Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 Með blátt blóð í æðum en dreyrrauða fortíð Það er gjaman sagt um aðals- fólk að það hafi blátt blóð í æðum, til aðgreiningar frá okkur hinum. Fregnir eru þó af einum, sem virtist þurfa að endumýja forð- ann öðm hverju og virtist vera sama hvemig litt blóðið væri, en það var Vlad stjaksetjari, sem betur er þekktur sem fyrirmyndin að Drak- úia greifa. Öðm hveiju hafa illvirki Vlads þessa verið rifjuð upp, en nú fyrir skömmu komst upp að hann er einn forfeðra Michaels prinsessu á Englandi. Forfeður prinsessunnar hafa ver- ið nokkuð í sviðsljósinu. Ekki alls fyrir löngu var upplýst að faðir Michael, Gunther heitinn von Reib- nitz, hafi verið nazisti á stríðsámn- um. Er hermt að þessi uppljóstmn hafi fengið mjög á prinsessuna og talið að þessi fregn muni ekki hafa jákvæðari áhrif. Michael prinsessa. Prinsessan er afkomandi stjak- setjarans Vlads í 17. ættlið móður- ættar, en fyrst byijað er að rekja ættir er ástæðulaust að láta þarna staðar numið. Ái téðs Vlads í sjö- unda lið var nefnilega Gengis Khan, svo fáum þarf að koma eðli Vlads á óvart. Hvað Vlad varðar em heimildir Þessi mynd var tekin fyrir utan Windsor-kastala um jólin og sést prinsessan hér ein á gangi og það i herðaslá! Tina í góðum félagsskap Tina Turner hefur lent í mörgu mis- jöfnu um dagana, en haft var á orði að líkast til væri þetta í fyrsta skipti, sem hún hefði verið í jafnafger- r andi góðum félagsskap og á myndinni. Ekki svo að skilja að Tina sé að ganga í klaustur. Síður en svo! Hins var hún að gera tónlistarmyndband á dögunum og kemur þar fram sem abbadís. En eins og máltækið segir er engin abbadís án nunna, svo úr því þurfti að bæta. Datt einhveijum það snjallræði þá í hug að fá nunnur úr nærliggjandi klaustri til þess að vera aukaleikarar gegn því að Tina greiddi ríflega fjárfúlgu, sem fara skyldi til einhvers góðgerðarmálefn- is að þeirra vali. Nunnumar tóku því og hér er myndin af tveimur þeirra og Tinu. Þrátt fyrir að Tina komi fram sem abbadís, er sérstaklega tekið fram að hún sé „djarfasta abbadís samanlagðrar mannkynssögunnar og hiki ekki við að sýna hina guðdómlega fótleggi sína.“ Tina og nunnurnar tvær. Peter Holm: Vill tæpar tvær milljónir í mánaðarlaun! Morgunblaðið hefur að und- anfömu sagt undan og ofan af skilnaðarmálum Joan Collins og hins sænska manns hennar Peter Holm. Þau eru ekki alveg einleikin, því að Joan vill ekki fá skilnað frá Peter, heldur ógildingu hjónavígsl- unnar, á þeim forsendum að Peter hafí hlunnfarið sig í fjármálum þeirra. Hann sver hins vegar og sárt við leggur, að sem bókhaldari beggja hafí hann aldrei gert neitt nema það sem væri þeim báðum í hag. Til þessa hefur Holm vonað að sættir myndu takast, en hann virðist nú hafa gert sér grein fyrir því að lítil von er til þess. Því hefur hann tekið til þess bragðs að krefjast lífeyris af Joan; sem svarar 1,75 milljónar íslenskra króna á mánuði. Það gerir hann á þeirri forsendu að í hjónabandinu með sjónvarpsstjömunni víðfrægu hafi hann orðið svo góðu vanur að minna skotsilfur hrökkvi ekki til. í bandaríska tímaritinu Star sagði hann að hann teldi þetta höfðing- lega gert af sér, því hann hefði getað krafíst helmings eigna þeirra, en einmitt þess vegna vill Joan láta ógilda hjónabandið, en ekki skilja. Hún hefur haldið því fram að Peter hafi haft um 35 milljónir tsl. króna af sér og tryggingafélagi sínu með ýmsum beliibrögðum, auk þess að leggja á sig hendur, en hann segir að það hafí verið öðm nær. Hún hafí hvað eftir annað barið sig ir rétt innan nokkurra vikna og þannig að á sæi. verður fróðlegt að fylgjast með nið- Talið er að málið verði tekið fyr- urstöðum hans. Peter og Joan meðan lífið var dans á rósum. Heilsíðuauglýsingin gegn Schlliter. Poul Schliiter. Burt með manninn! Frændur vorir Danir þykja oft í glaðværara lagi og er lítið gefn- ir fyrir að skafa utan af hlutunum, eða að vera með óþarfa heilagleika. Þetta kom ljóslega fram í dönskum dagblöðum fyrir nýárið. Þrátt fyrir Poul Schliiter sé einn vinsælasti forsætisráðherra Dan- merkur og hafí ná undraverðum árangri í efnahagsmálum, eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti hans. Dönsk verkalýðsfélög virðast t.a.m. á því að hann sé fól og illmenni, ef dæma má af áramótaauglýsingu þessara félaga. Það eru ríflega þijátíu félög víðsvegar að í Danmörku, sem þátt taka í þessari kveðju sinni til lands- manna að ekki sé minnst á lands- föðurinn, en hún ber fyrirsögnina: „Við höfum fengið nóg af þvi að vera í skollaleik við Schliiter. Hann þarf að víkja á árinu 1987!“ Sem sjá má fylgir mynd af Schluter með bundið fyrir augun, væntan- lega í skollaleik, en fyrir neðan stendur: „Hér er maðurinn, sem gerir tilveruna leiða!" Það væri ekki amalegt ef kveðj- umar væru vandaðar á þennan máta hér uppi á skeri! L I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.