Morgunblaðið - 16.11.1986, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986
24 C
©1986 Univertal Pres» Syndtcale
„ For'gu fromhjCL matsölunni, beygbu -til
haegri viS kleínuhrir^jasöluna, hoJtu svo
áfrwm |*xrtiL |?ú sérí) tiskbita-og-ftartöflu-
■flögusiað cx móti iv/eimur piZ2a.6joppum;
og ef þú kemur aS Tommabo rgurum,
þó. hefuréu fariá of langt."
réttu ákvörðun.
047 TARNow&Kt ins.
HÖGNIHREKKVÍSI
SVEI ! .. . EKKI FLEIRI SRELLUfK/"
Eldra fólkið og dag-
skrá Ríkisútvarpsins
Guðfinna Hannesdóttir Hvera-
gerði skrifar.
„Góðan dag góðir hlustendur."
Vel þekkt röddin berst frá útvarps-
tækinu. „Þetta lofar góðu", varð
mér að orði og sú von brást ekki.
Pétur Pétursson var mættur í þular-
stofu. Hann hefur alla tíð leitast
við að spila tónlist af því taginu sem
gleður hlustendur. En það er ekki
sama hver situr við takkana. Sumir
þulir spila eitthvað sem nefnist tón-
list en er slíkur ærandi hávaði að
menn neyðast til að slökkva á við-
tækjum sínum. Margur hefur beðið
um lagfæringun á þessu en án ár-
angurs.
Ymsar dagskrárbreytingar hafa
orðið að udanfömu sem hafa komið
illa við eldra fólkið. Stöðugt er auk-
ið við hávaðann með fjölgun
útvarpsrása. Eg hef átt tal við eldra
fólk sem hefur verið miður hrifið
af þessu ráðslagi. Það hefur ekki
viljað hlusta á rás 2, kannski ekki
náð henni heldur. Þessi hópur hefur
verið sviftur dagskrárliðum sem
hann lét aldrei fram hjá sér fara.
Má þar nefna Óskalög sjúklinga
sem lengi hefur verið mörgum
manninum kær.
Enn má nefna erindin Um daginn
og veginn. Þessi dagskrárliður hef-
ur tekið breytingum, en átti þó
vísan hóp hlustenda. Einnig þessi
liður er úr sögunni eftir þá koll-
steypu sem sjónvarpið tók nýlega
Milljón sem
mætti og ætti
að spara
SKÝRSLA dómprófasts segir að
söfnuðir Reykjavíkur hafí auglýst
fyrir eina milljón og eitt hundrað
þúsund krónur sl. ár, að mestu leyti
til að tilkynna messur á lögskipuð-
um helgidögum, enda glymur þessi
síbylja í eyrum hver vikulok, líkast
því að um væri að ræða útsölu í
KRON eða kynningarverð í Mikla-
garði. Kirkjur í þéttbýli munu einu
stofnanir sem auglýsa á þennan
hátt starfsemi sína. Musteri mamm-
ons — bankar — láta sér nægja að
tilkynna slíkt við anddyri.
Þetta er vítaverð sóun opinbers
fjár, minnir á hinn illa þjón og þó
sýnu verri. Hann varðveitti pund
það sem honum var falið til forsjár
í sokkbol og gat staðið skil á því
þótt honum láðist að braska með
það og hirða „hæstu leyfilega
vexti“. Fyrir það eitt hlaut hann
maklega hirtingu, hvað þá hefði
hann bruðlað stofnfénu í fánýtar
útvarpsauglýsingar.
og setti allt á annan endann, en þa
á ég við þegar fréttatíminn var
færður til 19.30. Ekki var þá verið
að hugsa um alla landsmenn. Von-
andi standa nú allir saman um þá
ósk að sjónvarpsfréttirnar verði aft-
ur færðar til kl. 20.
Til tals hefur komið að kanna
í Velvakanda (11.10. sl.) er haft
eftir Magnúsi G. Jenssyni að í af-
mælismynd Pósts og síma sem sýnd
var í sjónvarpinu hafi hvergi verið
minnst á fyrstu bflasímana, þ.e.a.s.
þá handvirku.
Þetta er rangt hjá Magnúsi. I
myndinni er sagt frá því að hand-
virk farsímaafgreiðsla hafi verið
opnuð í september 1983. Um sjálf-
virku farsímaþjónustuna er aftur á
móti fjallað, enda er hún meðal
nýjunga í starfsemi stofnunarinnar,
hófst í júlí á þessu ári. í myndinni
er lögð áhersla á nýjungar í póst-
og símaþjónustu, en einnig er nokk-
uð um upprifjanir sögulegra áfanga
eins og tíðkast á tímamótum.
Því miður var ekki unnt að gera
öllu skil hjá stórri stofnun í mynd
sem ekki er nema 25 mínútna löng
og varð því að velja og hafna eins
og gengur.
Magnús G. Jensson er einn þeirra
sem á handvirkan farsíma. Hann
segir: „Þegar ég keypti símann var
mér sagt að hann myndi gagnast
mér í sjálfvirka kerfinu þegar það
yrði að veruleika. Þetta hefur þó
ekki orðið og nú vil ég fá að vita
hvað Póstur og sími hyggst gera í
málinu."
Póstur og sími hefur ekki selt
farsímataæki svo Magnús hlýtur
Nýlega birtist 2ja dálka smágrein
á öftustu síðu Moggans, sem hefði
mátt vera aðalfrétt blaðsins á for-
síðu sama dag.
Þetta var 4. nóvember. A forsíðu
voru 5 erlend atriði nefnd, sem
skiptu okkur litlu eða engu máli.
En húrra fyrir unglingunum á
Akureyri. Hugsið ykkur — aðrar
eins gleðifréttir hefi ég ekki lesið
lengi, lengi.
hug fólks til þessa máls og hefur
sést í skrifum um slíkt framtak að
varla væri rétt að hafa gamla fólk-
ið með í þannig skoðanakönnun.
Fjórum sinnum á ári fá þessir eldri
borgarar innheimtuseðil fyrir af-
notagjöld þessara tækja. Þá er tekið
mark á eldra fólkinu.
að hafa fengið þessar upplýsingar
annars staðar, en líklegra er að um
misskilning sé að ræða. Rekstur
handvirka farsímakerfísins mun
halda áfram, að minnsta kosti fyrst
um sinn. Handvirku tækin nýtast
því eigendum sínum áfram, en nýju
tækin eru mun þróaðri og leysa
smám saman hin gömlu af hólmi.
Magnús segir að það gangi
„misjafnlega illa" að panta númer
í gegnum miðstöð handvirka far-
símakerfisins. Reynsla stofnunar-
innar er aftur á móti sú, að notendur
þessa kerfis hafa almennt verið
mjög ánægðir með þá þjónustu sem
þeir hafa fengið hjá talsímavörðun-
um í 002.
Jóhann Hjálmarsson,
blaðafulltrúi Pósts- og
símamálastofnunarinnar.
Af hverju?
Kæri Velvakandi
Mig langar til að fá svar við því
frá Bjama Félixsyni af hveiju hann
sýnir ekkert frá landsmóti hesta-
manna, sem haldið var í sumar?
Og af hveiju er hann með fótbolta
sýktn og heilagt?
Ein sem óskar nafnleyndar
Þessum nemendum gagnfræða-
skólans ætti hinn skarpi mennta-
málaráðherra að hygla á eftirminni-
legan hátt í nafni þjóðarinnar.
Þessu unga fólki verður treyst-
andi til að taka við því besta sem
Island getur boðið því.
Húrra fyrir ungum Akureyring-
um. Þeir verða ofan á í lífinu.
Arni Gunnarsson
Handvirkt og sjálf-
virkt farsímakerfi
Nemendur Gagnfræða-
skólans á Akureyri eiga
viðurkenningu skilið
Útvarpsstjóri svarar
í Morgunblaðinu sl. sunnudag
var beint til mín spumingum frá
lesanda um fjölda starfsmanna hjá
Ríkisútvarpinu og tekið fram að um
ítrekun væri að ræða.
Ef Velvakandi hyggst gerast
milligöngumaður um öflun upplýs-
inga af þessu tagi frá stofnunum
eða nafngreindum einstaklingum
vil ég eindregið mæla með því að
hann hafi beint samband við við-
komandi aðila um síma eða sendi
afrit af fyrirspurnum, í stað þess
að treysta því að menn rekist á
spurningar sem fyrir þá eru lagðar
með birtingu í blaði einvörðungu.
Svör við spurningum Þórgnýs
Guðmundssonar, fyrrverandi skóla-
stjórá, Sandi, Aðaldal, em þessi:
1. Hinn 1. nóvember sl. vom fast-
ráðnir starfsmenn Ríkisútvarps-
ins 227 talsins. Lausráðnir vom
102, þar með talið tímakaups-
fólk.
2. Einn fastráðinn fréttamaður
starfar fyrir Ríkisútvarpið er-
lendis. Er það Ögmundur
Jónasson, fréttamaður sjón-
varps, sem aðsetur hefur í
Káupmannahöfn. Fjöldi
íslenzkra námsmanna í útlönd-
um og Islendingar með fasta
búsetu á erlendri grund hafa tjáð
sig reiðubúna að aðstoða frétta-
stofur Ríkisútvarpsins við frétta-
öflun. Stærð þessa hóps er mjög
breytileg og sömuleiðis framlag
einstakra manna. Þeir fá að
sjálfsögðu þóknun fyrir frétta-
pistla sína en hún er háð frétta-
mati, tíma og fyrirhöfn sem
varið er til fréttaöflunar í hveiju
tilviki.
Virðingarfyllst,
Markús Orn Antonsson,
útvarpsstjóri.