Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 17 Er utanríkisþjónustan í núverandi mynd orðin úrelt? Sendiráðum á að breyta í sölu- og markaðsskrifstofur - segir Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins „ÉG tel tímabært að endurskipu- leggja utanríkisþjónustunaá þann hátt að breyta hefðbundn- um sendiráðum í markaðsöflun- ar- og söluskrifstofur sem væru þá kostaðar sameiginlega af sam- tökum útflytjenda og ríkinu. Þessi endurskoðun er nauðsyn- leg í ljósi gerbreyttra aðstæðna hvað varðar fjarskipti og sam- skipti þjóða í milli og þá á að veija fjármunum sem sparast á þessu sviði til markaðsöflunar erlendis," sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins í samtali við Morgun- blaðið, en i svari við áramóta- spurningum blaðsins sagðist hann telja að íslendingar ættu aðeins að hafa 4 sendiráð, í Was- hington, Moskvu, Kaupmanna- höfn og hjá NATO. Jón tók það fram að þetta væru hans per- sónulegu hugmyndir og Alþýðu- flokkurinn hefði ekki mótað stefnu hvað þetta varðar. „Tilgangurinn er sá að breyta utanríkisþjónustunni úr hefðbundn- um sendiráðum í þjónustu við viðskptaaðila á helstu markaðs- svæðum,“ sagði Jón Baldvin enn- fremur. „Það hefur dregið úr pólítísku mikilvægi þess að hafa hefðbundin sendiráð í öðrum lönd- um til að fylgjast með stjómmála- ástandi, afla upplýsinga og svo framvegis. Og þegar um er að ræða mikilvæg viðskiptamálefni hefur reynslan verið sú að sendar eru út sendinefndir sérfróðra manna hvort er er. Því tel ég æskilegra að hafa frekar skrifstofur sem hafa það að meginverkefni að afla upplýsinga og þjónusta fyrirtæki og aðila hér við að afla markaða og viðhalda þeim og til þess þarf starfsfólk sem hefur annarskonar þjálfun en hefð- bundin utanríkisþjónusta krefst. Utanríkisviðskipti eru orðinn stór liður í okkar þjóðarbúskap en það er greinilegt að við vanrækjum þau og gætum í því máli lært mikið af öðrum þjóðum. Þá þurfum við auð- vitað að vera sveigjanlegir og einblína ekki alltaf á höfuðsvæðin. Þó við viljum halda samskiptum við Norðurlöndin, og því nefndi ég Kaupmannahöfn, þá eru viðskipta- sambönd okkar við þau lönd ákaf- lega takmörkuð og viðskiptajöfnuð- ur okkar við þau óhagstæður. En hinsvegar mætti frekar hugsa til þess að auka samskipti okkar við aðrar þjóðir, sem við höfum nærri því engin formleg samskipti við, hvort heldur það er Japan eða Kína eða Suður-Evrópa," sagði Jón Bald- vin. Jón var spurður hvort táknrænt gildi sendiráða skipti engu máli lengur. „Hvað vilja menn borga fyrir sögu og tákn?“ sagði Jón Bald- vin Hannibalsson. tóru yinningunum okkar eru þér allir vegir feerir! ARGUS/SÍA 9( á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; '1 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinnirxgar á kr. 20.000. trir á kr. 907.200.000. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ISLANDS Vœnlegast til vinnings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.