Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 24

Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 Noregur: Undraverð björg- un tveggja barna Osló; Reuter, AP. TVO ungabörn lifðu af 15 mínútna dvöl, lokuð inni í bifreið 10 metra undir yfirborði sjávar, þar sem röð tilviljana varð til þess, að björgnn- arstörf gengu undrafljótt fyrir sig, að því er talsmenn norsku lögregl- unnar sögðu í gser. Bömin, 4 mánaða stúlka og 2 ára drengur, voru á ferð með móður sinni sl. laugardag, er bifreið sem hún ók, rann til í hálku og steyptist í Gands- ijörð á vesturströnd Noregs. Móðirin komst út úr bifreiðinni af eigin rammleik og ökumaður fyrstu bif- reiðar er kom að slysstaðnum, var í beinu talstöðvarsambandi við slökkvistöð héraðsins. Starfsmaður þeirrar stöðvar vissi, að klúbbur áhugamanna um köfun var staðsett- ur rétt við slysstaðinn og svo vel vildi til, að í klúbbnum voru staddir 3 menn fullbúnir til björgunarstarfa og fóru þeir þegar á vettvang. Þeim tókst að ná bömunum úr bílnum og í því bar að bifreið með lækni í, er þegar í stað hóf lífgunartilraunir, en hjartsláttur bamanna hafði þá stöðvast. Börnin vom síðan flutt á sjúkrahús, en að sögn lögreglu fá þau að fara heim einhvem næstu daga. AP/Símamynd. Þannig hugsa teiknarar McDonnell Douglas flugvélaverksmiðjanna að MD-11 flugvélin muni líta út í merkjum British Caledonian flugfélagsins. Flugvélin hefur hlotið góðar undirtektir og hefur nú verið ákveðið að hefja framleiðslu hennar. Fyrsta MD-11 farþegaþotan verður komin í áætlunarflug árið 1990. McDonnell Douglas ákveður smíði vinsæls arftaka DC-10 Long Beach, AP. Reuter. MCDONNELL Douglas fyrirtækið hefur senn framleiðslu á MD-11 breiðþotunni og sögðust forsvarsmenn þess eiga von á að hafa selt 350 flugvélar þessarar tegundar fyrir aldamót, en nú þegar hafa 52 flugvélar verið pantaðar. Stjómendur McDonnell Douglas ákváðu á síðasta stjómarfundi árs- ins 1986 að hefja smíði flugvélar- innar, en nú þegar hefur 500 milljónum dollara verið varið til hönnunar og þróunar flugvélarinn- ar. Tólf flugfélög hafa pantað sam- tals 52 MD-11 flugvélar og látið taka frá framleiðslunúmer fyrir 40 flugvélar til viðbótar. Heildarverð- mæti þessara pantana er níu millj- arðar dollara, eða 360 milljarðar ísl. króna. Talsmaður McDonnell Douglas sagði að auk þessa ættí fyrirtækið * Israel: „Trúskiptingur“ olli afsögn ráðherra Jerúsalem, AP, Reuter. YITZHAK Peretz, innanríkisráð- herra ísraels, sagði af sér embætti í gær. Gerði hann það til að mótmæla þeim úrskurði hæstaréttar, að hann skyldi líta Sovét- menn svör- uðu Sví- um „njet“ Stokkhólmi. Frá Erík Liden, fréttarítara Morgunblaðsins. SÆNSKA stjórnin gerði í haust tilraun til að bjóða Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna, í óopinbera heimsókn til Svíþjóðar. Sovétmenn létu sér fátt um finnast og svöruðu um hæl: „Njet“. Skömmu fyrir leiðtogafundinn í Reykjavík lagði Ingvar Carlsson forsætisráðherra til við Georgi Arbatov, félaga í stjómmálaráð- inu, að Gorbachev hefði viðdvöl í Stokkhólmi á heimleið frá Islandi. Arbatov var þá staddur í Stokk- hólmi. Ástæðan fyrir því að Gorbachev vildi ekki til Svíþjóðar var sú að hann var einkar tímabundinn um þetta leyti. I nóvember gerði sænska stjóm- in tilraun til að ná tali af háttsett: um sovéskum embættismanni. í þetta sinn var farið á íjörur við Edouard Shevardnadze utanríkis- ráðherra. Aftur var svarið nei og mátti rekja það til þess að um þær mundir fundust hljóðnemar í sænska sendiráðinu í Moskvu og var samband milli rílg'anna fremur stirt. á innflytjanda frá Bandaríkjun- um, fyrrum kristinn mann, sem hvem annan gyðing. Peretz er mikill öfgamaður í trúmálum. „Ég afhenti afsögn mína og tek hana ekki aftur,“ sagði Peretz að loknum ríkisstjórnarfundi en í síðustu viku tilkynnti hann, að hann ætlaði að segja af sér vegna þess, að hæstiréttur hefði bannað honum að stimpla orðið „trúskiptingur" í vegabréf Shoshana Miller, innflytj- anda, sem snerist til gyðingatrúar í Bandaríkjunum. Shoshana tók gyðingatrú hjá svokallaðri Siðbótarhreyfingu gyð- inga í Bandaríkjunum en þeir, sem hana aðhyllast, þurfa ekki að fylgja lögmálinu út í ystu æsar. Peretz og aðrir hreintrúarmenn viður- kenna ekki Siðbótarhreyfinguna. Ekki er búist við neinni stjómar- kreppu vegna afsagnar Peretz og flokkur hans, Shas-flokkurinn, ætl- ar að styðja stjómina eftir sem áður. Þetta mál hefur vakið nokkra athygli víða og sérstaklega í Banda- ríkjunum þar sem 12.000 manns taka gyðingatrú á ári hverju. í viðræðum við 17 önnur flugfélög, þ.á.m. American Airlines og United Airlines, um hugsanleg kaup á flug- véljnni. í ljósi þess mikla áhuga, sem MD-11 flugvélinni hefur verið sýnd- ur, vonast stjómendur fyrirtækisins til að ná a.m.k. 25% hlutdeild í breiðþotumarkaðinum. Flugvélin er í raun og vem DC-10 ný og endur- bætt. Samkvæmt markaðsrann- sóknum í fyrra bendir allt til að þörf verði fyrir a.m.k. 1.290 nýjar flugvélar af þessari stærðargráðu fram til ársins 1998. Helzti keppinautur MD-11 verður Airbus A340, sem evrópska fyrir- tækið Airbus Industrie í Frakklandi, hyggst senn hefja framleiðslu á. Engar pantanir hafa hins vegar borizt í þá flugvél og fyrirtækið hefur enn ekki fengið grænt ljós á fjármögnun verkefnisins frá ríkis- stjómum þeirra ríkja, sem að Airbus standa, V-Þýzkalandi, Bretlandi, Frakklandi og Spáni. Jafnframt er von á nýju afbrigði Boeing-747 til að mæta væntanlegri eftirspum eftir 250—300 farþega langdræg- um breiðþotum. MD-11 mun hafa það fram yfir Airbus A340 að hún verður breið- ari og því hægt að koma fyrir fleiri sætum í hverri röð. Jafnframt verð- ur hún þriggja hreyfla og mun því fara betur með eldsneyti en A340, sem verður fjögurra hreyfla. Loks verður hún fáanleg tveimur ámm á undan Airbus-þotunni. Búizt er við að smíði fyrstu MD-11 verði lokið í marz 1988 og að hún verði komin í áætlunarflug 1990. Þau fyrirtæki, sem þegar hafa samið um kaup á MD-11 eru: British Caledonian (9), Mistui Co. í Japan (5), SAS (12), Alitalia, Swissair, Korean Air, Guinnes Peat Aviation, Thai Airways, Varig, en eitt fyrirtæki hefur óskað nafn- leyndar. Óeirðir o g manndráp Nýja Delhi; AP, Reuter. INDVERSKIR landamæraverðir drápu aðfaranótt sl. sunnudags, fjóra Pakistani, í Amritsarhéraði í Punjabríki, er þeir reyndu að laumast yfir landamæri Indlands og Pakistan. Indversk yfirvöld halda því fram, að Pakistanir skjóti skjólshúsi yfir öfgasinnaða síka, er háð hafa skæruhemað gegn indverskum stjómvöldum undanfarin fjögur ár og krefjast sjálfstæðis. Hljóti þeir herþjálflin í Pakistan og laumist síðan yfír landamærin. A síðasta ári féllu um 300 manns er reyndu að komast yflr landamæri ríkjanna á ólöglegan hátt. Pakistönsk stjóm- völd neita þessum ásökunum. Á sunnudag drápu öfgasinnaðir síkar leiðtoga flokks Gandhis for- sætisráðherra Indlands, í einu héraða Punjabríkis og var hann sjötta fómarlamb síka frá áramót- um. Á síðasta ári féllu rúmlega 700 manns, aðallega hindúar og hófs- amir síkar í árásum sem talið er að öfgasinnaðir síkar hafl staðið fyrir. Útgöngubann hefur verið sett á í hluta af borginni Ahmedabad á Indlandi, eftir að til átaka kom milli hindúa og múhameðstrúar- manna þar á sunnudagskvöld. Ekki er vitað hvað olli átökunum, sem að minnsta kosti 20 manns slösuð- ust í, en gmnnt hefur verið á því góða milli manna af þessum trú- flokkum um skeið og er til átaka kom í júlí á síðasta ári. Stóðu Líbýumenn, Iranir o g Sýrlendingar að baki árásinni á bænahúsið? New York, AP. í BANDARÍSKA dagblaðinu TAe New York Times sagði á sunnu- dag, að sannanir bentu til þess að íranir, Sýrlendingar og Líbýumenn hefðu staðið að baki árás hryðjuverkamanna á bænahús gyðinga í Istanbul í upphafi september á síðasta ári. Fjöldi gyðinga lá á bæn þegar sprengjum var varpað inn í bænahúsið og biðu 22 bana. Stjómvöld hafa reyndar sagt að árásin beri þess merki að hreyfing Abu Nidal, sem klofnaði úr Frelsis- her Palestínu (PLO), hafí átt hlut að máli. En í The New York Times sagði að samkvæmt viðtölum blaðs- ins hafí stjómir nokkurra ríkja aðstoðað hryðjuverkamennina. I blaðinu sagði að ísraelskir sér- fræðingar vildu skella skuldinni á Bandaríkin: Reagan býður til leiðtogafundar Washington, AP. RONALD REAGAN Bandaríkjaforseti hefur á ný boðið Mikhail S. Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, til fundar I Bandaríkjunum síðar á þessu ári, að sögn Larry Speakes, talsmanns f orsetans. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Sovétmenn vilji að leiðtogamir fundi í hlutlausu ríki. Speakes sagði að Bandaríkjastjóm myndi bíða eftir svari frá Sovétmönnum varðandi fundinn í Bandaríkjun- um. Reagan og Gorbachev áttu fund í Genf í nóvember 1985 og sam- þykktu þá að hittast aftur í Bandaríkjunum árið 1986 og í Sovétríkjunum á þessu ári. í stað þess að funda í Bandaríkjunum áttu leiðtogamir óvæntar viðræð- ur í Reykjavík. Á þeim fundi náðist ekki samkomulag og ekkert var ákveðið um frekari viðræður. Speakes sagði að síðasta við- ræðulota samninganefnda stór- veldanna í Genf hefði verið hin árangursríkasta til þessa. „Forset- inn telur að frekari fundahöld leiðtoganna á grundvelli þess ár- angurs sem náðst hefur í Genf geti flýtt fýrir lokasamkomulagi um takmörkun vígbúnaðar," sagði Larry Speakes. Sýrlendinga, tyrkneska leyniþjón- ustan teldi að íranir hefðu átt stóran hlut að máli og tyrkneska lögreglan grunaði Líbýumenn. Einnig kom fram að bandarískir sérfræðingar teldu alla þrjá aðilja hafa verið að verki. í dagblaðinu sagði að ýmsir rann- sóknarmenn væm þeirrar hyggju að árásin á bænahúsið væri dæmi um samvinnu hryðjuverkasamtaka og ríkja, sem styðja hryðjuverk. Slík samvinna torveldar rannsókn málsins vegna þess að samskiptin eru tímabundin og erfítt er að greina hver ber sökina. Tyrkir eru tregir til að bijóta á bak aftur hryðjuverk og afhjúpa tengsl vegna þess að að landamæri Tyrklands liggja bæði að landa- mærum Sýrlands og írans, að því er segir í blaðinu. Hryðjuverkamennimir, sem gerðu árásina, sprengdu sjálfa sig í loft upp með handsprengjum til þess að ekki væri hægt að bera kennsl á þá. Tyrkneska lögreglan segir þó að mennimir hafí án nokk- urs vafa verið múhameðstrúarmenn og að öllum líkindum arabar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.