Morgunblaðið - 16.11.1986, Side 27

Morgunblaðið - 16.11.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 C 27 Redford leikstýrir aftur Þær fréttir berast af hjartaknús- aranum Robert Redford að hann sé kominn af stað með að leik- stýra sinni annarri mynd en eins og menn muna varð fyrsta myndin sem hann leikstýrði, Venjulegt fólk (Ordinary People), ósköp vinsæl og vann til fjögurra Óskarsverð- launa. Síðan hafa liðið sex ár. Nýja myndin hans er sú nýjasta í hópi amerískra mynda sem fjalla um bændur og sveitina og heitir The Milagro Beanfield War. Sjálfur leikur Redford ekki í þessari mynd sinni (hann lék ekki heldur í Venju- legt fólk) en leikaravalið er í það minnsta forvitnilegt. Með smærri hlutverk fara Christopher Walken, Melaine Griffith og Daniel Stern (úr Diner og Blue Thunder) en með önnur og stærri hlutverk fara Chick Vennera og brasilíska stórstjarnan Sonia Braga. Kvikmyndatakan fer fram í Nýju Mexíkó og þegar er farið að tala um að The Milagro Beanfield War verði aðalmyndin frá Ameríku á Cannes-hátíðinni næsta vor. Mel Brooks gerir grínmynd og Brian De Palma leikstýrir Sean Connery ★ Robert Redford: Bændadrama. Mel Brooks er farinn aftur á stað með grínmynd, sem vonandi á eft- ir að blessast hjá honum. Hann hefur ekki gert mynd í þrjú ár en núna ætlar hann að gera grín að Star Wars-myndunum. Mel leikur tvö hlutverk; hinn illa forseta saman og hún heitir Macaroni. Sumar myndir líta framhjá tungumálinu yfirleitt. Þannig er t.d. um japönsku myndina Ævintýri Chatrans (The Adventures of Chatran) eftir Masanori Hata, en hún er einvörðungu um líf kattar nokkurs frá Tókýó. Það voru hvorki fleiri né færri en 30 kettir notaðir í hlutverkið. Hinn aldni breski leikari, Trevor Howard, leikur í mynd á hátíðinni sem heitir Windwalker, Louis Malle fjallar um smábæjarlíf í Ameríku í myndinni God's Country og Eugene Carr lítur aftur til kalda- stríðsáranna og kjarnorkutilrauna í Nevada í Desert Bloom. Af breskum myndum á Lund- únahátíðinni má nefna nýjustu mynd meistara Nicholas Roeg, sem heitir Castaway og er með Oliver Reed og Helen Mirren í aðalhlutverkum, en myndin gerist í Suöur-Kyrrahafi. Og hátíðinni lýk- ur með nýjustu mynd Kens Russel, Gothics með Gabriel Byrne (leikur Byron), Julian Sands (Shelley) og Natasha Richardson (Mary Shel- ley) í aðalhlutverkum en myndin segir frá atburðum þeim sem veittu Shelly innblástur til að skrifa Frankenstein. Aðrar athyglisverðar myndir eru Blunt eftir John Glennister með lan Richardson, sem leikur njósnarann sir Anthony Blunt, og Anthony Hopkins, sem leikur Burgess; Play- ing Away eftir Horace Ové og Boy Soldier eftir Karl Francis. Einnig A Kind og English um strák frá Beng- ali í East End og The Magic Toyshop eftir einni af sögum Ang- elu Carter. Amerísku „stórmyndirnar" á hátíöinni eru m.a. Heartburn með Jack Nicholson og Meryl Streep, Flugan (The Fly), nýjasta mynd Davids Cronenberg og nýja Copp- ola-myndin, Þegar Peggy Sue giftist (When Peggy Sue Married). f Skroob og gamlan vitring sem heitir Jógúrt. Myndin er um hóp af vondum mönnum sem klára allt súrefnið á sinni plánetu og ráðast á aðra plánetu til að fá loft. Á þeirri plánetu er Druish prinsessa að gifta sig og hvað haldið þið aö plánetan og myndin hans Brooks heiti? Spaceballs er nafnið. Mátt- urinn fylgi honum. ★ Eftir að hafa leikið leynilögreglu- munkinn í Nafni rósarinnar er Sean Connery farinn að vinna á lögreglu- stöð í Chicago. Hann er stjarnan í myndinni The Untouchables, sem gerð er eftir samnefndum og geysivinsælum amerískum leyni- Sean Connery: Gömul, frsk lögga. Mel Brooks: Grfn um stjörnustrfð. lögregluþáttum. En hann leikur ekki aðalhetjuna Elliot Ness (sem Robert Stack gerði ódauðlega) heldur fer hann með hlutverk gam- allar, írskrar löggu sem kennir Ness (Kevin Costner úr Silverado) gömul löggubrögð. Eins og t.d. \hvernig best sé að handsama Al Capone. Leikstjóri er Brian De Palma. Bob Hoskin leikur Capone. Jólalömbín Já, hér eru þau mætt jól- alömbin handa þeim yngri til að knúsa. í þau má nota hvaða efni sem er eftir smekk hvers og eins, en þetta hnökrótta loð- efni fínnst mér klæða þau bezt. Þessi efni fékk ég í svörtu, gráu og ljósbrúnu í Vogue við Skóla- vörðustíg fyrir ekki ýkja löngu. í lambið þarf eftirfarandi: 40 sm af 140 sm breiðu efni, eitt par augu og 1 plasttrýni, og um 300—350 g uppfyllingar- efni. troða fyllingunni í. Leggið búk- stykkin á hliðarstykkin, látið tölumar standast á, og saumið fætuma allt í kring (á röng- unni). Snúið lambinu við og látið augun í þar sem merkt er með V-i milli nr. 5 og 6. Ef þið eig- ið ekki augu eða trýni má að sjálfsögðu bródera þau á. Troð- ið síðan í lambið og fyllið vel út í fætuma. Að síðustu er opið á kviðnum saumað saman í hönd- unum. Það er ótrúlega auðvelt að setja lambið saman, en munið að sniðin eru án saumfars, sem á að vera 1 sm. Búið til sniðin og merkið vel með tölunum. Byijið á eyrunum, saumið þau saman á röngunni og hafíð opið að neðan til að geta snúið þeim við. Þræðið þau síðan á hliðar- höfuðstykkið við töluna 5 og saumið þau svo föst þar. Þá er auðveldara að sauma þau með þegar allt er saumað saman. Saumið svo hryggsauminn frá nr. 4 til 7. Saumið miðstykki höfuðsins á hliðarstykkin frá nr. 6 til 5, og síðan að nr. 7, og auðvitað á röngunni. Saumið neðri sauminn á höfðinu frá nr. 1 til 6. Saumið svo búkstykkin saman að neð- an, en hafíð op á miðju til að Eins og þið sjáið eru augun ekki eins á mínum lömbun, en þessi skemmtilegu augu fékk ég í verzluninni Saumasporinu í Kópavogi. Og fyrir ykkur sem ekki hafíð áður verið með í að sauma leikföng langar mig að benda á uppfyllingarefni sem ég get óhikað mælt með, en það kallast ullardúnn og fæst !' versluninni Bamarúm, Skóla- vörðustíg 22. Nú, þeir sem hafa áhuga á að fá snið geta skrifað eftir þeim. Utanáskriftin er: Dyngjan, c/o Morgunblaðið, Aðalstræti 6, 101 Reykjavik. Með kveðju, Jórunn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.