Morgunblaðið - 06.01.1987, Side 36

Morgunblaðið - 06.01.1987, Side 36
36 _______________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987_ Ríkisstjórnin kosin beint eftir Þorstein Hákonarson Okkur hefur verið legið á hálsi í BJ fyrir mikla sérvisku að ætla að kjósa forsætisráðherra beinum kosningum. Þetta er svo framandi hugmynd fyrir fjöldann allan af fólki að það heldur að um sérvisku sé að ræða. Því miður engin sérviska heldur djúpviska. Nú skal ég segja ykkur hvemig á þessu stendur. Við viljum af ýmsum ástæðum kjósa ríkis- stjómina beint. Og ef þú sem þetta lest vilt fá það beint í æð hvers vegna þá er það vegna þess að í dag er stjórnað með lögum á svipað- an hátt og ef við værum að spila og svo færi ég að tapa þá breytti ég reglunum til að vinna. Hugsum okkur að við værum að selja bíl og við öfluðum tilboða í bíiinn. Það koma fjórir aðilar og gera tilboð í bílinn. Og við ákveðum að taka einu þeirra. Svo þegar við ætlum að ganga frá sölunni kemur í Ijós að tveir eða þrír af þeim sem gerðu tilboðið koma með versta til- boðið sem einhver þeirra gerði og ætla að kaupa bílinn saman. Kjaftæði hugsar lesandinn. Svo- leiðis rugl hlustar maður ekki á. Eínmitt, en þegar þú ert að fram- selja vald til þess að reka þjóðfélag- ið, þá er þetta svona, þú færð allskonar tilboð en þegar þú ert búinn að binda þig, þá kemur eitt- hvað allt annað í ljós. Ef við værum að selja bfl, og svo ætti að borga hann með viðlaga- tryggingu, með lægra kaupi, með einum slípuðum steini austan úr Homafirði, með einum glugga í Krýsuvík, með holu ofan í jörðina og með poka af salti sem kostar tíu sinnum meira en hjá Saltsölunni eða Eimskip. Hvað finndist þér? Ég skal segja þér það, þú mundir vera viss um að þú værir á Kleppi og mundir spyija um lækninn. En hvað er viðlagatrygging? Það er trygging sem þú færð að borga en ef eitthvað kemur fyrir þá fá aðrir greitt til að gera það sem þá langar. Dæmi af Patreksfirði um það. Hvemig voru efnahagsmálin löguð? Með því að lækka kaupið. Hveijir haidiði að borgi slípuðu steinana í Seðlabankahúsinu? Hver borgaði Kiýsuvíkurskólann? Þú gerir það. Eigum við ekki helling af ónýtum holum í Kröflu og eru ekki til saltbirgðir á milljón kr. tonnið úti á Reykjanesi? Er það ekki þetta sem þú færð þó tilboðin fyrir kosningar séu allt önnur? Og ég gleymdi félagsmálapökk- unum, veistu hvað félagsmálapakki er? Það er heilmikil hrúga af pen- ingum handa verkalýðsrekendum að byggja fyrir og ef þú ert svo vitlaus að kaupa verkamannabústað þá borgar þú og borgar og svo ertu boðinn upp. Sko Alþingi er ekkert annað en bflasala ríkisins, þeir gera fín tilboð og svo færðu ekki neitt. Ef ástandið á bflasölum væri nú eins og ég var að lýsa mundirðu auðvitað setja upp bflasölu sjálfur til þess að láta þessa vitleysu hætta. Þú sérð það sjálfur að það er ekk- ert annað að gera. Það er svolítið í þessa átt sem við í BJ erum að reyna að gera. Ruglið og ósvífnin er svo yfirgnæf- andi að það er ekkert annað að gera. En nú skulum við fara í gegnum djúpviskuna að kjósa forsætisráð- herra beint. Við getum alveg hugsað okkur að við kysum alla ráðherrana, en það er ekki hægt. Og auðvitað veistu af hveiju það er ekki hægt. Það er vegna þess að þeir mundu vera eins og kóngar hver í sínu homi og vinna ekki saman. En ef við kjósum bara forsætisráðherrann og hann velur samráðherra getur hann rekið þá ef þeir standa sig ekki. Það er að segja þeir verða undir aga. Enda er löngu kominn tími til. En hvað með forsætisráðherr- ann, hver hefur hann undir aga? Aha, einmitt, gott hjá þér, við setj- um hann undir aga að fara að lögum, við gefum forseta Islands möguleika á að reka hann ef for- seti fær samþykki Alþingis til þess, og við getum sparkað honum eftir fjögur ár ef okkur líkar ekki gaur- inn. Eða láta hann taka pokann eins og þeir segja á Akureyri. Er ekki sparkað í okkur ef ein- hveijum líkar ekki við okkur eða þarf ekki á okkur að halda? Allt í lagi, höfum við það bara svoleiðis. En hvað á að gera við þingið? Sko, láta það gera það sem það hefur trassað í marga áratugi, það er að búa til sæmileg lög. Þorsteinn Hákonarson „Það er ekJki nokkur lif- andi leið að breyta þessu kerf i nema með þvi að koma valdinu til almennings. Og með því að kjósa ríkissfjórn sér og löggjafarþing sér getum við, almenning- ur, ráðið.“ Nú skulum við sleppa öllu gamni í þessu máli og athuga hvemig þessu landi er stjórnað. Það er ekki Alþingi sem stjóm- ar, þeir réðu þrem málum héma áður en ráða bara tveim núna. Hér áður réðu þeir hvort ætti að friða hrafninn, leyfa minkinn og bjórinn, en nú ráða þeir bara um hrafninn og bjórinn, minkar em mál bænda. Það er að segja, það em þau mál sem þingmönnum er fijálst að eiga við og em kannski einu málin þar sem sannfæringarákvæði stjómarskrárinnar njóta sín. Fmmvörp, sem einstakir þing- menn flytja og köiluð em þing- mannafrumvörp, ná yfirleitt ekki fram að ganga. Stjómarfmmvörp ná fram að ganga. En hver semur stjómarfmmvörp? Það gera emb- ættismenn. Og rétt fyrir vorið þegar ókyrrast tók í þingsölum vegna þess að komið var að sauðburði skelltu embættismenn þessum fmmvörpum fram. En í lok fmm- varpsins stendur yfirleitt að ráð- herra ákveði það sem máli skiftir með reglugerð. Og svo er ráðher- rann sendur úr landi í boð til að skoða menn í röðum. Þannig ráða embættismenn svo öllu eins og þeim sýnist. Þetta er ekkert lýðræði. Það em sextíu menn á Alþingi sem ættu að hafa nógan tíma til þess að gera lög sem allir ættu að fara eftir. En það er til siðs núna að gefa út ný lög við hvert tækifæri, þau em köliuð tækifærislög. Ríkisstjómin fellur og verður að fara frá ef hún missir vald á nægilega mörgum þingmönnum til að búa til tækifær- islög. Ixjg um tímabundið vömgjald em t.d. tækifærislög. Það er ekki fijálst fólk sem býr við tækifærislög. Við emm ekki frjálst fólk. Það er alsiða á Islandi að bijóta lög af því að þau em svo vitlaus. Hjón skilja vegna þess að það em svo vitlaus lög. Það er 30% dýrara fyrir fólk að vera gift en ógift. Og svo býr þetta fólk saman eftir sem áður. Hvað með áfengis- lögin? Hver haldiði að fari eftir reglunum um sykur í bmggi? Eng- inn einasti maður. Lögreglan hefur það sem vinnureglu að sá sem selur bmgg skuli tekinn, hinir em látnir í friði. Þannig verður lögreglan að setja skynsamlegar reglur þegar Alþingi er ekki fært um það. En það er samt ekki alveg rétt að hafa það svoleiðis. Við í BJ viljum skynsamleg lög sem hægt er að fara eftir. Þessi lög eiga að gilda alveg eins um séra Jón og Jón. En til þess að geta fengið skynsamleg lög verðum við að skilja á milli ríkisstjómarinnar og þeirra sem búa til lögin. En þeir sem búa til lögin eiga ekki að gera annað en búa til lög og rann- saka hvemig þau virka. Þess utan er rétt að láta þá hafa fjárveitinga- valdið. Það mun taka þriðjung af tíma þeirra ef við í BJ fáum okkar fram. Það veitir ekki af að fara miklu betur í gegnum íjárlagafram- vörpin en nú er gert. Af skifti af f ramkvæmdum Við vitum það öll að hér er nægi- leg árátta að vera alltaf að byggja, Seðlabankastjóri fékk sér sjóð með því að taka hluta af refsivöxtum viðskiftabankanna í kastalann sinn, Sverrir Hermannsson vill byggja kastala í hvelli yfir pappakassa með bókum sem enginn nennir að lesa. Það verður aldrei gluggað í slík rit vegna þess að þau verða gerð tölvutæk. Og ef einhveijum fínnst þetta ómenningarlegt þá hefur ann- að staðið þessu þjóðfélagi fyrir þrifum en aðstaða til að ná bókum sem engan vantar uppúr pappa- kössum bókasafna. Við teljum ekki rétt að það séu sömu menn sem bæði taka ákvarð- anir um þörf fyrir fjárfestingar og ákveða að innheimta skatta til að borga. Á fínu máli heitir það að við viljum ekki að löggjafar- og fy'ár- veitingavaldið sé að skifta sér af framkvæmdavaldinu. Við viljum að fjárveitingavaldið sé óháður aðili sem getur gagnrýnt áætlanir ríkis- stjómarinnar um notkun á pening- um. Því meira sem ríkið notar af peningum í hluti sem eru ekki nauð- synlegir því minna hefur fólkið í landinu. Við viljum að alþingismenn geti virkað sem neitunarvald á óþarfa hluti tii þess að almenningur hafí meira fé handa á milli. Það er enginn vandi að framkvæma og framkvæma ef aðrir eiga að borga. Að stjórna með lögnm Ríkisstjórnin er svo vön að stjóma með lögum að hún virðir lög alls ekki. Og þingmenn virða þau ekki heldur. Og þeir nenna ekki að búa til iög, heldur búa þeir til billega þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að gera hitt og þetta og fela ríkisstjórninni að gera það. Það má minna á þingsályktun um framlög til þróunarlanda, það tekur enginn mark á því. Og þegar þeir nenna ekki að afnema lög þá fara þeir bara ekki eftir þeim. En við, almenningur, eigum að fara eftir þeim, ekki satt? En af hveijú fer ríkisstjómin ekki eftir lögum? Það er vegna þess að ríkisstjómin setur í raun lög, það er að segja kerfíð sem stjómar set- ur lög. í reynd er það ekki sjálfstætt Alþingi sem setur lög, vegna þess að það er talin forsenda til að stjórna að geta alltaf breytt lögum. Þegar ríkisstjórn stjómar með lögum þá eru lög bara ómerkilegar daglegar ákvarðanir og þegar menn nenna ekki að breyta lögum þá fara þeir bara ekki eftir þeim. Með þessu hefur skapast geð- þóttavald hér á landi. Það er farið eftir lögum eftir því hvort ríkjandi stjómvöld hafa áhuga á því eða ekki. En ef kerfíð ætlar að kúga þig þá eiga þeir nóg af lögum til þess. Við í BJ viljum ekki hafa þetta svona, við stefnum að því að koma upp lýðræði á íslandi. Og meðal annarra orða, við stefnum á að koma hér upp réttarríki. Til þess að gera þetta þarf að aðskilja stjómina (eða framkvæmdavaldið eins og það er formlega sagt) og þingið (löggjafarvaldið). Það verður ekki gert nema með því að kjósa hvort tveggja sér. Og ekki á sama tíma. Það er ekki önnur leið fær en að kjósa forsætisráðherrann bara einan beint, vegna þess að við viljum hafa forsetann áfram, við viljum ekki að framkvæmdastjóri ríkisins sé þjóðhöfðingi. Við gerum ráð fyrir að það verði metnaður manna, sem sækjast eftir að verða forsætisráðherra, að vinna vel og faglega. Kosinn forsætisráðherra er eins konar framkvæmdastjóri, hann er undir eftirliti Alþingis sem áfram verður ijárveitinga- og löggjafar- vald. Alþingismenn skifta sér ekki af framkvæmdavaldinu öðruvísi en með rannsóknamefndum sem at- huga hvemig lög virka og hvort allt sé með felldu. Þingið mundi yfírheyra ráðherra sem forsætisráð- herra skipar og verður að sam- þykkja þá, en getur hafnað þeim með 2Aatkvæða. Þannig að forsæt- isráðherra yrði að fínna annan mann eða gegna embættinu sjálfur ef þingið finndi eitthvað bogið við manninn og rökstyddi það. Hvað græðum við á þessu? Það er nokkuð augljóst. Við fáum vand- aðri löggjöf og betri stjóm. Þá mundu embættismenn verða fag- legir í störfum sínum. Því þeir missa öll pólitísk áhrif þegar kjörinn for- sætisráðherra ræður þau fjögur ár sem kjörtímabil hans stendur. Slíkur forsætisráðherra er ekkert að láta neina kerfísburgeisa koma sér á kaldan klaka, hann rekur bara þá sem eru með ragl. Og nú kanntu kannski að segja að þetta verði aldrei, en bíddu bara, það er til fullt af faglegum mönnum sem sjá að svona kerfí er fyrir þá. Það er til fullt af mönnum sem neita að fara á þing eða taka þátt í raglinu, þeir sjá að svona kerfí neyðist til að bera faglega virðingu fyrir mönnum og er vettvangur fyr- ir slíka menn. Það era hæfu mennimir sem nú gefa skít i pólitík og stjómunarstörf. Það er td. ljóst að lagaprófessor- ar mundu sækjast eftir þingsetu á nærri hreinu löggjafarþingi, þótt þeim ói við að vera afgreiðslumenn á framvörpum sem enda á að ráð- herra ákveði hvemig það sem skiftir máli skuli vera. Þingræði er ekki heilagt Hvað er þingræði? Það er það sem við höfum núna. Er það gott? Auðvitað ekki, við kjósum og svo fáum við ríkisstjórn sem enginn vill. Jón Baldvin er nú um stundir að gera sig breiðan. En hvað svo? Ekki neitt. Það er ekkert að marka það sem hann segir. Það vita allir. Ekki þar fyrir að það er ekkert að marka það sem allir hinir era að segja. Það er t.d. lítið að marka okkur í BJ ef við færam í stjómar- samstarf. Það væri hræsni og lygi að segja annað. Við yrðum að éta ofan í okkur allskonar vitleysu sam- starfsaðila. Okkur þykir ekkert sniðugt að það skuli ekkert að marka okkur og reyndar þykir flest- um hinna það ekki heldur. En hver vill þá hafa þetta svona? Embættismenn vilja hafa þetta svona. Þeir leika sér að ráðherram þegar þeir koma í ráðuneytin. Og Jóhannes Nordal, hann er ráðu- neyti útaf fyrir sig, aldrei er hann kosinn. Hann er með Seðlabankann, Landsvirkjun og stóriðjunefnd. Það er meira en meðal ráðuneyti. Þegar Landsvirkjun fór á hausinn þá ákvað hann að laga greiðslubyrði Landsvirkjunar með því að selja þeim ódýra dollara sem við hin þurftum að þræla fyrir. Og núver- andi ríkisstjóm var bara sendill í því máli. Þetta er þetta fína þing- ræði. En í það skiftið fengum við 30% kauplækkun fyrir. Hvemig eigum við, almenningur, að ná valdi á þessari vitleysu? Með því að ráða okkur mann í það, ekki satt. Ef við viljum láta klippa okkur þá förum við til rakara. Ef okkur líkar ekki við hann, þá fáum við annan. Það er í eðli sínu ekkert merkilegra að ráða okkur forsætis- ráðherra til að sjá um stjómina en að velja sér rakara eða hárgreiðslu- meistara. Okkar er valdið. Við eram merkilegt fólk sem ræður, kerfis- menn vinna hjá okkur. Við vitum það að valdamenn gefa aldrei upp valdið ótilneyddir. Og við kjósendur á þessu landi eram valdamenn. Af hvetju eigum við að gefa okkar vald eftir? Það er bara vitleysa. Ef þessum herram líka ekki úrslit kosninga og vilja ekki vera í sínum flokki, hvað varð þá /leunGR/Kónnn Námskeið til undirbúnings eftirtöldum prófum hefjast: 12. jan. 30tonna skipstjórnarpróf. Inntökuskilyrði: engin. 16. febr. Hafsiglingapróf (Yachtmaster Offshore). Námsefni í þessu námskeiði er: siglinga- fræði, sjómennska og veðurfræöi. Inntöku- skilyrði: 30 tonna próf. 30. mars. Úthafssiglingapróf (YachtmasterOcean). Námsefni: sigling eftir himinhnöttum, veður- fræði. Inntökuskilyrði: hafsiglingapróf. Kennsla í meðferð seglbáta og notkun siglingatækja fer fram næsta sumar á nýrri skútu skólans og hefst sú kennsla mánudaginn 1. júní. Upplýsingar og innritun í síma 91-31092. Siglingaskólinn Meðlimur í alþjóðasam- bandi siglingaskóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.