Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 Kammertónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Fyrstu tónleikar ársins 1987 voru haldnir af Kammermúsíkklúbbnum. A tónleikunum, sem haldnir voru í Bústaðakirkju sl. sunnudag, komu fram ungir tónlistarmenn og fluttu verk eftir Hoffsetter, Beethoven og Sehumann. Strengjakvartett skip- uðu Sigrún og Sigurlaug Eðvalds- dætur, Helga Þórarinsdóttir, Arnþór Jónsson og píanóleikari var Edda Erlendsdóttir. Á tímum Vín- ar-klassíkeranna höfðu verið sett lög er vernduðu rétt rithöfunda en aftur á móti fengu tónlistarmenn að kenna á stuldi útgefenda og þá sérstaklega Haydn, en segja má að meginhluti tónverka hans hafi frá fyrstu tíð verið gefinn út í París, honum sjálfum til mikillar furðu, er hann á gamals aldri kom þar við í Lundúnaferðum sínum. Talið er að nokkur þau verk, sem ekki eru eftir Haydn, hafi einfaldlega verið gefin út undir hans nafni vegna þess að með slíku hafi salan verið tryggð. Hér er um að ræða sex kvart- etta, sem nú eru líklega taldir vera eftir nemanda Haydns, Romanus Hoffsetter. Þessir kvartettar voru gefnir út í London undir tölumerk- ingunni op. 3, nr. 1—6, árið 1777, en þá hafði Haydn gefið út tuttugu og átta kvartetta og þá síðustu op. 20, nr. 1—5. Næstu kvartettar hans voru „Rússnesku kvartettamir“ svo að ef op. 3 eiga að vera eftir FASTEIG l\l ASALAl Suðurlandsbraut 10 s.: 21870-687808-687828 | Ábyrgð — Reynsla — Öryggi Einbýli AKRASEL V. 7,5 Ca 300 fm m. tvöf. bílsk. BIRKIGRUND V. 7,5 Glæsil. 200 fm. Innb. bílsk. DEPLUHÓLAR V. 6,5 240 fm + 35 fm bílsk. KÓPAVOGSBRAUT V. 7,2 230 fm + 30 fm bilsk. URÐARSTÍGUR HF. V. 4,5 Ný endurn. meö bílsk. 4ra herb. DUNHAGI V. 2,9 Ca 115 fm á 4. h. Laus nú þegar. SÓLHEIMAR V. 2,8 Góö íb. ca 100 fm á jaröh. SKÓLABRAUT V. 2,4 Pokkaleg 85 fm risíb. 3ja herb. DVERGABAKKI V. 2,6 Ca 90 fm. Laus strax. KIRKJUTEIGUR V. 2,2 85 fm kjíb. ÁSBRAUT V. 2,4 Ca 80 fm íb. Laus strax. UGLUHÓLAR V. 2,6 Ca 90 fm góö ib. MARBAKKABRAUT V. 2,5 Sórh. 3ja herb. Mikiö endurn. 2ja herb. LYNGMÓAR V. 2,4 Ca 70 fm meö bílsk. NJARÐARGATA V. 1,8 65 fm á 1. hæfi. AUSTURBERG V. 1,6 Falleg 67 fm kjib. MÁVAHLÍÐ V. 1,8 Góð 70 fm kjíb. M ARBAKKABRAUT V. 1,5 2ja herb. kjib. I smiðum ARNARNES EINB. V. 5,0 Fokh., frág. aö utan. FROSTASK. RAÐH. V. 4,5 Rúmlega fokhelt. RAUÐÁS RAÐH. V. 3,0 Fokhelt endaraöhús. BÆJARGIL GB. V. 3,2 Fokh. einb. 170 fm + bílsk. HVERAFOLD FJÖLBÝLI 2ja og 3ja herb. íb. tilb. u. trév. og máln. ÁLFAHEIÐI KÓPAVOGI 2ja og 3ja herb. íb. tilb. u. tróv. og máln. — Hilmar Valdimarsson s. 687225, Tijp Geir Sigurðsson s. 641657, -U Vilhjálmur Roe s. 76024, Sigmundur Böðvarsson hdl. Haydn eru verkin mun eldri en út- gáfan segir til um. Nokkrir fræði- menn hafa talið augljóst að flestir af þessum sex kvartettum geti ekki verið eftir Haydn og sá fyrsti er setti fram þessa kenningu var László Somfai en einnig mun Alan Tyson hafa reifað þetta mál í Music- al Times 1964. Hvað sem þessu líður er hér um að ræða fallega en grunnskornar tónmyndir, sem voru að mörgu leyti mjög vel leiknar, einkum hægi þátturinn og menúett- inn. Fyrsti kvartettinn eftir Beet- hoven er nátturlega mun skapstærra verk en ópus þrjú eftir Haydn og mátti heyra hjá hljóð- færaleikurunum að þeir fundu sig í átökum við tónmál meistarans. Það var athyglisvert við leik unga fólksins hversu sterkar andstæður voru í styrk og einnig, þrátt fyrir mikla hrynfestu, að gefið var eftir, þannig að setningaskipan og form verksins komu mjög skýrlega fram. Fyrsti þátturinn var mjög yfirveg- aður, hægi þátturinn einstaklega fallega fluttur og Skérsó-þátturinn, sem er sérkennilega bældur í styrk af höfundarins hálfu, var mjög fín- legur í túlkun. Síðasta verkið var svo píanókvintettinn eftir Schu- mann, eitt af meistaraverkum þessa mikla skálds á sviði kammerverka. Þar gekk til liðs við strengjakvart- ettinn Edda Erlendsdóttir píanóleik- ari og var samspil hennar og kvartettsins á köflum glæsilegt og allur leikur unga fólksins þrunginn krafti og leikgleði og ekki síður, að leikið var einnig á viðkvæma strengi, eins og t.d. í hæga þættin- um sem var í heild mjög fallega fluttur. Þetta var stór stund þeim er unna kammertónlist og svo sem gert er ávallt við áramót, þá er og gróanda í starfi þess unga fólks sem nú sækir fram til nýrra átaka hendur og ávaxta sitt pund til margfaldrar uppskeru. Örlög og aldarfar Bókmenntir Erlendur Jónsson Jón Björnsson: JÓN GERREKS- SON. 320 bls. Fjölvaútgáfa. Reykjavík, 1986. Fáar öruggar heimildir eru til um biskupsdóm Jóns Gerrekssonar í Skálholti. Danskættaður var hann, hafði verið biskup í Svíþjóð við lítinn orðstír, dvalist á Englandi en var síðan skipaður biskup yfir »fátæk- um óþjóðalýð« í ijarlægu eylandi eftir að stuðningsmenn hans stað- hæfðu að hann hefði bætt ráð sitt. Hanr. var settur í poka, að sögur herma, og drekkt í Brúará 1433. Mörgum þykir sem það hafi verið til háðungar framið. Nú er fremur talið að þarna hafi menn verið að fara í kringum lögin, því þung við- urlög, þessa heims og annars, vofðu yfir þeim sem úthelltu biskupsblóði. Hinar fátæklegu sögulegu heim- ildir, sem til eru um þennan lánlausa biskup, hafa gefið Jóni Bjömssyni fijálsari hendur er hann samdi þessa skáldsögu á stríðsámnum í Danmörku. Höfundurinn gat fabúl- erað að vild. Auðvitað hefur hann kannað tiltækar heimildir, senni- lega tekið mest mið af Jóni Egils- syni og Birni á Ska’rðsá. Frá Jóni er t.d. runnin saga sú að biskup hafí haft með sér út hingað írska sveina. Vel má það vera sennilegt. Að minnsta kosti eru sagnfræðing- ar sammála um að sveinamir hafí ekki verið danskir. Bjöm Þorsteins- son gat sér til að þeir hefðu verið sænskir. Ekkert verður sannað í þeim efnum. Jón Bjömsson réðst ekki á garð- inn þar sem hann var lægstur því 15. öldin er einhver hin myrkasta í íslandssögunni, heimildir fáar og slitróttar; og oft líka þjóðsagna- kenndar. Annálar, sem skráðir voru löngu síðar, eru teknir hóflega trú- anlega. Minnum á að enn vom miðaldir. En hámenning sú, sem hafði fundið sér viðnám í glæsileg- um kirkjubyggingum og köstulum á fjallatindum, var liðin. Þó var tæpast farið að bjarma fyrir dags- brún nýrra tíma. Trúareldur hámiðalda var kulnaður. Biskupar hugsuðu um það eitt að græða. Jón Gerreksson var barn síns tíma. En ekki barnanna bestur. Jón Bjömsson gerir sér far um að fella aldarfarslýsingar að mann- lýsingum sögunnar. Til dæmis segir hann svo um biskupsdóm Jóns Gerr- ekssonar í Uppsölum: »í þau ár, sem hann hafði setið í embættinu, hafði hann lifað ábyrgðarlausu og smán- aríegu lífí. í fyrsta lagi hafði hann hegðað sér eins og hver annar ræn- ingjahöfðingi í stað þess að vera eins og guðs manni sómdi, og í öðru lagi hafði hann framið fjár- drátt, því að hann hafði haft af erkistólnum um 20 þúsund dúkata.« Eftir að hingað kemur reynir Jón Gerreksson að standa sig í emb- ætti. En hann er eins og margur ráðamaður nú á dögum: vill vel en skortir þrek. Magnús kæmeistari, ráðsmaður hans, fer sínu fram í flestum greinum. Og hann er bæði stigamaður og illmenni. Sérgrein hans er að kúga, ræna og rupla. Hann og menn hans ganga um vopnaðir og hafa það, sem þeir gim- ast, af hveijum sem er. Islendingar taka linlega á móti — í fyrstu. En þar kemur að þeim ofbýður fram- ferði biskupsmanna. Átök eru hörð og óvægin í sög- unni. Að því leyti jafnast þetta á við bestu spennusögu. En fleira býr undir. Jón Bjömsson samdi verk þetta á örlagatímum. Hann var búsettur í Danmörku. Og Danmörk var hersetin af Þjóðveijum. ísland var hersetið af Bretum og samband því ekkert á milli landanna. íslend- ingar lýstu yfir sjálfstæði. Og það olli gremju með Dönum. Hrotta- skapur styijaldar og hersetu bregður lit á söguna. Auðvelt er líka að greina að íslensk þjóðemis- mál séu höfundi ofarlega í huga. Biskupsmenn líta á sig sem drottn- ara. Magnús kæmeistari tryllist af reiði ef ekki er í einu og öllu farið að vilja hans. Og með því einu að minna biskup á fyrri ávirðingar hefur hann einatt vald yfír þessum geðlitla manni. Jón Björnsson Þyki persónulýsingar einlitar (hvítt og svart) helgast það af því, hygg ég, að söguhetjurnar em jafn- framt persónugervingar: fulltrúar fyrir öfl sem jafnan takast á í sam- félagi en espast og ærast á ófriðar- tímum með þeim afleiðingum að frumhvatimar blunda ekki lengur í sálardjúpinu heldur bjótast fram í allri sinni nekt. Fimmtánda og sextánda öld vom tímar hinnar vonlausu sjálfstæðis- baráttu, þeirrar sem ekki var aftur upp tekin fyrr en á nítjándu öld. Á tímum Jóns Gerrekssonar var ríkis- vald enn veikt, kirkjuvald öflugt. En legðist hvort tveggja á sömu sveifina varð lítt við spomað. Þess vegna fylgdi því meira en lítil áhætta að handtaka biskup og líf- láta. Slíkt frömdu menn ekki nema í hreinni örvæntingu. Á þessum öldum þótti sjálfsagt að her lifði af landinu sem kallað var. Skyldi þess minnst við lestur þessarar sögu. Sveinar biskups rændu í krafti þess. Það var réttur hins sterka sem gilti, eignarréttin- um æðri. Og kærleiksboðskapur kirkjunnar, eins og við þekkjum hann nú, vafðist lítt fyrir samvisku preláta. Þetta vom upplausnartím- ar. Einkenni slíkra er að ofbeldis- menn vaða uppi. »Það var með velþóknun, að Magnús velti þeim möguleika fyrir sér, að fólki færi að standa beygur af valdi hans.« — Ef hrottaskapur Magnúsar kæ- meistara sýnist með köflum næsta ótrúlegur skal þess minnst að þess háttar viðgengst enn um víða ver- öld. Saga þessi er skrifuð af innlifun og tilfinningu. Þótt höfundur ætti síðar eftir að skrifa fágaðri söguleg skáldverk, svo sem Valtý á grænni treyju og Jómfrú Þórdísi, fer ekkert verk hans fram úr þessu að tilþrif- um og spennu. Hér fer saman örlagaþmngið efni og kröftug frá- sögn. Einnig tel ég — þó mikið af þessu sé hrein hugsmíð — að verk- ið geti vel verið sögulega rétt. Flestir stóratburðir, sem sagan greinir frá, gerðust í raun og vem. Og einhvem veginn bar þá að. Má það ekki hafa gerst líkt því sem Jón Bjömsson lýsir hér? Myndskreyting Hilmars Þ. Helgasonar fer vel við textann. Um norskt samfélag* Bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Lars Alldén, Natalie Rogoff Framsöy og Mariken Vaa: Det Norske Samfunn Útg. Norsk Gyldendal 1986. I FORMÁLA þessarar stóm bók- ar segir, að hún eigi sér heillanga forsögu.Fyrir á þriðja áratug ák- váðu kennarar við Félagsvísinda- deild Háskólans í Osló að bæta úr brýnni þörf á kennslubókum um norskt samfélag. Þá var mikill áhugi á þessu nýja fagi, þjóðfélags- fræði, eins og varð hér raunar einnig. Niðurstaðan var að út kom bók með sama titli og sú sem hér er til umfjöllunar, en öll smærri í sniðum. Ritstjóri þeirrar bókar var Natalie Ramsöy, en hún er einnig einn þriggja ritstjóra nú. Fram kem- ur í formála að bók þessi hafí mælzt vel fyrir hjá nemendum og sannað ágæti sitt, en hún hafí sömuleiðis orðið til að vekja at- hygli á, að nauðsynlegt var að gera stærra átak. Det Norske Samfunn sem nú kemur fyrir sjónir lesenda er bæði ítarleg og fróðleg bók. Fyrst og fremst er hún náttúrlega kennslu- bók fyrir nemendur í félagsvísind- um, en hún er jafnframt aðgengi- legt upplýsingarit fyrir áhugamenn um þjóðfélagsmál og staðbundin norsk málefni. Ritstjórar skípta henni niður í fímm meginkafla og hveijum þeirra síðan deilt í undirkafla. Sem dæmi má taka fyrsta kaflann: Det norske samfundshelhet og deler. Hann skiptir sér enn niður í undirflokka, þar á meðakldeen om den nasjona- le stat, Den norske sosialismen, den norske bondefrihet som strukturelt saértræk, det typiske norske? den norske modellen og svo mætti lengi telja. Sé bókin skoðuð gaumgæfílega má segja, að reynt sé að drepa á nánast alla þætti, sem að gagni mættu koma og upplýsingamar allt að því óteljandi og endalausar. Lýst er uppbyggingu velferðarþjóðfé- lagsins, atvinnumálum, samskipt- um Noregs við önnur lönd, stöðu konunnar, almennri þjóðfélags- þróun, statistik er yfír allt milli LARS ALLDEN. NATALIE FOCiOrF RAMS0Í MARIKEN VAA (redj DET NORSKE SAMFUNN 3. fuilstendig omarbeidede utgave avstandardverket om várt samfunn indm3.1v MrH'+ííj Ingr »1 F.*Je. Itch y n*,*-ts;»d l/íiíFworti; KrAfHmLif UusMÍdtvd U«:.il>.> V&yit ftvtBDy. ívsl Amif Kart ÍAiri>sí»V;«. KcinWi4t*'«:L 0\'Víjttíðsnii-'X! GYLDTNDAi NOK2 rORLAG Kápumynd af Det norske sam- funn himins og jarðar og ég veit ekki hvað. Þetta er sem sagt ekki bók, sem maður gleypir í sig, en prýði- legt uppsláttarrit, þar sem það á við. Þó ftirðaði ég mig á einu atriði í þessari athyglisverðu upplýsinga- bók. Það er hvergi nokkurs staðar vikið að norrænni samvinnu. Ekki einu orði. Engu líkara en það hafi gleymzt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.