Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986
75
„Hanna og systur hennar"
kjörin mynd ársins í New York
Woody Allen fékk óspart lof
sl. mánudag, en þá var skýrt
frá niðurstöðum samtaka kvik-
myndagagnrýnenda í New York.
Var mynd hans, „Hanna og systur
hennar" kjörin mynd ársins og hann
sjálfur leikstjóri ársins. — Diana
West, sem lék eina af systrum
Hönnu, var kjörin besta leikkona í
aukahlutverki og handritshöfundur
myndarinnar var í öðru sæti í sínum
flokki. Má því segja að val þetta
hafi verið nær samfelld sigurganga
myndárinnar, en hún var einnig
valin mynd ársins í sams konar vali
í Los Angeles um helgina.
Gagnrýnendur New York völdu
Sissy Spacek bestu leikkonu ársins
fyrir leik sinn í myndinni „Crimes
of the Heart“. Leikari ársins var
valinn Bob Hoskins, fyrir leik sinn
í „Mona Lisa“.
Besta erlenda myndin að mati
gagnrýnendanna var kanadíska
myndin „Hnignun bandaríska
heimsveldisins", en hún er á frönsku
og leikstýrt af Denys Arcand.
Það eru gagnrýnendur 25 dag-
blaða og gagnrýnenda í New York,
sem standa fyrir vali þessu, en þetta
var í 52. skiptið, sem það fór fram.
Michael Caine og
Barbara Hershey /
umtaiaðri mynd. Á
innfelldu myndinni
sést leikstjórinn
Woody Allen er hann
fær óvæntar fréttir í
myndinni „Hanna og
systur hennar“.
Lúsía og þernur hennar. Morgunblaðið/Ól.K.M.
Lúsíuhátíð í Norræna húsinu
Síðastliðinn laugardag var haldin Lúsíuhátíð í söngnum. Til þess að auka enn á hina skandínaví-
Norræna húsinu, en það var íslensk-sænska sku stemmningu voru gestum boðnar sérstakar
félagið, sem stóð fyrir þeim hátfðahöldum. Lúsíukökur og jólaglögg, sem að vísu var óáfengt.
Frekari hátíð var haldin um kvöldið fyrir félags-
Um daginn sungu Lúsía og þemur hennar jólalög menn íslensk-sænska félagsins og hófst hún með
fyrir gesti og stjómaði Þorgerður Ingólfsdóttir kvöldverði, en á eftir fylgdi frekari skemmtan.
'TtLclKíXxl
J A. P A N ' S l E A D I N G P O W E R ■ T O O L •' S
RAFHLÖDUBORVÉLAR
verÖ fra kr. 4.990,-
GOÐ JOLAGJÖF SEM GLEÐUR
F ÁRMÚLA11 SlMI GQ1500
VESTURGÖTU 10 - SÍM114005