Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 55 Skákþing Reykjavíkur hefst á sunnudaginn Fiskvinnslufólki hefur verið sagt upp störfum í nokkrum frystihúsum vegna verkfalls sjómanna. Hreint siðleysi hjá atvinnurekendum - segir Karl Steinar Guðnason, varaformaður VMSÍ, um að fiskvinnsluf ólk skuli tekið út af launaskrá FORS V ARSMENN Verkamanna- sambandsins eru mjög ósáttir við að fiskvinnslufyrirtæki stöðvi launagreiðslur til fiskvinnslu- fólks vegna verkfalls sjómanna. Karl Steinar Guðnason, vara- formaður Verkamannasam- bandsins, segir að það sé hreint siðleysi hjá atvinnurekendum að standa þannig að málum, þó það kunni að vera matsatriði hvort um brot á samningum sé að ræða. Hann sagði að boðað yrði til fundar i framkvæmdastjórn VMSÍ á miðvikudaginn kemur til þess að ræða þetta mál. í samningunum í febrúar á síðasta ári er fískvinnslufólki gefín kostur á fastlaunasamningum, sem gera það að verkum að það hefur fjögurra vikna uppsagnarfrest í stað einnar viku áður. I samningn- um er vísað til laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnar- frests frá störfum og til Iauna vegna sjúkdóms og slysaforfalla. í 3. grein þeirra laga kemur meðal annars ffam að atvinnurekenda er ekki skylt að greiða launþega ef hráefni er ekki fyrir hendi hjá fískiðjuveri. Karl Steinar sagði að það tíðkað- ist ekki í öðrum starfsgreinum að segja fólki upp með engum fyrir- vara. Hann teldi að þama væri komið öðru vísi fram við físk- vinnslufólk en tilefni væri til og þessi framkoma stefndi samskipt- um þess við atvinnurekendur í ákveðna hættu. Hann sagði að ef útgerðarmenn hefðu búist við því að af verkfalli yrði, hefðu þeir haft nægan tíma til þess að segja fólki upp með eðlilegum fjögurra vikna fyrirvara. „Þessi aðgerð er spuming um hugarfar gagnvart fískverkunar- fólki og heiðarleika gagnvart samningamönnunum og anda sam- komulagsins. Áður fyrr var fólki hent út með viku fyrirvara en nú er það gert fyrirvaralaust,“ sagði Karl Steinar. Hann sagði jafnframt að gildi fastlaunasamningsins væri mjög mikið, þó atvinnurekendur hefðu staðið svona að málum nú. Áður en til hans hefði komið, hefði fólki í sífellu verið sagt upp með viku fyrirvara víða um land. Þórir V. Daníelsson, fram- .kvæmdastjóri VMSÍ, sagði að úr því sem komið væri, væri réttast að láta reyna á málið fyrir Félags- dómi, en til þess þyrfti að kæra út af einstöku máli, þar sem Félags- dómur úrskurðaði ekki um almenn ágreiningsatriði. SKÁKÞING Reykjavíkur 1987 hefst sunnudaginn 11. janúar og verður teflt í félagsheimili Tafl- félags Reykjavíkur að Grensás- vegi 46. í aðalkeppninni sem hefst á sunnudaginn kl. 14.00 munu kepp- endur tefla saman í einum flokki 11 umferðir eftir Monrad-kerfí. Umferðir verða þrisvar í viku, á sunnudögum kl. 14.00 og á mið- vikudögum og föstudögum kl. 19.30. Biðskákdagar verða inn á milli. Aðalkeppninni lýkur væntan- lega 4. febrúar. Keppni í flokki 14 ára og yngri á skákþingi Reykjavíkur hefst laug: ardaginn 17. janúar kl. 14.00. I þeim flokki verða tefldar níu um- ferðir eftir Monrad-kerfí, umhugs- unartími 40 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Keppnin tekur þijá laugardaga, þijár umferðir í senn. Bókaverðlaun verða fyrir a.m.k. fímm efstu sæti. Lokaskráning í aðalkeppnina verður laugardaginn 10. janúar kl. 14.00-18.00 ogeröllum heimil þátt- taka. Taflfélag Reylqavíkur hefur haldið skákþing Reykjavíkur árlega frá árinu 1931. Ingi R. Jóhannsson hefur oftast orðið skákmeistari Reykjavíkur, alls sex sinnum. Næstir koma Ásmundur Ásgeirs- son, Baldur Möller, Eggert Gilferj Benóný Benediktsson, Bjöm Þor- steinsson og Jón Kristinsson, en þeir hafa unnið meistaratitilinn §ór-. um sinnum hver. Núverandi skákmeistari Reykjavíkur er hinn komungi skákmaður Þröstur Ama- son, sem var aðeins þrettán ára^. þegar hann varð Reykjavíkurmeist- ' ari í fyrra, og hefur hann fullan hug á að veija titilinn nú. (Fréttatilkynning) Þrír á veiðar fyrir verkfall Ytri-Njardvík. ÞRÍR togarar af sex sem gerðir eru út á Suðurnesjum héldu á veiðar áður en verkfall sjómanna hófst. Voru það Gautur GK, Dag- stjarnan KE og Ólafur Jónsson GK. Fyrirhugað er að Dagstjarnan selji aflann í Þýskalandi og fari þar í slipp til ýmissa lagfæringa. Aðalvík KE og Bergvík KE liggja við bryggju í Njarðvíkurhöfn og Keil- ir RE er í Hafnarfirði. Bátaflotinn liggur allur bundinn, ýmist í höfninni í Keflavík eða Njarðvík og sagði hafnarvörðurinn í Njarðvík Meinert Nilssen að vel færi um bátana í höfn- inni. Raunar hafa flestir bátanna legið í höfn síðan fyrir jól og menn tekið lífínu með ró. Einn og einn hefur þó brugðið sér í róður á milli hátíðis- daganna. Afleiðing sjómannaverk- fallsins leynir sér ekki þegar farið er um hafnimar. Þar var ekkert ys og þys eins og á góðum degi og nokkrir bátanna sem ekki voru með vélar í gangi vögguðu eins og lífvana reköld þegar myrkið tók að grúfa sig yfir höfnina. - BB Yfirlýsingar forystumanna. YMSI koma mjög á óvart - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ „Það er útbreiddur misskilning- ur að um uppsagnir sé að tefla. Fyrirtæki í sjávarútvegi, sem verða fyrir barðinu á verkfalli sjómanna, hafa heimild til þess að fella niður launagreiðslur á meðan á vinnsiustöðvun stendur, en starfsfólkið á rétt til atvinnu- leysisbóta frá og með fyrsta degi,“ sagði Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri VSÍ, aðspurður um stöðvun launa- greiðslna til fiskvinnsiufólks. „Mér vitanlega hefur ennþá ekki verið gengið frá hækkun atvinnu- leysisbóta frá 1. desember síðast- liðnum, en ég á fastlega vón á því að þetta fólk, starfsfólk í fiskvinnsl- unni, hafí litlu minna út en það myndi hafa haft úr hendi fyrirtæk- isins. Tjón starfsfólks í fiskvinnsl- unni felst því fyrst og fremst í því að bónusgreiðslur falla að sjálf- sögðu niður þegar engin vinnsla á sér stað. Það eru beinar og óhjá- kvæmilegar afleiðingar sjómanna- verkfallsins, sem fískvinnslunni verður með engu móti kennt um,“ sagði Þórarinn. „í viðræðunum við VMSÍ á síðasta ári var allan tímann mjög skýrt að við myndum ekki skuld- binda fiskvinnslufyrirtæki til þess að halda uppi launagreiðslum þegar vinnsla lægi niðri vegna verkfalls sjómanna. Krafa um annað væri reyndar næsta ósæmileg, því víðast út um landið eru sjómenn og físk- vinnslufólk í því sama verkalýðs- félagi, sem boðað hefur vinnustöðv- un. Mér koma því yfírlýsingar nokkurra forystumanna Verka- mannasambandsins, sem tóku beinan þátt í samningaviðræðunum um þennan þátt málsins mjög á óvart, því mér er óskiljanlegt að ekki eldri menn hafí gleymt því hvað þeir sömdu um fyrir aðeins 11 mánuðum síðan. Texti sam- komulagsins er auk þess mjög skýr fyrir alla þá sem til þekkja, því hann vísar til áratugahefðar og framkvæmdar umræddra lagaá- kvæða þegar eins háttar til og nú. „Ástæðan fyrir því að við stönd- um fast á þeim rétti að geta fellt niður launagreiðslur þegar verkföll annarra hópa stöðva vinnslu, grundvallast ekki síst á því að við viljum ekki skapa þær aðstæður að verkbönn og samúðarverkbönn á hendur því fólki sem við eigum ekki í deilu við, séu einasta mögu-M lega vamaraðgerð atvinnurekenda í fískiðnaði. Verkbanni fylgir launa- leysi og engar atvinnuleysisbætur, andstætt því sem gildir um þá að- gerð að taka starfsfólk af launaskrá tímabundið vegna þessara sérstöku aðstæðna," sagði Þórarinn V. Þór- arinsson að lokum. ALDFtlFI! MAZDA E 2000/2200 I1ÚMEÐ Síðastliðið ár var MAZDA E 2000/ 2200 mest seldi sendibíllinn í sínum stærðarflokki. Nú er líka hægt að fá þennan afbragðsbíl með aldrifi og vökvastýri. Sérlega hagstætt verð. BILABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23, SÍMI 68-12-99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.