Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 Farymann Smádíselvélar 5.4 hö viö 3000 SN. 8.5 hö viö 3000 SN. Dísel-rafstöðvar 3.5 KVA SöMíKliKLögjtyir Veaturgötu 16, 8Ími 14680. CB FORHITARAR MIÐSTÖÐVARHITARAR og N EYSLU VATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins ÁVALLT TIL Á LAGER. OJ’ LANDSSMIÐJAN HF. r SOLVHOLSGÖTU 13 — 101 REYKJAVÍK SÍMI (91) 20680 VERSLUN: ÁRMÚLA 23. Svipmyndir úr borginni/Ólafur Ormsson Það gæti orð- ið skemmti- leg viðureign Við lifum á tækniöld þar sem allt er meira eða minna breytingum háð og skýrasta dæmið er sú bylt- ing sem nú á sér stað í fjölmiðla- heiminum með tilkomu nýrrar útvarpsstöðvar og nýrrar sjón- varpssstöðvar. Það er á fleiri sviðum sem tækninýjunga er vart og það svo um munar. Ekki er lengra síðan en fyrir um það bil einu og hálfu ári að japönsku far- símamir komu til sögunnar og nú þegar eru allnokkrir í notkun hér á landi og vinsældir þeirra fara stöð- ugt vaxandi. Þeir eru á stærð við seðlaveski og fer ekki meira fyrir þeim en svo að hægt er að hafa þá í jakkavasa og vera með þá á sér nánast hvar sem er nema kannski ekki í sundi og í sturtu. Þeir koma að góðum notum t.d. í ferðalögum í óbyggðum, í sumarbústöðum og án þess að mér sé það kunnugt þá tel ég samt líklegt að hægt sé að tala úr þeim í flugvél, í um þrjátíu þúsund feta hæð. Það er ljóst að farsímar eru engin venjuleg tæki og koma svo sannarlega að góðum notum fyrir þá sem hafa efni á að kaupa, verð þeirra mun verða um 60—70 þúsund krónur að því er fróður maður sagði mér nýlega. Farsímar eru nú þegar talsvert í notkun í bifreiðum og ekki ósjaldan að hringt er úr bílasíma í útvarps- stöðvamar og beðið um óskalag. Ekki alls fyrir löngu kom ég inn á matsölustað í borginni í þeim til- gangi að snæða nýjan fisk. Það var skömmu eftir hádegi í miðri viku og þar var nokkur hópur matar- gesta, ýmist að snæða eða að bíða eftir afgreiðslu. Fékk ég sæti við borð út við glugga og við borð ekki langt frá þar sem ég sat var ungur maður, á að giska um þrítugt, í ljós- # bláum teinóttum sparifötum, í hvítri skyrtu og með bindi og á borðinu fyrir framan hann, innan um matar- diska og glös var japanskur farsími sem eigandinn sýndi greinilega enn meiri áhuga en matnum sem hann var að snæða. Pilturinn lauk við að borða for- réttinn og súpuna og áður en þjónninn kom með aðalréttinn að borðinu var hann kominn í símann. Á meðan ég beið eftir steiktri smá- lúðu komst ég ekki hjá því að heyra að maðurinn með farsímann var að bjarga ýmsum brýnum málum. Hann var í sambandi við ólíklegustu aðila varðandi gögn er þurfa að fylgja með umsókn um lán frá Húsnæðismálastjóm. Lá greinilega mikið á að koma umsókn inn fyrir mánaðamótin, september-október og á honum að skilja að hann væri í hinum svokallaða forgangshóp hvað lán varðar. Hafði ekki áður keypt íbúð og auk þess fráskilinn. Hann var skyndilega í sambandi við einhvem endurskoðanda í símanum: Það fór ekki á milli mála: „Ég má þá koma á morgun og sækja gögnin? Já, þú ert þá bara búinn að fara ofan í saumana á þessu. Þú ert ekki lengi að því sem tekur venjulegan mann þijár vikur að vinna úr. Já. Þakka þér fyrir. Ég geri þá upp við þig á morgun. Já og ég skal muna eftir því að koma með skattaskýrsluna frá 1984.“ Maðurinn með farsímann lauk samtalinu sem stóð í nokkrar mínútur. Þá var þjónninn kominn með aðalréttinn, grillaðan kjúkling sem pilturinn borðaði með góðri lyst. Áður en þjónninn kom með eftirréttinn, ís með súkkulaðidýfu var maðurinn með farsímann búinn að velja nýtt símanúmer og ég heyrði að hann var í sambandi við einhvem lífeyrissjóð. „Mig langar að fá upplýsingar. Það er í sambandi við greiðslur i lífeyrissjóðinn. Ég hef verið í sjóðn- um undanfarin ár. Hef þó ekki borgað neitt í sjóðinn allt síðastliðið ár. Ég vinn sjálfstætt. Hvað seg- irðu? Á ég að hafa samband við Söfnunarsjóð Ufeyrisréttinda. Hvar er hann til húsa? Hvað segirðu? Laugavegi 13, á þriðju hæð. Þakka þér fyrir." Þjónninn var kominn með súkk- ulaðiísinn og maðurinn með farsím- ann bað um reikninginn og gerði síðan upp við þjóninn og bað um kaffi. Þjónninn kom með kaffið og þá var maðurinn farinn að tala í farsímann og kominn í samband við banka vegna stöðu á ávísana- reikningi sínum: „En gaman. Á ég tuttugu og fimm þúsund krónur inn á reikn- ingnum? Það er meira en ég hélt. Er víxillinn kominn? Hvað er hann HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. r 1 REGGIANA RIDUTTORI Drifbúnaóur fyrirspilo.fi = HEÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LÆER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA ÓTRÚLEGA LÁGT VERD kr. 17.800 staðgreiðsla Afborgunarskilmálar /O ITVEGGJA DYRA #1 oolcroK KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR Samt. stærö: 275 1. Frystihólf: 45 I. Hæö: 145 sm. Breidd 57 sm. Dýpt: 60 sm. Vinstri eöa hægri opnun Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. Heimilis- og raftækjadeild. HEKLAHF LAUGAVEGI170 ■ 172 SlMI: 696650
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.