Morgunblaðið - 06.01.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.01.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 Staðgreiðslukerfi skatta: Tillögur til ráðherra um miðjan mánuð VINNUHÓPUR um staðgreiðslu- kerfi skatta á vegum fjármálaráð- herra stefnir að því að skila tillögum til ráðherra um fyrir- komulag kerfisins um miðjan þennan mánuð. Að sögn Sigurðar B. Stefánsson- ar, sem er formaður vinnuhópsins, er ætlunin að kynna niðurstöðumar í ríkisstjóm og stjómarflokkunum og verður stjómarfrumvarp lagt fram fljótlega eftir að þing kemur saman. Unnið er að verulegri ein- foldun á skattakerfinu sem koma á til framkvæmda um leið og stað- greiðlsukerfi verður komið á. „Það er síðan ráðherra að ákveða hvað gert verður við okkar vinnu," sagði Sigurður. í vinnuhópnum eiga sæti auk Sig- urðar þeir Indriði Þorláksson skrif- stofustjóri fjármálaráðuneytisins, Skúli Eggert Þórðarson deildarstjóri hjá ríkisendurskoðun og Sveinn Jónsson endurskoðandi. Unnið er í samstarfi við starfsmenn ríkisskatt- stjóra og fjármálaráðuneytisins. Morgunblaðið/Júllus Sex manns voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á mótum Kalkofnsvegar, Hafnarstrætis og Lækjargötu á fimmta tímanum að- faranótt sunnudags. Meiðsli voru ekki mikil og fór því betur en á horfðist. Ellefu á slysadeild eftir tvo árekstra Yfirfiskmats- menn í saltsíld: Telja sig svikna um yf irvinnu- greiðslur DEILA er nú risin milli yfirfisk- matsmanna í síldarmati og fiskmatsstjóra vegna kjaramála. Af þeim sökum hættu nokkrir matsmenn í saltsíld við að fara út á land síðastliðinn sunnudag eins og fyrirhugað var. Að sögn Halldórs Arnasonar, fiskmats- stjóra, eru mál þessi nú í athugun og fóru síldarmatsmenn í fyrir- hugaðar ferðir út á land á mánudag. Halldór sagði að deilan snerist um yfirvinnutíma vegna ferðalaga út á land, meðal annars um hversu marga tíma eigi að greiða í yfir- vinnu þegar menn eru veðurtepptir úti á landi á helgidegi. Að sögn talsmanna fískmatsmanna telja þeir sig bera skarðan hlut frá borði vegna þessara ferða og vilja fá leið- réttingu þar á. Segja þeir að tilmælum þeirra um viðræður hefði ekki verði svarað af hálfu fískmats- stjóra og því hefði verið gripið til þeirra aðgerða að vinna einungis þá tíma sem lög gera ráð fyrir og ekkert þar framyfír. Tæplega 60 fiskmatsmönnum hjá Ríkismati sjávarafurða var sagt upp störfum um áramótin í fram- haldi af nýsamþykktum lögum, þar sem gert er ráð fyrir að ferskfísk- mat heyri ekki lengur undir ríkið. H ARÐUR árekstur varð á mótum Kalkofnsvegar, Hafnarstrætis og Lækjargötu um kl. 4.30 að- faranótt sunnudagsins. Sex manns voru fluttir á slysadeild. Áreksturinn varð með þeim hætti að bíl var ekið norður Lækjargötu. Ökumaður virti ekki biðskyldu við Hafnarstræti og skall bíll sem ók austur strætið í hlið þess fyrr- nefnda. Ökumaður og farþegi fyrri bflsins voru fluttir á slysadeild, svo og fjórir farþegar úr hinum bflnum. Enginn þeirra mun þó alvarlega slasaður. Þá varð harður árekstur á Suður- landsbraut við Langholtsveg sömu nótt kl. 2. Þar var það hálkan sem lagði sitt af mörkum svo ung stúlka missti stjóm á Saab-bíl. Stúlkan var á leið austur Suðurlandsbraut þegar bfllinn snerist hálfhring og skall framan á bfl sem kom úr gagn- stæðri átt. Tveir farþegar úr aftursæti Saab-bflsins voru fluttir á slysadeild, lítt meiddir. Einnig tveir farþegar úr hinum bflnum og ökumaður hans, sem meiddist mest. Allir bflamir fjórir sem í árekstr- unum lentu em mikið skemmdir, ef ekki ónýtir og varð að draga þá af vettvangi með aðstoð kranabfls. Verkfall sjómanna á fiski- og fragtskipum: Fisksölusambönd okkar hanga nú á bláþræði -segir Sigurður Markússon, f ramkvæmdastj óri Sjávarafurðadeildar Sambandsins STJÓRNENDUR íslenzku fisk- sölufyrirtækjanna vestan hafs og í Bretlandi hafa miklar áhyggjur af þvi að verkfall sjómanna drag- ist á Ianginn og verkfall far- manna komi í veg fyrir fiskflutn- inga frá landinu. Fiskbirgðir, bæði hér í landinu og hjá fyrir- tækjunum erlendis, hafa sjaldan verið minni. Lítils háttar töf á framleiðslu eða fiskflutningum er talin geta haft mjög slæmar afleiðingar. Sigurður .Markús- son, framkvæmdastjóri Sjávaraf- urðadeildar Sambandsins, segir að sölusambönd okkar hangi nú á bláþræði og keðjan slitni við minnstu töf. Coldwater hefur síðustu mánuði nýliðins árs að- eins getað fullnægt 50 til 90% af þörfum viðskiptavina sinna eftir tegundum og birgðir þar eru i lágmarki. Sigurður Markússon sagði, að það væri nógu slæmt fyrir okkur, að geta ekki sinnt þörfum viðskipta- vina okkar, en fyrir þá væri jafnvel enn verra, að svo virtist sem mjög erfítt væri fyrir þá að ná í físk annars staðar. Það yrði seint brýnt nógu vel fyrir mönnum hve áríð- andi það væri að geta staðið við gerða samninga. Hann myndi ekki eftir alvarlegri stöðu síðustu 10 ár. Stjómendur Iceland Seafood í Bandarikjunum væru því mjög áhyggjufullir og það endurspeglaði í raun áhyggjur viðskiptavinnanna. Fiskbirgðir hjá Sambandinu í árslok vom aðeins 2.799 lestir, sem svarar til tæplega þriggja vikna fram- leiðslu. Á sama tíma tvö næstu ár á undan voru birgðimar samsvar- andi um 8 og 9 vikna framleiðslu. Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater, sagði að ýsuflök hefðu verið skömmtuð lengi, þorskflök síðan í júlí á síðasta ári og allar flakapakkningar frá því í október. Því hefði aðeins verið hægt að sinna 50 til 90% af þörfum viðskiptavina fyrirtækisins. Nú væri fastan, helzta tímabil fískáts í Bandaríkjun- um, að nálgast og útlitið all dökkt fyrir fyrirtæki, sem ávallt hefði verið þekkt fyrir áreiðanleika í framboði. Á sama tíma væri að hefjast við Kanada þorskvertíð, sem miklar vonir væm bundnar við. Yrði aflinn að þessu sinni mikill, auðveldaði það þeim slaginn við íslendinga um að ná af okkur beztu og mikilvægustu keupendunum. Skammtíma áhrifín af töfum á framleiðslu og fískflutingum yrðu að erfítt yrði að standa við formlega og óformlega samninga, en lang- tíma áhrifín yrðu þau að hið góða orðspor Coldwater fyrir áreiðan- leika skaðaðist stórlega. Þá væm hráefnisbirgðir til vinnslu í verk- smiðju fyrirtækisins einnig af skomum skammti. Þetta gæti því skaðað markaði okkar vemlega og rýrt afkomu fyrirtækisins. Ólafur Guðmundsson, forstjóri Icelandic Freezing Plants í Grims- by, sagði, að skortur á físki myndi há fyrirtækinu strax, nánast engar flakabirgðir væm til, enda hefðu flökin verið seld jafnóðum síðustu misseri. Hins vegar væm til blokk- arbirgðir til nokkurra vikna vinnslu I fískréttaverksmiðju fyrirtækisins. Innheimta opinberra gjalda gekk vel á síðasta ári 5,9 milljón lítra samdrátt- ur í framleiðslu mjólkur MJÓLKURFRAMLEIÐSLAN á nýliðnu árí var innan við 110 milljón- ir lítra. Samkvæmt bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs var innvegin mjólk hjá mjólkursamlögunum 109.967 þúsund lítrar og er það 5,9 milljón lítrum (5,10%) minna en árið 1985 þegar framleiðslan var 115.877 þúsund lítrar. Innanlandsneysla mjólkurvara árið 1985 var rúmlega 96 milljónir lítra og ef neyslan hefur veríð svipuð árið 1986 er framleiðslan 13—14 milljón lítrum umfram neyslu. Samdrátturinn kom fram hjá 0,59% og 2,99% á Akureyri. Á „INNHEIMTA opinberra gjalda fyrir árið 1986 hefur gengið vel og ívið betur en áríð áður“ sagði Guðmundur Vignir Jósefsson, gjald- heimtustjóri. Guðmundur Vignir sagði að end- anlegar tölur fyrir síðasta ár lægju ekki fyrir, en svo virtist sem 72% álagðra gjalda 1986 hefðu inn- heimst. í fyrra hefði sú tala verið nokkuð lægri, eða um 70%. „Af fasteignagjöldum virðist sem tekist hafí að innheimta 94-95%, en árið 1985 var það rétt um 90%. Inn- heimta gengur misjafnlega og má sem dæmi nefna að árið 1982 gekk hún ekki jafn vel og nú, en það hækkaði næstu ár á eftir. Þetta held ég að segi ekki endilega neitt um efhahagsástandið, heldur fer innheimta dálítið eftir því hvað mik- ið er af áætlunum og hve mikið er búið að afgreiða af áætluðum skött- um um áramót. Það er því dálítið erfitt að bera þetta saman frá ári til árs, því aðstæður eru ekki alltaf þær sömu. Það er t.d. ekki alltaf gripið til lögtaksaðgerða á sama tíma og slíkar aðgerðir ganga mis- fljótt." Gjaldheimtustjóri sagði að hann hefði enga ástæðu til að vera óán- ægður með innheimtuna á síðasta ári. „Það ber að hafa í huga að það fé sem hefur ekki innheimst á árinu er ekki glatað. Það sést til dæmis vel á því að frá því að Gjaldheimtan var stofnuð árið 1962 og fram til ársins 1985 voru eftirstöðvar sem afskrifaðar voru 1,53% af öllum álögðum gjöldum á því tímabili." flestum stærri mjólkurbúum lands- ins. Mestur var samdrátturinn þó á Suðurlandi, eða tæp 10%. Innvegin ■mjólk hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi minnkaði um rúmlega 4 milljónir lítra, úr 42,8 milljónum í 38,7 milljónir (9,55%). Verulegur samdráttur varð einnig hjá Mjólkur- stöðinni í Reykjavík (5,03%), Mjólkursamlagi Borgfírðinga í Borgamesi (4,97%), mjólkursam- laginu á Homafírði (4,67%), samlaginu á Hvammstanga (8,05%) og Sauðárkróki (6,21%). Hjá öðrum samlögum á Norðurlandi varð minni samdráttur og sums staðar aukn- ing. Á Blönduósi var samdrátturinn Húsavík varð aukning um 2,25%. Lítils háttar aukning varð í samlag- inu í Búðardal en veruleg á ísafirði og Patreksfirði. Þá varð aukning hjá samlaginu á Egilsstöðum og öðrum samlögum á Austflörðum. í desembermánuði var mjólkur- framleiðslan á öllu landinu 8.450 þúsund lítrar og er það 213 þúsund lítrum (2,45%) minna en í desember árið áður. í lok ársins var þriðjung- ur liðinn af verðlagsárinu, sem hófst 1. september. Framleiðslan þetta tímabil var 34,8 milljónir lítra og er það 1,6 milljón lítrum eða 4,4% minna en sömu mánuði árið áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.