Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 3. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kína: Stúdentar í Peking bera eitt af daefblöðunum á bál Pekinir. Reuter. AP. ^ Peking, Reuter, AP. KÍNVERSKIR stúdentar kveiktu í gær í mörg hundruð eintökum af Daghlaðinu í Pek- ing, einu útbreiddasta blaði borgarinnar, og köstuðu síðan á logandi báíl. Gerðist þetta á aðaltorgi borgarinnar. Var þetta gert til að mótmæla röngum frásögnum í blaðinu af mótmælaaðgerðum stúd- enta að undanförnu. Á veggspjaldi, sem sett var upp við háskólann í Peking og kallað „Opið bréf til Dengs“ leiðtoga Reagan væntanlegnr af sjúkrahúsi bráðlega Washington, Reuter, AP. REAGAN Bandaríkjaforseti gekkst í gær undir skurðaðgerð á blöðru- hálskirtli og jafnframt voru fjarlægðir fjórir separ af ristli hans. Læknir sá, sem aðgerðina framkvæmdi, sagði að ekkert hefði komið fram í þeim vefjasýnum, sem tekin voru, er vakið gæti grun um krabbamein. Nancy, kona forsetans, sagði eftir aðgerðina, að hann væri „í góðu skapi“. Aðgerðin tók um eina klukkustund og fór fram í sjúkra- húsi flotans í Bethesda. Beitt var Ekkert lát á verk- f öllunum í Frakklandi Ríkisstjórnin kölluð saman til skyndi- fundar í dag Parfa, Reuter, AP. LESTARFERÐIR lágu enn að verulegu leyti niðri í Frakklandi i gær 19. daginn í röð og foringj- ar verkfallsmanna lögðu á ráðin um enn víðtækari verkföll. Var gert ráð fyrir, að í dag legði fjöldi annarra opinberra starfs- manna niður vinnu. Jacques Chirac forsætisráðherra kallaði alla stjóm sína saman til fundar í dag til þess að ræða það ástand, sem komið er upp í landinu. Lýsti hann því yfir, að stjóm sín myndi ekki láta undan kröfum verk- fallsmanna um hærri laun, þar sem slíkt myndi spilla fyrir áformum stjómarinnar um að blása nýju lífí í efnahag Frakklands. „Reiknið ekki með slíku," sagði Chirac í blaðaviðtali. „Það myndi aðeins leiða til sams konar stefnu og var við lýði 1981-1986, er jafnað- armenn vom við stjórn." CGT, stærsta verkalýðssamband Frakklands, hefur skorað á þá með- limi sína, sem aka almenningsvögn- um, starfa við póst og síma og enn , fleiri að leggja niður vinnu á morg- un. Á verkfall þetta að verða til stuðnings starfsmönnum jámbraut- anna, sem krefjast hærri launa og bættra vinnuskilyrða. Ekkert lát virðist því á verkföllun- um, enda þótt aðaldeiluefnið sé úr sögunni, þar sem tillögur stjómar jámbrautanna um að láta starfsgetu ráða meiru um laun en starfsaldur vom dregnar til baka um helgina samkvæmt kröfu verkfallsmanna. staðdeyfíngu, þannig að forsetinn var með meðvitund allan tímann. Larry Speakes, talsmaður forset- ans, sagði að George Bush varafor- seti hefði verið í Hvíta húsinu, en aldrei hefði til þess komið að hann tæki við völdum forsetans, eins og gert var er forsetinn gekkst undir uppskurð við krabbameini fyrir 18 mánuðum. Speakes sagði, að forsetinn hefði tekið til við bréfaskriftir skömmu eftir að hann var fluttur til sjúkra- herbergis síns eftir aðgerðina og gert var ráð fyrir að Donald Regan, yfírmaður starfsliðs Hvíta hússins, gengi þar á fund forsetans í gær- kvöldi til að ræða við hann um fjárlagafmmvarpið, sem lagt var fram í gær. Vonir stæðu til að forset- inn kæmi til starfa í Hvíta húsinu um næstu helgi, enda þótt ekki yrði þar strax um fullan vinnudag að ræða. kommúnistaflokksins, var því lýst yfir, að stúdentar styddu hann. Væri veggspjaldið skrifað vegna þess, að stúdentar hefðu engin tækifæri til þess að koma skila- boðum sínum á framfæri öðruvísi. Jafnframt var tekið fram, að stúd- entar myndu gripa til annarra ráða innan 10 daga, ef óskir þeirra um aukið lýðræði yrðu að engu hafðar. Gremja stúdenta beindist eink- um gegn Dagblaðinu í Peking. „Það hefur birt illgjamar og rangsnúnar frásagnir af mót- mælaaðgerðum okkar," var haft eftir lagastúdent einum. „Við hötum þetta blað. Aðgerðir okkar í dag em tákn um það sem okkur finnst." Blað þetta birti hvassyrta for- ystugrein í gær þess efnis, að fullyrðingar stúdenta um, að þeir styddu sósíalismann og kommún- istaflokkinn, ættu sér enga stoð í veruleikanum. „Tilgang-ur þeirra er að notfæra sér gervilýðræði auðvaldsríkjanna og koma á stjórnleysi," sagði blaðið. Skírskotaði það til ræðu, sem Deng Xiaoping leiðtogi flutti 1980, en þar hélt hann því fram, að leyfi þyrfti fýrirfram til úti- funda og að ólöglegar aðgerðir og ólögleg blöð væru bönnuð. Þetta var í fyrsta sinn sem kínverskt blað skírskotaði til um- mæla Dengs í gagnrýni sinni á stúdenta í mótmælaaðgerðum þeirra nú. Engir lögreglumenn komu hins vegar á vettvang í gær til að hindra stúdenta í mótmæla- aðgerðum þeirra. Blaðabrenna í Peking í gær. Reiðir stúdentar brenna eitt helzta blað borgarinnar til að mótmæla röngum frásögnum þess um til- gang og markmið stúdenta í mótmælaaðgerðum þeirra að undan- förnu. Fjárlagafrumvarpið í Bandaríkjunum: Hærri ríkisútgjöld en nokkru sinni í sögunni Washington, Reuter, AP. REAGAN Bandaríkjaforseti lagði í gær fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta fjárhagsár, sem hefst 1. okt. nk., og eru niðurstöðu- tölur þess yfir 1000 milljarðar dollara. Þetta verða hæstu ríkisút- gjöld í sögu Bandaríkjanna. Gert er ráð fyrir, að frumvarpið eigi eftir að mæta mikilli andstöðu á Bandaríkjaþingi. AIls nema útgjöld samkvæmt frumvarpinu 1.024 milljörðum dollara en tekjur 916,6 milljörðum dollara. Þar er því gert ráð fyrir halla að fjárhæð 107,8 milljarðar dollara. Framlög til vamarmála eiga að hækka úr 289 milljörðum í 312 milljarða dollara og er það minnsta hækkun milli ára síðan Reagan tók við völdum 1981. Þrátt fyrir þessa útgjaldaaukn- ingu er gert ráð fyrir minni framlögum ríkisins á mörgum sviðum og þá einkum í niður- greiðslum á landbúnaðarvörum. Er lagt til, að þær minnki um rúml. 20 milljarða dollara á næsta ári. Þá er Iagt til, að dregið verði úr ríkisútgjöldum á öðrum sviðum um 18,7 milljarða dollara. Efna- hagsaðstoð við önnur ríki á þó að aukast um 1,7 milljarða doll- ara. í greinargerð frá forsetanum, sem gekkst undir skurðaðgerð í sjúkrahúsi í gær, segir, að megin- markmið frumvarpsins sé að reyna að draga smám saman úr hinum mikla halla ríkissjóðs Bandaríkjanna. „Ef við náum ekki tökum á þessu vandamáli með því að draga úr útgjöldum ríkisins, þá stofnum við öllu því í hættu, sem áunnizt hefur í ríkisfjármál- um,“ segir forsetinn í greinargerð sinni. Ymsir kunnir þingmenn úr röð- um demókrata gagmýndu frum- varpið harðlega, strax eftir að það hafði verið lagt fram. Þannig sagði James Wright, leiðtogi demókrata i fulltrúadeildinni, að útilokað væri að ætla sér að binda enda á halla ríkissjóðs Bandaríkj- nna með því að tvöfalda framlög til hermála á fimm ára fresti, eins og gert hefði verið. Annar þingmaður demókrata, David Obey, hélt því fram, að stjórn Reagans hefði reynt að fela samtals 51 milljarðs dollara við- bótarframlög til vamarmála á síðustu tveimur árum utan við hin reglulegu framlög og koma yrði í veg fyrir, að slíkt endurtæki sig. Haft var eftir enn öðrum þing- manni demókrata, að kanna yrði leiðir til aukinnar skattheimtu til þess að draga úr halla ríkissjóðs, þar á meðal að leggja aðflutnings- gjöld á innflutta olíu og aðrar innfluttar vörur. James Miller, fjárlagasérfræðingur forsetans, sagði hins vegar í gær, að Reagan myndi bæði snúast öndverður gagnvart hærri sköttum og minni framlögum til vamarmála en fmmvarpið gerði ráð fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.