Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Ég stend á krossgötum þar sem ég hef nýlega hafíð störf hjá nýju fyrirtæki. Mig langar að fá upplýsingar, almennt um persönuleika minn og sérstaklega um mögulega hæfileika mína á viðskipta- sviðinu. Ég er fæddur 02.02 1944 kl. 23.52 á Vestflörð- um. Kærar þakkir." Svar: Þú hefur Sól í Vatnsbera, Tungl, Úranus og Mars sam- an í Tvíbura í áttunda húsi, Merkúr og Venus í Steingeit og Vog Rísandi. Yfirvegaður Um persónuleika þinn má almennt segja að þú ert yfir- vegaður og jafnframt þægi- legur í umgengni. Þú ert glaðlyndur í fasi ogjákvæður í viðhorfum og átt auðvelt með að umgangast flest allt fólk. Þú ert diplómat, en bak við ljúft og sveigjanlegt yfir- borð (Vog) leynist staðfastur og ákveðinn persónuleiki (Vatnsberi). Þú átt til, þegar grunnhugmyndir þínar eru annars vegar, að vera ósveigjanlegur og óhaggan- legur. Þar sem þú ert ekki mikill tilfinningamaður (ekk- ert vatn) og leggur metnað þinn í að blanda ekki per- sónulegum tilfinningum eða óskum í störf þín, getur þú hins vegar hlustað á skyn- samlegar röksemdafærslur. Kaldur rökhyggjumaður Það að hafa allar persónuleg- ar plánetur í lofti og jörð, táknar að þú ert jarðbundinn og vitsmunalega sinnaður. Þú lætur tilfinningar ekki stjóma þér, heldur bláköld rök og vitsmuni. Fyrir vikið getur þú átt til að vera kald- ur og ívið ópersónulegur, jafnvel ómannlegur. Það síðasttalda vfsar m.a. til þess að þér er illa við að sýna á þér veika hlið eða að láta til- finningar og aðra mannlega „veikleika" stjóma þér. Þessi kaldi þáttur er hins vegar ekki áberandi og er falinn bak við vingjamlega og þægilega framkomu. Þessi þáttur ætti að reynast þér vel í viðskiptum. Fjármálastjórn Staða margra pláneta í 8. húsi þýðir að þér fellur vel að sýsla með fjármál. 8. hús er hins vegar táknrænt fyrir Qármál annarra og þvi bend- ir allt til þú sækist ekki eftir auði fyrir sjálfan þig, heldur hafir fyrst og fremst hæfi- leika til að stjóma fjármálum sem em ekki þín eigin. Við- skiptahæfileikar þínir em fyrst og fremst í samninga- gerð og á skipulagssviðum. Þú ert einnig hugmyndaríkur og opinn fyrir nýjum mögu- leikum. Skipulagður Ilugsun þín og máltjáning er skipulögð og yfirveguð. Þú ert jarðbundin og raunsær í hugsun, en getur átt til að vera stífiir og krefjast 100% vandvirkni og fullkomnunar í útfærslu hugmynda og þess sem þú vinnur að. Engin kyrrstaÖa Hugsanlegur veikleiki er sá að þú þarft á tilbreytingu og spennu að halda í daglegu lifi, þ.e. þér leiðist kyrrstaða og lognmolla. Þú getur þvf átt til að vera eirðarlaus, sérstaklega ef daglegt líf þitt er rólegt og í föstum skorð- um. Þú getur þá orðið leiður og fengið innilokunarkennd. Ef starf þitt felur í sér hreyf- ingu, Qölbreytileika og spennu færist ró yfir þig. Þú þarft því á ákveðnum hama- gangi að halda í daglegu lífí. JÆ.TA.OPPI, í PA6 ViRÆÐUM V/lP PÓSTMANNINN - • GRETTU þlG ! TOMMI OG JENNI UÓSKA Umsjón: Guðm. Páll Arnarson l* Vöm vesturs í spilinu hér að neðan virtist striða gegn öllum náttúmlögmálum. En þegar upp var staðið var það eina vömin sem banaði samningnum. Suður gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ Á3 ♦ ÁKD7 ♦ 652 ♦ D1083 Norður ♦ 76 ♦ G952 ♦ ÁD84 ♦ ÁK7 II Austur ♦ 94 ♦ 1063 ♦ KG1073 ♦ 954 Suður ♦ KDG10852 ♦ 84 ♦ 9 ♦ G62 Vestur Nordur Austur Suður — — — 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Gegn fjórum spöðum suðurs byijaði vestur á því að taka ÁK í hjarta og fékk upp þrílit hjá makker. Sérðu hveiju hann spil- aði í þriðja slag? Það er kannski ekki mjög erf-^_ itt að koma auga á vömina á opnu borði. Og þó, vömin er það „ónáttúrleg". Hann spilaði hj artadrottningunni! Með því fríaði vestur auðvitað hjartagosa blinds um stundar- sakir en hann var fljótur að eyðileggja þann slag þegar hann komst inn á spaðaás. Hann spil- aði fjórða hjartanu og makker hann trompaði. Vestur sá fyrir sér að spilið hlyti að tapast ef suður ætti tvo hunda f tígli. Sagnhafi kæmist^ aldrei hjá því að gefa þar slag. Hins vegar var sá möguleiki fyrir hendi að suður ætti einn tfgul og laufgosa þriðja, en þá vofði yfir vestri kastþröng í hjarta og laufi ef ekkert yrði að gert. Því ákvað vestur að nota tempóið til að eyðileggja hjarta- hótunina og þar með kastþröng- ina. Hvað var þetta? Hljómaði eins og fallbyssuskot! Við vissum ekki að hún var hlaðin. Umsjón Margeir Pétursson Á skákþingi íslands f Gmndar- firði kom eftirfarandi staða upp í' skák Þrastar Árnasonar og Karls i Þorsteins f 7. umferð: Karl lék illa af sér. 26. — Kg7? en eftir 26. Bf8, 27. Bxf6 - Dd7 hefði skákinni líklega lokið með*- jafiitefli. Þröstur finnur nú fallega vinningsleið: 27. Bxf6+ — Hxf6. Eða 27. - Kh6, 28. Dh3 mát. 28. Hg8+ - Kh6, 29. Dxf6 og hvítur vann 6 leikjum síðar. Þröstur fékk sinn fyrsta vinning í mótinu í þessari skák, en mögu- leikar Karls til að vinna mótið minnkuðu mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.