Morgunblaðið - 16.11.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986
C 15
Dómsmálaráðherra á fundi Evrópuráðs:
Hryðjuverkastarf-
semi framandi hugsun-
arhætti Islendinga
Jón Helgason dómsmálaráðherra
sótti fund með dómsmálaráðherrum
allra ríkja innan Evrópuráðsins,
sem haldinn var á vegum Evrópu-
ráðsins í Strasbourg, dagana 4. og
8. nóvember til að fjalla um baráttu
gegn hryðjuverkastarfsemi. Fyrir
fundinum lágu tillögur að yfírlýs-
ingu og ályktunum, sem unnar
höfðu verið af undirbúningsnefnd
embættismanna um nokkurt skeið.
í umræðum á fundinum kom fram
hjá öllum ráðherrunum, að aukin
samvinna milli ríkja væri forsenda
þess að takast mætti að koma í veg
fyrir hryðjuverkastarfsemina, segir
í frétt frá dómsmálaráðuneyti.
í ræðu sinni sagði dómsmálaráð-
herra að íslendingar hefðu lifað
friðsömu lífí og vinnubrögð hryðju-
verkamanna væru hugsunarhætti
okkar framandi og okkur Qarri þeg-
ar við værum að vinna að félagsleg-
um- og stjómmálalegum
markmiðum. Við værum okkur
samt meðvitandi um nauðsyn þess
að allar þjóðir sinntu vel öryggis-
málum sínum því hiyðjuverkastarf-
semin væri orðin alþjóðlegt
vandamál.
Alþjóðasamvinna væri því mjög
nauðsynleg í vöm gegn hryðjuverk-
um. íslendingar styddu slíka
samvinnu heilshugar og það yrði
ekki þolað að hryðjuverkamenn
komist undan refsingu.
Ráðherramir lögðu áherslu á að
niðurstaða fundarins yrði meira en
pappírsframleiðsla og var aðal-
ályktun fundarins því breytt nokkuð
í samræmi við þetta viðhorf og
nefnd nánustu samstarfsmanna
ráðherranna falið að koma á nánari
samvinnu milli þeirra nefnda innan
Evrópuráðsins og vinna að laga-
samræmingu og kanna hvemig
hindra má ferðir hryðjuverkamanna
á milli landa. Þá vom samþykktar
tvær aðrar ályktanir, önnur um að
skora á öll aðildarríkin að fullgilda
fyrri samninga er gerðir hafa verið
á vegum Evrópuráðsins^ um þetta
málefni, en það hafa íslendingar
þegar gert, en hin var um að koma
í veg fyrir að störf sendiráðsstarfs-
manna og ræðismanna væm
misnotuð í þágu hryðjuverka og þá
einnig að hindra að þeim sem
slíkum störfum gegna stafí sérstök
hætta af hryðjuverkastarfsemi.
22
SÍMÍ 31788
Málverkalampary
blómamyndir, hring- og sporöskjuramm-
ar. Málverka- og myndainnrömmun.
Málverka- og umboðssala á málverkum.
FLYTJUM
Verið velkomin
í nýtt húsnæði okkar að
ÁRMÚIA7
SÍMI: 681040
0
Glitnirhf
NEVI - IÐN AÐARBANKINN-SLEIPNER
Nýtt og öflugt fyrirtæki á
íslenskum fjármagnsmarkaði.
T ækif ær i stékkarei kn i ng u r
...með allt í einu hefti!
Hraðlán og
Launalán
Auðveld og hröð lánafyrirgreiðsla
Eigendur TT-reiknings eiga kost á skuldabréfalán, að vissu hámarki.
Hraðláni, að ákveðnu hámarki. Hrað- Launalánið er til allt að átján mánaða
lánið er tveggja mánaða víxill. Þetta lán og er einnig afgreitt í afgreiðslu bank-
fæst afgreitt í afgreiðslu bankans án ans án heimsóknar til bankastjóra.
milligöngu bankastjóra. í þessu tvennu felst jafnt öryggi sem
Ennfremur eiga TT-reikningseig- tímasparnaður.
endur kost á Launaláni, sem er
V/dRZlUNRRBRNKINN
-vitutun, (4teð fi&i!