Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987
4
Við áramót
eftirSvein Guðmundsson
Árið 1986 hefur að mörgu leyti
yerið gjöfult. Vetur var mildur, vor
og sumar gott. Heyfengur mikill
og góður. Haustið var nokkuð gott,
en tveir síðustu mánuðimir á árinu
voru umhleypingasamir.
Ný hreppsnefnd tók við á árinu
og er Guðmundur Ólafsson, Grund,
oddviti. Fráfarandi oddviti, Vil-
hjálmur Sigurðsson, gaf ekki kost
á sér. Götuljós voru sett upp á
Reykhólum í haust.
Oddvitaskipti urðu víðar í sýsl-
unni. í Geiradal lét Grímur Amórs-
son bóndi, Tindum, af oddvitastörf-
um eftir áratuga_ þjónustu.
Núverandi oddviti er Áshildur Vil-
hjálmsdóttir, Króksflarðamesi.
í Gufudalssveit lét Reynir Berg-
sveinsson fyrrverandi bóndi í
Gufudal af störfum og í hans stað
kom Magnús Helgason, Múla.
Unnið hefur verið að því á árinu
að sameina alla hreppana 5 í Aust-
ur-Barðastrandarsýslu í einn hrepp
og miðar því verki heldur rólega.
Ekki hefur orðið vart við neinn
mótbyr í því máli, en félagsmála-
ráðuneytið hefur nú forustu í
málinu.
Þörungavinnslan varð gjaldþrota
á árinu og var nýtt félag heima-
manna stofnað til þess að halda
áfram rekstri. Hið nýja félag keypti
þrotabúið á 25 milljónir króna.
Þörungavinnslan hefur ekki verið
sú lyftistöng fyrir héraðið sem ætl-
að var í fyrstu. Hún hefur alltaf
verið í fjármagnssvelti og vegna
utanaðkomandi áfalla var hún
dæmd til þess að fara á hausinn.
Athygli vekur að þegar gjaldþrot
var ákveðið var ekki haft samband
við aðra hluthafa, enda réði stefna
ríkisvaldsins í málefnum þömnga-
vinnslunnar eingöngu.
Reykhólaskip hf. varð gjaldþrota
á árinu, en það var í eign Þömnga-
vinnslunnar og heimamanna. Þetta
er fyrsta fraktskipið sem skrásett
er hér á Reykhólum. Rekstur þessa
skips kom byggðinni lítið til góða
að öðm leyti en því að hásetar vom
stundum úr heimabyggð.
Yfirmenn Helgeyjar, en svo hét
skipið, urðu að flytja heimilisföng
sín suður.
950 metra löng flugbraut var
gerð á Reykhólum í sumar, en hún
þyrfti að vera lengri til þess að
þjóna því hlutverkí að vera öryggis-
braut fyrir Vestfjarðaflugið. Hins
vegar er þetta stór og góður áfangi.
Fyrstu 6 km af bundnu slitlagi
vom lagðir hér í sýslu í haust og
fer nú að nálgast að helmingur leið-
arinnar héðan til Reykjavíkur sé
með bundnu slitlagi. Hins vegar
verða Vestfírðir aldrei vinsælir fyrir
ferðamenn fyrr en bundið slitlag
er komið á alla aðalvegi bæði í
Barðastrandarsýslum og alla leið
til ísafjarðar. Staðreynd er að
mörgum manninum er það annt um
bílinn sinn að hann vill ekki hrista
hann sundur á þessari fögm en
löngu leið. Samgönguráðherra
sagði hér þegar hann opnaði hina
nýju flugbraut að það færi að stytt-
ast í að vegur kæmi yfír Gilsfjörð
og geta allir Vestfírðingar fagnað
þeirri ákvarðanatöku.
Á árinu hefur vamarstaða dreif-
býlisins veikst. Ekki er eingöngu
við stjómarherra að sakast. Stjóm-
arandstaðan er veik og knýr ekki
á að þörf sé á kröftugri byggða-
stefnu.
Það virðist orðið neikvætt að fjár-
festa út á landi. Eignir manna
seljast þar ekki nema á sport prís.
Bú em hér mjög lítil. Uppbygg-
EXCEL
Áætlanagerð, línurit og
gagnagrunnur
Námskeið um notkun töflureikna á
Macintosh, jafnt fyrir byrjendur sem lengra
komna. Kennd er notkun EXCEL við ýmiss
konar útreikninga og skýrslugerð s.s.:
# Fjárhags- og tekjuáætlanir og aðra áætlanagerð
Ú Uppsetningu skýrsla s.s. ársskýrsla
Ú Launaútreikninga, verð- og tollskýrslur
Ú Afborganir lána og víxla ofl. ofl.
Lögð er áhersla á myndræna framsetningu með línuritum og
sneiðmyndum.
Ýtarleg námsgögn og líkanasafn innifalið!
Námskeið verða sem hér segir:
A: 10,-ll.janúar, 1987 kl. 9-16 (alls 12 klst),
B: 16.,20.,22.og 23.janúar, 1987 kl. 17-20 (alls 12 klst)
ITlacintosh
námskeið
©ffmmiEiMáiMsk©að ^ WOEIKi
Stýrikerfið, ritvinnsla, gagnagrunnur,
áætlanagerð, tölvusamskipti og línuritagerð.
Tilvalið námskeið fyrir þá sem vilja kynnast eiginleikum Macintosh
frá gmnni en jafnframt tileinka sér nútimaleg vinnubrögð í leik og
starfi. Lögð er áhersla á samtengingu allra þátta forritsins WORKS
til hámörkunar á árangri. Sérstök áhersla er lögð á eftirtalin atriði:
Útskiptingu leturgerða og hjálparforrita
# Samtengingu ritvinnslu og gagnagrunns
fl Samtengingu ritvinnslu og töflureiknis
Ú Gerð línurita og sneiðmynda
Ú Notkun tölvutelex
Ytarleg námsgögn, fjöldi leturgerða og hjálpar-
forrita auk tilbúinna dæma fylgja á disklingi!
Námskeið verða sem hér segir:
A: 19.,21.,23.,26.,28. og 30.janúar kl. 9-12 (alls 18 klst),
B: 24.,25. og 31.janúar kl. 9-16 (alls 18 klst).
Afsláttur fyrir eldri nemendur og ríkisstarfsmenn. Fjöldi nemenda á
hverju námskeiði takmarkaðúr.
Kennari: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
verkfræðistofa, Ármúla 5, 108 Reykjavík
gffmik (SS M 2>(ö)
ing hér var á eftir tímanum vegna
samgönguerfíðleika og svo kom
leiftursóknin í landbúnaðarmálum
og mætti vitna í erindi úr Halarófu-
kvæði, sem Ingunn Eggertsdóttir
þýddi.
„Set ég sjálfur mín lög
eins og sýnast mér hög.
Ég er laganna öm,
annast sókn bæði og vöm
og þig dæmi til dauðs.“
Fólki hér fer fækkandi og árið
1975 voru hér í sýslu 464 íbúar en
1985 eru þeir 388 eða þeim hefur
fækkað um 16,3%. Hins vegar fjölg-
aði þjóðinni á sama tíma úr 219.033
í 242.089 manns, eða þjóðinni fjölg-
aði á þessu tímabili um 10,5%.
Ef íbúafjöldi hér hefði haldið í
við landsmeðaltalið ættu þeir nú að
vera 513 að tölu og hefði fjölgað
um 125 manns.
Nú má ætla að fækkun gangi
hraðar fyrir sig því skriðan er kom-
in af stað og allt er gert til þess
að auka hraða hennar og það þarf
ekki neina spádómsvisku til að sjá
að með svipuðu áframhaldi verður
íbúatalan hér komin niður fyrir 300
um næstu aldamót.
í vetur er skóli aðeins á tveimur
stöðum í sýslunni, það er á Reyk-
hólum og Króksfjarðamesi. Þar er
skóli fyrir yngri nemendur í Geir-
dal. Að Reykhólaskóla standa þrír
hreppar sýslunnar, en nú er ekki
búið í Múlasveit og fáir íbúar eru
í Flateyjarhreppi.
Vegalengdir eru miklar. Þrír
bílar aka bömum til og frá skóla.
Heimavist er fyrir böm úr Gufu-
dalssveit og Geirdal. Þau em sótt
á mánudagsmorgnum og ekið heim
síðdegis á föstudögum.
Ein leiðinleg uppákoma var hér
á árinu en það em svokallaðar bú-
marksnefndir. Þær eiga að leggja
blessun sína yfír eyðingu byggða
og em ótrúlega valdalitlar stofnan-
ir og hafa úr litlu að spila til þess
að jafna á milli bænda sem hafa
lent illa í landeyðingarkerfínu. Ein
garðyrkjustöð var stofnsett á Reyk-
hólum á árinu, en önnur var fyrir.
Verkaskipting verður með stöðvun-
um. Sú nýrri verður með tómata
og gúrkur, en hin aðallega með
tijáplöntur og garðablóm.
Prestaskipti urðu á árinu. Valdi-
mar Hreiðarsson lét af störfum og
flutti með íjölskyldu sinni til Stykk-
ishólms, en Bragi Benediktsson var
kosinn sóknarprestur hér og flutti
hingað með fjölskyldu sína.
Ný stjóm tók við á Dvalarheim-
ili aldraðra á Reykhólum. Formaður
hinnar nýju stjómar er María Björk
Reynisdóttir hjúkmnarfræðingur.
Þungt hefur verið undir fæti með
framkvæmdir, en húsið er nú til-
búið undir tréverk og málningu.
Fjárveitingar á næsta ári em ekki
fyrir hendi að vitað er.
Jón A. Guðmundsson bóndi í bæ
hefur fært út kvíamar. Auk venju-
legs sauðfjárbúskapar rekur hann
bensínafgreiðslu, sælgætisverslun
og gistiþjónustu. Nú hefur hann
opnað bókabúð og gjafavömversl-
un.
Ingibjörg Björgvinsdóttir kenn-
ari, Reykhólum, opnaði fyrir jólin
bókabúð. Við þurfum því ekki að
kvarta um þá hlið menningar.
Kaupfélag Króksfjarðar rak hótel
Bjarkarlund í sumar og gekk sá
rekstur allvel. Kaupfélagið verður
að reka þijár verslanir. Eina í
Króksfjarðarnesi, aðra á Reykhól-
um og þá þriðju á Skálanesi í
Gufudalssveit. Að jafnaði er rekst-
urinn plúsmegin og gætu kaupfélög
sem em að sigla rekstri sínum í
strand ráðfært sig við kaupfélags-
stjórann hér um það hvemig hægt
er að reka smákaupfélag með al-
hliða þjónustu, án þess að setja það
á hausinn.
Ekkert hús er hér í smíðum og
hús sem byijað var á fyrir nokkmm
ámm standa ófullgerð. Eitt hús á
Reykhólum er búið að vera á sölu-
skrá alllengi, en eigendur em fluttir
burtu. Síðast þegar undirritaður
frétti hafði enginn spurt um húsið.
Tvær bækur komu út á árinu
eftir höfunda búsetta í Reykhóla-
sveit. Bók Játvarðar Jökuls Júlíus-
sonar um Torfa í Ólafsdal, en hana
má flokka undir fræðirit. Hin bókin
er eftir Helgu Halldórsdóttur frá
Dagverðará (Mýrartungu í Reyk-
hólasveit) og heitir bókin „Öll emm
við menn“. Sú bók fjallar um fólk
sem hún sjálf kynntist.
Að sjálfsögðu er mikið rætt um
stjómmál hér um slóðir og auðvitað
hvemig flokkamir haga framboðum
sínum. Að sjálfsögðu fær
Steingrímur mesta umræðuna en
hann vill ekki þjóna Vestfírðingum
lengur og verður að teljast að sú
ákvörðun sé rétt ef hann er búinn
að tapa trúnni á byggðastefnuna.
Samtökin um jafnrétti á milli
landshluta áttu hér mjög mikið fylgi
hjá öllum. En þau gátu ekki slitið
sig frá pólitísku flokkaþrasi og
komið fram sem sterkt afl. Fram-
boð hingað til bera þess engin merki
að flokkamir taki nokkuð mark á
þessum samtökum.
Gleðilegt ár.
Höfundur er fréttaritari Morgun-
blaðsins á Reykhólum.
Kveðjuorð:
Alfreð E. Rasmus-
sen skósmíðam eisturi
Mig langar að minnast Alfreðs
E. Rasmussen sem lést 29. nóvem-
ber sl. Hann var fæddur í Stensby
á Sjálandi 26. september 1904, og
var því nýlega orðinn 82 ára er
hann lést. Ungur að árum lærði
hann skósmíðar, sem varð hans
ævistarf, starf sem hann innti af
hendi af vandvirkni og nákvæmni
alla tíð. Sá sem keypti skó af honum
gat verið viss um að fá góða skó
unna af fyrsta flokks fagmanni,
manni sem gerði fyrst og fremst
kröfur til sjálfs sin.
Árið 1937, þegar skóverslun Lár-
usar G. Lúðvíkssonar setti á stofn
skógerð við Rauðarárstíginn í
Reykjavík, vom vélamar í verk-
smiðjuna keyptar frá Danmörku.
En þá vantaði einhvern til að und-
irbúa gangsetningu verksmiðjunnar
og leiða þetta barn síns tíma fyrstu
skrefín. Fyrirtækið sem seldi vél-
amar varð að sjálfsögðu að senda
traustan mann og góðan fagmann
til þess að leysa þetta mikilvæga
verkefni af hendi, og valdi því Al-
freð til fararinnar. Sýnir það val
að vinnuveitendur hans bám mikið
traust til hans bæði sem stjómanda
og fagmanns. Áætlað var að verk-
efni þetta tæki u.þ.b. eitt ár, eða
þar til íslenskur maður væri búinn
að læra svo mikið af Alfreð um
rekstur verksmiðjunnar, að hann
gæti tekið við. En margt fer öðm-
vísi en ætlað er. Skömmu eftir að
Alfreð kemur til landsins kynnist
hann móðursystur minni, Margréti
Þórðardóttur frá Efri-Bmnná í
Sauðbæjarhreppi í Dalasýslu. Varð
því aldrei úr því að hann sneri aft-
ur til Danmerkur, heldur hófu þau
Margrét búskap sem stóð í næstum
50 ár. Hélt Alfreð því áfram sem
verksmiðjustjóri þar til verksmiðjan
var lögð niður, en eftir það starfaði
hann alla tíð sjálfstætt að iðn sinni,
nú síðast í Stórholtinu í Reykjavík.
Segja má að allir þeir skór sem
hann smíðaði á sínu eigin verk-
stæði hafi verið handunnir. Vand-
virkni var honum í blóð borin og
lagði hann því mikla vinnu í hvert
skópar sem hann smíðaði. Þar að
auki vom vélar þær sem hann not-
aði, a.m.k. hin síðari ár, orðnar
gamlar og því erfítt að keppa við
verksmiðjuframleidda skó. Það féll
því í hans hlut að smíða fyrir ýmsa
sem þurftu að fá sérsmíðaða skó
eins og t.d. lögregluna í Reykjavík,
en fyrir þá smíðaði hann mikið af
leðurstígvélum. Þá smíðaði hann
fyrir fatlaða og ýmsa fleiri. Ég veit
að lögreglumenn vildu ekki neitt
annað fara til að fá sín stígvél
smíðuð, því að þar fengu þeir góða
gripi, sem bæði entust vel og fóm
vel á fæti. Þegar ég kom til hans
á verkstæðið var manni alltaf boðið
inn í það helgasta, inn í sjálfa vinnu-
stofuna, sem vár inn af afgreiðsl-
unni. Þar var alltaf spjallað úm
daginn og veginn, en ekki lét hann
tímann fara til spillis, heldur hélt
áfram við vinnu sína á meðan hann
ræddi við gestkomandi, því hann
hafði gaman af því að ræða við þá
sem komu í heimsókn þama á verk-
stæðið. Hann mun alltaf standa
mér fyrir hugskotssjónum þar sem
hann situr við vinnuborð sitt á verk-
stæðinu í Stórholtinu með skó í
hendi sem hann er að vinna við.
Mér er alltaf minnisstæð hin sér-
stæða lykt á verkstæðinu, leður-
lyktin, sem að auðvitað átti þarna
heima.
Þar sem heilsa hans var tekin
að bila seldi hann verkstæðið sl.
haust, en var þó þar með annan
fótinn til að aðstoða hina nýju eig-
endur, sem kunnu að meta þennan
góða fagmann.
Þeim Margréti varð þriggja
barna auðið. Sigurlaug, býr á Sel-
fossi, gift Áma Tyrfingssyni, Níels
Emil, sem lést árið 1950, tæpl. 11
ára að aldri og varð foreldrum
sínum mikill harmdauði, og Gréta,
sem býr hér í Reykjavík, gift Smára
Ingvarssyni.
Ég sem þetta rita var heima-
gangur hjá þeim Margréti og Alfreð
þegar þau bjuggu við Rauðarárstíg-
inn. Ég leit á heimili þeirra sem
mitt annað heimili og dvaldist hjá
þeim heilu dagana, og gisti oft,
stundum margar nætur í röð. Ekk-
ert var sjálfsagðara frá þeirra
hendi. Ég minnist þess að einu sinni
lá ég veikur á heimili þeirra í 2 —
3 vikur, og þau frænka mín og
Alfreð hugsuðu um mig eins og ég
væri þeirra eigin sonur. Auðvitað
var það oft erindi mitt til þeirra á
Rauðarárstíginn að hitta vin minn
og frænda, Níels Emil, því að við
lékum okkur mikið saman, en einn-
ig vegna þess að þama leið mér vel.
Alfreð var ekki maður sem barði
bumbur á torgum eða vakti á sér
athygli í fjölmiðlum með hávaða og
gífuryrðum, heldur vann hann störf
sín af trúmennsku og kostgæfni,
án þess að eftir því væri tekið af
alþjóð. Mættum við eiga fleiri svona
íslendinga, því að íslendingur var
hann orðinn eftir að hafa búið hér
í næstum hálfa öld.
í mínum huga mun minningin
um Alfreð ætíð vera sveipuð björtu
ljósi og ég þakka honum samfylgd-
ina og þær góðu stundir sem við
áttum saman. Ég var viss um að
honum hefur verið vel tekið er hann
kom í hús föðurins. Megi blessun
hans fylgja honum.
Kæra Margrét, ég votta þér mína
innilegustu hluttekningi.. Ég veit
að þú hefur misst sv, mikið, því
hann var þér ekki aðems góður eig-
inmaður heldur einnig góður vinur
sem bar þig á höndum sér eins og
hann frekast gat. En hann bar einn-
ig gæfu dætra sinna, tengdasona
og bamabarna fyrir bijósti, og þeim
votta ég samúð mína. En minningin
um góðan mann mun lifa í minn-
ingu okkar allra.
Blessuð sé minning Alfreðs E.
Rasmussen.
Jóhannes Sverrisson