Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 1

Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 1
80 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 228. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands tók á móti Ronald Reagan Bandaríkjaforseta á Keflavíkurflugvelli. í viðræðum þeirra þakkaði Reagan íslendingum fyrir að vera gest- gjafar leiðtogafundaríns. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Höldum til Reykja- víkur í friðarskyni - sagði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti við upphaf Islandsferðar RONALD Reagan Bandaríkjaforseti skaut öxlum í veðrið er hann kom til íslands í gærkvöidi, til fundarins við Mik- hail Gorbachev aðalritara Kommúnistaflokks Sovétrílg- anna. Hann hélt ræðu í Washington áður en hann hóf flugferðina til íslands og sagði þá um horfurnar á fundin- um: „Við höldum til Reykjavíkur I friðarskyni. Við komum til þessa fundar fyrir frelsið. Og við förum vongóðir". Flugvél forsetans lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 19.00 og sjö mínútum síðar steig hann út úr vélinni þar sem Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands bauð hann velkominn. Að svo búnu heilsaði Reagan Steingrfmi Her- mannssyni forsætisráðherra Matthíasi Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra og embættismönnum, sem voru í móttökunefndinni. Hellirigning var þegar flugvél Bandaríkjaforseta ók upp að flug- stöðvarbyggingunni og jók á dembuna meðan á mótttökuathöfn- inni stóð. Vigdís og Reagan heilsuð- ust við landganginn og ræddust örlítið við, en síðan kynnti Vigdís aðra í mótttökunefndinni fyrir Bandaríkj aforseta. I ávarpi því, sem Bandaríkjafor- seti flutti fyrir brottför sína frá Washington vék hann sérstaklega að íslandi og sagði: „Ég vil geta þess hér, og það á einkar vel við á degi Leifs Eiríkssonar, hve mikils bandaríska þjóðin metur gestrisni íslenzku ríkisstjómarinnar og ís- lendinga allra. Bandaríkjamenn og íslendingar hafa verið bandamenn í meira en 40 ár. Fyrst á dögum síðari heimsstyrjaldar þegar brugð- ist var til vamar frelsi og lýðræði og nú í Atlantshafsbandalaginu þar sem sömu hugsjónir eru hafðar að leiðarljósi. Ekkert ermeira til marks um þessa staðfestu fslendinga, ein- Reagan stígur út úr flugvél sinni í gærkvöldi. Fremstur fer Þórður Einarsson siðameistari og fyrir aftan hann er sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, Nicholas Ruwe. Morgunblaðið/RAX læga friðarlöngun þeirra, en að þeir skuli hafa fúslega samþykkt að annast þennan fund.“ Að lokinni móttökuathöfn steig Ronald Reagan upp í stóra og gljá- fægða Cadillac-bifreið, sem merkt var forsetaembættinu með stórum skjaldarmerkjum á hliðunum. Brun- aði löng bflalest forsetans síðan af stað og var hann kominn til bústað- ar síns, bandaríska sendiráðsins við Laufásveg í Reykjavík, klukkan 20. í fylgdarliði Bandaríkjaforseta voru m.a. George Shultz, utanríkis- ráðherra. Á flugvellinum ræddi hann stuttlega við Matthias Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, og lýsti Shultz þar ánægju sinni með afgreiðslu Öldungadeildar Banda- ríkjaþings á milliríkjasamningi þjóðanna um sjóflutninga til lands- ins á vegum Vamarliðsins. Sjá ennfremur um komu Reagans og aðrar fréttir og greinar um leiðtogafundinn á bls. 26, 27, 28, 29, 32, 33, 60, 61 og baksíðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.