Morgunblaðið - 11.10.1986, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 11.10.1986, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986 LEIÐTOGAFUNDURINN í REYKJAVÍK Björgimarhundasveit íalands stóð næturvaktina við Höfða sl. nótt og gerir svo einnig í nótt fram á sunnudagsmorgun Byggingar innsiglað- ar í grennd við Höfða Jöbúartveggja íbúðaurðuað flytjaút BYGGINGAR í grennd við Höfða, fundarstað leiðtoganna, voru innsiglaðar af lögreglu í gærkvöldi, en eins og kunnugt er setti ríkisstjórnin bráða- birgðalög um leigunám nokkurra húsa þar vegna leiðtogafundar- ins um helgina. Um er að ræða fyrírtæki og verslanir i grennd við Höfða og einnig þurftu íbúar tveggja íbúða við Borgartún að flytja úr híbýlum sínum yfir •íelgina. Rafn Johnson, forstjóri Heimilis- tælg'a, sagðist í samtali við Morgunblaðið um kvöldmatarleytið í gær skilja aðstæður, en þó fannst honum heldur langt gengið. „Hús- næðið verður marg yfírfarið, fyrst af íslensku lögreglunni og ef banda- rískir og rússneskir öryggisverðir sjá ástæðu til að yfirfara bygging- amar eftir það, munu þeir hafa heimild til þess. Það er sjálfsagt verið að tryggja að enginn sé innan dyra þama þegar leiðtogamir fara hjá. Eigendur húsanna eða annað starfsfólk fær ekki aðgang að hús- unum yfir helgina - okkur er bara skutlað út á meðan. Úr því íslend- ingar eru búnir að samþykkja að halda fundinn, verðum við auðvitað að gera allt til að tryggja öryggi Ieiðtoganna." Rafn sagði að undir venjulegum kringumstæðum hefði verslunin verið opin í dag, laugardag, og hefði örugglega orðið mikið að gera, a.m.k. í sölu lyklanna fyrir Stöð 2 þar sem þetta er fyrsta helgin sem nýja sjónvarpsstöðin sendir út efni. Rafn sagði að ekki væri enn farið að ræða um leigu fyrir húsin, en hann gerði samt ráð fyrir að eigend- ur þessarra húsa fengju einhveija sárabót þar sem þeir misstu af gylli- boðum hinna ýmsu sjónvarpsstöðva um víða veröld. „Við erum auðvitað tilbúnir til að hafa lokað í dag ef það stuðlar að friði í heiminum," sagði Rafn og verslunarstjórinn Birgir Öm Birgisson bætti því við að þar sem Heimilistæki auglýstu sig sem sérstaklega sveigjanlega í samningum væri það auðvitað sjálf- sagt að hafa lokað í dag vegna fundarins. Margrét Kristmannsson fluttí heim tíl foreldra sinna ásamt manni sínum Siguijóni Alfreðssyni á meðan á fundinum stendur. Á mynd- inni er Margrét ásamt foreldrum sínum, Kristmanni Magnússyni og Hjördísi Magnúsdóttur Morgunblaðið/Þorkell Lögreglan innsiglar hér eitt af húsunum i Borgartúni sem tekið var leigunámi fyrír fund leiðtoganna Þau Margrét Kristmannsdóttir og Sigurjón Alfreðsson pökkuðu niður í tösku sína í gær í íbúð sinni á þriðju hæð í Pfaff-húsinu, Borg- artúni 20, og fluttu sig um set í Bergstaðastrætið, heim til foreldra Margrétar yfír helgina. Það var faðir hennar, Kristmann Magnús- son, sem jafnframt er forstjóri Pfaff, sem varð fyrir svörum. „Þau hafa búið í íbúðinni síðan í júní frá því þau giftu sig. Þetta er húsvarð- aríbúð og sinna þau því starfí. Við vorum afskaplega svekt þegar við fréttum um þetta leigunám fyrst. Ég er nýkominn frá útlöndum og hafði hugsað mér að vinna mikið um helgina, en maður skilur auðvit- að allt þetta öryggi," sagði Krist- mann. Eigendur húsanna voru beðnir um að hafa ljós alls staðar svo að öryggisverðir á næstu þökum sæju inn um gluggana ef einhver hreyfing væri þar innan dyra. Sovétmenn vekja falskar vonir á kostnað Bandaríkjamanna Nicholas Daniloff fylpst hér með beinni útsendingn Ríkisútvarpsins frá komu Gorbachevs til íslands. Nicholas Daniloff í viðtali „Það kom mér ekki á óvart að Gorbachev skyldi halda ræðu við komu sína til íslands", sagði Nick Daniloff í viðtali við Morgunblaðið í gær. „Ég tel að Sovétmenn séu að reyna að beina athyglinni að vígbúnaðarmálum, enda hafa þeir rika ástæðu til. En með þvi að vekja falskar vonir, með þeim hætti sem þeir hafa gert, eru þeir í raun að hagræða málinu sér í hag. Gangi Reykjavikurfundurinn að óskum mun Gorbachev og samningsvilja hans vera þakkaður árangurinn. Fari hann á hinn bóginn út um þúfur verður Bandaríkjaforseta að ósekju kennt um“. Bandaríski blaðamaðurinn Nick Daniloff kom til íslands í gær og mun hann fylgjast með Reykjavík- urfundinum fyrir tímarit sitt, U.S. * News and World Report. Hann tók sérstaklega fram að hann væri hingað kominn til þess að fylgjast með fundinum og skrifa um hann, ekki til þess að ögra Sovétmönnum. Daniloff var spurður hvort hann myndi þá taka á Sovétmönnum með silkihönskum og svaraði hann því því til að hann myndi vitaskuld ganga jafnhart eftir svörum og þörf krefði, en bætti við að hann væri hingað kominn til þess að afla frétta, ekki búa þær til. Daniloff bjó um níu ára skeið í Moskvu, talar rússneskú reiprenn- ‘ andi og veit gjörla hvað gerist innan múra og utan í Kreml. Hann var því spurður á hvað hann teldi áð Gorbachev myndi leggja áherslu í viðræðum sínum við Reagan. „Það sem Gorbachev leggur mesta áherslu á heima fyrir eru efnahagsmálin og það hefíir áhrif á það sejn gerist hér. Að minnsta kosti 15% þjóðartekna Sovétmanna renna til hermála og Gorbachev hefúr einfaldlega ekki efni á slíkum útgjöldum, ætli hann að auka lang- þráða velmegun. Þess vegna ríður á fyrir Gorbachev að knýja á um vígbúnaðartakmarkanir". Vikið var að handtöku Daniloffs í Moskvu og hann spurður um til- drög og kenningar hans um ástæður hennar. „Ég var leiddur í gildru og sakar- giftum logið á mig. Á meðan varðhaldinu stóð yfír var ég ekki borubrattur og ef ég hefði ekki fengið stuðning starfsbræðra minna ura heim allan, veit ég ekki hvort ég stæði hér. Þá var konan mín besti blaðafulltrúi sem ég gat haft og blaðið stóð 100% á bak við mig. Það sem mér þótti þó aðdáunar- verðast var hvemig bandarísku blaðamennimir í Moskvu slógu skjaldborg um mig, allir sem einn, þegar eitthvað gerðist, og vom ekki eigingjamir á fréttina eins og búast Morgunblaðið/Einar Falur og gerðu allt sem þeir gátu mér til aðstoðar. Þeir létu hver annan vita mætti við“, segir Daniloff, en stillir sig þó ekki um að bæta við: „Flest- ir létu þó eigin fréttastofu ganga fyrir, en það hefði ég nú líka gert“. — En nú virtist Gorbachev koma af fjöllum fyrst þegar uppvíst var um handtöku þína. Telur þú að það bendi til þess að hann hafí ekki það taumhald á KGB, sem haldið var? „Það leikur enginn vafí á því að Gorbachev er óskoraður leiðtogi Sovétríkjanna. Hins vegar er það svo að margir háttsettir skrifkerar og þeir sem njóta ýmissa forréttinda telja að sér stafí hætta af baráttu Gorbachevs gegn spillingu og skrif- ræði og myndu ekki sakna hans. Það sem þó skiptir e.t.v. meira máli er það að hemum hugnast lítt niðurskurðaráætlanir hans og Gorbachev má varla við því að fá skrifræðið upp á móti sér líka. Varðandi KGB, þá hafa tengsl Gorbachevs . við leyniþjónustuna yfirleitt verið góð“. Daniloff var inntur eftir því hvort hann teldi að mannréttindamál fengju mikla umQöllun á Reykja- víkurfundinum og sagðist hann engu geta spáð um það. Hann taldi þó að yfirlýsingar Reagans og ráð- gjafa hans gæfu til kynna að svo yrði. „Hvað sem gerist á fundum leiðtoganna, er ekki við sýnilegum árangri að búast í bráð. Mannrétt- indamál em viðkvæmt umræðuefni fyrir Sovétmenn og allar breytingar til batnaðar myndu ekki fara hátt. — Mun Gorbachev takast að breyta Sovétríkjunum í samræmi við yfírlýsingar sínar? „Það er alltaf mjög erfítt að spá fyrir um þróun í Sovétríkjunum, þar gerist allt mjög hægt og silalega, en breytingamar em samt sem áður óútreiknanlegar og yfírleitt verður þeirra ekki vart fyrr en eftir á. Gorbachev hefur þó nógan tíma, hann er tiltölulega ungur og hann hefur gefíð í skyn, bæði í ræðu og riti, að hann hyggist sitja í valda- stóli fram til aldamóta“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.