir fyrir
þjófnaðinum.
Leikrit
Solzhenitsyns
0348-3940 hringdi:
Hvers vegna biður Þjóðviljinn
ekki um að leikrit Solzhenitsyns
verði sýnd hér? Er það af því að
Þjóðviljinn hefur sama listasmekk
og listaakademfan í Sovét? Það
var þá smekkur.
Frakki tekinn
í misgripum
Ágúst hringdi.
Frakkinn minn var tekinn í mis-
gripum í móttöku Röntgendeildar
Landspftalans 29/9. Þetta er nýleg-
ur frakki og vil ég biðja þann sem
var þama á ferð vinsamlega að
hafa samband við Ágúst Ottó Jóns-
son í síma 50594.
sjálfu sér að hún sé ríkisfyrirtæki.
Það hefur alltof oft sýnt sig að ríkis-
fyrirtæki verða ekki gjaldþrota þó
að reksturinn beri sig ekki. Ef nem-
inn vill vera trúr þeirri sannfæringu
sinni að rás 2 eigi að fara á haus-
inn ef hún verður halloka í sam-
keppninni hvevmig í ósköpunum
getur hann samtfmis barist gegn
því að hún verði tekin úr ríkiseign?
Þetta er svo mikil þversögn að það
tekur ekki nokkru tali. Það sýndi
sig í síðasta bréfí að þú vilt hafa
það sem sannara reynist svo ég bið
þig um að íhuga þetta aðeins.
Ríkisrekstur er í eðli sínu öðruví-
si en einkarekstur. Ríkisfyrirtæki
lúta ekki sömu lögmálum og einka-
fyrirtæki, og ef þau gerðu það
væru ekki lengur nein rök fyrir því
að þau væru ríkisfyrirtæki. Ekki
satt? Þetta er hlutur sem þú getur
sannreynt með því að líta á þróun-
ina á Vesturlöndum, en það er einn
af fáum heimshlutum þar sem þessi
rekstrarform fínr.ast hlið við hlið.
Hvaða ríkisfyrirtæki, hvar sem er,
hefur farið á hausinn ef reksturinn
bar sig ekki? Ég bið bara um eitt
dæmi en held að það verði vand-
fundið. Aftur á móti em dæmin um
hið gagnstæða óteljandi. Og hverjir
eru það sem borga brúsann? Jú, við
skattgreiðendumir að sjálfsögðu.
Og það er einmitt þetta sem ég er
hræddur um að muni gerast ef rás
2 stenst ekki samkeppnina, sem er
nokkur hætta á að hún geri ekki.
Ég, eins og þú, hef engan áhuga á
að mínir skattpeningar fari í að
greiða taprekstur stöðvar sem ég
hlusta aldrei á.
Ástæðan fyrir því að ég er svona
svartsýnn á framtíð rásar 2 er ein-
mitt sú staðreynd að það er ríkis-
fyrirtæki. Reynslan hefur sýnt
okkur að þau eru ekki nema í und-
antekningartilfellum rekin með
sömu hagkvæmnissjónarmið í huga
og einkafyrirtæki. Rás 2 er gott
dæmi þar um, húsnæði rásarinnar
er líklega einhver veglegasti minni-
svarði um sóun á almannafé sem
fyrirfinnst hér á landi og munum
líka, að þegar hún var sett á lag-
gimar var talið að hún hefði kostað
þrefalt á við það sem „venjuleg"
útvarpsstöð ( eins og t.d. Bylgjan)
mundi kosta, og þá var dreifíkerfið
ekki talið með.
Nei, það yrði líklega öllum til
góðs, hlustendum, skattgreiðendum
og ekki síst rás 2, að hún yrði tek-
in úr ríkiseign enda tilveruréttur
hennar sem ríkisfyrirtæki brostin
sama dag og fyrsta einkastöðin tók
til starfa. Látum ríkisútvarpið ein-
beita sér að rás 1 og því hlutverki
sem hún á að gegna en látum mark-
aðinn sjá um dægurflugumar.
Að lokum vil ég þakka fram-
haldsskólanema fyrir að sýna
þessum málum áhuga og vona að
hann sé ekki það mikill áhugamað-
ur um ríkisrekstur án tilgangs að
hann sjái ekki að sér.
VÍSAVIKUNNAR
Með Halldóri og Palla P.
er pirringur á sveimi.
Flokks í dilkinn dregst ei fé
og Denni er úti í heimi,
Denni er með hugann úti I heimi.
Hákur
rJ
límtré
sparar fyrir þig
1T
Límtré íEyrirliggjandi úr furu, eik og brenni.
Tilvalið efhi fyrir þig til að smíða úr sjálfum þér til ánægju -
og svo sparar þú stórfé um leið!
Hringdu í síma 621566 og vid veitum
Sovéskir dagar 1986
með þátttöku listafólks frá Sovétlýð-
veldinu Úzbekistan
Nokkur dagskráratriði:
Föstudagur 3. okt.
Laugardagur 4. okt.
Sunnudagur S. okt.
Mánudagur 6. okt.
Þriðjudagur 7. okt.
Fimmtudagur 8. okt.
Föstudagur 9. okt.
Laugardagur 10. okt.
Kl. 20.30: Opnuö svartlistarsýning í MÍR-húsinu,
Vatnsstíg 10.
Kl. 14: Opnuö sýning á listmunum frá Úzbekistan
aö Kjarvalsstöðum. Kl. 16: Opiö hús aö Vatnsstíg
10, fyrirlestrar, kvikmyndasýning, kaffiveitingar.
Kl. 14: Tónleikar og danssýning Söng- og þjóö-
dansaflokksins „Lazgí“ í Þjóðleikhúsinu. Miöa-
saia í leikhúsinu.
Tónleikar og danssýning á ísafiröi.
Tónleikarog danssýning i Bolun garvik.
Kl. 20.30: Fyrirlestur dr. Einars Siggeirssonar að
Vatnsstíg 10. Efni: „Vísindaleg og atvinnuleg
áhrif, ættuö frá Úzbekistan, á fslenskar fram-
farir“.
Kl. 20.30: Tónleikar og danssýning aö Hlógaröi,
Mosfellssveit.
Kl. 15: Tónleikar og danssýning i félagsheimilinu
Gunnarshólma, Austur-Landeyjum.
MÍR