Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
286. tbl. 72. árg.
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986
Prentsmiðja MorgTinblaðsins
Reagan forseti
í skurðaðgerð
Washington, AP.
RONALD REAGAN Bandaríkja-
forseti mun í næsta mánuði
gangast undir blöðruhálskirtils-
aðgerð, að því er talsmaður hans,
Larry Speakes, sagði í gær.Reag-
an gekkst undir sambærilega
aðgerð árið 1967.
Á síðasta ári var krabbameins-
æxli fjarlægt úr ristli forsetans og
kvaðst Larry Speakes ekki vita til
þess að aðgerðin í janúar stæði í
neinu sambandi við það. Hins vegar
kvaðst hann gera ráð fyrir að Reag-
an myndi fara í krabbameinsskoð-
un. Reagan mun síðast hafa farið
í læknisskoðun í ágústmánuði og
reyndist þá allt vera með felldu.
Forsetinn mun dveljast í þrjá til
fjóra daga í sjúkrahúsi en sjálf að-
gerðin mun tæpast taka lengri tíma
en 30 til 40 mínútur. Að sögn lækna
mun Reagan þurfa að hafa hægt
Ronald Reagan
um sig í tæpan mánuð eftir aðgerð-
Sovétríkin - Albanía:
Dregur úr 25
ára óvináttu?
Frakkland:
Skattur gegn
skógareldum
París, Reuter.
YFIRVÖLD í Frakldandi hafa
ákveðið að leggja sérstakan skatt
á eldspýtur og kveikjara og verð-
ur féð notað í baráttunni við
skógarelda, sem árlega valda
stórtjóni í suðurhluta landsins.
Skatturinn verður um 13 aurar
ísl. á hvern stokk en tvær krónur
á kveikjara. Jacques Chirac, forsæt-
isráðherra, segir, að með þessum
hætti muni innheimtast 50 millj.
franka, 308 millj. ísl. kr.
Skógareldar valda miklum skaða
í Suður-Frakklandi á hveiju sumri
og sl. sumar geisuðu þeir mestu í
20 ár.
Moskvu, Reuter, AP.
HAFT var eftir áreiðanlegum heimildum í Moskvu í gær, að fyrir
dyrum stæði tímamótafundur milli forystumanna albanskra kommún-
ista og háttsettra sovézkra ráðamanna og að framundan væru jafnvel
þáttaskil i samskiptum Sovétríkjanna og Albaníu.
Þessi fundur á að fara fram í
Hanoi, þar sem þing kommúnista-
flokks Víetnams stendur yfír.
Albanía og Sovétríkin hafa ekki
haft neitt stjórnmálasamband sín í
milli frá árinu 1961 eða í um 25
ár, en bæði hafa þau sent sendi-
nefndir á flokksþingið í Víetnam nú.
Yegor Ligachev, einn helzti hug-
myndafræðingurinn í Kreml, er
fyrir sovézku sendinefndinni, en
formaður albönsku sendinefndar-
innar er Xhemal Dymylia, einn
mesti áhrifamaðurinn í miðstjóm
albanska kommúnistaflokksins.
Ekki er lengra síðan en á flokks-
þingi albanskra kommúnista í
Tirana í síðasta mánuði, að leiðtogi
flokksins, Ramiz Alia, lýsti því yfír,
að engin tengsl yrðu tekin upp við
sovézka kommúnista svó lengi sem
þeir héldu fast við „endurskoðunar-
stefnu" sína.
Þrátt fyrir þessi afdráttarlausu
ummæli, hefur verið talið, að alb-
anska stjómin hyggi á einhverja
stefnubreytingu. Eftir dauða En-
vers Hoxha, leiðtoga albanskra
kommúnista, sem var staðfastur
aðdáandi Jósefs Stalíns, hefur alb-
anska stjórnin gripið til varfæmis-
legra rýmkunaraðgerða í samskipt-
unum við önnur lönd. Pravda,
málgagn sovézka kommúnista-
flokksins, sagði í síðasta mánuði,
að óvinátta sú, sem einkennt hefði
sambúð Albaníu og Sovétríkjanna
í aldaifyórðung, væri mjög óeðlileg.
Léttist um 193 kg
Fyrir einu ári var Ron High 386 kg að þyngd, en hefur síðan
létzt um 193 kg. Þó að hann sé því helmingi léttari nú, þá er
ekki hægt að segja, áð hann sé þvengmjór þar sem hann vegur
enn 193 kg. En breytingin er samt umtalsverð. Sem dæmi má
nefna, að mittismál hans hefur minnkað um 86 cm og hálsmál-
ið um 15 cm. Það var í desember í fyrra, sem High ákvað að
fara á heilsuhæli á Bahama-eyjum til að grenna sig. Mynd þessi
var svo tekin af honum nú i vikunni, er hann sneri aftur heim
til New York.
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings:
Fimmtán manna þingnefnd
á að rannsaka vopnasöluna
Bretland:
Þreföld
ígræðsla
Skiptu um hjarta,
lifur og lungu í
35 ára gamalli konu
Huntingdon, Englandi. AP.
BRESKIR skurðlæknar fram-
kvæmdu í gær þrefalda
Iíffæraígræðslu, hina fyrstu í
heiminum, er þeir skiptu um
hjarta, lifur og lungu í 35 ára
gamalli konu.
Konunni, sem er frá Norður-
Englandi, leið eftir atvikum vel
eftir aðgerðina, en hún var sjö
tíma á skurðarborðinu.
Washington, Reuter, AP.
FULLTRÚADEILD Bandaríkja-
þings kaus í gær 15 manna
þingnefnd til að rannsaka vopna-
söluna til Irans. A nefndin, sem
í eru er 9 demókratar og 6 repú-
Tíu mikilvægristu fréttaefni ársins:
Chemobyl-slysið í fyrsta sæti
- Leiðtogafundurinn í Reykjavík númer tvö
New York. AP.
MESTA kjarnorkuslys sögunn-
ar lenti í efsta sæti í skoðana-
könnun, sem AP-fréttastofan
gerði nýlega meðal fréttastofn-
ana um heim allan, en spurt
var, hvaða tíu fréttaefni þær
teldu mikilvægust á árinu 1986.
Númer tvö kom leiðtogafund-
urinn, sem haldinn var í
Reykjavík 10.—12. október.
Kjamorkuslysið í Chemobyl í
Sovétríkjunum 26. apríl sl. hlaut
langflest stig, eða 953, og lenti í
fyrsta sæti hjá 53 af 113 frétta-
stofnunum — blöðum, útvarps-
og sjónvarpsstöðvum og fréttarit-
urum í 45 löndum í Evrópu, Asíu,
Rómönsku Ameríku, Afríku, Ind-
landi og Miðausturlöndum.
Að öðru leyti var röð fréttaefn-
anna þessi: 3) Challenger-slysið
í Bandaríkjunum; 4) Stjómar-
skiptin á Filippseyjum; 5) Vopna-
sala Bandaríkjamanna til írans;
6) Árás Bandaríkjamanna á
Líbýu; 7) Hryðjuverkastarfsemi;
8) Óeirðir í Suður-Afríku vegna
aðskilnaðarstefnunnar og refsiað-
gerðirnar; 9) Alnæmi; 10) OPEC
og olíuverðslækkunin.
blikanar, að hefja störf strax og
þingið kemur aftur saman 6. jan-
úar nk. Öldungadeildin kaus
sams konar þingnefnd á þriðju-
dag og eru í henni 11 menn.
Talið er ólíklegt, að Bandaríkja-
þing muni fallast á þau tilmæli
Reagans forseta að veita tveimur
fyrrverandi starfsmönnum Hvíta
hússins, þeim John Poindexter og
Oliver North, takmarkaða friðhelgi
gegn því að þeir segi allt af létta
um vopnasölumálið. I gær hafnaði
leyniþjónustunefnd öldungadeildar-
innar þessum tilmælum og leiðtogar
demókrata og repúblikana í deild-
inni tóku báðir undir andstöðu
nefndarinnar.
Larry Speakes, talsmaður Hvíta
hússins, kvað Reagan forseta mjög
óánægðan með þessi viðbrögð
þingsins. „Markmið forsetans er að
fá þá Poindexter og North til að
segja allt, sem þeir vita, svo að
unnt sé að ljúka málinu í eitt skipti
fyrir öll og halda áfram öðrum
stjórnarstörfum,“ sagði Speakes.
Alls konar sögur voru á kreiki í
tengslum við vopnasölumálið í gær.
Þannig hélt blaðið Los Angeles
Times því fram, að Oliver North
hefði á sínum tíma gefið fyrirmæli
um að ræna ættingjum háttsettra
embættismanna í íran til að skipta
á þeim og bandarískum gíslum í
Líbanon.
Speakes staðfesti, að North hefði
eitt sinn skýrt vinnufélögum sínum
frá þessu, en sagði jafnframt, að
efnislega væri enginn fótur fyrir
þessu og slík fyrirmæli hefðu aldrei
verið gefín í reynd.
Þá fullyrti blað eitt í Tel Aviv,
að enn væri ekki vitað, hvað orðið
hefði um allt það fé, sem fékkst
fyrir vopnasöluna til írans og átti
að hafa runnið til skæruliða í Nic-
aragua.
í gærkvöldi tilkynnti stjóm
sandinista í Nicaragua, að Daniel
Ortega forseti hefði óskað þess, að
Bandaríkjamaðurinn Eugene Has-
enfus yrði náðaður. Hann var á
sínum tíma dæmdur í 30 ára fang-
elsi fyrir að flytja vopn til skæruliða
í Nicaragua.