Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 46
Bylgjan sækir um leyfi til endur- varps á Akureyri Fjórðungssamband Norðlendinga: Nauðsyn á útekt á þróun landbúnaðar nefndar, sagðist í samtali við Morgunblaðið búast við að umsóknin yrði tekin fyrir á fundi nefndarinnar á föstu- daginn. Einnig bjóst hann við að umsókn Bylgjunnar um aðra rás sunnanlands yrði tek- in fyrir á fundinum. Einar Sigurðsson, útvarps- stjóri Bylgjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert væri því til fyrirstöðu að útsendingar hæfust á Akureyri fyrir jólahátí- ðina ef Útvarpsréttamefnd tækist að afgreiða málið á næsta fundi sínum. „Við eigum sendinn - við þurfum bara að koma honum upp fyrir norðan." Einar sagði að fyrst um sinn myndu útsend- ingar Bylgjunnar fyrir norðan ná eingöngu til Akureyrar og Eyja- fjarðarsvæðisins, en hugmyndin væri síðar að koma upp sterkari sendi, til dæmis á Vaðlaheiði, sem næði nærliggjandi byggðum. „Við erum að stækka markaðs- svæði Bylgjunnar með þessu og væntum þess að það skili sér í auglýsingum.“ Einar vildi ekki tímasetja hvenær önnur rás sunn- anlands færi „í loftið", en sagði að hún yrði með allt öðm sniði en Bylgjan er í dag og höfðaði því til annars hlustendahóps. Togararnir hafa landað 605 tonnum HARÐBAKUR landaði 103 tonnum af fiski hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa eftir helgina. Aflaverðmæti var samtals 2,7 milljónir króna. Það sem af er desember hafa togarar félagsins landað samtals 605 tonnum og er samanlagt aflaverðmæti þess 14,8 milljónir króna. Fyrsta dag desembermánaðar kola, 11 af ýsu og 10 af karfa. landaði Harðbakur 89 tonnum og verðmæti þess 2,1 milljón króna. 3. desember landaði Hrímbakur 98 tonnum að verðmæti 2,4 miiljóna, þann fjórða landaði Kaldbakur 73 tonnum að verðmæti 1,8 milljón og Svalbakur landaði svo 151 tonni 9. desember. Verðmæti þess afla var 3,6 milljónir króna. Langmest af þessum afla var þorskur. Mest var aflinn blandaður í Svalbak — hann var með 95 tonn af þorski, 15 tonn af ýsu og annað eins og 11. desember landaði Kaldbakur 55 tonnum að verðmæti 1,3 milljón- ir króna, Hrímbakur kom með 36 tonn þann 12. að verðmæti 900 þúsund krónur og Harðbakur lan- daði 103 tonnum í fyrradag eins og áður sagði. Að sögn Einars Óskarsson hefur aflinn að undanförnu verið mjög góður, sérstaklega í síðustu veiði- ferðum. Meðalþyngd fisksins hefur verið 2,5 kíló. BYLGJAN hefur sótt um leyfi til að setja upp endursendi á Akureyri. Kjartan Gunnars- son, formaður Útvarpsréttar- Símamynd/Skapti Hallgrímsson Norsku refirnir teknir úr Flug- leiðaþotunni á Akureyrarflug- velli í gær. Ragnar Sverrisson refabóndi er til vinstri á mynd- inni. 200 refir komu með Flug- leiðaþotu til Akureyrar - fluttir í nýtt refabú á Hyrnu í Skagafirði TVÖ hundruð refir komu til Akureyrar í gær með Heimfara, einni þotu Flugleiða, frá Noregi. Það er Ragnar Sverrisson, bóndi á Hyrnu í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, sem kaupir refina. Verðmæti farmsins er tæpar þijár milljónir króna — og er þetta verðmætasti refafarmur sem komið hefur hingað til lands, að sögn Ragnars. Refímir eru frá Hamar í Noregi. Þaðan voru þeir keyrðir til Fornebu flugvallar í Osló þar sem þeir voru settir í Flugleiðavélina. Flutninga- bílar óku síðan með þá í lögreglu- fylgd áleiðis til Skagafjarðar strax eftir komuna til Akureyrar. Refabóndinn, Ragnar Sverrisson, er 25 ára. Hann stundaði nám í loðdýrafræðum í 2 ár í Finnlandi og sagðist titla sig loðdýratækni. Hann er úr Biskupstungum en sett- ist að á Hymu síðastliðið vor og er nú að hefja búskap. Hann er þar með 1.300 fermetra refahús. Ref- irnir fara nú í sóttkví í 16 mánuði. Þeir gjóta fyrst næsta vor og sagð- ist Ragnar gera sér vonir um að geta hafið sölu á skinnum strax að 16 mánuðum liðnum. Hann sagðist ætla að reyna að selja afbrigði á markað erlendis, en litaafbrigði á hluta refanna sem komu í gær hafa ekki verið til áður í landinu. Hann nefndi Pearl, Fire and Ice, Glaeser blátt og Pólar. Einn rebbinn kíkir út úr búri sínu. Ólafur Ásgeirsson yfirlögreglu- þjónn á Akureyri stendur á vakt við refavélina, með haglabyssu undir hendinni, við öllu búinn ef einhver skyldi sleppa. STJÓRN Fjórðungssambands Norðlendinga samþykkti á fundi sinum síðastliðinn föstudag ályktun vegna samdráttar i landbúnaði. Þar er lagt til að á hveiju framleiðslusvæði á Norðurlandi verði hafnar viðræður á milli sveitarstjórna þéttbýlisstaðanna, forráðamanna vinnslustöðvanna og fulltrúa bændasamtakanna, um að gera á eigin vegum úttekt á þróuninni frá byggðalegu sjónarmiði og benda um leið á úrræði. Karl Haraldsson formaður KRA Akureyrarmótið milli jóla og nýárs í ályktun stjórnarinnar segir: „Ljóst er að samdráttur í land- búnaði raskar búsetu í sveitum og hefur áhrif á atvinnu þeirra, sem á þéttbýlisstöðum vinna að vinnslu landbúnaðarafurða og annast við- skipti eða þjónustu við íbúa sveit- anna. Af þessum ástæðum má ekki líta á samdrátt búvöruframleiðsl- unnar, sem byggðamál sveitanna einna, heldur alls viðkomandi byggðasvæðis. Ljóst er að samdráttur fram- leiðslu er tilviljunarkenndur eftir byggðalögum. Hann er oft án tillits til gildis einstakra býla f því að tryggja lágmark byggða á ákveðn- um svæðum. Þannig verður samdrátturinn misjafnlega djarf- tækur eftir framleiðslusvæðum." Með þetta í huga var fyrrnefnd ályktun lögð fram. Fjórðungsstjórn skoraði á Byggðastofnun og Rækt- unarfélag Norðurlands að taka þátt í þessu starfi, með leiðbeiningum og sérfræðilegri aðstoð, m.a. til að gæta samræmis í vinnubrögðum. Fund þennan sátu auk fjórðungs- stjómar Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar og Sig- urður Guðmun lsson, forstöðumað- ur þróunarsviðs þeirrar stofnunar, ennfremur Egill Bjamason, formað- ur Ræktunarfélags Norðurlands. Upplýst var á fundinum að Byggða- stofnun hefur átt aðild að ýmis konar úttekt á stöðu landbúnaðar í samvinnu við landbúnaðarráðu- neytið og er að vænta jákvæðra viðbragða forstöðumanna stofnun- arinnar við slíkri úttekt. Egill Bjamason, formaður ræktunarfé- lagsins, upplýsti að á vegum þess væri á lokastigi úttekt á stöðu bú- jarða landbúnaðar á Norðurlandi. Úrvinnslu verður lokið á útmánuð- um og lýsti hann jákvæðum við- horfum til þeirrar úttektar á heildaráhrifum, sem stefnt er að. Fjórðungssamband Norðlendinga mun nú á næstunni hlutast til um í samráði við vinnsluaðila, bænda- samtök og sveitarstjómir þéttbýlis- staða að undirbúningur verði hafinn að heildarúttekt varðandi land- búnaðinn og byggðaþróun á Norðurlandi. NÝTT Knattspyrnuráð Akur- eyrar hefur tekið til starfa. Hinn nýi formaður er Karl Haraldsson, Páll Magnússon er varaformaður, Sveinn Björnsson gjaldkeri og Gest- ur Davíðsson ritari. Meðstjómendur í stjóm KRA eru Páll Leósson, Ámi Arason, Haukur Ásgeirsson og Davíð Jó- hannesson. Varamenn em Kristj- án Davíðsson, Jónas Hallgríms- son, Níels Halldórsson og Magnús Magnússon. Því má bæta við að Akureyrar- mótið í innanhússknattspyrnu verður haldið á vegum KRA milli jóla og nýárs. Nánar tiltekið verð- ur það laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. desember. Fyrri daginn hefst keppni kl. 13.15 og síðari daginn kl. 12.30. Nú verð- ur í fyrsta skipti keppt í 7. flokki drengja og í 2. og 3. flokki kvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.