Morgunblaðið - 10.10.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.10.1986, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 228. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands tók á móti Ronald Reagan Bandaríkjaforseta á Keflavíkurflugvelli. í viðræðum þeirra þakkaði Reagan íslendingum fyrir að vera gest- gjafar leiðtogafundaríns. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Höldum til Reykja- víkur í friðarskyni - sagði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti við upphaf Islandsferðar RONALD Reagan Bandaríkjaforseti skaut öxlum í veðrið er hann kom til íslands í gærkvöidi, til fundarins við Mik- hail Gorbachev aðalritara Kommúnistaflokks Sovétrílg- anna. Hann hélt ræðu í Washington áður en hann hóf flugferðina til íslands og sagði þá um horfurnar á fundin- um: „Við höldum til Reykjavíkur I friðarskyni. Við komum til þessa fundar fyrir frelsið. Og við förum vongóðir". Flugvél forsetans lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 19.00 og sjö mínútum síðar steig hann út úr vélinni þar sem Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands bauð hann velkominn. Að svo búnu heilsaði Reagan Steingrfmi Her- mannssyni forsætisráðherra Matthíasi Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra og embættismönnum, sem voru í móttökunefndinni. Hellirigning var þegar flugvél Bandaríkjaforseta ók upp að flug- stöðvarbyggingunni og jók á dembuna meðan á mótttökuathöfn- inni stóð. Vigdís og Reagan heilsuð- ust við landganginn og ræddust örlítið við, en síðan kynnti Vigdís aðra í mótttökunefndinni fyrir Bandaríkj aforseta. I ávarpi því, sem Bandaríkjafor- seti flutti fyrir brottför sína frá Washington vék hann sérstaklega að íslandi og sagði: „Ég vil geta þess hér, og það á einkar vel við á degi Leifs Eiríkssonar, hve mikils bandaríska þjóðin metur gestrisni íslenzku ríkisstjómarinnar og ís- lendinga allra. Bandaríkjamenn og íslendingar hafa verið bandamenn í meira en 40 ár. Fyrst á dögum síðari heimsstyrjaldar þegar brugð- ist var til vamar frelsi og lýðræði og nú í Atlantshafsbandalaginu þar sem sömu hugsjónir eru hafðar að leiðarljósi. Ekkert ermeira til marks um þessa staðfestu fslendinga, ein- Reagan stígur út úr flugvél sinni í gærkvöldi. Fremstur fer Þórður Einarsson siðameistari og fyrir aftan hann er sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, Nicholas Ruwe. Morgunblaðið/RAX læga friðarlöngun þeirra, en að þeir skuli hafa fúslega samþykkt að annast þennan fund.“ Að lokinni móttökuathöfn steig Ronald Reagan upp í stóra og gljá- fægða Cadillac-bifreið, sem merkt var forsetaembættinu með stórum skjaldarmerkjum á hliðunum. Brun- aði löng bflalest forsetans síðan af stað og var hann kominn til bústað- ar síns, bandaríska sendiráðsins við Laufásveg í Reykjavík, klukkan 20. í fylgdarliði Bandaríkjaforseta voru m.a. George Shultz, utanríkis- ráðherra. Á flugvellinum ræddi hann stuttlega við Matthias Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, og lýsti Shultz þar ánægju sinni með afgreiðslu Öldungadeildar Banda- ríkjaþings á milliríkjasamningi þjóðanna um sjóflutninga til lands- ins á vegum Vamarliðsins. Sjá ennfremur um komu Reagans og aðrar fréttir og greinar um leiðtogafundinn á bls. 26, 27, 28, 29, 32, 33, 60, 61 og baksíðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.