Morgunblaðið - 06.01.1987, Side 3
5 _______________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 3
) Fagna ábyrgri af-
stöðu meinatækna
- segir Davíð Oddsson
SAMKOMULAG hefur náðst í
launadeilu meinatækna á Borg-
arspítalanum við Reykjavíkur-
borg og hafa meinatæknar sent
frá sér svohljóðandi yfirlýsingu:
„Þar sem náðst hefur samkomu-
lag við borgaryfirvöld um þau
atriði sem meinatæknar á Borg-
arspitalanum hafa endurtekið
lýst sig reiðubúna til að ganga
að munu þeir hefja störf nú þeg-
ar.“
„Mín skoðun er sú að meinatækn-
ar hafi ákveðið að falla frá uppsögn-
um eftir að ljóst var að þetta var
ekki fær leið til að ná árangri,"
sagði Davíð Oddsson borgarstjóri.
„Það er enda ekki frambærilegt að
lama starfsemi spítalans eins og
þama leit út fyrir að yrði. Ég tel
að meinatæknar hafi tekið ábyrga
afstöðu og fagna því sérstaklega."
Samkomulagið gerir ráð fyrir að
meinatæknar falli frá uppsögnum
úr starfí, sem áttu að koma til fram-
kvæmda 31. desember. Samið er
um tveggja launaflokka hækkun frá
1. febrúar og 1. september síðastlið-
inn eða rúmlega 6% hækkun og
hafa meinatæknar á Borgarspítal-
anum þá sömu laun og þeir sem
starfa hjá ríkinu. Gert er ráð fyrir
að launamál meinatækna verði tek-
in til athugunar á næstunni. Þá
lýsir borgin því yfír að komi til
uppsagna meinatækna úr störfum
fyrri hluta árs 1987 verði uppsagn-
arfrestur ekki framlengdur og þess
ekki krafíst að uppsagnarfrestur
miðist við mánaðamót.
„Þetta er í rauninni það sem við
höfum alltaf verið að bjóða, að
fresta því að uppsagnimar gengu
i gildi," sagði Valborg Þorleifsdóttir
meinatæknir. „Það sem staðið hefur
á er vissan fyrir því að við yrðum
lausar eftir þrjá mánuði ef til upp-
sagna kæmi og að uppsagnarfrest-
urinn miðist ekki við mánaðamót."
ráðstafað eitthundrað og tólf milljónum
króna. Svo sannarlega ekkert
smáræði. En þetta er ekki öll
sagan. Prír miðaeigendur
verða svo þrælheppnir, að fá
aukavinninga sem aðeins eru
dregnir úr seldum miðum - jflfl >-^T
þrjár bifreiðar sem happdrættið gefur
miðaeigendum, þannig að vinningshlut-
fallið verður enn betra - Volkswagen
Golf Syncro í mars, Subaru í júní og
Saab 900i í október. Petta er spennandi
skemmtun og miðinn hefur ekkert hækk-
að frá því í fyrra. Við drögum 13. janúar.
Það er vissulega mismunandi
hvað fólk vill helst gera ef fl
það fær óvænt stórfé í hendur. *
Sumir skipta um lífsstíl en aðrir
koma sér betur fyrir í sínum gamlai^jy
HAPPDRÆTTI SÍBS gefur þér mögu-
leika á að velja þína eigin leið. Pú getur
unnið milljónir og gert við þær það sem
. Jjjjjjjjjjj'^ þú vilt. Nítján þúsund miða-
eigendur eiga þetta val
þetta happdrættisár og geta