Morgunblaðið - 16.11.1986, Síða 12

Morgunblaðið - 16.11.1986, Síða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 BUMUFUOKQ náttúruleg nceringt NÆRING PÓSTHÓLF 1602 - 121 REYKJAVlK SlMI 68 77 70 Nú eru high-DESERT® honeybee pollens™ blómafrjókornin frá CC pollen co. fáanleg á eftirtöldum stöðum: • Lyfjabergi, Breiðholti • Holts Apóteki • Laugamesapóteki • Lyfjabúðinni Iðunni • Nesapóteki • Apóteki Norðurbcejar, Hafnarfirði Blómafrjókomin fást í þrenns konar formi: sem hylki, töflur og laus korn. Hollusta þeirra er ótvíræð - engin þekkt fæða er jafn alhliða og blómafrjókorn og búin jafn fjölbreytilegum bætieiginleikum. v> | 2 § vottaefni mitt fynr amio Pað inniheldur engin ilmefni eða ijósvirk bieikiefni og er því hentugt til þvotta á fatnaði þeirra sem eru með viðkvæma húð. Lyngási 1 -210 Garðabæ - Sími 91-51822 Alþjóðlegur samskiptadagur 21. nóvember - Fólkáað heilsa 10 manns. FJÓRTÁNDI alþjóðlegi sam- skiptadagurinn, The World Hello Day, verður 21. nóvember en þann dag eru allir beðnir um að heilsa að minnsta kosti 10 manns og er sú athöfn táknrœn til að fagna þeim skerfi sem persópu- leg samskipti hafa lagt að mörkum til lausnar á deilumálum og varðveislu friðar, bæði manna i milli og þjóða. Tólf manns sem fengið hafa friðar- verðlaun Nobels, tugir alþjóðasam- taka og þjóðhöfðingjar 86 landa, hafa opinberlega lýst stuðningi sínum við þetta árlega framtak um heim allan. Fólk í 130 löndum hef- ur tekið þátt í deginum með því að heilsa tíu manns 21. nóvember. Fræðslufund- ur Blóðgjafa- félagsins BLÓÐGJAFAFÉLAG íslands heldur fræðslufund mánudaginn 17. nóv. nk. kl. 21 í Nóatúni 21, Reykjavík. Þar verða flutt tvö stutt erindi, hið fyrra flytur Ólaf- ur Jensson yfirlæknir og nefnist það Tegundir dreyrasýki hér- lendis og siðan mun Alfreð Árnason erfðafræðingur skýra frá nýlegum rannsóknum hér- lendis á ónæmiserfðafræði giktar, segir í frétt frá Blóð- gjafafélagi íslands. Blóðgjafafélag íslands var stofn- að í júlí 1981 og er tilgangur félagsins að fræða blóðgjafa, al- menning og stjómvöld um mikil- vægi blóðs til lækninga, um blóðsöfnun og blóðbankastarfsemi, rannsóknir á blóðefnum og erfða- þáttum blóðsins og að styrlga rannsóknir í þágu blóðgjafa og sjúklinga, sérstaklega á sviði blóð- ónæmisfræði og ónæmiserfðafræði. Til að ná þessum tilgangi sínum hefur félagið m.a. haldið fræðslu- fundi og er þessi hinn 16. f röðinni. Formaður Blóðgjafafélags íslands frá stofnun þess hefur verið Ólafur Jensson yfírlæknir Blóðbankans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.