Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 30
GOTT FÓLKI SÍA 30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 Jóhann Jónsson Ljóð og ritgerðir eftir Jóhann Jónsson BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út bókina Ljóð og ritgerðir eftir Jóhann Jónsson (1896-1932), en Einar Laxness cand. mag. bjó hana til prentun- ar. Fremst í bókinni eru þrír þættir um höfundinn eftir Hall- dór Laxness og einnig hefur verið haft samráð við hann um útgáfuna. Texti ljóðanna í bók þessari er að mestu samhljóða útgáfu Heims- kringlu frá 1952 sem var í umsjón Halldórs Laxness; það er eina út- gáfan af kvæðum Jóhanns í bókarformi þar til nú. í þessari nýju útgáfu hefur verið aukið ljóð- inu „Hafið dreymir" sem birtist í blaðinu „Landinu“ 26. júlí 1918 og Halldór Laxness vitnar sérstaklega til í einum þættinum um höfundinn sem hér er prentaður. Auk þess hefur á tveimur stöðum verið vikið við orðum í samræmi við frumtexta Jóhanns („Vindur um nótt" og „Haust“); röð ljóðanna hefur lítil- lega verið hnikað til og efninu skipað í bókarhluta. Þar sem ekki er alfarið um endurprentun fyrri kvæðabókar að ræða, þótti rétt að hafa annað heiti á þessari bók. Á kápu Ljóða og ritgerða segir: „Þessi bók er gefín út í tilefni nítug- asta afmælisdags höfundar, Jó- hanns Jónssonar. Hann var fæddur á Snæfellsnesi 12. september 1896 og lést í Leipzig í Þýskalandi 1. september 1932. Jóhann tók stúd- entspróf í Reykjavík 1920. Frá hausti 1921 stundaði hann háskóla- nám í Berlín og Leipzig um fjögurra ára skeið. Hann kom ekki til ís- lands síðan. Á skólaárum sínum, hér og ytra, birti Jóhann kvæði í blöðum og tímaritum. „Á Jóhanni Jónssyni höfðu vinir hans og félagar meiri vonir festar til skáldskaparafreka en á flestum mönnum er í þann tíma óxu upp“, segir vinur hans Halldór Laxness, en hann ritar um höfundinn í þess- ari bók. Halldór segir einnig, að frægasta ljóð Jóhanns, „Söknuð", megi telja „einn fegursta gimstein í íslenskum ljóðakveðskap síðustu áratuga“.“ Ljóð og ritgerðir eru 128 bls. að stærð. Kápu gerði Margrét E. Lax- ness, en bókin er unnin í Prent- smiðju Hafnarfjarðar. Sé SS merkið á jólasteikinni þinni getur þú verið viss um gæðin, því allar jólasteikur Sláturfélagsins eru eingöngu unnar úr nýju, fyrsta flokks hráefni. SLATURFELAG SUÐURLANDS TJöfóar til 11 fólks í öllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.