Morgunblaðið - 18.12.1986, Side 27

Morgunblaðið - 18.12.1986, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 Rannsóknaferðír Stefáns skólameistara BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út ritið Rannsókna- ferðir Stefáns Stefánssonar skólameistara, en Steindór Steindórsson frá Hlöðum býr það til prentunar, ritar inngang og tengir kafla þess með skýringum og upplýsingum. Á bókarkápu segir: „Rannsókna- ferðir þær er hér segir frá tókst Stefán Stefánsson skólameistari á hendur 1888-1896 þegar hann ferð- aðist víða um héruð og óbyggðir til að kanna grasafræði íslands. Dró hann saman með þeim rann- sóknum föng að hinu merka riti sínu Flóru íslands sem opnaði al- menningi innsýn í leyndardóma eins þáttar íslenskrar náttúru. Gerðist Stefán einna víðförlastur samtíðar- manna um ísland. Bókin grundvall- ast á ferðaþáttum hans og dagbókum, en Steindór Steindórs- son frá Hlöðum hefur búið hana til prentunar. Ritar Steindór og inn- gang að bókinni og tengir kafla hennar með skýringum og upplýs- ingum svo að glögg heildarmynd fæst af rannsóknaferðum Stefáns úr dreifðum heimildum. Stefán Stefánsson (1863-1921) frá Heiði í Gönguskörðum var þjóð- kunnur á sinni tíð sem vísindamað- ur, kennari, skólastjóri og alþingis- maður. Hann var einnig snjall og gagnfróður rithöfundur. Flóra ís- lands þykir enn stórvirki og tryggir Stefáni Stefánssyni óumdeilda við- kenningu í sögu íslenskra náttúru- fræða. Auðsýnir Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum minningu þessa forvera sins drengilega ræktarsemi með því að búa rit þetta til prentun- ar og gefa íslendingum kost á að relqa vísindastarf Stefáns Stefáns- sonar. Það einkennist af einlægri Steindór Steindórsson hrifningu og fræðilegri könnun á íslenskri náttúru, svo og brennandi trú á menningu og framtíð þjóðar- innar er birta tók af nýjum degi eftir svartnætti hörmunga og kúg- unar. Flóra íslands kom út á morgni þessarar aldar sem skipti sköpum á íslandi vegna hugsjóna og dáða ágætra manna af kynslóð Stefáns Stefánssonar." Rannsóknaferðir Stefáns Stef- ánssonar skólameistara eru 132 bls. að stærð. Kápu gerði Sigurður Öm Brynjólfsson, en bókin er unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Hafnir: Sveitarfélagið kaupir þrjú hálfbyggð hús Grindavík. Sveitarstjórn Hafnahrepps hefur að undanförnu keypt þijú hálf- byggð íbúðarhús sem verið hafa í byggingu í mörg ár en voru komin á uppboð vegna greiðslu- erfiðleika húsbyggjenda. Að sögn Þórarins St. Sigurðssoar sveitarstjóra í Höfnum var tekin um þetta ákvörðun í sveitarstjóm- inni með tilliti til þess að tilfinnan- lega vantaði leiguhúsnæði á staðnum. Tvö þessara húsa em nær fullbyggð en eitt er fokhelt. Samið var við viðkomandi lánastofnanir um greiðslufyrirkomulag og lætur nærri að hreppurinn greiði um 1 milljón króna fyrir hvert þeirra. Ekki liggur fyrir hver kostnaður Morgunblaðið/Kr. Ben. Eitt af hálfbyggðu liúsunum sem sveitarstjórnin i Höfnum hefur fest kaup á. verður við að fullgera húsin. þau eða seljum. Aðalatriðið er að „Ekki hefur verið tekin endanleg þau klárist að lokum," sagði Þórar- ákvörðun um hvort við gemm húsin inn St. Sigurðsson. að verkamannabústöðum, leigjum Kr. Ben. Hutschenreuther býður gesti velkomna, með margskonarveisludiskum og skálum úrhvítu gæða postulíni. Glæsileg hönnun. I | Póstkröfuþjónusta. CL CORUS HAFNARSTRÆT117 - REYKJA VÍK SÍMI22850 GOÐVERÐ A SKÍÐAVÖRUM Barnaskíði 80-110 cm. Kr: 3.590,00 Svigskíöi irá KNEISSI Austurríki * Unglingaskíðapakki 120-140 cm. Kr: 9.500.00 Skíðafalnaöui frá LHUTA Finnlandi. * Unglingaskíðapakki 150 -170 cm. Kr: 9.900.00 Barnaskiöagallar frá Danmörku og Italíu. Byrjendaskíði fullorðinna frá Kr: 5.500,00 Skíöahanskar og skíöalúffur fra Sviþjóð. Loftpuðaskiðaskór No. 5—11VL Kr: 6.995,00 Skíðastretchbuxur frá Austurrfki. Gönguskíðapakki 180 -215 cm. frá Kr: 7.200,00 * í pakka eru skiði, stafir, skór, bindingar og ásetning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.