Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 84
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 VEM) í LAUSASÖLU 50 KR. ísfirsk lúða fer til rann- sóknar í Noregi Flugvél bíður hennar á ísafjarðarflugvelli _ ísafirði. Á VEGUM fiskeldisfyrirtækisins ÍSNÓ hf. hefur að undanförnu verið safnað lúðu af línubátum á ísafirði. Lúðurqar verða fluttar lifandi til Noregs og notaðar við tilraunir á lúðueldi í tilraunastöð A/s Mowi i Bergen. í gær kom flugvél að utan til að ná í þær 40 lúður sem þegar er búið að safna, en gat ekki farið aftur I gær vegna slæmra skilyrða á flugvellinum. A/s Mowi er stór hluthafi í ÍSNÓ hf. Er fyrirtækið að gera tilraunir með klak á lúðu i tilraunastöð sinni í Bergen. Er verið að safna lúðunum í þeim tilgangi að gera tilraunir með eldi þeirra þannig að fyrirtæk- ið verði betur undirbúið þegar klakið fer að skila árangri. Erfíð- leikar eru á veiðum á smálúðu við Noreg og var því leitað hingað til lands. Hraðfrystihúsið Norðurtang- inn aðstoðaði við söfnunina á ísafírði og tókst að ná 40 stykkjum á tiltölulega stuttum tíma. Er físk- urinn geymdur í kerum innandyra hjá Norðurtanganum. Ekki er vitað til að lifandi lúða hafí áður verið flutt úr landi. Að sögn forráðamanna ÍSNÓ er ekki vitað um framhald málsins. Það kemur því síðar í ljós hvort Norð- mennimir vilja meira af lúðu í tilraunir sínar. ÍJlfar Fyrsta síldin tíl Sovétríkjanna Grindavík. ÚTSKIPUN á fyrstu síldinni til Sovétríkjanna hófst í Grindavík í gær. Alls voru lestaðar í m/s Suðurland um 5.000 tunnur frá Grindavik, Keflavík og Reykjavík. Næst fer skipið tií Djúpavogs, en áætlað er að það fari frá landinu áleiðis til Sovétríkjanna 23. desember með alls um 19.000 tunnur. Á sama tíma hófst útskipun um borð í Urriða- foss á Seyðisfírði, en þaðan fer skipið til Fáskrúðs- fjarðar og Eskifjarðar. Áætlað er að Urriðafoss fari til Sovétríkjanna með sama magn, 19.000 tunnur, 21. desember. Áhafnir skipanna halda því jólin hátíðleg á hafinu að þessu sinni. Um áramót- in er áætlað að alls verði búið að skipa út 49.000 tunnum. Kr.Ben. Sænsk yfirvöld aftur- kalla framsalskröfu Suðurland lestar síld í Grindavik í gærdag. Morgunblaðið/Kr.Ben SÆNSK yfirvöld hafa afturkall- ríkisborgara, sem hefur dvalist að kröfu um framsal bandarisks hér á landi að undanfömu. Flugstöðin í Kef lavík rýmd vegna hættu á gassprengingu ALLT slökkvilið Keflavíkurflug- vallar var kallað út vegna elds í nýju flugstöðinni á Keflavikur- flugvelli kl. 11 í gærmorgun. Eldur var í gaskút og stóð eldur- inn á súrkútinn sem var orðinn mjög heitur. Var eldurinn slökkt- ur með því að slökkviliðsmaður skrúfaði fyrir kútinn. Af ótta við að kúturinn spryngi var húsið rýmt. Eftir að eldurinn hafði verið slökktur var kúturinn lát- inn kólna i eina klukkustund og siðan fjarlægður. Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu óskuðu sænsk yfír- völd eftir framsali mannsins, en hann hefur starfað í Svíþjóð við sölu á fínnskum bátum til Banda- ríkjanna. í fyrradag komu fulltrúar rannsóknarlögreglu og saksóknara í Svíþjóð til landsins til að yfírheyra manninn, en hann hafði þá verið úrskurðaður í farbann. Eftir skýrslutöku í gær ákváðu Svíamir að falla frá kröfu um framsal. Töldu þeir upplýsingar sem fengust við yfírheyrslur yfír manninum, full- nægjandi fyrir áframhald málsins. Maðurinn hefur ekki verið ákærður, eins og komið hefur fram í fréttum, heldur aðeins kærður. Ekki er vitað hvort kæra hefur ver- ið dregin til baka. Hækkanir á opinberri þjónustu umfram það sem stefnt var að: Ríkisútvarp fær 20% hækkun og Póstur og sími líklega 16% Setur að manni ugg að heyra upptalningu af þessu tagi, segir Bjöm Bjömsson hagfræðingur ASÍ Aðdragandi þessa var sá að suðu- maður skildi við tæki með opið fyrir kútana eftir notkun. Síðan komst eldur í slönguna út frá neista og barst í stút kútsins. Lítið tjón varð, annað en á logsuðutækjunum, en hins vegar hefði tjón getað orðið mikið, hefði súrkúturinn sprungið. ÞORSTEINN Pálsson telur ein- sýnt að ekki takist að halda gjaldskrárhækkunum opinberra fyrirtækja á næsta ári innan meðaltalshækkunar á verðlagi. Ákveðið hefur verið að afnota- gjöld útvarps og sjónvarps hækki um 20% um áramót, en Ríkisút- varpið sótti um 28% hækkun. Jafnframt hefur Póstur og sími sótt um 20% hækkun, en ekki er talið liklegt að meiri hækkun en 16% verði leyfð. Þá hefur stjóm Veitustofnana samþykkt að leggja til við borgar- stjóm Reykjavíkur að taxtar Hitaveitu Reykjavíkur hækki á næsta ári um 34,4%. Er þessi til- laga í samræmi við ijárhags- og framkvæmdaáætlun fyrirtækisins. Þessi tillaga stjómar Veitustofnana verður að líkindum tekin fyrir á fundi borgarstjómar í dag. Bjöm Bjömsson hagfræðingur ASÍ sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að erfítt væri að svara því með afgerandi hætti, hvort verð- lagsforsendur þær sem gengið væri út frá í nýgerðum kjarasamningum væru að bresta. „Við beindum því til ríkisstjómarinnar að verðhækk- unum á þessum opinbera lið framfærsluvisitölunnar yrði haldið innan marka almennra verðlags- breytinga, sem við gerðum ráð fyrir að yrðu á bilinu 7%-8% á næsta ári,“ sagði Bjöm. Hann sagði að þá hefðu ekki verið skilgreind nein mörk á hækkunum einstakra liða. „Þegar ég heyri þessar tölur, þá segi ég það með öllum fyrirvara um heildaráhrifin af þessu, að það hlýtur að setja að manni ugg. Mað- ur hlýtur þá jafnframt að spyija að því hvort stjómvöld hafí tekið saman yfirlit yfír áhrif þessara hækkana. Það er náttúrlega hörmu- legt til þess að hugsa þegar menn em að tala um að ná verðbólgu niður á svipað stig og í nágranna- iöndunum, að stjómvöld skuli ganga á undan með því fordæmi að leyfa umtalsverðar hækkanir," sagði Bjöm. Þorsteinn Pálsson íjármálaráð- herra sagði að 7,5% hækkun Landsvirkjunar á gjaldskrá sinni væri innan þeirra marka sem stefnt væri að á næsta ári, „en við hefðum auðvitað kosið að þeir þyrftu ekki að hækka þetta mikið, þannig að aðrar stofnanir hefðu meira svig- rúm,“ sagði ráðherra. Sjá einnig fréttir á bls. 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.