Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986
57
Kristín Gunnarsdóttir afhendir sr. Sigurði Sigurðarsyni afraksturinn af tónleikahaldinu.
Selfoss:
160 manns komu fram á jóla
tónleikum í Selfosskirkju
^ Selfossi.
ÁRLEGIR tónleikar á aðventu
voru haldnir í Seifosskirkju
sunnudaginn 14. desember. Á
þessum tónleikum komu fram
starfandi kórar á Selfossi og
lúðrasveitir. Alls voru flytjend-
ur 160 talsins.
Tónleikamir voru haldnir til
styrktar kirkjubyggingunni eins
og jafnan áður. Alls söfnuðust
rúmar 73 þúsund krónur á tvenn-
um tónleikum. Þeir sem komu
fram á tónleikunum voru Lúðra-
sveit grunnskólans og Lúðrasveit
Selfoss undir stjóm Asgeirs Sig-
urðssonar, Samkór Selfoss undir
stjóm Jóns Kristins Cortes,
Kirkjukór Selfoss sem Ólafur Sig-
uijónsson stjómaði, Kór Fjöl-
brautaskólans undir stjóm Jóns
Inga Sigurmundssonar og Karla-
kór Selfoss undir stjóm Ásgeirs
Sigurðssonar. í lok tónleikanna
sungu allir kóramir saman og
áður en horfið var á braut af-
henti Kristfn Gunnarsdóttir, einn
kórfélaganna, sr. Sigurði Sigurð-
arsyni sóknarpresti ágóðann af
tónleikunum.
Sig. Jóns.
í lok tónleikanna sungu flytjendur nokkur 18g í einum stórkór. Morgunbiaflið/Sigurflur Jónwon
Strandasýsla:
Bjarnfirðingar
vilja samein-
astHólmavík
Laugarhóli, Bjarnarfirði.
Að undanförnu hefir verið
nokkuð um fundahöld og ákvarð-
anatöku um framtíð byggðar í
Bjamarfirði. Er þetta kannski í
raun eftirmáli eftir sveitar-
stjórnarkosningar í vor og
hreppsnefndarfund, sem haldinn
var á Drangsnesi síðari hluta
nóvember.
Allir íbúar Bjamarfjarðar og
farið að lögum. Var svo næsti
hreppsnefndarfundur, sá þriðji,
boðaður með tilkynningu, m.a. á
þingstað hreppsins á Laugarhóli.
Meðal þeirra mála er þar vom á
dagskrá, var að flytja þingstaðmn
frá Laugarhóli á Drangsnes, en auk
þess að leggja niður Klúkuskóla,
sem er á sama stað. Auk ýmiss
annars fyllti þetta bikarinn og nú
Nemendur Klúkuskóla á sólskinsstund.
Bassastaða f Kaldrananeshreppi
hafa nú undirritað beiðni til félags-
málaráðuneytisins um að sveitar-
hluti hreppsins verði sameinaður
Hólmavíkurhreppi.
Um ýmsar ástæður er að ræða.
Hrófbergshreppur sameinast
Hólmavíkurhreppi nú um áramótin.
Þá er landfræðileg lega sveitarhluta
Kaldrananeshrepps í beinu fram-
haldi. Þá er og tvfmælalaust mun
heppilegra fyrir fbúana að vera í
stóm og því mun sterkara sveitarfé-
lagi.
Við sveitarstjómarkosningar í
vor sameinuðust íbúar Drangsness
þ.e. þéttbýliskjama hreppsins um
að kjósa eingöngu fólk þar í hrepps-
nefnd. Fór það svo, að enginn úr
sveitarhluta hlaut kosningu og er
það í fyrsta skipti er svo fer. Hing-
að til hefir sveitarhlutinn alltaf átt
einn eða tvo fulltrúa í hreppsnefnd.
Þegar svo hin nýja hreppsnefnd
hélt tvo hreppsnefndarfundi, án
þess að boða þá samkvæmt sveitar-
stjómarlögum með dagskrá, þá
bmgðust Bjamfirðingar við og
kröfðust þess, að framvegis yrði
komu Bjamfírðingar saman til að
ráða ráðum sínum. Varð sú niður-
staðan, að ekki væri annars kostur
en leita eftir að hreppnum yrði nú
skipt og sveitarhlutinn lagður til
Hólmavíkurhrepps, þar sem eðlilegt
væri í raun, að öll sveitarfélögin
við Steingrímsfjörð yrðu eitt.
Þá hefir lengi verið ríkjandi sú
skoðun að Klúkuskóli hafi aðeins
verið aukaskóli f hreppnum en þess
vandlega gætt að hvergi komi fram,
að hann þjónar einnig Hrófbergs-
hreppi eða sveitinni frá Hólmavík
norður í Kaldbak. Auk þess er hann
hinn uppmnalegi skóli hreppsins,
sem Drangsnes klauf sig út úr á
sínum tíma, og hefír starfað frá því
skömmu eftir aldamót. Hélt skólinja_
svo upp á 40 ára afmæli sem skóla-
stofnun á Klúku á sl. vori, en
Kaldrananesskólahverfí var stofnað
árið 1907 og er því 70 ára eftir tvö
ár.
En nú er sem-sagt teningunum
kastað. Sveitarhluti hreppsins hefir
formlega óskað eftir skiptingu og
inngöngu í Hólmavíkurhrepp.
SHÞ
Þorlákshöfn:
------ ^
»
Kaupfélagið kaupir
upp samkeppnisaðila
Þorlákshöfn.
KAUPFÉLAG Ámesinga, Þor-
lákshöfn, hefur keypt verslunina
Hildi og hyggst flytja starfsemi
sína þangað og selja það hús-
næði, sem þeir nota f dag.
í Þorlákshöfn hafa verið reknar
tvær matvömverslanir í á annan
áratug, það em Kaupfélag Ámes-
inga og verslunin Hiidur. Eigendur
verslunarinnar Hildur em Hannes
Sigurðsson og Þórhildur Olafsdóttir
og hafa þau veitt Kaupfélaginu
samkeppni á þessu sviði.
í samtali við útibússtjóra Kaup-
félagsins í Þorlákshöfn, Agnar
Brynjólfsson, kom fram að aldrei
hafi verið stefnt að því að kaupa
upp annan samsvarandi rekstur,
heldur hafí Kaupfélagið einfaldlega
vantað nýtt og stærra húsnæði og
því legið beint við að kaupa Hildi,
þegar hún var auglýst til sölu. Þar
er um að ræða 50% stærra hús-
næði, mikið nýrra og á betri stað
í þorpinu.
Nú fram að áramótum verður
Kaupfélagið með rekstur á báðum
stöðum, með svipuðu sniði og verið
hefur.
Björg Óskarsdóttir verður versl-
unarstjóri í Hildi (Kaupfél. 2) fram
að áramótum.
í janúar verður lokað f Hildi
meðan unnið verður að breytingum
og verður þá allur rekstur í Kaup-
félaginu á meðan. Vonast er til að
hægt verði að hefj'a starfsemi f
nánast nýju og breyttu húsnæði f
Hildi í byijun febrúar.
Aðspurður sagði Hannes Sig-
urðsson, fyrrverandi eigandi að
Hildi að þau hefðu ekki selt vegna
þess að reksturinn hefði gengið illa
og ekki hefði heldur verið um §ár-
Kaupfélag Ámesinga i Þorlákshöfn. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
hagserfiðleika að ræða. Það skal
tekið fram að Hannes rekur físk-
verkun og gerir út vélbátinn
Jóhönnu.
Nokkrir viðskiptavinir í Hildi og
KÁ sögðu aðspurðir að það væri
full snemmt að dæma um afleiðing-
ar þessara breytinga, gefa ætti
Kaupfélaginu tækifæri, áður en
hægt væri að dæma, þó væri það
óneitanlega skref aftur á bak þegar
möguieikinn til verslunar minnkaði,
því ekki væri um allt of auðugan
garð að gresja hér í Þorlákshöfn á
því sviði.
JHS ’