Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 Grænland: Skurðsjúklingar fluttir til Hafnar Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun, Gnenlandsfréttaritara Morgunblaðsins. VEGNA deilna við Félag danskra hjúkrunarkvenna, sem neita að taka að sér störf á Grænlandi, verður nú að loka skurðdeildinni á graenlenska landspítalanum og senda sjúklinga til Danmerkur. Dönsku hjúkrunarkonumar vilja neyslu. Slíkum sjúklingum verði hér fá launauppbót vegna „útlegðarinn- ar“ á Grænlandi og annarra hlunninda og fyrr en orðið verður við þessum kröfum ætla þær ekki að taka að sér laus störf í landinu. Af þessum sökum verður frá og með miðvikudegi í næstu viku að flytja alla skurðsjúklinga á nkisspítalann í Kaupmannahöfn. Talið er, að um verði að ræða 50 sjúklinga á mánuði og aðeins far- gjöldin á sama tíma munu kosta danska ríkið eina milljón danskra króna. Það er ekki aðeins, að yfirvöldin standi í stímabraki við hjúkrunar- konumar heldur hafa tannlæknar einnig bæst í hópinn. Axel Tulinius, formaður í Félagi grænlenskra tannlækna, sem telur 32 manns, hefur lýst því yfir fyrir hönd stéttar- bræðra sinna, að framvegis muni þeir ekki fást við alvarleg kjálka- brot ef rekja megi þau til áfengis- ERLENT eftir vísað til Kaupmannahafnar. Tulinius tekur raunar fram, að þessi ákvörðun sé tengd kjarasamn- ingum tannlækna við danska ríkið en segir, að auk þess vilji þeir vekja meiri umræður um áfengisvanda- málið á Grænlandi. Kom það fram hjá honum, að árlega yrðu græn- lenskir tannlæknar að eiga við 100 mjög alvarleg og erfið kjálkabrot eftir slagsmál ofurölvi manna. AF/Simamynd James Fletcher, yfirmaður NASA, útskýrir nýja áætlun um smíði geimstöðvar. Er hann með líkan af stöðinni fyrir framan sig. NASA kynnir nýja geimstöð Washington, AP. JAMES C. Fletcher, yfirmaður bandarísku geimvisindastofnun- arinnar, NASA, kynnti nýja áætlun um byggingu rannsókna- stöðvar í geimnum. Er ráðgert að hún verði tilbúin til notkunar árið 1994. Nýja stöðin verður frábrugðin þeirri sem hingað til hefur verið ráðgert að smíða og verður allri starfsemi um borð stjómað frá einni og sömu stöðinni í Houston í stað þess að ýmsar deildir stofnunarinn- ar stjómi henni, eins og áður var ætlunin. Hönnun geimstöðvarinnar hefur verið breytt verulega og verður smíði hennar og allt viðhald ódýr- ara og mun auðveldara og einfald- ara. Var reiknað með að geimfarar þyrftu að vera 700 stundir „utan- djn'a0 við samsetningu fyrri stöðv- arinnar, en við smíði nýju stöðvarinnar þurfi þeir aðeins að vera rúmlega 300 stundir á geim- göngu. Samkvæmt áætlunum NASA verður samsetning stöðvarinnar hafin árið 1993 og lýkur ári seinna. Verða hlutar hennar sendir upp með geimfeijunum og þarf 17 ferð- ir til. Áætlað er að sveitir vísinda- og rannsóknarmanna dvelji 90 daga í einu í stöðinni og þarf geimferjan því að fara a.m.k. átta ferðir á ári með mannskap og vistir. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær fjárveitingar til smíði nýrrar geimfeiju í stað Chal- lenger, sem splundraðist skömmu eftir geimskot í ársbyijun. Verður ekki skorið af framlögum til NASA til að fjármagna smíðina, en vonast er til að ný feija verði tilbúin þegar hafízt verður handa við að reisa geimstöðina. Jafnframt samþykkti deildin með 407 atkvæðum gegn 8 fjárveitingu til NASA fyrir næsta ár að upphæð 7,7 milljarða dollara, eða jafnvirði 31 milljarðs ísl. kr. Noregur: Fangar stunduðu Bretland: Flugfélag Líbýumanna sak- að um hryðjuverkastarfsemi Lundúnaborg, AP. BRESKA utanríkisráðuneytið til- kynnti á laugardag að Líbýsk- arabíska flugfélagið ætti „augljósa hlutdeild" að hryðju- verkastarfsemi og að nú væri í athugun að stöðva allt flug fé- lagsins til Bretlandseyja. Þessi yfirlýsing siglir í kjölfar dóms- uppkvaðningar yfir palestínsk- um lækni, Ramsi Awad, sem var sekur fundinn um að hafa tekið við fjórum handsprengjum, sem maður í einkennisbúningi flugfé- lagsins smyglaði til Bretlands. Breskir íjölmiðlar sögðu að ör- yggiseftirlit lögreglu og skyldra stofnana hefði verið eflt af ótta við hefndaraðgerðir vegna dómsins yfir Rasmi Awad, en hann var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir aðild að hryðjuverkastarfsemi. • í tilkynningu utanríkisráðuneyt- isins sagði m.a.: „Ríkisstjómin hefur þungar áhyggjur af þeirri staðreynd að Líbýsk-arabíska flug- félagið á augljósa aðild að hryðju- verkum". Talið er að málið verði tekið upp á ríkisstjómarfundi í vikunni. Peter Bruinevels, þingmað- ur Ihaldsflokksins, hvatti Sir Geoffrey Howe, innanríkisráðherra, til þess að banna allt flug flugfé- lagsins. „Ástandið er svo alvarlegt að engan tíma má missa við fjas um hvort baniia eigi flug félagsins eða ekki. - Það á að banna það nú þegar og það á að senda alla starfs- menn Líbýsk-arabíska flugfélagsins heim án frekari umsvifa", sagði Bruinevels í bréfí sínu til Howe. Ennfremur sagði Bruinevels að líta bæri á alla starfsmenn flugfélagsins sem strengjabrúður Gadhafis. Breskir embættismenn hafa tekið fram að verði gripið til slíkra að- gerða beri ekki að líta á það sem hluta af sameiginlegum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Líbýu, heldur sem sérstakar aðgerðir Breta til þess að stemma stigu við hryðju- verkum á breskri grund. Bretar slitu stjómmálasambandi við Líbýumenn árið 1984, eftir að líbýskur sendiráðsmaður skaut breskan lögregluþjón til bana út um glugga á sendiráðsbyggingu lands- ins í Lundúnum. Þessi harðorða yfirlýsing utanríkisráðuneytisins nú er talin vera í tengslum við neyðar- fund innanríkisráðherra Evrópu- bandalagsins á fimmtudag. innbrot Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Moivunbladsins. ÓSVIFNIN á sér engin takmörk, a.m.k. ekki hjá föngunum tveim- ur sem stunduðu það að læðast úr sjálfu fangelsinu að næturlagi til að stela. Það var nótt eina fyrr í þessum mánuði, að fangamir létu sig síga úr klefaglugganum niður í fangels- isgarðinn og notuðu við það rúmlökin, sem þeir höfðu hnýtt saman. Síðan klifruðu þeir yfir girð- inguna án nokkurra erfiðleika og brutust inn í verslun í bænum Arendal við Oslóarfjörð. Tókst þeim að bijóta upp peningaskápinn og hafa á brott með sér 25.000 n.kr. Snem þeir nú aftur heim í klefann og grófii þýfið í fangelsisgarðinum. Lögregluna grunar, að fangamir hafi áður leikið þennan leik enda hefur verið mikið um sams konar afbrot í Arendal. Upp um þá félag- ana komst þegar þeim fannst vera komið nóg af fangavistinni og hurfu á brott með þýfið í stolnum bíl. Þá var lögreglan vel á verði og hafði fljótt uppi á þeim. England: Gagntekinn af golfinu Totnes, Englandi. AP. WALLY Edwards var ástríðu- fullur golfleikari og aUt, sem tengdist þessari göfugu íþrótt, var heilagt í hans augum. Nú er hann látinn og erfingj- arair farnir að skipta með sér reitunum, m.a. 6.000 golfkúlum. Að útförinni lokinni lék ættingj- unum forvitni á að vita hvað Edwards hafði átt í pokahominu. Það reyndust vera golfkúlur, 6.000 talsins í kössum og kimum, skápum og skjólum um allt hús. Sonur hans, Frankie, segir, að faðir sinn hafi verið gagntekinn af golfíþróttinni ■og ávallt séð ofsjónum yfir öllum kúlunum sem týndust á vellinum. Þess vegna hafi hann síðustu 20 árin þjálfað marga hunda til þess að finna glataðar kúlur. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.