Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Að skamma embættismenn Samskipti stjómmálamanna og embættismanna er sígilt viðfangsefni þeirra, sem ræða um stjómmál og stjómsýslu. Hvaða vandamál geta risið í þessu sam- bandi kemur nú skýrt fram í Bandaríkjunum vegna vopnasöl- unnar til írans. Þar hafa þing- menn tekið sér fyrir hendur að kanna til hlítar, hvemig afskipt- um Reagan-stjómarinnar og starfsmanna forsetans af þessu máli hefur verið háttað. Forsetinn hefur þegar leyst einn embættis- mann frá störfum, Oliver North, ofursta, og tveir starfsmenn þjóðaröryggisráðsins hafa sagt af sér. Þingmennimir era að leita að því, hvort Ronald Reagan hafi sjálfur staðið að ákvörðunum um leynilegar greiðslur til contra- skæraliða, sem berjast við sandinista í Nicaragua. Komi það í ljós, að forsetinn hafí átt aðild að þessu leynimakki, eiga þing- mennimir vafalítið eftir að kalla hann til ábyrgðar og segja, að hann hafí farið á bak við fjárveit- ingarvaldið á sama tíma og óvissa ríkti um, hvort þingheimur vildi, að opinbert bandarískt fé rynni til stuðnings contra-skæraliðun- um. Hafí forsetinn ekki vitað um þetta, verður talið, að embættis- menn hans hafí farið á bak við hann; forsetinn hafí sýnt óvenju- legt aðgæsluleysi í mikilvægu máli; og fleiri embættismenn svo sem Donald Regan, starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, verði að víkja. Deilur af þessu tagi þekkjast ekki hér á landi. Skilin milli valds þingmanna og embættismanna era að ýmsu leyti ekki eins glögg í þingræðisríkjum og þar sem þingræði ríkir ekki. Vegna skýrslunnar um samskipti Út- vegsbankans og Hafskips hefur verið vikið að sambandi stjóm- málamanna og embættismanna í ríkisbankakerfínu. Vilja höfundar skýrslunnar varpa ábyrgðinni á því, hvemig staðið hefur verið að stjóm bankans, á Alþingi, þar sem bankaráð er kjörið. Þessu taka þingmenn fálega. Þá hefur Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, nýlega kvartað undan því opin- berlega, að embættismenn í bankakerfinu afgreiði samþykkt- ir ríkisstjómar og tilmæli ráð- herra ekki nægilega rösklega. Er ríkisstjómin einskonar yfír- bankaráð og ráðherramir yfír- bankastjórar að mati forsætis- ráðherra? Þögn bankamanna og annarra stjómmálamanna um þetta mál vekur athygli. Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, sagði í þingræðu, að Húsnæðisstofnun ríkisins hefði ekki framfylgt ákvörðun ríkisstjómarinnar varðandi verð- tryggingu á lánum stofnunarinn- ar. Þá sagðist hann hafa þurft að glíma við það eins og margir fyrirrennarar hans, að ýmsir embættismenn vildu halda öðra fram en ráðherra. Við það er ekkert að athuga, að embættismenn hafí aðra skoð- un en ráðherrar. Raunar eiga þeir að vera ráðherram til leið- beiningar um það, hvaða skoðun þeir eigi að hafa á málefnum, sem mælt er fyrir um í lögum. A hinn bóginn taka ráðherrar ákvarðanir um pólitísk málefni og ber emb- ættismönnum að framkvæma ær, séu þær í samræmi við lög. þessu efni er oft erfítt að fínna meðalhófíð, þar sem alþingis- menn hneigjast til þess að taka ekki afdráttarlausa afstöðu til málefna, er snerta brýna hags- muni, heldur veita ráðherram heimildir til að skera úr um þau. Þingræðiskerfíð útilokar síður en svo, að embættismönnum sé veitt aðhald eða skýr mörk séu dregin milli ábyrgðar þeirra og stjómmálamannanna. Á hinn bóginn er sjaldgæft hér á landi, að mál séu rekin þannig á Al- þingi, að látið sé á það reyna, hvemig ábyrgð og valdmörkum er háttað. Þegar ráðherrar og stjómmálamenn almennt hall- mæla embættismönnum er nauðsynlegt að þeir tali ekki und- ir rós heldur segi skýrt og afdráttarlaust, hvar pottur er brotinn. Þá hafa embættismenn- imir að sjálfsögðu fullan rétt og raunar skyldu til að svara fyrir sig og gera almenningi grein fyr- ir sinni hlið á málinu. Verst er þegar embættismennimir verða blórabögglar atkvæðalítilla stjómmálamanna. Tilburðir í þá átt era alkunnir hjá vinstrisinnum í borgarstjóm Reykjavíkur. Þjóðleikhús án viðhalds Bygging Þjóðleikhússins var mikið átak á sínum tíma. Frá því að húsið reis fyrir um það bil hálfri öld, þar til það var tekið í notkun fyrir leiksýningar leið langur tími. Lengri tími hefur þó liðið án þess að viðhaldi á þessari glæsilegu byggingu hafí verið sinnt sem skyldi. Þjóðleikhúsið er veglegur minnisvarði um stórhug þeirrar kynslóðar, er hafði forystu um að það reis og var tekið í notk- un. Það er núverandi kynslóð til skammar, ef hún tímir ekki að sjá af þeim fjármunum, sem era nauðsynlegir til að koma í veg fyrir að Þjóðleikhúsið drabbist niður. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, ávarpar samkomugesti. Framsóknarflokkurinn 70 ára Framsóknarflokkurinn hélt á þriðjudaginn upp á það að 70 ár voru liðin frá því, að 8 þingmenn úr ýmsum flokkum stofnuðu Framsóknarflokkinn sem þing- flokk. í því tilefni bauð þing- flokkur Framsóknarflokksins til síðdegishófs á Hótel Sögu. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra og formaður flokks- ins flutti stutt ávarp, en Páll Pétursson, formaður þingflokksins stjómaði samkomunni. Þá fluttu fulltrúar annarra þingflokka einnig ávörp. Það voru Ólafur G. Einars- son, fyrir hönd Sjálfstæðismanna, Svavar Gestsson fyrir hönd AI- þýðubandalagsins, Eiður Guðnason fyrir Alþýðuflokkinn og Guðrún Agnarsdóttir fyrir Kvennalistann. Rauði krossinn: Söfnun til styrktar flótta- mönnum um næstu helgi RAUÐI kross íslands gengst fyr- ir fjársöfnun um næstu helgi undir yfirskriftinni „Flóttamenn ’86“. Sölufólk verður á ferli i borginni við verslanir á laugar- daginn en á sunnudag verður gengið í hús. Einnig gefst fólki kostur á að tilkynna um framlög með því að hringja í Rauða kross- inn og gefa upp greiðslukorta- númer sitt eða fá sendan Gíró-seðil. Að þessu sinni verður gefin kvittun fyrir hverjar 100 krónur sem lagðar eru fram i söfnunina. Eru það límmiðar sem bera raðnúmer. Fjársöfnun þessi var upphaflega sameiginlegt verkefni Hjálparstofn- unar kirkjunnar og Rauða krossins. Átti hún að fara fram 5. október síðastliðinn en vegna deilna um Hjálparstofnunina sem upp komu um sama leyti var söfnuninni af- lýst, að sögn Jóns Ásgeirssonar framkvæmdastjóra Rauða kross ís- lands. Hann sagði að á hinum Norðurlöndunum hefði þegar safn- ast jafnvirði 640 milljóna króna og era þeir fjármunir þegar komnir í hendur Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Allt það fé sem safnast hér fyrir jólin mun renna óskert til stofnunarinnar í Genf og verður því varið til aðstoð- ar við flóttamenn í samráði við aiþjóða Rauða krossinn. Kostnaðinn við söfnunina hér á landi greiðir Rauði kross íslands með tekjum af annarri starfsemi. í tengslum við söfnunina sýnir Ríkissjónvarpið á sunnudag þátt sem flóttamannastofnunin gerði, þar sem margir þekktir tónlistar- menn koma fram. Meðal þeirra eru Vladimir Askenazy, Jehudi Menu- hin, Luciano Pavarotti og Esa Pekka Salonen. Kynnar era breski leikarinn Peter Ustinov og ítalska leikkonan Gina Lollobrigida. Á með- an útsending þáttarins stendur verður framlögum veitt viðtaka í níu símanúmerum hringinn í kring- um landið. Nú era um 15 milljónir flótta- manna í heiminum og á hveijum degi neyðast 5000 manns til við- bótar að flýja heimili sín vegna hamfara, styrjaldar, fátæktar eða ofsókna. Fólk þetta fer frá einu landi til annars og býr víða við þröngan kost í flóttamannabúðum. Nýlega hafa borist hjálparbeiðnir frá Pakistan vegna flóttafólks frá Afghanistan og í flóttamannabúð- um í Thailandi era þúsundir heimil- islausra. Aukinn straumur flótta- fólks milli landa í suðurhluta Afríku hefur einnig skapað neyðarástand sem brýnt er að lagfæra, að sögn starfsmanna Rauða krossins. Símanúmer söfnunarinnar á sunnudag verða: 91-88888, 92-4950, 93-3288, 94-4466, 95-6700, 96-27200, 97-1101, 98-2788, 99-2799. Orðsending til sveitarstjórna: Utsvar niður fyr- ir níu prósent eftirÁsmund Stefánsson Minni verðbólga eykur útsvarstekjurnar í hinni almennu stefnumörkun samhliða samningum nú í desember er við það miðað að jafnt ríki sem sveitarfélög sýni aðhald í álögum sínum á þegnana bæði í þjónustu- gjöldum og skattheimtu. Útsvarið hefur um árabil verið megintekjustofn sveitarfélaganna. Með lækkun verðbólgu og minni krónutöluhækkunum kaups og þar með tekna gefur óbreytt útsvars- prósenta af tekjum liðins árs sveit- arfélögunum aukið svigrúm. Ástæðan er einfaldlega sú að út- svarið reiknast af tekjum ársins á undan. Sagt með öðrum orðum. Þegar verðbólgan minnkar geta sveitarfé- Ásmundur Stefánsson lögin lækkað útsvarsprósentuna án þess að skerða tekjur sínar að raun- virði. Aukin atvinnuþátttaka og launaskrið hafa einnig hækkað út- svarsstofninn og veitt sveitarfélög- unum aukið svigrúm. Úts varstekj ur s veitarfélaganna Sveitarfélag sem árið 1985 lagði á 10,8% útsvar hefði árið 1986 haft rúmlega 7% hærri tekjur að raunvirði með 10,2% útsvari það ár, sé miðað við hækkun lánskjara- vísitölu, en tæplega 5%, sé miðað við hækkun vísitölu launa skv. þeirri launavísitölu sem Hagstofa íslands reiknar til greiðslujöfnunar á lán- um. Ef sama sveitarfélag leggur á óbreytt útsvar árið 1987 10,2% yrðu tekjur þess af útsvari að raunvirði nærri 30% hærri en 1985 miðað við hækkun lánskjaravísitölu en tæp- lega 18% miðað við hækkun vísitölu launa skv. áætlun Þjóðhagsstofnun- ar fyrir árið 1987. Þó útvarpspró- sentan lækkaði í 9% yrðu tekjumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.