Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 14

Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 Doktorsritgerð um bitmý í straumvatni VIGFÚS Jóhannsson vatna- líffræðingnr lauk doktorsprcfi við Newcastle háskólann í vor. Doktorsritgerð hans fjallaði um bitmý í straumvatni, og byggðist hún á rannsóknum sem hann gerði á lífríki í Bugðu, Elliðaánum, Úlfarsá og Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. „Undanfarin ár hafa orðið miklar sveiflur í framleiðslu bitmýs í Laxá í S-Þingeyjarsyslu og hefur þetta haft mikil áhrif á lífríkið þar. M.a. hefur þetta haft þau áhrif að urriða- stofninn hrundi og sama má segja um straumandarstofninn. Við byij- uðum á því að kanna hvað ylli þessum sveiflum í framleiðslu bit- mýs í Laxá. Mýflugan hefur aðlagast mjög vel þeim skilyrðum sem fyrir hendi eru, og lirfumar festa sig t.d. á botninn með silki- þráðum, um 2-400 þúsund lirfur á fermetra og mynda þannig nokkurs konar síu eða net með fæðuörmum sínum sem þær nota til að sía lífrænar agnir sem rekast í ánni. Svo virðist sem skortur hafi verið á ákveðnum þörungum sem lirfum- ar hafa lifað á og því hafi fjölmargar lirfur drepist, en þær em fæðuund- irstaða lífríkisins í Laxá." — Hvaða skýring hefur fundist á þessum þörungaskorti? „Það er nú stóra málið, það hef- ur gengið illa að svara þeirri Vigfús Jóhannsson vatnalíffræð- ingur spurningu, en við höfum verið að reyna að tengja þetta hitabreyting- um og veðurfarsbreytingum, og kanna hvort um sé að ræða bein áhrif vegna dýpkunar vatnsins í sambandi við kísilgúrvinnsluna. Einnig hafa verið uppi hugmyndir tengdar sýkingu í þömngastofnin- um eða að hann hafí verið étinn niður, um ofbeit hafi verið að ræða af völdum svifkrabba. En það verð- ur næsta stóra verkefnið að læra á þennan þömng." Vigfús hóf rannsóknir sínar um 1980, „þá tók ég fyrir önnur svæði, Meðalfellsvatn og Bugðu, en þar var megináherslan lögð á fram- leiðslu bitmýs og laxaseiða, en beint samband er milli þessara laxaseiða og lirfanna, þar sem lirfumar em meginundirstaða fæðu laxaseið- anna. Eftir að ritgerðinni lauk, fékk ég styrk frá Vísindasjóði um tveggja ára skeið og er að athuga hlutverk stöðuvatna í uppeldi laxa- seiða. Þessar rannsóknir hafa breytt hugmyndum okkar um lifn- aðarhætti laxins, í ljós hefur komið að stöðuvötn gegna mun meira hlut- verki en áður var talið í uppeldi laxaseiða. Margir laxar ganga t.d. beint í vatnið og em lítið sem ekk- ert í ánni, við höfum áætlað að um 1.000 laxar dvelji í vatninu yfír sumarið og gangi síðan í ána til hrygningar á haustin. Margar af okkar bestu laxveiðiám koma t.d. úr stöðuvötnum. Það hefur augljósa þýðingu ef í ljós kemur að stöðu- vötn gegna meira hlutverki í uppeldi laxaseiða en talið hefur verið hing- að til, því á þann hátt má auka laxgengd vemlega. Jafnframt má þá gera ráð fyrir að stöðuvötnin. taki við umframframleiðslu á laxa- seiðum úr ánni. Niðurstöður sýna að aldur gönguseiða úr vatni og úr ánni er sá sami tvö til þrjú ár. Rannsóknir sýna ennfremur að stöðuvötn draga úr sveiflum í laxa- gengd í þessum ám, þar sem uppeldisskilyrði í stöðuvötnunum eru mun stöðugri en í ánum.“ í fyrra var gerður samningur milli Veiðimálastofnunar og Verk- efnastjómar Mývatnsrannsókna um að kanna áhrif kísilgúmáms á botn- dýr og físk í Mývatni. Vigfús er verkefnastjóri við þessar rannsóknir og er stefnt að því að niðurstöðum verði skilað innan fímm ára til iðn- aðarráðuneytis. „Við vitum ekki enn hvaða áhrif dýpkun vatnsins hefur haft á lífríkið við Mývatn en fyrstu áhrifín koma væntanlega fram á fuglastofninum. Álftin þarf t.d. að teygja sig eftir fæðu á botn- inum svo og ýmsar tegundir kafanda, og ef dýpkunin verður of mikil ná þær ekki í fæðu. Við erum að rannsaka lífríkið í víðara sam- hengi, t.d. þessar miklu sveiflur í öllum stofnum og hvort sveiflur í rykmýi séu afleiðing kísilgúmáms- ins, eða hvort um sé að ræða náttúrulegar sveiflur og þær niður- stöður sem þegar liggja fyrir benda flestar í þá átt að hið síðamefnda sé rétt. Auk þess erum við að rann- saka samband botndýra og físks. Niðurstöður rannsóknanna liggja fyrir eftir nokkur ár og verður þá hægt að fá skýrari mynd af áhrifum kísilnámsins á lífríkið og væntan- lega tekiri ákvörðun um framtíð verksmiðjunnar á grundvelli þeirra upplýsinga." íbúasamtök Vestur- bæjar: Skóflustunga að nýjum Vestur- bæjarskóla á þrettándagleði ÞRETTÁNDAGLEÐI verður haldin á iþróttavellinum við Sól- vallagötu og Framnesveg í kvöld, 6. janúar, og hefst kl. 19.00. Með henni hefst röð viðburða til þess að fagna tíu ára afmæli íbúasam- taka Vesturbæjar en þau voru stofnuð hinn 4. apríl 1977. Góðir gestir munu koma fram og ber þar einkum að nefna þau Áma Bjömsson þjóðháttafræðing og Ragnhildi Gísladóttur söngkonu. Mikið verður sungið og stigin verða spor við bálið. Nemendur Vestur- bæjarskóla og Landakotsskóla flölmenna og verða ef að líkum lætur í ýmsum gervum. En ekki er sfður vonast til þess að hinir eldri Vesturbæingar taki þátt í gleðinni, fræðist og syngi. Sérstök hátíð verður þrettánda- gleðin fyrir nemendur Vesturbæjar- skóla þar sem- borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, mun taka fyrstu skóflustungu að nýrri skólabyggingu Vesturbæjarskóla. Nýja skólabyggingu hafa Vest- urbæingar þráð lengi og ætla nemendur skólans og starfsfólk að fagna þessum viðburði með blysför frá gamla Stýrimannaskólanum að nýja skólavellinum og síðan með veglegri þátttöku í athöfninni þar sem þeir munu m.a. helga sér landið á þjóðlegan hátt. Blysförin frá gamla Stýrimannaskólanum hefst stundvíslega kl. 18.30 ög er fólki velkomið að slást í gönguna eða hittast við bálköstinn. (Fréttatilkynning) STKLlM UvVMOTlIIIÍITII) Góö namskelð fyrlr þá sem lengra eru komnlr. Kennarl Cornelius Carter. Auk alls þessa elglð þlð * kost á þvl að nýta ykkur gufuböð, Ijosabekki og matsal okkar þar sem boðið verður upp á létta réttí allan daginn. Nú gefst þér tækifæri til að standa við áramótaheitið um leið og þú kemst í gott form fyrir veturinn. Þann I2.janúar 1987 opnum við glæsilegustu dans- og líkamsræktarstöð iandsins, að Engjateigi I við Sigtúnsreit. Innritun er hafin í símum 68-77-01 og 68-78-01 fráki. 13-17. Skírteinaafhending laugardaginn 10. janúar. Greiðslukortaþjónusta VISA - EUROCARD. i v. cV Góð lelkfimi fyrlr fólk á „besta aldri". Kennarar Sóley Jóhannsdóttlr og Aðalhelður Jónsdóttlr sjúkraþjálfarl. SÓLEY JAR Engjateigi I , slmar 687701 og 687801. Snemma á morgnana og I hádeginu bjóðum við eróbikk og veggjatennis á sériega hagstæðu verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.