Morgunblaðið - 11.10.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 11.10.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986 Rafmagnsleysi vegna bilana í tækiabúnaði RAFMAGNSLAUST varð í gær- kvöldi í Háaleitishverfi, Smá- íbúðahverfi og nýja miðbænum í Reykjavík. Bilun í tækjabúnaði í aðveitustöð á horni Háaleitis- brautar og Miklubrautar olli rafmagnsleysinu. Að sögn Hauks Pálmasonar að- stoðarrafveitustjóra hjá Rafmagn- sveitu Reykjavíkur var bilunin algjörlega ófyrirsjáanleg. Hann var spurður hvort möguleiki væri á því að um skemmdarverk væri að ræða þar sem rafmagnslaust var einnig í fyrradag, en svaraði því neitandi, sagði engin tengsl milli þessara bil- ana. Rafmagnið fór af rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöldi, en viðgerð var lokið um klukkan 22. Sjálfstæðismenn bjóða Kristínu í þingflokkinn ÞINGFLOKKUR Sjáifstæðis- flokksins samþykkti á fundi sínum i gærmorgun að bjóða Kristínu S. Kvaran sæti í þing- flokknum, með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Olafur G. Einarsson, formaður Ráðstefna um Há- skóla íslands: Breyttir kennslu- hættir - betri háskóli? „HÁSKÓLI íslands í nútíð og framtíð, breyttir kennsluhættir - betri há- skóli?“ er yfirskrift ráð- stefnu sem Stúdentaráð gengst fyrir í dag klukkan 14.00 í Odda. Ráðstefnan er haldin í tilefni 75 ára afmælis Háskólans. Framsöguerindi á ráðstefn- unni verða sjö talsins. Ráð- stefnan verður sett af háskólarektor, Sigmundj Guðbjamarsyni, en ráðstefnu- stjóri verður formaður Stúd- entaráðs, Eyjólfur Sveinsson. þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði þessa ákvörðun hafa verið tekna vegna þess að Kristín væri nú gengin í sjálfstæðisfélag og hefði lýst því yfir að hún óskaði eftir að starfa með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á komandi þingi. Hann sagði þá meginreglu gilda um störf þingflokksins að aðild að honum ættu þeir einir sem kjömir hefðu verið á þing af fram- boðslistum Sjálfstæðisflokksins. „Það fínnst þó einnig ákvæði í reglum þingflokksins um að heim- ilt sé að víkja frá þessari reglu og um það voru allir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins sammála", sagði Ólafur G. Einarsson. Ekki tókst að ná í Kristínu í gær, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun hún taka sæti í þingflokki Sjálfstæðismanna nú þegar við upphaf þings. mui^uuuiauiU/UI.IY.M. Frá setningu Alþingis i gær. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, Matthías Á Mathiesen, utanríkisráðherra, forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, og Vilborg Kristjánsdóttir. Alþingi sett: Fjárlagafrumvarpið lagt fram á mánudag Stefnuræða forsætisráðherra flutt á fimmtudag Þrjú mál ber sennilega hæst í störfum Alþingis næstu viku: frumvarp að fjárlögum kom- andi árs, sem væntanlega verður lagt fram á mánudag eða þriðjudag nk., stefnuræðu forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar, sem flutt verður á fimmtudag nk., og svokallað „Rainbow-mál“, þ.e. samkomulag utanríkisráðherra Bandaríkjanna og íslands um jafnræði íslenzkra og banda- rískra skipafélaga til að bjóða í sjóflutninga til varnarliðsins frá Bandaríkjunurn til íslands. Alþingi var sett í gær með hefð- bundnum hætti, en í viðameiri ijölmiðlaumgjörð vegna hérveru erlends fjölmiðlafólks í tengslum við leiðtogafund stórveldanna. Séra Þorleifur Kjartan Krist- mundsson predikaði í Dómkirkju fyrir þingsetningu. Þingsetning fór síðan fram í Sameinuðu Alþingi. Forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, las upp forsetabréf um setningu 109. löggafarþings íslendinga. Vék hún að hérveru leiðtoga stór- veldanna og lét í Ijós von um, að þeim tækist að lægja öldur ósam- komulags í veröldinni. Aldursforseti þingsins, Stefán Valgeirsson, þriðji þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra, flutti minningarorð um Jón heit- inn Sólnes, fyrrv. alþingismann. Þingfundi var síðan frestað til mánudags nk. Sjá bls. 34 og 35: þingpredik- un Sr. Þorleifs K. Krist- mundssonar og minningar- orð um Jón heitinn Sólnes. Reagan fylgdist með komu Gorbachovs í sjónvarpinu RONALD REAGAN forseti Bandaríkjanna svaf vel fyrstu nótt sina hér á landi, að sögn Larry Speakes, blaðafulltrúa Morgunblaðið/AP GORBACHEVHJÓNIN HJÁ FORSETANUM Mikhail Gorbachev, aðalritari Kommúnista- flokks Sovétrikjanna, og kona hans, Raisa Gorbacheva, heimsóttu frú Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta Islands, að Bessastöðum í gær. forsetans. Hann vaknaði skömmu eftir kl. 7 í gærmorg- un og snæddi morgunverð. Klukkan 11.30 átti forsetinn fund með sérfræðingum sínum í utanríkismálum, og að hádegis- verðarhléi loknu, þar sem forset- inn snæddi nýja, steikta lúðu, var fundi haldið áfram. Þeir sem voru á fundinum með Bandaríkjaforseta voru George Shultz, utanríkisráðherra, Don- ald Regan, starfsmannastjóri Hvíta hússins, John Poindexter, öryggisráðgjafí, Paul Nitze, ráð- gjafí um afvopnunarmál, Roz- anne Ridgway, aðstoðarutanrík- isráðherra, Arthur Hartman, sendiherra í Moskvu, Jack Matlock, sendiherra, Robert Lin- hard, ofursti, Dennis Thomas og Bill Henkel ráðgjafar og Larry Speakes blaðafulltrúi Banda- ríkjaforseta. Forsetinn og ráðgjafar hans fylgdust að fundi loknum með beinni útsendingu íslenska sjón- varpsins, frá komu Gorbachev og frú frá Keflavíkurflugvelli. Því næst hélt forsetinn áfram fundarhöldum með sérfræðing- um sínum í afvopnunarmálum. Að fundarhöldum loknum hélt forsetinn til Bessastaða, þar sem forseti íslands Vigdís Finnboga- dóttir tók á móti honum með kampavíni og kransakökum. I gærkveldi snæddi Banda- ríkjaforseti kvöldverð í banda- ríska sendiráðinu ásamt þeim George Shultz, Donald Regan og John Poindexter, og hvíldist að því loknu. Reagan heldur til Höfða kl. 10.20 nú fyrir hádegið, og áætluð koma hans að Höfða er kl. 10.25. Koma Sovétleiðtogans Gorba- chevs er áætluð tveimur mínút- um síðar, eða kl. 10.27. Leiðtogamir heilsast fyrir utan Höfða, en ganga síðan saman inn í Höfða. Ráðgert er að fyrsti fundur þeirra standi í tvær stundir. Verða þeir tveir einir á fundi, ásamt túlkum sínum, en ekki hefur verið ákveðið hvort túlkamir verða tveir eða fjórir. Seinni fundurinn í dag hefst kl. 15.30 og er einnig áætlað að hann standi í tvær stundir. Bandaríkjaforseti mun síðan snúa á nýjan leik til bandaríska sendiráðsins, þar sem hann mun snæða kvöldverð. Að sögn Larry Speakes, er ekki gert ráð fyrir að neinir gestir snæði með forset- anum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.