Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986
81
Snjóbill Flugbjörgunarsveitarinnar. Leitner LH 250 turbo.
Svar til áhugamanns um
Flugbj örgunar s veitina
Ingvar Valdimarsson, formað-
ur flugbjörgunarsveitarinnar í
Reykjavík, hafði samband vegna
fyrirspurnar í Velvakanda 9.
desember s.l.
Ég vil byrja á því að þakka
áhugamanni áhugann. í nefndum
sjónvarpsþætti var viðtal við mig
og Einar Gunnarsson, formann
Landssambands flugbjörgunar-
sveita, þar var og sýnd mynd sem
sjónvarpið tók í og við félagsheimil-
ið okkar í Nauthólsvík og brá þar
fyrir Hauki Hallgrímssyni, málara-
meistara, sem fyrirspyijandi spyrst
fyrir um.
Haukur var einnig í salnum sem
þátturinn var tekinn upp í. Ég nefni
Hauk sérstaklega þar sem hann er
einn stofnfélaga sveitarinnar og
annar tveggja heiðursfélaga og hef-
ur starfað óslitið í nær 36 ár. I dag
er Haukur formaður bílaflokks
sveitarinnar og mætir í hverri viku
til viðhalds og viðgerða á bflunum
auk æfínga og útkalla. Haukur er
sérstaklega áhugasamur og
skemmtilegur félagi, sem við yngri
félagamir lítum svo sannarlega upp
til.
Sveitin var stofnuð 27. nóvember
1950 af 28 áhugamönnum og hefur
starfað óslitið síðan. Stofnfundur-
inn var haldinn í matsal Sanitas sem
var þá við Lindargötu í Reykjavík.
Hvað varðar sögu sveitarinnar
sem Andrés Kristjánsson hefur
unnið að er það að segja að hann
hefur samið drög að sögunni en
talsvert vantar upp á að hún sé til-
búin til prentunar. í ráði er að fá
Andrés til að ljúka verkinu á næsta
ári.
Nokkuð hefur borið á því að
undanfömu, eða eftir að við tókum
að auglýsa nýtt happdrætti, sem
dregið verður í nú í desember, að
fólk hafí fundið miða frá því í fyrra
og vilji nú vita hvort vinningur hafi
fallið á þá. Að undanfömu höfum
við birt vinningsnúmerin í Morgun-
blaðinu og DV með auglýsingu um
nýja happdrættið, en að auki má
hringja í síma sveitarinnar, 25831,
en þar er oftast einhver við á kvöld-
in og einnig í mig beint í síma
82056.
Loks vil ég þakka landsmönnum
góðar viðtökur við happdrættið sem
sýnir okkur að betur en nokkuð
annað hversu margir kunna að
meta starf okkar.
Stórátak
í happ-
drætti
SÁÁ
SÁÁ félagi skrifar:
Ég vil vekja athyglf á fram-
kvæmd happdrættis SAÁ, sem nú
er í gangi ogeingöngu dregið úr
selduin miðum. I fyrsta sinn hefur
happdrætti líknarfélags hér á landi
rutt þeim fordómum úr vegi að
vinningar renni til félagsins.
í jólahappdrætti SAÁ er það
kaupandi miðans með kvittun frá
banka sem hefur vinningsmögulei-
kann.
Seljandi miðans, það er SAA,
getur ekki eignað sér neinn vinning
þar sem nafn kaupandans fylgir
kvittun bankans.
Þar sem þessi háttur er hafður
á, má sjá að SÁÁ tekur hér vissu-
lega mikla áhættu, en stuðningur
þjóðarinnar hefur allt frá stofnun
samtakanna verið styrkur þeirra.
Srjórn Alþýduflokkrfaw^^^Sarn
Ræðir afskipti fo
mannshjónanna af1
próflg'örsbaráttunni j
nrjóRN
s AlMyUtAWÓUo Ui
ír=Si=ii
*•»“. *»r»borx»rfumrti
ilR'rtnfc.hMWprif.
MlWprtf. 1
*™ l~
t i tonan
rf. áhnf á
Yísa
vikunnar
Því er hann Hvati að kvarta,
um kulda frá formannsins hjarta,
þó hann sjái ekki eins vel,
og hinn sæli Karvel,
hversu fagurt er brosið hans bjarta?
Hákur
Víkverji skrifar
Með
morgunkaffinu
r-J
. .. að stunda með
henni íþróttir.
TM Reg. U.S. Pat. Otf.—all rights reserved
°1984 Los Angeles Times Syndicate
ntimer it
1127
Það má sjá á listaverkun-
um vegna stílforms m.m.
hver höfundurinn er,
þekki maður á annað
borð eitthvað til mynd-
listar.
1120 POLIUX
Slakaðu á, -vinur ...
!7-t\
© 1984 Universal Press Syndicate
að hefur mikið verið rætt um
Borgarspítalann undanfamar
vikur. Umræðumar hafa snúizt um
eigendur, lækna og annað starfs-
fólk, stjómskipulag, peninga og
margt fleira. Lítið hefur farið fyrir
einum hópi fólks, sem þetta mál
snertir töluvert — sjúklingunum.
Skiptir ekki mestu hvemig til tekst
um þjónustu við þá?
Sjúklingar og aðstandendur
þeirra hafa hingað til getað valið
um þijá spítala í Reykjavík. Þvf fer
fjarri, að þeir hafí allir verið steypt-
ir í sama mót. Landakotsspítali
hefur haft sérstöðu m.a. af söguleg-
um ástæðum. Spftalanum hefur
tekizt að halda þeirri sérstöðu. Einn
höfuðkostur við Landakotsspítala
frá sjónarhóli sjúklings og aðstand-
enda er sá, að þar ber einn læknir
ábyrgð á viðkomandi sjúklingi, þótt
fleiri læknar komi við sögu. Borg-
arspítalinn hefur það umfram
Landsspítalann að vera minni.
Sjúklingar og aðstandendur standa
ekki frammi fyrir því bákni, sem
Landsspítalinn er. Samskipti við
Borgarspítalann eru því þægilegri
og auðveldari. Landsspítalinn hefur
í sinni þjónustu marga frábæra
starfsmenn en spítalinn er orðinn
risastofnun á íslenzkan mælikvarða
og áhrifín á þá, sem við hann eiga
samskipti, em stundum þau að
stjómkerfi hans hafí farið úr bönd-
um — með fullri virðingu fyrir
stjómamefndinni!
Þau Þorsteinn, Ragnhildur og
Davíð mega ekki gleyma þessum
þætti málsins, þegar þau taka
lokaákvarðanir í spítalamálunum
næstu daga.
XXX
Utflutningsstarfsemi af ýmsu
tagi hefur orðið faglegri seinni
árin en áður var. Aðilar, sem með
einum eða öðmm hætti vinna að
útflutningi, hafa tekið upp ný
vinnubrögð til þess að kynna út-
flutningsvömr okkar öðmm þjóð-
um. Fróður maður um þessi málefni
hafði orð á því við Víkveija, að
brotalöm sé í þessari starfsemi að
einu leyti — nægileg þekking á
tungumálum sé ekki til staðar hjá
þeim, sem að þessu starfa. Við Is-
lendingar tölum fyrst og fremst
ensku í útlöndum sagði þessi við-
mælandi Víkveija. Við kunnum
varla lengur að tala skandinavisku.
Á vömsýningu í Frakklandi fyrir
skömmu, var enginn frönskumæl-
andi maður í sýningarbás íslend-
inga og upplýsingarit vom öll á
ensku.
Þetta em athyglisverðar upplýs-
ingar. Fólk þarf ekki mikið að
ferðast um Frakkland t.d. til þess
að vita, að enska er ekki í hávegum
höfð þar í landi. Sölustarfsemi þar,
sem byggist á enskri tungu er fyrir-
fram vonlaus. Við eigum stóran hóp
af ungu fólki, sem hefur lært fjöl-
mörg tungumál. Þetta fólk þarf að
virkja í störf af þessu tagi.
XXX
1* tilefni af nokkmm orðum, sem
höfð vom í þessum dálki í fyrra-
dag um flutning á Messíasi Hándels
hefur athygli Víkveija verið vakin
á því, að þetta mikla verk var flutt
óstytt af kór Langholtskirkju á ár-
inu 1982 og flutti kórinn það þrisvar
sinnum. Þessu er hér með komið á
framfæri til leiðréttingar.
HÖGNI HREKKVÍSI