Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 Rannsóknaferðír Stefáns skólameistara BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út ritið Rannsókna- ferðir Stefáns Stefánssonar skólameistara, en Steindór Steindórsson frá Hlöðum býr það til prentunar, ritar inngang og tengir kafla þess með skýringum og upplýsingum. Á bókarkápu segir: „Rannsókna- ferðir þær er hér segir frá tókst Stefán Stefánsson skólameistari á hendur 1888-1896 þegar hann ferð- aðist víða um héruð og óbyggðir til að kanna grasafræði íslands. Dró hann saman með þeim rann- sóknum föng að hinu merka riti sínu Flóru íslands sem opnaði al- menningi innsýn í leyndardóma eins þáttar íslenskrar náttúru. Gerðist Stefán einna víðförlastur samtíðar- manna um ísland. Bókin grundvall- ast á ferðaþáttum hans og dagbókum, en Steindór Steindórs- son frá Hlöðum hefur búið hana til prentunar. Ritar Steindór og inn- gang að bókinni og tengir kafla hennar með skýringum og upplýs- ingum svo að glögg heildarmynd fæst af rannsóknaferðum Stefáns úr dreifðum heimildum. Stefán Stefánsson (1863-1921) frá Heiði í Gönguskörðum var þjóð- kunnur á sinni tíð sem vísindamað- ur, kennari, skólastjóri og alþingis- maður. Hann var einnig snjall og gagnfróður rithöfundur. Flóra ís- lands þykir enn stórvirki og tryggir Stefáni Stefánssyni óumdeilda við- kenningu í sögu íslenskra náttúru- fræða. Auðsýnir Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum minningu þessa forvera sins drengilega ræktarsemi með því að búa rit þetta til prentun- ar og gefa íslendingum kost á að relqa vísindastarf Stefáns Stefáns- sonar. Það einkennist af einlægri Steindór Steindórsson hrifningu og fræðilegri könnun á íslenskri náttúru, svo og brennandi trú á menningu og framtíð þjóðar- innar er birta tók af nýjum degi eftir svartnætti hörmunga og kúg- unar. Flóra íslands kom út á morgni þessarar aldar sem skipti sköpum á íslandi vegna hugsjóna og dáða ágætra manna af kynslóð Stefáns Stefánssonar." Rannsóknaferðir Stefáns Stef- ánssonar skólameistara eru 132 bls. að stærð. Kápu gerði Sigurður Öm Brynjólfsson, en bókin er unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Hafnir: Sveitarfélagið kaupir þrjú hálfbyggð hús Grindavík. Sveitarstjórn Hafnahrepps hefur að undanförnu keypt þijú hálf- byggð íbúðarhús sem verið hafa í byggingu í mörg ár en voru komin á uppboð vegna greiðslu- erfiðleika húsbyggjenda. Að sögn Þórarins St. Sigurðssoar sveitarstjóra í Höfnum var tekin um þetta ákvörðun í sveitarstjóm- inni með tilliti til þess að tilfinnan- lega vantaði leiguhúsnæði á staðnum. Tvö þessara húsa em nær fullbyggð en eitt er fokhelt. Samið var við viðkomandi lánastofnanir um greiðslufyrirkomulag og lætur nærri að hreppurinn greiði um 1 milljón króna fyrir hvert þeirra. Ekki liggur fyrir hver kostnaður Morgunblaðið/Kr. Ben. Eitt af hálfbyggðu liúsunum sem sveitarstjórnin i Höfnum hefur fest kaup á. verður við að fullgera húsin. þau eða seljum. Aðalatriðið er að „Ekki hefur verið tekin endanleg þau klárist að lokum," sagði Þórar- ákvörðun um hvort við gemm húsin inn St. Sigurðsson. að verkamannabústöðum, leigjum Kr. Ben. Hutschenreuther býður gesti velkomna, með margskonarveisludiskum og skálum úrhvítu gæða postulíni. Glæsileg hönnun. I | Póstkröfuþjónusta. CL CORUS HAFNARSTRÆT117 - REYKJA VÍK SÍMI22850 GOÐVERÐ A SKÍÐAVÖRUM Barnaskíði 80-110 cm. Kr: 3.590,00 Svigskíöi irá KNEISSI Austurríki * Unglingaskíðapakki 120-140 cm. Kr: 9.500.00 Skíðafalnaöui frá LHUTA Finnlandi. * Unglingaskíðapakki 150 -170 cm. Kr: 9.900.00 Barnaskiöagallar frá Danmörku og Italíu. Byrjendaskíði fullorðinna frá Kr: 5.500,00 Skíöahanskar og skíöalúffur fra Sviþjóð. Loftpuðaskiðaskór No. 5—11VL Kr: 6.995,00 Skíðastretchbuxur frá Austurrfki. Gönguskíðapakki 180 -215 cm. frá Kr: 7.200,00 * í pakka eru skiði, stafir, skór, bindingar og ásetning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.