Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987
27
Leyndardómurinn á bak við brosið
Pjórtán farast í
j ámbrautarslysi
Baltimore, Reuter, AP.
SKÝRT var frá því í gær að 14
manns hefðu farist og 177 slas-
ast þegar farþegaslest, sem var
á 160 kílómetra hraða, rakst á
tvær eimreiðar nærri Baltimore
í Bandaríkjunum í fyrradag. Enn
er ekki vitað hvað olli slysinu.
Að sögn embættismanna er talið
líklegt að mistök hafí átt sér stað
á skiptispori. Flestir þeirra sem
slösuðust voru fluttir í sjúkrahús í
nágrenni Baltimore en níu alvarlega
slasaðir farþegar voru fluttir með
þyrlum af slysstaðnum. Um 200
menn tóku þátt í björgunarstarfinu
og þurftu þeir að beita stórvirkum
tækjum til að bjarga fólki sem var
á lífi í flakinu.
Rúmlega 600 farþegar voru um
borð í jámbrautarlestinni sem var
á leið frá Baltimore til New York.
Lestin var í eigu Amtrak-jám-
brautafyrirtækisins sem hóf starf-
semi sína árið 1971 og er þetta
versta slys í sögu þess.
Atlantshaf sbandalagið:
316 flaugar settar upp í Evrópu
Brlissel, AP.
TALSMENN Atlantshafsbanda-
lagsins skýrðu frá því á föstudag
að 316 stýriflaugum og kjarn-
orkuflaugum af gerðinni Pers-
hing-2 hefði verið komið fyrir í
Evrópu.
í desembermánuði árið 1979
samþykkti Atlantshafsbandalagið
að koma fyrir 464 stýriflaugum og
108 Pershing-2 flaugum í fimm
Evrópulöndum til mótvægis við
meðaldrægar kjamorkuflaugar
Sovétmanna af gerðinni SS-20. í
tilkynningu bandalagsins sagði að
316 flaugum hefði nú verið komið
fyrir og að tekist hefði að fylgja
áætlunum um uppsetningu þeirra.
Tölvulistamaðurinn Lillian
Schwartz telur sig hafa upplýst
leyndardóminn á bak við bros Monu
Lisu, hins fræga málsverks Leonar-
dos da Vincis. í fimm aldir hafa
sérfræðingar deilt um það, hvort
fyrirsætan. hafi verið eiginkona
Francescos del Giocondo, hertoga-
ekkja eða hjákona einhvers Medic-
ianna. Nú heldur Schwartz því
fram, að hún hafi fundið „rétta
svarið". Mona Lisa er enginn annar
en Leonardo da Vinci sjálfur. Lillian
Schwartz var að prófa nýtt tölvufor-
rit fyrir AT&T-fyrirtækið, þar sem
hún bar saman þetta frægasta
málverk listamannsins og einu
sjálfsmyndina, sem vitað er um, að
varðveist hafi af honum. Hún sam-
ræmdi hlutföll myndanna á skján-
um hjá sér og setti helmingana
hvom á móti öðmm. „Líkingin er
of sterk til þess, að um tilviljun sé
að ræða,“ segir hún. „Hið fræga
bros Monu Lisu er spegilmynd af
brosi Leonardos da Vinci.“
Angóla:
Skæruliðar
Unita auka
hernaðinn
Lissabon, Reuter.
SKÆRULIÐAR Unita-hreyfing-
arinnar i Angóla skýrðu frá því
í gær, að í síðustu viku nýliðins
árs hefðu þeir skotið niður þijár
sovéskar fallbyssuþyrlur og fellt
96 stjórnarhermenn og sjö Kúbu-
menn í árásum á stöðvar stjórn-
arinnar.
í yfirlýsingu frá talsmönnum
Unita í Lissabon sagði, að skærulið-
ar hefðu að undanförnu aukið
hemaðinn í norður-, mið- og suður-
hluta landsins og lagt undir sig
margar stöðvar stjómarhersins.
Heiðu þeir skotið niður þrjár sové-
skar fallbyssuþyrlur af gerðinni
Mi-8, fellt 96 hermenn stjórnarinn-
ar og sjö kúbanska hermenn. Sjálfir
hefðu skæruliðar aðeins misst 23
menn. Þá hefðu þeir sprengt upp
mikilvæga brautarteina og skrif-
stofur stjórnarhersins í bænum
Luena.
Stjórnin í Luanda, sem nýtur
stuðnings 30.000 kúbanskra her-
manna, hefur ekkert sagt um
yfirlýsingar skæmliðanna.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Ritaraskólinn tekur til starfa 8. janúar.
Kennt er alla virka daga vikunnar,
þrjár klukkustundir í senn og hægt
að velja á milli tveggja mismunandi
dagtíma. Markmið skólans er að út-
skrifa sjálfstæða starfskrafta
sem hafa tileinkað sér af sam-
viskusemi það námsefni sem
skólinn leggur til grund-
vallar, en kröfur skólans
til sinna nemenda eru ávallt
miklar. Til þess að ljúka
próíi frá Ritaraskólanum
þarf lágmarkseinkunn-
ina 7.0 í öllum
námsgreinum.
Námsefni á íslenskubraut:
□ íslenska............................ 76 klst.
□ bókfærsla ............................. 72 klst.
□ reikningur............................. 36 klst.
□ tölvur ................................ 39 klst.
□ vélritun .............................. 24 klst.
□ tollur ................................ 33 klst.
□ lög og formálar........................ 12 klst.
□ enska .............................!.... 21 klst.
□ skjalavarsla .......................... 9 klst.
□ verðbréfamarkaður........................ 3 klst.
Framhaldsbrautir
í beinu framhaldi af námi í Ritara-
skólanum getur þú valið um tvær
framhaldsbrautir: ijármálabraut og
sölubraut. Með þessum nýju brautum
er námið í Ritaraskólanum orðið 2ja
ára nám. Sérmenntun fyrir nútíma
skrifstoíúfólk.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 10004 OG 21655
Mímir
ÁNANAUSTUM 15
MÁLASKÓLI
RÍTARASKÖU