Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 27 Leyndardómurinn á bak við brosið Pjórtán farast í j ámbrautarslysi Baltimore, Reuter, AP. SKÝRT var frá því í gær að 14 manns hefðu farist og 177 slas- ast þegar farþegaslest, sem var á 160 kílómetra hraða, rakst á tvær eimreiðar nærri Baltimore í Bandaríkjunum í fyrradag. Enn er ekki vitað hvað olli slysinu. Að sögn embættismanna er talið líklegt að mistök hafí átt sér stað á skiptispori. Flestir þeirra sem slösuðust voru fluttir í sjúkrahús í nágrenni Baltimore en níu alvarlega slasaðir farþegar voru fluttir með þyrlum af slysstaðnum. Um 200 menn tóku þátt í björgunarstarfinu og þurftu þeir að beita stórvirkum tækjum til að bjarga fólki sem var á lífi í flakinu. Rúmlega 600 farþegar voru um borð í jámbrautarlestinni sem var á leið frá Baltimore til New York. Lestin var í eigu Amtrak-jám- brautafyrirtækisins sem hóf starf- semi sína árið 1971 og er þetta versta slys í sögu þess. Atlantshaf sbandalagið: 316 flaugar settar upp í Evrópu Brlissel, AP. TALSMENN Atlantshafsbanda- lagsins skýrðu frá því á föstudag að 316 stýriflaugum og kjarn- orkuflaugum af gerðinni Pers- hing-2 hefði verið komið fyrir í Evrópu. í desembermánuði árið 1979 samþykkti Atlantshafsbandalagið að koma fyrir 464 stýriflaugum og 108 Pershing-2 flaugum í fimm Evrópulöndum til mótvægis við meðaldrægar kjamorkuflaugar Sovétmanna af gerðinni SS-20. í tilkynningu bandalagsins sagði að 316 flaugum hefði nú verið komið fyrir og að tekist hefði að fylgja áætlunum um uppsetningu þeirra. Tölvulistamaðurinn Lillian Schwartz telur sig hafa upplýst leyndardóminn á bak við bros Monu Lisu, hins fræga málsverks Leonar- dos da Vincis. í fimm aldir hafa sérfræðingar deilt um það, hvort fyrirsætan. hafi verið eiginkona Francescos del Giocondo, hertoga- ekkja eða hjákona einhvers Medic- ianna. Nú heldur Schwartz því fram, að hún hafi fundið „rétta svarið". Mona Lisa er enginn annar en Leonardo da Vinci sjálfur. Lillian Schwartz var að prófa nýtt tölvufor- rit fyrir AT&T-fyrirtækið, þar sem hún bar saman þetta frægasta málverk listamannsins og einu sjálfsmyndina, sem vitað er um, að varðveist hafi af honum. Hún sam- ræmdi hlutföll myndanna á skján- um hjá sér og setti helmingana hvom á móti öðmm. „Líkingin er of sterk til þess, að um tilviljun sé að ræða,“ segir hún. „Hið fræga bros Monu Lisu er spegilmynd af brosi Leonardos da Vinci.“ Angóla: Skæruliðar Unita auka hernaðinn Lissabon, Reuter. SKÆRULIÐAR Unita-hreyfing- arinnar i Angóla skýrðu frá því í gær, að í síðustu viku nýliðins árs hefðu þeir skotið niður þijár sovéskar fallbyssuþyrlur og fellt 96 stjórnarhermenn og sjö Kúbu- menn í árásum á stöðvar stjórn- arinnar. í yfirlýsingu frá talsmönnum Unita í Lissabon sagði, að skærulið- ar hefðu að undanförnu aukið hemaðinn í norður-, mið- og suður- hluta landsins og lagt undir sig margar stöðvar stjómarhersins. Heiðu þeir skotið niður þrjár sové- skar fallbyssuþyrlur af gerðinni Mi-8, fellt 96 hermenn stjórnarinn- ar og sjö kúbanska hermenn. Sjálfir hefðu skæruliðar aðeins misst 23 menn. Þá hefðu þeir sprengt upp mikilvæga brautarteina og skrif- stofur stjórnarhersins í bænum Luena. Stjórnin í Luanda, sem nýtur stuðnings 30.000 kúbanskra her- manna, hefur ekkert sagt um yfirlýsingar skæmliðanna. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Ritaraskólinn tekur til starfa 8. janúar. Kennt er alla virka daga vikunnar, þrjár klukkustundir í senn og hægt að velja á milli tveggja mismunandi dagtíma. Markmið skólans er að út- skrifa sjálfstæða starfskrafta sem hafa tileinkað sér af sam- viskusemi það námsefni sem skólinn leggur til grund- vallar, en kröfur skólans til sinna nemenda eru ávallt miklar. Til þess að ljúka próíi frá Ritaraskólanum þarf lágmarkseinkunn- ina 7.0 í öllum námsgreinum. Námsefni á íslenskubraut: □ íslenska............................ 76 klst. □ bókfærsla ............................. 72 klst. □ reikningur............................. 36 klst. □ tölvur ................................ 39 klst. □ vélritun .............................. 24 klst. □ tollur ................................ 33 klst. □ lög og formálar........................ 12 klst. □ enska .............................!.... 21 klst. □ skjalavarsla .......................... 9 klst. □ verðbréfamarkaður........................ 3 klst. Framhaldsbrautir í beinu framhaldi af námi í Ritara- skólanum getur þú valið um tvær framhaldsbrautir: ijármálabraut og sölubraut. Með þessum nýju brautum er námið í Ritaraskólanum orðið 2ja ára nám. Sérmenntun fyrir nútíma skrifstoíúfólk. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 10004 OG 21655 Mímir ÁNANAUSTUM 15 MÁLASKÓLI RÍTARASKÖU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.