Morgunblaðið - 06.01.1987, Síða 19

Morgunblaðið - 06.01.1987, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 19 Vann frímerki og alt- arístöflu á sama tíma - segir Björg Þorsteinsdóttir, myndlistar- maður, höfundur jólafrímerkjanna „ÉG VILDI að frímerkin væru sem mest i þeim stil sem ég hef tileinkað mér sem myndlistar- maður. Það væri til litils að biðja mig um að vinna verkið ef ég færi hefðbundnar leiðir og teikn- aði myndir af jólasveinum eða jólakúlu á grenitré,1* sagði Björg Þorsteinsdóttir sem er höfundur jólafrímerkja Pósts og síma. Björg myndskreytti tvær gerðir frímerkja að verðgiidi 10 og 12 krónur. Nefnast verkin sem prýða frímerkin „Jólanótt" og „Friðaijól". Björg sagði að Póst og símamála- stjómin hefði farið þess á leit við sig að vinna frímerkin haustið 1985. Hún hefði unnið að gerð þeirra næstu mánuði meðfram öðrum verkefnum. Verkinu var lokið í byij- un maí á síðasta ári og voru frímerkin,prentuð í Sviss síðastliðið sumar. „Ég vann tugi af skyssum þar til endanlega hugmyndin leit dagsins ljós,“ sagði Björg. „Að lok- um 'var ég sátt við það sem ég lét frá mér fara. Á öðru frímerkinu sýni ég stjömu sem getur í senn verið halastjama Halleys og tákn síðasta árs eða Betlehemsstjaman. Á hinu má sjá væng sem minnir á friðinn og tákn hans dúfuna eða tákn heilags anda og boðun Maríu. Bæði frímerkin em þó algjörlega „abstrakt" og áhorfandans að ákveða hvað þau tákna“. Myndimar vom teiknaðar með Reykjavík hefur verið ágæt og tals- verð verkaskipting þróast og sú þróun hefur orðið á faglegum gmnni. Bollaleggingum Daníels Daníelssonar um „hreppa- og smá- kóngapólitík" vísa ég austur fyrir Fjall. Varðandi 3. atriði heilbrigðis- málaráðherra um að samrekstur Borgarspítala og Landspítala leiddi til betri starfsaðstöðu fyrir starfs- fólk, hef ég hvergi séð rökstutt. Mér er vel kunnugt um þrengslin á Borgarspítala og af nýlegri árs- skýrslu Landspítalans sýnist mér þrengslin þar vera svipuð. Sumir hafa viljað gera lítið úr því bákni sem sammni tveggja stór- stofnana, Landspítala og Borg- arspítala, yrði. Á Ríkisspítölunum em rúmlega 2.100 stöðugildi og á Borgarspítala liðlega 1.000, áætl- aður rekstrarkostnaður Ríkisspítal- anna er 2,6 milljarðar og á Borgarspítalanum 1,3 milljarðar. Hér yrði því myndað stærsta fyrir- tæki landsins og það á röngum forsendum. Flest mælir með því að hafa rekstrareiningamar minni og koma í veg fyrir einokun, faglega sem aðra. Ein sameiginleg stjóm yfir báðar þessar stóm stofnanir yrði einungis til að draga úr þjónustu við borgarana til lengdar og e.t.v. er það megin markmið þessa. Sjálfstæðismál Borgarspítalans snertir því ekki einungis starfsfóík spítalans heldur fyrst og fremst hinn almenna borgara, því að það er hann sem kæmi til með að finna fyrir skertri þjónustu á komandi ámm. Höfundur eryfirlæknir lyflækn- ingndeildar Borgarspítalans. Höfóar til „fólks í öllum starfsgreinum! þurrkrít á pappír. Björg sagðist hafa unnið þau á mjög stóran flöt, 60 sinnum 93 sentimetrar. „Ég leit- aði ráða hjá þeim sem gleggst þekkja til um gerð frímerkja. Á endanum urðu frummyndimar samt nokkm stærri en mér var ráðlagt, þar sem þetta hentaði mér betur.“ Hún sagði að það hefði verið undar- leg tilviljun að á sama tíma og hún var að vinna frímerkin hafí hún unnið að tillögu að altaristöflu sem á að verða átta metra há. „Þannig að ég færði mig úr stærstu gerð myndverka í þá smæstu," sagði Björg. „Það er kannski hollt að vinna stundum verk áð beiðni annarra. Hinsvegar hef ég lítin áhuga á því að vinna þannig að staðaldri. Mér fínnst best að hafa algjörlega óbundnar hendur," sagði Björg. Hún sagði að undanfarið hefði hún getað helgað sig myndlistinni, sem væri í raun hið eina rétta vinnulag myndlistarmannsins. Listinni væri ekki hægt að sinna í hjáverkum. „Nú í ársbyijun ætla ég að fara að vinna með krítina aftur. Ég hef ekkert sérstakt takmark að vinna að. Hver útkoman verður sker tíminn einn úr um.“ Morgunblaðið/Bjarni Björg í vinnustofu sinni meÖ frummyndir frímerkjanna . Vv/'X hB ■ ip . GERUM BETUR! ‘ . Kæri lesandi. upphafi nýs árs langar mig til að senda þér fáeinar línur um málefni sem skiptir okkur öll miklu máli, en það eru umferðarmálin. Á þessum tímamótum blasir sú staðreynd við okkur, að við stóðum okkur hvergi nógu vel í umferðinni 1986. verjar eru ástæðurnar fyrir öllum þessum gífurlegu umferðarslysum sem kosta ómældar fjárhæðir, svo ekki sé talað um þjáningar sem aldrei verða mældar í peningum? Sem dæmi vil ég greina frá því að Almennar Tryggingar greiddu á fyrstu ellefu mánuðum ársins 1986 yfir 110 milljónir vegna tjóna í umferðinni. Þessar háu tölur sýna að allt of mikið er af óhöppum og slysum í umferðinni. Það undirstrikar virðingarleysi ökumanna fyrir algengustu umferðarreglum. r t.d. ekki svo, að of margir ökumenn virða ekki reglur og umferðarmerkingar á gatnamótum? Ýmsir sinna ekki stöðvunarskyldu við aðalbrautir. Enn aðrir aka eftir fjölförnum umferðargötum eins og þeir séu einir í heiminum og skipta jafnvel um akreinar fyrirvaralaust án þess að gefa merki. Svona dæmi eru dapurlegur vitnisburður um umferðarmenningu okkar. igum við ekki öll sem einn að gera betur á nýju ári í umferðinni. Eigum við ekki að sýna aukna tillitssemi og kurteisi hvert við annað. Fylgjum umferðarreglum og hugsum um öryggi samferðamannsins í umferðinni. eð samstilltu átaki getum við dregið stórlega úr umferðarslysum. Takist okkur það kemur það öllum til góða. g skora á þig, kæri samferðamaður, að standa þig enn betur í umferðinni í ár. Hafðu hugfast að þitt framlag, eins og mitt, er mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni. Með bestu nýárskveðjum, Ólafur B. Thors /Nnmim TRYGGINGAR AUKhf. 104.13/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.