Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986
Múrsteinar
Síðastliðinn sunnudag birtist í
Velvakanda bréf er bar yfir-
skriftina: Opnið þessa eilífu þögn
heymarskertra. Bréfið hefst á þess-
um orðum: Kæru hrafnaklukkur
sjónvarpsins. Mig langar til að tala
til ykkar nokkur orð, benda með þeim
á leið, er gæti orðið ykkur og lág-
kúrulegri fomeskju þjóðarinnar til
upphefðar ef þið sjálfír viljið svo vera
láta. Textið allt íslenskt efni, bundið
og óbundið í sjónvarpinu, opnið þessa
eilífu þögn heymarskertra, sem
annars ekkert kærleiksorð fær rofið.
Hugleiðum orð bréfritara. Er vinn-
andi vegur að texta þætti sem sendir
eru út beint? En góðu heilli hefur
hinum beinu útsendingum fjölgað
mjög i stjómartíð Hrafns Gunnlaugs-
sonar og félaga en þar skiptir
náttúrlega miklu hinn nýi sjón-
varpsbíll. Ég efast stórlega um að
það sé mögulegt að texta slíka þætti
nema þau atriði sem leikin eru af
myndbandi. Persónulega er ég þeirrar
skoðunar að hér sé verk að vinna
handa Útvarpsráði og að það verði
að leita allra ráða til að koma til
móts við heymarskerta svo þeir fái
notið sjónvarpsdagskrár til jafns við
aðra afnotagjaldendur. Hvemig væri
til dæmis að skjóta inn táknmáli í
eitt skjáhomið eins og gert var þá
saga Sigrúnar Eldjám af honum
Kuggi var lesin í Stundinni okkar á
sínum tíma. Dettur mér í hug hvort
ekki mætti ráða Sigurð Skúlason leik-
ara til þessa starfa en hann hefir náð
mikilli leikni í beitingu táknmáls.
Já, svo sannarlega veltir oft lítil
þúfa stóru hlassi, einkum þegar í
hlut eiga þeir einstaklingar er af ein-
hveijum orsökum búa ekki við
líkamlegt eða andlegt jafnræði í sam-
félaginu. í fyrradag var ég staddur
á ónefndri læknabiðstofu á þriðju hæð
í öldnu húsi hér í bæ. Kona í hjóla-
stól var nýkomin út frá lækninum.
Hún fékk lánaðan síma og heyrðist
mér hún hringja í ferðaþjónustu fatl-
aðra. Líður nú og bíður, þá birtast
tveir fílefldir lögregluþjónar. Ég
hrökk satt að segja í kút en lögreglu-
þjónamir voru hinir alúðlegustu og
hjálpuðu konunni út af biðstofunni
niður á neðstu hæðina þar sem pen-
ingastofnanimar brosa til vegfar-
enda. Ég veit til þess að lögreglan
vinnur mikið og gott verk við að
flytja fatlað fólk um öngstræti borgar
vorrar en er við hæfi að fatlað fólk
þurfi að ferðast hér í lögreglubílum?
Væri ekki nær að ríki og borg gerðu
samning við sendi-, greiða- og leigu-
bílastöðvar borgarinnar um flutning
á fotluðu fólki. Hinir fötluðu fengju
sérstök skírteini líkt og „stjóramir"
hjá ríki og borg er senda hér leigu-
bíla um allar trissur með „áríðandi"
skýrslur og bréf er náttúrlega mega
ekki bíða andartak. Fatlaðar mann-
verur mega hins vegar bíða eftir því
að vera sóttar af löggæslumönnum
eða ef svo vill verkast hinum ágætu
starfsmönnum hinna örfáu sérhönn-
uðu flutningabíla samtaka fatlaðra.
Á tyllidögum er mikið rætt um
nauðsyn þess að fatlaðir geti lifað
sem eðlilegustu lífi en svo verða þeir
að sætta sig við að aka um í sérmerkt-
um bflum eða lögreglubflum. Er ekki
sjálfsagt mál að hinir fötluðu eigi
þess kost að ferðast líkt og aðrir
borgarar lands vors í venjulegum bif-
reiðum? Og nú er ég loksins kominn
að kjama málsins, hugmynd er sló
niður í kollinn þá ég horfði á konuna
hjálparlausa á þriðju hæðinni að bíða
eftir löggunni. Hvemig væri að klípa
nokkra aura af þeim þunga sjóði er
á að fleyta íslendingum til frægðar
í sönglagakeppni Evrópusjónvarps-
stöðvanna og nota þá til að skoða
lífsaðstæður þeirra sem svo oft
gleymast á voru kalda landi. Það er
ekki nóg að gert að hlaupa með
myndavélina upp og niður nokkrar
tröppur. Einskis má láta ófreistað að
ijúfa einangrun hinna fötluðu og þar
geta fjölmiðlamir svo sannarlega
hjálpað til við brúarsmíðina.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/ SJÓNVARP
Stöð tvö:
Guðfaðirinn II
■■■■■ í kvöld verður
00 35 seinni mynd
Francis Fords
Coppola um Guðföður Cor-
leone fjölskyldunnar.
Michael Corleone hefur
tryggt sér völd innan fjöl-
skyldunnar og utan með
því að fjarlægja flesta þá
er stóðu í vegi fyrir honum,
eftir að faðir hans lést.
Hann heldur þeim áhrif-
um þó ekki erfíðislaust og
fljótlega kemur í ljós að
hann á enn óvini, sem
einskis svífast. Á hátindi
valda sinna lifír hann
naumlega af banatilræði
og verður honum þá ljóst
að baráttunni mun aldrei
ljúka. Hefst þá mikil, löng
og blóði drifin leit að þeim
sem stóðu að baki árá-
sinni. Verður Michael æ
blóðþyrstari og hikar ekki
við að láta koma vinum og
ættingjum fyrir kattamef
gruni hann þá um græsku.
Þá em sýndir kaflar úr
uppvexti Vito Corleone í
New York og hvað varð til
þess að hann leiddist á
glapstigu glæpastarfsem-
Með helstu hlutverk fara
A1 Pacino, Robert De Niro,
Diane Keaton og Robert
Duvall. Þessi mynd, sem
alls ekki er við hæfi bama,
fékk alls sex Óskarsverð-
laun árið 1974.
Agústa Ágústsdóttir,
sópransöngkona.
Rás 1:
Fimmtudags-
leikrit og
einsöngur
■■ Á dagskrá Rás-
90 oo ar eitt í kvöld
er bæði fimmtu-
dagsleikrit útvarpsins
venju samkvæmt og ein-
söngur í útvarpssal.
Klukkan átta verður
gamanleikritið „Flýgur
fiskisagan" eftir Philip
Johnson, í þýðingu Ingólfs
Pámasonar endurflutt.
Leikstjóri er Baldvin Hall-
dórsson.
Alfred Booker, bæjar-
stjóri á austurströnd
Englands, er önnum kafinn
við undirbúning minning-
arhátíðar um sjómanninn
Jónas Pratt, en sá lést í
fjarlægu landi til þess að
bjarga heiðri þjóðfánans.
Hátíðina hyggst bæjar-
stjóri nota bænum til
framdráttar, en margt fer
öðravísi en ætlað er.
Að leikritinu loknu verð-
ur einsöngur í útvarpssal.
Ágústa Ágústsdóttir sópr-
ansöngkona syngur lög
eftir Johannes Brahms og
Jean Sibelius. David Know-
les leikur undir á píanó.
UTVARP
FIMMTUDAGUR
18. desember
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin
— Páll Benediktsson, Jón
Baldvin Halldórsson og Lára
Marteinsdóttir. Fréttir eru
sagðar kl. 7.30 og 8.00 og
veöurfregnir kl. 8.15. Til-
kynningar eru lesnar kl.
7.25, 7.55 og 8.25.
7.20 Daglegt mál. Guðmund-
ur Sæmundsson flytur
þáttinn.
9.00 Fréttir.
9.03 Jólaalmanakiö. „Brúðan
hans Borgþórs", saga fyrir
börn á öllum aldri. Jónas
Jónasson les sögu sína (14).
Jólastúlkan, sem flettir al-
manakinu, er Sigurlaug M.
Jónasdóttir.
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar.
9.35 Lesið úrforustugreinum
dagblaðanna.
■ 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir
10.10 Veðurfregnir
10.30 Ég man þá tíð. Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Kvikmyndasöngleikir.
Fimmti þáttur. Umsjón: Árni
Blandon
12.00 Dagskrá. Tilkynn-
ingar.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 f dagsins önn — Efri
árin. Umsjón: Anna G.
Magnúsdóttir og Guðjón S.
Brjánsson.
14.00 Miödegissagan: „Graf-
skrift hins gleymda'' eftir Jón
Þorleifsson. Þorvarður
Helgason les (3).
14.30 í textasmiðju Jóns Sig-
urðssonar.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Frá
svæðisútvarpi Reykjavíkur
og nágrennis.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvajfjiþ. Stjórn-
andi: Sigurlaug M. Jónas-
dóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónskáldatími. Leifur
Þórarinsson kynnir.
17.40 Torgið — Menningar-
mál. Umsjón: Óðinn Jóns-
son. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.40 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá morgni sem
Guömundur Sæmundsson
flytur.
19.46 Að utan. Fréttaþáttur
um erlend málefni.
20.00 Leikrit: „Flýgur fiskisag-
an'' eftir Philip Johnson.
Þýðandi: Ingólfur Pálma-
son. Leikstjóri: Baldvin
Halldórsson. Leikendur:
Þorsteinn Ö. Stephensen,
Helga Valtýsdóttir, Bryndís
Pétursdóttir, Valur Gisla-
son, Guðrún Þ. Stephensen
og Þóra Friðriksdóttir. (Áður
útvarpaö i janúar 1964.)
21.00 Einsöngur í úvarpssal.
SJÓNVARP
áJt.
FOSTUDAGUR
19. desember
17.30 Á döfinni
Jólabækur kynntar.
18.00 Litlu Prúðuleikararnir
(Muppet Babies). 22. þáttur.
Teiknimyndaflokkur eftir Jim
Henson. Þýðandi Guðni
Kolbeinsson.
18.25 Stundin okkar
Endursýndur þáttur frá 14.
desember.
18.55 Skjáaugiýsingar og dag-
skrá
19.00 Á döfinni
19.10 Þingsjá
Umsjónarmaöur Ólafur Sig-
urösson.
19.30 Spítalalif
(M*A*S*H). Ellefti þáttur.
Bandarískur gamanmynda-
flokkur sem gerist á neyðar-
sjúkrastöð bandaríska
hersins í Kóreustríðinu. Að-
alhlutverk: Alan Alda.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
19.26 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar
20.40 Unglingarnir í frumskóg-
inum
Þáttur um ungt fólk og
áhugamál þess, svo sem
svifflug, myndlist og kvik-
myndagerð. Umsjónarmað-
ur Sigurður Jónsson.
21.25 Sá gamli
(Der Alte). 27. Áhugaljós-
myndarinn.
Þýskur sakamálamynda-
flokkur. Aðalhlutverk Sieg-
fried Lowitz. Þýðandi
Þórhallur Eyþórsson.
22.30 Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
23.00 Seinni fréttir
23.10 Loftskipiö Hindenburg
Bandarísk bíómynd frá
1975.
Leikstjóri Robert Wise.
Leikendur: George C. Scott,
Anne Bancroft, Burgess
Meredith, William Atherton,
Roy Thinnes, Gig Voung,
Charles Durning, Katherine
Helmond og fleiri.
Eitt minnisstæðasta stór-
slys í sögu flugsins varð
þegar þýska loftfariö Hind-
enþurg fórst við lendingu i
Bandaríkjunum árið 1937. I
myndinni er fylgst með
hinstu feröinni yfir Atlants-
hafið og óhappið rakið til
spellvirkja.
Þýðandi Örn Ólafsson.
01.20 Dagskrárlok.
5TÖDTVÖ
FIMMTUDAGUR
18. desember
17.00 Myndrokk. Sunnudags-
bíó. Sýnt er úr nýjustu
kvikmyndum og myndrokki
við myndirnar.Stjórnandi er
Súní.
17.55 Teiknimynd. Fyrstu jólin
hans Jóga.
18.20 Knattspyrnæ Umsjónar-
maður er Heimir Karlsson.
19.30 Fréttir.
19.55 Ljósbrot. Kynntir eru
ýmsir dagskrárliðir á Stöð
tvö ásamt því að stiklaö er
á því sem er aö gerast í
menningu og listum. Um-
sjónarmaður er Valgeröur
Matthíasdóttir.
20.10 Bjargvætturin (Equaliz-
er). Draumaferðin til New
York breytist i martröð þeg-
ar Griffith-hjónin uppgötva
hvarf dóttur sinnar. f ör-
væntingu sinni hafa þau
upp á McCall.
20.55 Slæmt minni (Re-
membrance). Bresk sjón-
varpskvikmynd með John
Altman, Martin Barrass,
David John og Peter Lee
Wilson í aðalhlutverkum.
Hópur ungra sjóliða úr
breska sjóhernum eru að
njóta siðasta dagsins i landi
áður en haldiö er á sjó í sex
mánaða siglingu. Óþekktur
maöur verður fyrir því að
hann lendir í útistöðum við
útkastara eins af nætur-
klúbbunum sem endar með
því að maöurinn missir
meðvitund. Enginn veit nein
deili á manninum, en einn
af sjóliðunum er staðráðinn
í því að komast að því hver
þessi maöur raunverulega
er.
22.35 Guðfaöirinn II (Godfath-
er II). Bandarísk kvikmynd
frá 1974 með Al Pacino,
Robert De Niro, Robert Duv-
all, Diane Keaton, o.fl. í
aðalhlutverkum. Myndin
hefst þar sem fyrri myndin
endar. Michael Corleone
(Pacino) hefur tryggt sér
þau völd sem faðir hans
eftirlét honum.
01.45 Dagskrárlok.
Ágústa Ágústsdóttir syngur
lög eftir Johannes Brahms
og Jean Sibelius. David
Knoles leikur með á píanó.
21.25 Lestur úr nýjum barna-
og unglingabókum. Um-
sjón: Gunnvör Braga.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 „Hestar úr öðrum
heimi", smásaga eftir Karen
Blixen. Halldóra Jónsdóttir
les þýðingu sína.
23.00 Túlkun í tónlist. Rögn-
valdur Sigurjónsson sér um
þáttinn.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
18. desember
9.00 Morgunþáttur I umsjá
Kristjáns Sigurjónssonar og
Siguröar Þórs Salvarssonar.
Meðal efnis: Barnadagbók
í umsjá Guðríðar Haralds-
dóttur að loknum fréttum
kl. 10.00, tónleikar helgar-
innar, Matarhornið, tvennir
tímar á vinsældalistanum
og fjölmiðlarabb.
12.00 Hádegisútvarp með
fréttum og léttri tónlist i
umsjá Margrétar Blöndal.
13.00 Hingað og þangað um
dægurheima með Inger
Önnu Aikman.
15.00 Sólarmegin. Tómas
Gunnarsson kynnir soul og
fönktónlist. (Frá Akureyri)
16.00 Tilbrigði. Þáttur í umsjá
Hönnu G. Siguröardóttur.
17.00 Hitt og þetta. Stjórn-
andi: Andrea Guðmunds-
dóttir.
989
mnmmi
FIMMTUDAGUR
18. desember
07.00—09.00 Á fætur með
Sigurði G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Siguröur lítur yfir blöðin og
spjallar við hlustendur og
gesti.
Fréttir kl. 7.00, 8.00 og
9.00.
09.00—12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Palli
leikur uppáhaldslögin ykkar,
gömul og ný. Tapaö fundið,
opin lína, mataruppskrift og
sitthvað fleira.
Fréttir kl. 10.00, 11.00 og
12.00.
12.00—14.00 Á hádegismark-
aði með Jóhönnu Haröar-
dóttur. Fréttapakkinn,
Jóhanna og fréttamenn
Bylgjunnar fylgjast með því
sem helst er í fréttum, segja
frá og spjalla viö fólk.
Flóamarkaöurinn er á dag-
skrá eftir kl. 13.00.
18.00 Hlé.
20.00 Vinsældalisti rásar tvö.
Gunnlaugur Helgason kynn-
ir tíu vinsælustu lög vikunn-
ar.
21.00 Gestagangur hjá Ragn-
heiöi Davíðsdóttur.
22.00 Rökkurtónar. Stjórn-
andi: Svavar Gests.
23.00 Jóladansleikur. Bein út-
sending frá veitingahúsinu
Evrópu þar sem margir
kunnustu rokk- og dægur-
lagasöngvarar landsins
koma fram. Kynnir: Ásgeir
Tómasson.
24.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 12.20, 15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
SVÆÐISÚTVARP VIRKA
DAGA VIKUNNAR
17.30- 18.30 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
- FM 90,1.
18.00-19.00 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni -
FM 96,5.
Má ég spyrja? Umsjón:
Finnur Magnús Gunnlaugs-
son. M.a. er leitaö svara við
spurningum hlustenda og
efnt til markaðar á Markaðs-
torgi svæðisútvarpsins.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00—17.00 Pétur Steinn á
róttri bylgjulengd. Péturspil-
ar siðdegispoppið og spjall-
ar við hlustendur og
tónlistarmenn. Tónlistar-
gagnrýnendur segja álit sitt
á nýútkomnum plötum.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og
17.00.
17.00-19.00 Hallgrimur
Thorsteinsson í Reykjavík
síðdegis. Þægileg tónlist
hjá Hallgrími, hann lítur yfir
fréttirnar og spjallar við fólk
ið sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00.
19.00—20.00 Tónlist með
léttum.takti.
20.00—21.30 Jónína Leós
dóttir á fimmtudegi. Jónína
tekur á móti kaffigestum og
spilar tónlist að þeirra
smekk.
21.30— 23.00 Spurningaleikur
Bylgjunnar. Bjarni O. Guð-
mundsson stýrir verðlauna-
getraun um popptónlist.
23.00—24.00 Vökulok. Frétta-
tengt efni og þægileg tónlist
í umsjá fréttmanna Bylgj-
unnar.
24.00—07.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Tónlist og upp-
lýsingar um veður.