Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987
29
að kirkjan er beinlínis að skjóta sér
undan skyldum með því að forðast
að taka afstöðu í umdeilanlegum
„dægurmálum". Þau mál sem Kaj
Munk kemur inn á í prédikunum
sínum, í tali við sóknarb öm sín
bera öll vott þessa: andríkis, fmm-
leika og innilegrar trúar.
Margir eiga hlut að sýningunni
og Guðrúnu hefur tekizt prýðisvel
að gera úr efni sínu leikræna sýn-
ingu. Fyrri hlutinn er þó öllu betur
heppnaður að þessu leyti, það er
eins og Guðrún hafi hrifízt svo mjög
af Kaj Munk, að hún hafí átt erfið-
ara með að velja úr í seinni hluta.
Það verður á kostnað hins leikræna
og sýningin verður í það lengsta,
einkum lokaatriðin. En að flestu
leyti er leikstjómin bæði hugvits-
samlega unnin og smekklega.
Skemmtilega unnin eru bernskuat-
riðin, samskiptin við foreldra og
fóstm og síðan skólagangan. Og
síðan kemur hann í í sókn sína,
fátækt hérað á Jótlandi, sem hann
þjónaði til dauðadags.
Arnar Jónsson kemur Kaj Munk
til okkar á áhrifamikinn og innileg-
an hátt og að því er virðist.af
áreynsluleysi, sem er aðeins á færi
afbragðs leikara. Hallmar Sigurðs-
son fer með hlutverk Viggós
meðhjálpara og leysir það einkar
þekkilega af hendi. Samleikur
þeirra Amars var oft sérlega vand-
aður. Helga Stephensen átti
skemmtilegan leik í allmörgum
hlutverkum og sama má segja um
Karl Guðmundsson. Strákamir
tveir sem léku Munk í bemsku þeir
ívar Örn Sverrisson og Daði Sverr-
isson leystu sitt vel af hendi. Guðrún
Ásmundsdóttir lék Maríu Munk og
gerði það af smekkvísi og lipurð
og Edda Guðmundsdóttir var prýði-
leg fóstra. Mörg fleiri hlutverk em
í sýningunni, Ragnheiður Tryggva-
dóttir er Lísa Munk og Helena
Jóhannsdóttir, móðir hans.Hefði
trúlega mátt gera meira úr þessum
hlutverkum báðum.
M ér þótti það veikja sýninguna
nokkuð undir lokin, þegar þrenning-
in Carstensen, Schönlein og
Schwerdt eru að gera grein fyrir
máli sínu. Óöryggis gætti sem dró
úr áhrifamætti frásagnar þeirra.
Sigurbjörn Einarsson biskup rit-
ar stutta grein um Kaj Munk í
leikskrá og bendir á tengsl leiklistar
og kirkju, og að allmikil vakning
hafi orðið erlendis, hvað varðar leik-
listarflutning í guðshúsum. Hér
hefur varla verið leikið í kirkjum,
svo að mér sé kunnugt um - annað
en beinir helgileikir. Það er ekkert
efamál, að leikverk með trúarlegu
ívafi eiga erindi í kirkjurnar. Þar
er viðeigandi umgjörð þeirra. Leik-
ritið um Kaj Munk er eftirminnileg
og sterk sýning og hlýtur að verða
höfundum hvatning, kirkjunnar
mönnum og áhorfendum gleðiefni.
Margir eiga vissulega heiður skilið
fyrir framtakið og vinnuna, en hlut-
ur Guðrúnar Asmundsdóttur er
óumdeilanlega fýrirferðarmestur.
Kristín Þorkelsdóttir og Stephen Fairbairn, tveir af þremur hönnuð-
um verðlaunaumbúðanna.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir PATRICK BROGAN
Gætið ykkar
reykingamenn!
Um miðjan desember var birt greinargerð frá landlæknisembætt-
inu í Bandaríkjunum þar sem sýnt er fram á að árlega látast þar
í landi þúsundir manna sem ekki reykja vegna reykinga annarra.
Iskýrslunni er samantekt á nið-
urstöðum allra rannsókna sem
gerðar hafa verið á þessu sviði
og sú ályktun dregin að enginn
vafi leiki lengur á því að „óbeinar
reykingar" eru hættulegar heils-
unni. I greinargerðinni er áætlað
að fleiri látist úr lungnakrabba-
meini vegna þess að þeir hafa
andað að sér tóbaksreyk úr um-
hverfínu en af völdum allrar
annarrar mengunar í andrúms-
loftinu.
Greinargerðin er vatn á myliu
þeirra sem beijast gegn reyking-
um. Borgarstjórinn í New York
hefur lagt til að reykingar verði
bannaðar á öllum opinberum stöð-
um, að í öllum veitingastöðum þar
sem sæti eru fyrir 40 manns eða
fleiri verði salarkynnum skipt
milli þeirra sem reykja og hinna
sem ekki reykja, og að skrifstofu-
fólk eigi kröfu á reyklausu
umhverfi.
Þessari hugmynd borgarstjór-
ans var illa tekið í fyrstu. Litlar
líkur voru taldar á því að hún
næði fram að ganga og yrði sam-
þykkt í borgarstjórn. En hug-
myndin reyndist eiga fylgi að
fagna, og nú þegar greinargerð
landlæknis liggur fyrir er nokk-
urnveginn öruggt að hún verður
samþykkt nú í janúar. Verður þá
þessi fjölmennasta borg landsins,
þar sem langmestur fjöldi skrif-
stofufólks starfar, mun þægilegri
vinnustaður.
Svipuð löggjöf hefur áður verið
samþykkt í öðrum borgum, til
dæmis í San Francisco og út-
borgum New York á Long Island.
Auðvelt hefur reynzt að fram-
fylgja þessum lögum, en það eru
starfsmenn hjá fyrirtækjum og
viðskiptavinir í veitingahúsum,
sem sjá um það. Núna reykja um
30 af hverjum 100 fullorðnum
Bandaríkjamönnum. Það hlutfall
fer lækkandi, og reykingamönn-
um fínnst þeir vera orðnir að
umsetnum minnihlutahópi.
Þeir sem harðastir eru í barátt-
unni gegn reykingum sýna enga
miskunn. Reykingamenn leita af-
dreps úti á göngum og stigapöll-
um eða skreppa í gönguferð með
þennan ávana sinn þegar reyking-
ar- þörfin er orðin ómótstæðileg.
Margir banna gestum að reykja
í húsakynnum sínum. Þeir sem
reykja ólöglega í lyftum eiga á
hættu að sígarettan verði hrifsuð
úr munni þeirra, og einkamála-
dálkar blaðanna eru uppfullir af
auglýsingum frá SWF (Single
White Female eða ógift hvít kona)
og DJM (Divorced Jewish Male
eða fráskilinn karl af gyðingaætt-
um), eftir félögum sem ekki
reykja.
í greinargerð Everett Koop
landlæknis eru notuð nýyrði. Þar
er ítarleg könnun á útbreiðslu
ETS (Environmental Tobacco
Smoke eða tóbaksreyks í um-
hverfinu) og kannaður munurinn
á hliðarstraums- reyk, hreinum
reyk úr logandi sígarettu, og
meginstraumsreyk, eða reyknum
sem reykingamaðurinn andar frá
sér út í andrúmsloftið.
Hliðarstraumsreykurinn er
hættulegri þeim sem ekki reykja.
Reykingamaðurinn sem lætur
sígarettuna reykja sig sjálfa í
öskubakkanum veldur meira tjóni
en sá sem tottar sígarettuna án
afláts. Sá fyrrnefndi hleypir eitr-
inu óþynntu út. Sá síðamefndi
innbyrðir megnið af eitrinu sjálf-
ur.
En nýjustu skýrslur sýna að æ
fleiri konur reykja, en hér á árum
áður voru það svo til eingöngu
karlar sem reyktu. Lungnakrabbi
veldur nú dauða fleiri kvenna en
nokkurt annað krabbamein, og
nú reykja fleiri stúlkur og ungar
konur en piltar og ungir karlar.
Sígarettureykur veldur dauða
rúmlega 300.000 Bandaríkja-
manna árlega, úr krabbameini,
lungnaþembu, hjartaslagi eða
hjartasjúkdómum. Um 135.000
deyja úr lungnakrabba, þar af um
85% reykingamenn, og í greinar-
gerð landlæknis er reiknað með
að sumir hinna deyi vegna ETS.
I greinargerðinni er einnig komizt
að þeirri niðurstöðu að böm
reykingamanna verði einnig fyrir
skaðlegum áhrifum frá reyking-
um foreldranna, og geti meðal
annars sýkzt í lungum.
Þriðja niðurstaðan í greinar-
gerðinni er sú að jafnvel þótt
reykingamenn séu aðskildir frá
þeim sem ekki reykja, dragi það
aðeins úr, en útrými ekki hætt-
unni frá ETS. Þessi ályktun á
eftir að vekja kröfur frá hörðum
andstæðingum reykinga um al-
gjört reykingabann á skrifstofum,
í flugvélum og á opinberum stöð-
um.
Dr. Koop hefur barizt gegn
tóbaksreykingum allt frá því hann
var skipaður yfirmaður heilbrigð-
ismála árið 1981. Árlegar skýrslur
hans um skaðsemi reykinga hafa
að jafnaði vakið aukna athygli
almennings á hættunni. Hann
hefur einnig tekið upp baráttu
gegn eyðni (AIDS) og skorti á
fræðslu um kynferðismál.
Þótt hann hafí hlotið vinsældir
fyrir andstöðu sína gegn fóstu-
reyðingum, hefur baráttan gegn
reykingum ekki verið jafn vinsæl.
Mikill fjöldi íhaldssamra kristinna
manna er í tóbaksræktarríkjun-
um, til dæmis i Norður-Karólínu.
Stuðningur hans við kynfræðslu
er þó öllu meira í andstöðu við
siðalögmál ríkjandi yfírvalda.
Hann lýsti því yfír fyrir nokkru
að eyðni væri svo hættulegur
sjúkdómur að nauðsynlegt væri
að böm lærðu um sjúkdóminn í
skóla og fengju þar tilsögn í því
hvemig væri unnt að stunda
kynlíf án áhættu. Þetta hneyksl-
aði suma.
Hann er hvasseygur með skarp-
ar augnabrúnir og alskegg og
minnir helzt á Ahab skipstjóra eða
einhvem bráðlyndari spámann-
anna. Það kom því illa við marga
að heyra hann hvetja menn til að
nota veijur.
En greinargerðin um „óbeinar
reykingar" verður mikið áfall fyr-
ir tóbaksiðnaðinn. Talsmenn
iðnaðarins hafa lengi haldið því
fram að í raun væm engar beinar
sannanir fyrir því að sígarettu-
reykur væri á nokkurn hátt
skaðlegur þeim sem ekki reyktu.
Þeir hafa einnig haldið því fram
að reyndar væri ekki sannað að
samband væri milli krabbameins
og reykinga, en ætlast ekki lengur
til þess að þeim sé trúað. Nú er
komin út opinber greinargerð,
gefín út á vegum ríkisstjómarinn-
ar, þar sem stuðst er við mikinn
fjölda hagtalna og línurita. Það
era ískyggilegar fréttir fyrir tób-
aksræktendur.
Höfundur er blaðamaður við
brezka blaðið The Observer.