Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987
21
Frá vefnaðarnámskeiði. „Nemendur skólans eru á misjöfnum aldri
allt frá táningum upp í sjötugt. Stærsti hlutinn er þó á aldrinum 25
til 40 ára,“ segir Sigríður Halldórsdóttir skólastjóri.
hvernig hægt er að ná lagi á pijón-
aða vettlinga og sokka í mismun-
andi stærðum. Pijónaðir eru
bamavettlingar, hælprufa og síðan
sokkar. Ef tími vinnst til eru einnig
pijónaðir tvíbandaðir vettlingar.
Sérstakt námskeið í að pijóna
hymur og sjöl hefst 23. febrúar
næstkomandi. Æskilegt er að þeir
sem sælq'a það námskeið hafi
nokkra þjálfun í pijóni. Byijað er
að lesa jnjóntákn og pijóna sýnis-
horn. Útaukning, úrtaka og að
mæla pijónfestu era atriði sem rifj-
uð era upp. Síðan er pijónuð
ákveðin hyma eða sjal og gengið
frá með strekkingu. Ef tími vinnst
til velja nemendur sjálfír annað
verkefni, en námskeiðið er 22,5
kennslustundir.
Þijú námskeið í pijóntækni era
á starfsskránni fyrir þetta ár og
hefst næsta námskeið 5. janúar. A
námskeiðinu er lögð áhersla á að
kenna margvíslegar aðferðir í
pijóni, svo sem að bregða á mis-
munandi hátt, auka í og taka úr á
fleiri vegu. Þá er kennt að pijóna
með tveimur eða fleiri litum, meðal
annars myndir og stóra fleti, eins
og vinsælt er á pijónuðum tísku-
fatnaði. Reiknuð er pijónfesta og
gerð ein uppskrift að ósk nemenda.
Námskeiðið er 27 kennslustundir
og kennt er á mánudagskvöldum.
Námskeið í dúkapijóni hefst 5.
febrúar og þar er ákveðinn dúkur
pijónaður og strekktur. Eftir það
velja nemendur sér verkefni sjálfir.
Bótasaumur
Námskeið í bótasaum, sem sumir
nefna bútasaum, hefst 13. janúar
og stendur til 3. mars. Á þessu
námskeiði vinna nemendur nokkur
sýnishom með mismunandi aðferð-
um. Samtímis velja þeir einhveija
aðferðina til að vinna heilt verk, til
dæmis dúk, bamateppi eða nála-
púða. Sýndur er mismunandi
frágangur og gripið niður í sögu
greinarinnar. Farið er lítillega í efn-
isfræði í kennslustundunum og á
þessu námskeiði er æskilegt að
nemendur vinni verkefni heima.
Tuskubrúður
Á námskeiði í tuskubrúðugerð
era gefnar leiðbeiningar um efnis-
val og aðferðir við að hanna og
sauma tuskubrúður og mjúk leik-
föng. Fyrst er unnin ákveðin brúða
og síðan velja nemendur sér verk-
efni. Næsta námskeið í tuskubrúðu-
gerð hefst 13. janúar. Þessi
námskeið era í 18 kennslustundir
og kennt í þijár klukkustundir í
einu á þriðjudagseftirmiðdögum.
Baldýring
Námið í baldýringu er aðallega
miðað við baldýringu á upphluts-
borðum, uppsetningu og frágang.
Ennfremur er hugað að baldýringu
til annarra nota. Við höfum haft
eitt námskeið í þessari grein í vetur
og hyggjumst ekki halda annað
fyrr en á næsta starfsári.
Þj óðbúningasaumur
Næsta námskeið í þjóðbúninga-
saumi hefst 6. febrúar næstkom-
andi. Nemendur á þessu námskeiði
þurfa að hafa fengist við fatasaum
áður. Það er afar mikilvægt, þegar
verið er að koma upp þjóðbúning-
um, að farið sé að gamalli hefð í
einu og öllu, svo klæðnaðurinn geti
með réttu kallast þjóðbúningur. Á
þetta er lögð megináhersla á nám-
skeiðum Heimilisiðnaðarskólans.
Nemendum er gefínn kostur á að
sauma mismunandi búninga, aðal-
lega þó 20. aldar búninga. Sérstak-
lega vil ég benda á að á öðram
námskeiðum er kennd baldýring og
knipl, sem hvort tveggja er notað
á íslenska búninga.
Fatasaumstækni
Á námskeiðum okkar í fata-
saumstækni era teknar fyrir undir-
stöðuaðferðir við fatasaum, svo sem
að festa í rennilás, sauma hnappa-
göt, klaufar og líningar, brydda og
falda. Næsta námskeið af þessu
tagi hefst 14. janúar og kennt verð-
ur á miðvikudagskvöldum."
Námskeið metin til
námseininga í fjöl-
brautaskólum
Að þessum orðum mæltum ættu
lesendur að vera nokkurs vfsari um
þau námskeið sem skólinn gengst
fyrir, en hann var stofnaður árið
1979. Sjálft Heimilisiðnaðarfélagið
hefur hins vegar allt frá stofnun
þess, árið 1913, gengist fyrirýmis-
konar námskeiðum í heimilisiðnað-
ar- og handmenntagreinum.
Sigríður segir okkur að engin inn-
tökuskilyrði séu fyrir þátttöku, en
að loknu námskeiði sé hægt að fá
vottorð sem staðfesti námið. „Það
er töluvert um það að framhalds-
skólanemar komi á námskeið til
okkar og fái þau metin til eininga
þar sem slíkt kerfí er notað," segir
Sigríður. „Kennaramir hér era
mjög samstilltir. Við höfum alltaf
lagt áherslu á að hafa góða kenn-
ara hér með kennararéttindi.
Skólinn á mikið af áhöldum og nem-
endur þurfa ekki að koma með
nema smááhöld sem til era á hveiju
heimili, svo sem nálar, pijóna og
skæri, á þau námskeið þar sem
slíkir hlutir era notaðir."
Sigríður segir að aldur nemenda
sé mjög mismunandi, allt frá tán-
ingum upp í sjötugt. „Stærsti
hópurinn er þó á aldrinum 25 til
40 ára. Annars fyndist mér ekki
óskynsamlegt að ríkið greiddi nám-
skeiðagjöld fyrir þá framhalds-
skólanema sem óska þess, því hér
geta þeir lært ýmislegt sem hvergi
annars staðar er kennt. Eins og er,
er óvíða kennsla í mynd- og hand-
mennt í framhaldsskólum. Það
myndi kosta ríkið miklu minna að
senda nemendur hingað en greiða
kennaralaun fyrir kennslu í þessum
greinum í hveijum skóla. Með nám-
inu hér er leitast við að varðveita
gömul íslensk vinnubrögð á sviði
heimilisiðnaðar og jafnframt að
fínna þeim stað í nútímanum."
Eru einhveijar nýjungar á
döfinni hjá ykkur?
„Við höfum rætt um að taka upp
kennslu fyrir fólk sem leiðbeinir
öldraðum, en á mörgum dvalar-
heimilum aldraðra er boðið upp á
ýmis konar hannyrðakennslu. Enn
hefur ekki verið ákveðið hvenær
þessi námskeið verða haldin, en þau
koma sér efalaust vel fyrir þá sem
vinna við að kenna gamla fólkinu
þessar greinar." Aðspurð um kyn-
skiptingu á námskeiðunum segir
Sigríður að kvenfólk sé í meiri-
hluta, þó alltaf séu einhveijir karlar
með á námskeiðunum. „Ég man
eftir einum sem var hér að læra-
bótasaum og ég held að honum
hafí bara þótt gaman," segir hún.
„Annars sækja karlamir frekar tré-
skurðamámskeið og þess háttar,
sem kannski er eðlilegt. Þjóðbún-
ingasaumur, kniplingar og tóvinna
fínnst mér eiga betur við konur en
karla.“
Töluvert er um að haft sé sam-
band við Heimilisiðnaðarfélagið og
það beðið að skipuleggja námskeið
úti á landi. Sigríður segir að oft
hafí þau tekið að sér slík námskeið,
en það væri ekki alltaf hægt, því
kennarar væra bundnir við önnur
störf í Reykjavík.
Heimilisiðnaðarfélagið rekur
ekki eingöngu skólann sem sagt
hefur verið frá hér að framan, held-
ur einnig verslunina íslenskur
heimilisiðnaður í Hafnarstræti.
Ennfremur gefur það út tímaritið
Hugur og hönd sem kemur út einu
sinni á ári. Tímaritið fjallar um
hannyrðir, þjóðlegan fróðleik og
ýmislegt fleira. Auk þess era þar
einatt hannyrðauppskriftir af ýmsu
tagi. Sigríður er eini fastráðni
starfsmaður skólans, en henni til
halds og trausts er fimm manna
skólanefnd. Þórir Sigurðsson náms-
stjóri í mynd- og handmennt er
formaður nefndarinnar, en auk
hans eiga þar sæti Hildur M. Sig-
urðardóttir smíðakennari, Ragn-
heiður Thorarensen handmennta-
kennari, Elsa E. Guðjónsson
safnvörður og Ingibjörg Þorvalds-
dóttir vefnaðarkennari.
Innritun á námskeið Heimilisiðn-
aðarskólans fer fram á skrifstofu
skólans á Laufásvegi 2. Námskeiða-
gjald er misjafnt, en meðalgjald
fyrir hveija kennslustund er um 100
krónur.
Texti: Brynja Tomer
Litið inn á tréskurðarnámskeið:
„Stórgóð námskeið“
„Það er óvenjulegt að hér skuli
vera þrír karlar og ein kona,
því venjan er að hlutföllin séu
öfug,“ sagði Matthías Andrés-
son kennari hjá Heimilisiðnað-
arskólanum er Morgunblaðs-
menn litu inn á námskeið þar
eitt kvöldið nú fyrir skömmu.
í kjallara hússins var tréskurð-
arnámskeið í fullum gangi.
Fjórir nemendur voru mættir
er Morgunblaðsmenn bar að
garði. Tveir karlar unnu að
byijendaverkefni, einn vann að
því að skera út uglu og eina
konan í hópnum skar út skeið
af mikilli list. Tréskurðarnám-
skeið þetta er aðeins eitt hinna
fjölmörgu námskeiða sem í boði
eru hjá skólanum, en þetta
kvöld var eingöngu unnið í tré-
skurði.
Við byijum á að spyija Matt-
hías hvernig aðsóknin á tréskurð-
amámskeiðin sé. „Hún er ávallt
mjög góð,“ svarar hann og bætir
því við að yfírleitt séu biðlistar á
hans námskeið. Hann segir að í
upphafí hvers námskeiðs kenni
hann nemendum að vinna með
þau áhöld sem notuð era við tré-
skurð. „Ég ota að nemendunum
sérstökum munstram, þar sem
þeir verða að byija á að skafa
viðinn. Þannig læra þeir best að
nota skurðaijárnin. Síðan kynni
ég fyrir þeim hinar ýmsu viðarteg-
undir og þeir sem lengra era
komnir vinna þau verkefni sem
þeir vilja, gestabækur, dreka-
hausa, hesthausa eða landslags-
myndir. Konurnar sem hafa verið
hér hjá mér hafa verið mjög kraft-
miklar og duglegar og mjög færar
margar hveijar. Sumar koma ár
eftir ár og halda sér við,“ segir
Matthías stoltur.
Tveir trésmiðir vora á nám-
skeiðinu sem við litum inn á, þeir
Örnólfur Björgvinsson og Pétur
Hauksson, sem starfa við leik-
myndasmíði hjá Ríkissjónvarpinu.
„Ég hafði aldrei skorið út í tré
.. Morgunblaðið/Þorkell
Frá tréskurðarnámskeiði Heimilisiðnaðarskólans. A þessari mynd sést Ornólfur Björgvinsson vinna
að byrjendastykkinu sem flestallir byija á að vinna.
áður,“ segir Örnólfur. „Segðu
bara satt vinur," kallar félagi
hans, Pétur. „Þú hafðir aldrei
komið nær tréskurði en að ydda
blýant." Svo skellihlæja allir. Þeir
félagar höfðu farið á torfuhleðsl-
unámskeið síðastliðið haust, en
aldrei á námskeið hjá Heimilisiðn-
aðarskólanum áður. „Ég er að
hugsa um að fara í bótasauminn
næst,“ kallar Pétur að nýju, en
glottið á andliti hans gefur til
kynna að ekki sé það nú heilagur
sannleikur.
Björg Guðjónsdóttir, eina kon-
an í hópnum, hafði áður farið á
tréskurðarnámskeið. „Mér finnst
mjög gaman að skera út í við, þó
ég hafi ekki gert sérlega mikið
af því,“ segir hún. „Ég hef ekki
aðstöðu til þess heima svo mér
finnst gott að geta komið á nám-
skeið í þessu. Eg reikna fastlega
með því að ég fari á næsta tré-
skurðarnámskeið sem haldið
verður hér, því ég kann vel við
mig héma.“
Uti í horni stendur maður önn-
um kafínn við að skera út uglu.
Aðspurður hvað hann sé að gera,
segist hann vera að gera styttu.
„Já, já. Ugla sat á kvisti," hrópar
Pétur enn á ný og vekur kátínu
viðstaddra. Maðurinn segist alls
ekki vilja segja til nafns, en seg-
ist hafa komið á tvö tréskurðar-
námskeið Heimilisiðnaðarskólans
áður. „Ég hef unnið byijenda-
stykkið sem allir hér eru látnir
byija á og síðan hef ég skorið út
einn kistil,“ segir hann og vill
helst ekki láta trufla sig við út-
skurðinn. Hann segist vera mjög
ánægður með þessi námskeið,
„þau era stórgóð," segir hann og
heldur áfram að skera út ugluna
sína. Er þátttakendur vora spurð-
ir hvers vegna þeir hefðu sótt
þetta námskeið sögðu þeir sam-
hljóða: „Það var augýst í
Mogganum." Og enn á ný var
skellihlegið í kjallaranum á Lauf-
ásvegi 2.