Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 ■ AMERIKUSTIKLUR I Furður á al- faraleið Þessa leið að Roy Rogers-safn- inu; að risaeðlugarðinum; að Lundúnabrúnni, sem risin er í Ariz- ona; að stærstu steintöflum í heimi með boðorðunum tíu; að safninu, sem geymir dósahníflnn hans Lee Harvey Oswalds. Þeir sem bruna á bflnum sínum eftir bandarísku þjóð- vegunum komast ekki hjá því að sjá þessa vegvísa. Þeir benda á margt skrýtið og skemmtilegt við þjóðveginn í Ameríku, á ýmislegt, sem þessi stóra þjóð er mjög hreyk- in af og nú má lesa um í bók, sem að sjálfsögðu heitir „Við þjóðveginn í Ameríku". í bókinni, sem skrifuð er af §ór- um ungum mönnum, er farið um næstum öll ríki Bandaríkjanna. Það er taisverður háðskeimur í henni en hún er samt hin skemmtilegasta og er skrifuð af mikilli ást á við- fangsefninu. Höfundamir hrífast greinilega af því, sem fyrir augu ber, þrátt fyrir allan afkáraskapinn. Sem dæmi má nefna Aquarena- lindimar í San Marcos í Texas þar sem ungar stúlkur í pilsgopa einum klæða sýna gestunum grís, sem kann að kafa og stinga sér til sunds, og finna má að minnsta kosti tíu söfn, sem helguð eru minn- ingu Elvis Presleys, auk heimilis hans í Tennessee. Þau em til dæm- is reist yfir sólgleraugun hans, Exxon-krítarkortið og rafknúna skóburstann. Ótölulegur fyöldi safna og skemmtigarða er kenndur við frægt fólk. í Liberace-safninu í Las Vegas má sjá pínulitla píanóið hans, dúkk- ur í öllum sviðsbúningum hans um dagana og gifsafsteypu af hönd bróður hans. Sá, sem á leið um Winterset í Iowa, getur kíkt á bemskuheimili John Waynes og skoðað augnleppinn, sem hann not- aði í myndinni „True Grit“. Þessum séramerísku fyrirbærum fer heldur fækkandi en þau eru þó furðu lífseig. Að óreyndu mætti ætla að fólk, sem daglega er matað á öllum þeim furðum sem sjón- varpið getur boðið upp á, hefði ekki áhuga á sviðsettum indíánadönsum, hellum, sem baðaðir eru marglitu ljósi, eða pylsuvagni, sem er í lag- inu eins og pylsa. Risastórir skemmtigarðar eins og Disneyland og margir aðrir hafa auðvitað upp á margt stórkostlegra að bjóða en tré, sem hægt ^ er að aka í gegnum, stærstu kú í heimi eða vaxmyndasafn, en alvarlegasta tilræðið við PRESTLEY: gestirnir gapa á gleraugun hans. þjóðvegasöfnin eru lögin frá 1965 um betra og fegurra umhverfí við þjóðbrautimar. Þessi lög útrýmdu nær alveg auglýsingaspjöldunum meðfram þjóðbrautunum, sem allir lang- réttvísinHHB ferðamenn nota. Foreldrar, sem áður höfðu ekki frið fyrir suðinu í krökkunum, sem langaði til að sjá Weeki Wachee-sýningarstúlkumar leika listir sínar í vatninu eða Nomadjrflissuna í Salem í Massa- chussets, geta nú ekið ótruflaðir svo klukkustundum skiptir. Þrátt fyrir allt hefur þessum sýn- ingum einhvern veginn tekist að blómstra áfram. Gott dæmi er Gatl- inburg, bær í Tennessee, sem bókin kallar Mekka þessara uppátækja enda allur undirlagður af þeim. Þar er aðaláherslan lögð á glys og gróf- leika. Þar er safn til minningar um Elvis Presley, hringar frá honum, Biblían hans, ein glæsikerran og hin ómissandi sólgleraugu, og sitt lítið af hvetju frá Barbra Streisand . og Sylvester Stallone. í sjónhverf- ingasalnum er bijóstmynd af Presley og þegar fólk hefur glápt á hana nokkra stund breytist hún skyndilega, lifnar við og tekur að syngja eitt af vinsælustu lögunum hans. I Gatlingburg er einnig safnið „Þið ráðið hvort þið trúið því“, Guiness-heimsmetasafnið og Kristsgarðamir með vaxmyndum, gerðum í Englandi „með mannshári og læknisfræðilega réttum augum", sem eiga að sýna alkunnar svip- myndir úr Biblíusögunum. - SIMON HOGGART * Ogerlegt að koma lögum yfir dómarana Saksóknarinn í Vestur-Berlín til- kynnti fyrir skömmu að þeir dómarar alþýðudómstóla nasista sem enn eru á lífí þyrftu ekki að sæta málsrannsókn. Rannsóknir af þessu tagi hafa staðið yfír undan- farin 20 ár en ekki leitt af sér einn einasta sektardóm. Þessi ákvörðun kemur sér vel fyrir þá liðlega áttatíu menn sem gegndu hlutverkum sækjenda og dómenda á nasistatímabilinu og lifa enn. Ástæðan fyrir því að hætt hefur verið við rannsóknir á ferli þeirra er sú að nær ógerlegt hefur reynzt að sanna sekt þeirra vegna þeirra meintu glæpa sem þeir gerð- ust sekir um fyrir meira en ijörutíu árum. Aðeins hafa farið fram rétt- arhöld í máli tveggja manna í þessum hópi. Hans Joachim Rense, sem fór með embætti dómara á nazistatímabilinu, var árið 1967 dæmdur í fímm ára fangelsi fyrir aðild að morðmáli. Hann áfrýjaði og var síðar sýknaður. Paul Reim- ers, sem einnig hafði verið dómari á nazistatímabilinu, fyrirfór sér 82ja ára að aldri árið 1984 eftir að honum hafði verið tilkynnt að hann ætti að mæta fyrir rétti og svara til saka fyrir aðild sína að 122 dauðadómum. Rubert Sholz, sem fer með stjórn dómsmála í Vestur-Bérlín, segir að það sé hörmulegt og valdi sárum vonbrigðum, að ekki skuli hafa tekizt að fá dæmda neina af þeim 110 fyrrverandi dómurum nazista sem stefnt var fyrir rétt. Hann skellir samt ekki skuldinni á hinn opinbera saksóknara en segir skýr- inguna einfaldlega vera þá að fyrirmæli um að hefja rannsóknina hafí komið allt of seint, nefnilega ekki fyrr en árið 1965 eða 20 árum eftir stríðslok. Yfívöld Vestur-Berlínar rannsök- uðu alls starfsferil 577 dómara og saksóknara frá nazistatímabilinu. Tuttugu og sjö voru látnir áður en ákærur voru lagðar fram, 29 voru taldir ófærir um að mæta fyrir rétti og erfitt reyndist að sanna aðild hinna að glæpaverkum nasistanna. Roland Freisler, sem var alræmd- asti dómari Hitlerstímabilsins, fórst í loftárás bandamanna í febrúar 1945. Hann kvað upp sjö þúsund dauðadóma. — Vitað er að þrír starfsbræður hans frá stríðsárunum hafa verið dæmdir til refsingar í Austur-Þýzkalandi. - MICHAEL FARR Japanir orðnir langeyg- ir eftir sældinni Japan er orðið eitt af ríkustu löndum heims, en japanska þjóðin lætur sér fátt um fínnast. Fólk segir að þaö njóti fárra lífsgæða þrátt fyrir efnahagslega vel- megun landsins og að það hafí að minnsta kosti alltof lítinn tíma til að njóta þeirra mola sem falla því í skaut. Verð á matvöru í Japan getur orðið allt að 10 sinnum hærra en í öðrum löndum og húsnæði er bæði dýr- ara og lakara en víðast þekkist, að því er segir i skýrslu ríkisstjómarinnar um japanskt þjóðlíf. Þeir sem hafa séð ofsjónum yfír efna- hagslegri velgengni Japana komast að raun um að hún hefur verið keypt dýru verði, ef marka má fyrrgreinda skýrslu. Konur í japönskum borgum spóka sig í fínum fötum með frægum vörumerkj- um, en aðeins eitt heimili af hverjum þremur í Japan er samt þess munaðar aðnjótandi að vera tengt við holræsa- kerfí. Flestar japanskar fjölskyldur hafa ráð á að eiga bíla en geta á hinn bóginn lítið notið þeirra. Vega- kerfíð er mun lakara en á Vesturlöndum og þar að auki eru gríðarlega háir vega- tollar og stöðumæla- gjöld. Skýrsla ríkisstjóm- arinnar felur í sér margvíslegar upplýs- ingar um hvemig japanska efnahags- undrið og afstaða þjóðarinnar stangast á. Til að mynda kváð- ust aðeins 3,8% þjóðarinnar vera ánægð með lífskjör sín og aðstöðu. Flest- um þótti sem hagsæld landsins hefði ekki skilað sér til þjóðar- innar. Almenn þægindi eru minni í Japan en á þeim Vesturlönd- um, sem státa af góðum lífskjörum. í skýrslu ríkisstjómar- innar er bent á nauðsyn þess að fjöiga skemmtigörð- um og bæta aðstöðu til hvers kyns tóm- stundaiðkana. Enn- fremur er lagt til að framlag til umhverf- ismála verði aukið. í skýrslunni kemur fram að Japanir em áberandi verr settir í húsnæðismálum en þær þjóðir sem þeir miða sig helzt við. Lóðaverð er 13 sinn- um hærra en í Vestur-Þýzkalandi og 24 sinnum hærra en í Bandaríkjunum. Þar af leiðir hafa Japanir að jafnaði miklu minna húsiými en fólk í öðmm iðnríkj- um. Fáir hafa ráð á að kaupa eða leigja húsnæði í nágrenni við þéttbýliskjamana þar sem þeir stunda vinnu sína. Það getur því tekið fólk um þijár klukkustundir að aka til og frá vinnu og leiðir það jafnvel til meiri þreytu en allur vinnudagurinn, eftir því sem sérfræðingar segja. Hið háa verð á matvöm sem fyrr er nefnt veldur einnig mikilli óánægju. Hrísgrjón í Japan em tífalt dýrari en í Thai- landi og um það bil sjö sinnum dýrari en í Bandaríkjunum. Menn em mun lengur að vinna fyrir nauð- synlegustu matvöm en launþegar í Banda- ríkjunum, Vestur- Evrópulöndum og Ástralíu. Þá kemur enn fram í skýrslunni að vinnu- dagur Japana sé lengri en hjá fólki í iðnríkjum Vestur- landa, sem leiðir til þess að þeir eiga að sjálfsögðu færri tóm- stundir en Vestur- landabúar. En í skýrslunni er líka ýmislegt tínt til sem harla gott má teljast. Lífslíkur Jap- ana em hærri en annarra þjóða. Og þar er lítið um glæpi, verðlag er stöðugt og almenn menntun á mjög háu stigi. - ROBERT WHYMANT ALLT I HERSHONDUM Svíaherer kom- inn á kúpuna Að undanfömu hefur verið upp- lýst um mikið hneyksli innan sænska hersins, óheyrilegt fjárbmðl ef ekki beint misferli, og hafa þessi tíðindi aukið enn á efasemdir sér- fróðra manna innan Atlantshafs- bandalagsins um að Svíar séu færir um að veijast sovéskri skyndiárás. Til að gera langa sögu stutta þá er sænski landherinn einfaldlega gjaldþrota. Sænska stjómin hefur skipað rannsóknamefnnd í málinu og jafn- framt hefur Bengt Gustafsson, nýskipuðum yfírmanni herráðsins, verið falið að fínna út fyrir sitt leyti hvemig unnt hafí verið að glutra niður samtals sem svarar 3,6 millj- örðum íslenskra króna. Svo alvarlegt er þetta mál, að það er nú þegar farið að ógna ör- yggishagsmunum sænsku þjóðar- innar. Vegna fjárskortsins hefur orðið að hætta við nauðsynlegar æfíngar fyrir nýliða, afturkalla pantanir á nýjum búnaði og frestað hefur verið herkvaðningu 15.000 manna. „Það verður að taka strax til hendinni við að greiða úr fjár- málaóreiðunni í í landhemum," sagði Roine Carlsson, vam- armálaráðherra, „og það verður að tryggja, að svona ástand geti ekki skapast aftur.“ Þeim fer nú §ölg- andi, sem krefjast þess, að Erik G. Bengtsson, hershöfð- ingi, segi af sér vegna málsins en hann hefur svarað með því að skipa starfsliði sínu að finna tafarlaust leiðir til aukins spamað- ar. Auk þess er verið að íhuga aðrar og róttækari aðgerðir. Það era þó ekki aðeins fjárhagsáhyggjumar, sem Bengtson hefur við að glíma, því að hann er einnig að vera uppi- skroppa með foringja. Til þeirra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.