Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1987
44
Sigurlaug Eggerts
dóttir - Minning
Sigurlaug Eggertsdóttir fæddist
þann 9. febrúar 1930 að Fossi á
Skaga í Skagafjarðarsýslu og
kvaddi hið jarðneska líf eftir erfiða
sjúkdómsbaráttu er jólahátíðin var
í nánd, 56 ára að aldri.
Sigurlaugu kynntist ég fyrst
1971 í söng- og félagsstarfi Skag-
firsku söngsveitarinnar. Það vakti
frá byijun athygli mína að þessi
kona var jafnan reiðubúin til þeirra
margvíslegu hluta er þurfti að
framkvæma í sambandi við kór-
starfsemina. Stundvísi og reglusemi
var í hennar huga og framkvæmd
í öndvegi. Sigurlaug var tengd
sterkum böndum til átthaganna,
Skagaíjarðar, og tók virkan þátt í
flestum þeim málefnum er átthög-
unum voru tengd.
í kvennadeild Skagfirðingafé-
lagsins starfaði hún óslitið og lagði
af mörkum ómælt framlag. Ekki
var það hennar háttur að skorast
undan ábyrgðarstörfum og var
kjörin í stjórn Skagfirðingafélags-
ins og ritari lengst af til hinstu
stundar.
Skagfirðingafélagið stóð vissu-
lega á tímamótum er hún kom í
stjóm félagsins, þá voru ráðgerð
húsakaup á félagsheimili, sem urðu
að veruleika þann 27. janúar 1976
og reyndi því mjög á hvem og einn
sem þá stóð í þessum málum fyrir
Qárvana átthagasamtök.
Það vom tíðir fundir og margir
möguleikar ræddir. Sigurlaug var
stórbrotin atorkukona, er gerði
kröfur til sinna samtíðarmanna, en
þó mestar til sjálfrar sín. Oft vom
mál rædd af einurð og festu er
sköpuðu víðara sjónarhorn er gaf
síðar meiri möguleika að taka rétt-
ar ákvarðanir og ná settu marki.
Hennar málflutningur gat verið ein-
beittur og þar sem hún fór var
ekki komið til að vera heldur til að
finna það, er mætti verða málefnum
til framdráttar og halda vöku sinna
félaga og samferðafólks.
Ég naut oft í okkar samstarfi
hennar áhuga og eldmóðs, hún
hafði þann eiginleika að afkasta
hinum ýmsu störfum á skemmri
tíma en flestir aðrir og ekki var
vænst endurgjalds fyrir það sem
gert var, sjálfrátt eða ósjálfrátt
hrifust allir með. Það var aðdáunar-
vert viðhorf hennar til þeirra sem
aldnir vora eða höfðu orðið fyrir
áföllum í lífinu, fyrir þá hafði hún
ómældan tíma, á einn eða annan
hátt, þeir munu sakna vinar og
velgjörðamanns sem nú er horfinn.
Eg kveð vin og samstarfsfélaga.
Við fráfall Sigurlaugar Eggerts-
dóttur vil ég votta einkadótturinni
Ásgerði Hrönn og aldraðri móður,
Sigríði Ásgeirsdóttur, svo og öðmm
aðstandendum dýpstu samúð.
Gestur Pálsson
Það var erfitt að trúa því að hún
væri kölluð frá okkur svona skyndi-
lega. Okkur vini hennar setti hljóða
og í hugann komu minningarnar.
Við kynntumst henni fyrir 16 ámm
þegar hún rak sumarhótel á
Blönduósi, og endumýjuðum svo
kynnin þegar hún stýrði Edduhótel-
inu á Húnavöllum á sumrin.
Á hveiju sumri í 16 ár gistum
við hjá henni eða komum þar við.
Vegna vinnu minnar var ég oft á
ferðinni og tók þá stundum fjöl-
skyldu mína með. Aldrei var svo
fullt af gestum hjá henni að ekki
gæti hún komið okkur fyrir. Þarna
var alltaf sömu hlýjunni að mæta
þegar okkur bar að garði. Sama
hversu mikið var að gera. Við gist-
um hjá henni með öll okkar böm
og því kynntist hún þeim öllum, en
þó nánast yngsta baminu henni
Jenný. Og þegar Jenný heyrði áð
Sigurlaug væri dáin, varð hún
harmi slegin. Fór inn í herbergi sitt
og setti hugsanir sínar á blað og
langar mig til að láta þær fylgja:
„Nú er elsku vinkonan mín horf-
in á braut." Þetta ritar hún Jenný
litla til hennar. Við kynntumst fyrst
þegar ég í vöggu lá. Með litla fing-
ur og litla tá. Sigurlaug hefir fylgst
með mér öll þessi ár. Við höfum
hist á hveiju ári. Talað saman um
heima og geima. En nú er hún
horfin á braut. Ég mun alltaf sakna
hennar."
Já, okkur bregður við. Nú stend-
ur Sigurlaug ekki í dyranum á
hótelínu með sitt blíða bros og býð-
ur gesti velkomna, til að gera þeim
allt til hæfis. Það er mikil eftirsjá
í góðum vini.
Því viljum við með þessum fátæk-
legu orðum þakka henni góð kynni
og ánægjulegar samvemstundir
undanfarin 16 sumur. Við biðjum
góðan guð að vernda og styrkja
Ásgerði dóttur hennar og aldraða
móður og annað venslafólk í mikilli
sorg. Guð blessi ykkur öll.
Jenny, Guðný og Steinar Ragn-
arsson, Stykkishólmi.
Það var dimmt í lofti á Þorláks-
messumorgni en maður kepptist við
að undirbúa komu jólanna, hátíð
Ijóssins og hækkandi sólar. Síminn
hringdi og mér var sagt frá láti
æskuvinkonu minnar, Sigurlaugar
Eggertsdóttur. Það er oft erfitt að
sætta sig við gang lífsins því þrátt
fyrir að ég vissi að hún var mikið
veik og baráttan tvísýn vonaði ég
að hennar sterki vilji myndi sigra
nú eins og áður.
Sigurlaug fædaist 9. febrúar
1930 á Fossi á Skaga í Skagafjarð-
arsýslu, dóttir hjónanna Sigríðar
Ásgeirsdóttur ljósmóður og Eggerts
Amórssonar frá Hvammi. Þau eign-
uðust síðar aðra dóttur, Margréti,
en slitu svo samvistir en góð vin-
átta hélst alla tíð við föðurfólkið.
Þær systur ólust pp í skjóli móð-
ur sinnar, ömmu og afa Sigurlaugar
Sigurðardóttur og Ásgeirs Hall-
dórssonar sem bjuggu myndarbúi á
Fossi um árabil. Foreldrar mínir
bjuggu þá á næsta bæ. Vomm við
Sigurlaug jafnöldmr, mæður okkar
náskyldar og góð vinátta milli heim-
ilanna. Ég mun því ekki hafa verið
gömul þegar ég fór í heimsókn til
þessa frændfólks og leikir okkar
byijuðu. Ein mín fyrsta bemsku-
minning er einmitt tengd boði
þangað á jóladag til að heyra fólk
suður í Reylq'avík tala og syngja í
kassa sem kallaður var útvarp.
í bemskuleikjum okkar kom
snemma fram hjá Sigurlaugu vísir
að því sem varð hennar lífsstarf,
að kenna og búa til mat, taka á
móti fólki og bjóða til veislu. Þegar
við vomm inni var það kaffiboð
fyrir brúðumar en væmm við úti
vom búnar til kökur og tertur sem
hún skreytti og bakaði.
Eftir gagnfræðanám við Mennta-
skólann á Akureyri urðum við
herbergisfélagar í húsmæðraskól-
anum á Löngumýri 1948 en þá var
hún búin að ákveða sína framtíð,
Húsmæðrakennaraskóli íslands var
næsti áfangi. Þegar honum lauk tók
við matreiðslukennsla við hús-
mæðraskóla en síðan varð hún
ráðskona við mötuneyti Olíufélags-
ins og vann þar í 14 ár en kenndi
jafnframt matreiðslu í skólum hér
í borg.
Eftir að hún hætti hjá Olíufélag-
inu starfaði hún eingöngu við
kennslu á vetmm. Um sama leyti
byijaði hún með ferðamannaþjón-
ustu yfir sumartímann og vann hún
þar algert brautryðjendastarf. Tók
hún á leigu húsmæðraskólann á
Löngumýri og þar gat ferðafólk
fengið svefnpokapláss og aðstöðu
til að elda eða fengið keyptan mat
og þjónustu. Þessa starfsemi rak
hún í rúman áratug, fyrst á Löngu-
mýri en lengst af í kvennaskólanum
á Blönduósi við miklar vinsældir.
Síðustu sumrin var hún hótelstjóri
Edduhótelsins á Húnavöllum.
Sigurlaug starfaði mikið að fé-
lagsmálum í ýmsum félögum. Var
hún m.a. mörg ár í stjóm Skagfirð-
ingafélagsins í Reykjavík og vann
þar og í Kvennadeild félagsins mik-
ið og fómfúst starf. Þá var hún
einn af stofnendum Skagfirsku
söngsveitarinnar og söng með henni
þar til á síðastliðnum vetri að veik-
indi hömluðu því. Hún var æfinlega
boðin og búin að hjálpa þegar leita
þurfti til félaga um aðstoð.
Þegar ég nú að leiðarlokum lít
yfir farinn veg þá undrast ég hvað
hún kom miklu í verk. Hún var
mjög viljasterk kona og ósérhlífin,
en hún stóð ekki ein. Fjölskyldan
var mjög samhent og þegar syst-
umar höfðu lokið námi sínu flutti
fjölskyldan til Reykjavíkur og setti
saman fallegt heimili, bjuggu þar á
tímabili fjórir ættliðir saman.
Sigurlaug giftist ekki en eignað-
ist eina dóttur, Ásgerði Hrönn, sem
nú er 18 ára. Var hún móður sinni
mikill gleðigjafi og veit ég að Sigur-
iaug lagði sig alla fram til að búa
hana sem best undir lífsbaráttuna.
Að lokum vil ég þakka Sigur-
laugu vináttu og hjálp við mig og
mína fjölskyldu og votta dóttur
hennar, aldraðri móður, systur og
hennar fjölskyldu og öðmm ætt-
ingjum einlæga samúð.
Lovísa Hannesdóttir
í dag fer fram útför Sigurlaugar
Eggertsdóttur, eða Dillu frænku,
eins og ég kallaði hana. Hún hafði
um langt skeið átt við alvarleg veik-
indi að stríða og kom lát hennar,
þeim er til þekktu, ekki mjög á
óvart. Fáir vissu, að hún hafði háð
svipaða baráttu við þennan ógn-
væna sjúkdóm fyrir 17 ámm og
farið með sigur af hólmi. Ástvinir
hennar ólu þá von með sér að bata-
möguleikar væm fyrir henni, en
óskhyggjan er oft svo sterk, að
raunvemleikinn gleymist. Sigur-
laug lést að morgni hins 23.
desember.
Sigurlaug fæddist á Fossi á
Skaga þann 9. febrúar 1930, dóttir
hjónanna Sigríðar Ásgeirsdóttur
ljósmóður og Eggerts Amórssonar,
síðar skrifstofustjóra í ríkisprent-
smiðjunni Gutenberg. Foreldrar
hennar slitu samvistir og ólst hún
upp, ásamt yngri alsystur sinni
Margréti, á Fossi hjá móður sinni
og móðurforeldmm.
Að loknu gagnfræðaprófi frá
Menntaskóla Akureyrar fór hún í
húsmæðraskólann á Löngumýri í
Skagafirði og þaðan í húsmæðra-
kennaraskólann í Reykjavík. Hún
lauk kennaraprófi 1952 og kenndi
einn vetur við skólann á Löngu-
mýri, en hefur síðan verið búsett í
Reykjavík og um langt árabil kennt
hússtjómarfræði við gmnnskólana
í Breiðholti.
Sigurlaug ferðaðist mikið um ís-
land á sínum yngri ámm og vaknaði
þá áhugi hennar á ferðamálum al-
mennt. Hún taldi að ekki væri búið
að ferðafólki á íslandi sem skildi
og í von um að geta átt sinn þátt
í úrbótum á þessum sviði, kom hún
upp gistiaðstöðu í húsmæðraskólan-
um á Löngumýri sumarið 1965. Þar
gátu gestir nýtt sinn eigin ferða-
útbúnað ef þeir þess óskuðu.
Hún starfrækti í fjölda mörg ár
sumargistiheimili í Kvennaskólan-
um á Blönduósi og síðustu átta1
árin var hún hótelstjóri á Hótel
Eddu á Húnavöllum í V-Húnavatns-
sýslu.
Er ég rita þessar línur þyrlast
upp í hugann ótal æskuminningar.
Ég minnist þess, er ég sem smá-
stelpa hafði gert einhveijar
skammir af mér og engum þorði
að segja frá nema Dillu. Ég vissi
að ákúmr fengi ég engar, því hún
myndi hlusta og leysa vandann. Ég
minnist sumardvalar á Löngumýri
og Blönduósi, þar sem ég og síðar
Kristín systir mín vomm sjálfsagðir
fylgifiskar. Það var okkur ómetan-
leg reynsla að komast í kynni við
eitthvað annað en borgarlífið, enda
var Dillu frænku það lítt að skapi
að dveljast að sumarla^i „á möl-
inni“, eins og hún orðaði það.
Sigurlaug var traust, áreiðanleg,
hjálpfús og sannur vinur vina sinna.
Hún var með eindæmum greiðvikin
og rpiðubúin að leggja mikið á sig
t
Eiginmaöur minn,
ÓSKAR ELÍSSON,
Hringbraut 36,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu laugardaginn 3. janúar.
Guðrún Óskarsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HELGIJÓNASSON,
Seljalandsseli,
V-Eyjafjallahreppi,
andaðist á heimili sínu 4. janúar sl.
Aðstandendur.
t
LOFTEY KÁRADÓTTIR,
kjólameistari,
Freyjugötu 25,
lést í Landspítalanum 4. janúar.
Anna Hallgrímsdóttir.
t
Móðursystir mín,
STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR,
sem andaðist á Reykjalundi 25. desember, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. janúar kl. 10.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Ólöf Ólafsdóttir.
t
Elskulegur sonur minn og bróðir okkar,
BJARNI VESTMAR BJÖRNSSON,
Sjónarhóli,
Hafnarfirði,
sem lést I Borgarspítalanum 27. desember, verður jarðsunginn
miðvikudaginn 7. janúar kl. 15.00 frá Fríkirkjuhni í Hafnarfiröi.
Blóm vinsamlega afbeðin. Þeir sem vildu minnast hans láti styrkt-
arsjóð munaöarlausra barna njóta þess.
Guðbjörg Jónsdóttir,
Bára, Bragi, Boði, Birgir, Berglind.
t
Útför ástkær eignmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
KRISTJÁNS JÓHANNS HANSSONAR,
Öldugötu 10,
Hafnarfiröi,
fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 7. janúar
kl. 10.30.
Þeir sem vildu minnast hans eru beönir að láta Krabbameinsfélag
Islands njóta þess.
Hulda Jóhannsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
t
Minningarathöfn um
RÖGNVALD GUÐMUNDSSON,
frá Ólafsdal,
sem lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði 24. desember,
fer fram f Fossvogskapellu fimmtudaginn 8. janúar kl. 10.30.
Jaröarförin fer fram frá Staðarhólskirkju í Dölum föstudaginn 9.
janúar kl. 14.00.
Börnin.
L
[
I
I