Morgunblaðið - 06.01.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987
41
Einar E. Hafberg
fulltrúi —
Fæddur 18. nóvember 1918
Dáinn 29. desember 1986
„I hendi Guðs er hver ein tið,
íhendiGuðseralltvortstríð." . (M.J.)
I dag, þriðjudaginn 6. janúar, á
þrettánda degi jóla, fer fram frá
Dómkirkjunni útför Einars E. Haf-
berg, fulltrúa í innflutningsdeild
Olíufélagsins hf. Athöfnin hefst kl.
10.30.
Þrátt fyrir veikindi er Einar hefir
átt við að stríða síðastliðinn áratug,
áttum við vinir hans cg samstarfs-
menn sannarlega von á því að njóta
samvistar hans lengur, svo mikill var
þróttur hans og dugnaður. Hann
vann af samviskusemi og árvekni
dagleg störf sín allt til 16. desember
sl., er hann kenndi lasleika síns og
er hann kom heim frá vinnu þann
dag sá kona hans þegar í stað að
enn var alvara á ferðum. Gerði hún
lækni hans og vini, Páli Gíslasyni,
tafarlaust aðvart. Uppskurður á fót-
um var á ný óhjákvæmilegur en nú
breiddist sjúkdómurinn út og brátt
var Ijóst að maðurinn með ljáinn
myndi sigra. Mætur drengur var
kvaddur, kallið var komið, kall kon-
ungsins er græðir á fegurri foldu þau
fræ, er hann sáði í moldu.
Einar var fæddur í Reykjavík 18.
nóvember 1918 og voru foreldrar
hans Engilbert Hafberg, kaupmaður
hér í borg, og Guðlaug Daðadóttir.
Æskustöðvar Einars voru vestur-
bærinn og í þeim bæjarhluta bjó
hann ævilangt. Hann naut umhyggju
góðrar móður og reyndist henni
sannur sonur, og er starfskraftar
hennar þrutu bjó hún hjá Einari og
fjölskyldu hans þar til yfir lauk.
Kynni okkar Einars hófust
snemma. Frá því í aprílbyrjun 1941
höfum við samfellt verið vinnufélag-
ar og nánir samstarfsmenn og leyfi
ég mér að telja hann til minna bestu
og traustustu vina. Einar hóf sjálfur
störf 8. apríl 1938 sem bókhaldari
hjá Hinu íslenska steinolíufélagi og
var orðinn gjaldkeri þess félags. er
Olíufélagið hf. keypti eignir HIS í
desember 1946. Olíufélagið hf. var
stofnsett í júní 1946, en rekstur þess
hófst 1. janúar 1947 er það hafði
tekið við eignum HÍS, eða fyrir 40
árum. Hjá Olíufélaginu hf. var Einar
gjaldkeri í mörg ár en var síðar skip-
aður fulltrúi í innflutningsdeild
félagsins þar sem starf hans var
m.a. á sviði innflutnings- og banka-
viðskipta.
Að eðlisfari var Einar dulur maður
er ekki flíkaði tilfínningum sínum en
ávallt glaður og skemmtilegur í dag-
legri umgengni og vart hefí ég
kynnst samvinnuþýðari samstarfs-
manni. Hann bjó yfír ríkri kímnigáfu,
er hann átti auðvelt með að nota,
þá er það hentaði en fjærst var það
skapgerð hans og meðfæddri prúð-
mennsku að særa nokkurn mann.
Einar var traustur vinur vina sinna
og afar þakklátur öllum þeim er
sýndu honum, móður hans og Qöl-
skyldu vináttu og traust. — Æðru-
laus var hann og kvartaði aldrei,
enda þótt veikindi og alvarleg lömun
á seinni árum hans hefði vissulega
getað gefíð tilefni til slíks. Með fáum
orðum sagt, þá var hann prúður,
orðvar og áreiðanlegur drengur, sem
öllum er honum kynntust þótti vænt
um.
Vegna lömunar hans var hann
daglega keyrður til og frá vinnu af
starfsfélaga okkar á skrifstofu Olíu-
félagsins hf., Þórði Sigurðssyni.
Fyrir þessa og alla aðra hjálpsemi
af hálfta félagsins og starfsfólks þess
var hann og fjölskylda hans ákaflega
þakklát, því að þessi aðstoð og
umönnun gerði honum kleift að halda
áfram störfum svo lengi sem raun
bar vitni, en við starfíð var hugurinn
ávallt bundinn.
Á yngri árum var Einar mjög virk-
ur í skátahreyfingunni, en heit skáta
var og verður að gera ávallt skyldu
sina við Guð og ættjörðina. Einar
átti dýrmætar endurminningar frá
ferð sinni og annarra skátafélaga á
Jamboree-mót í Hollandi sumarið
1937 og var ánægjulegt að heyra
hann ri§a upp atburði þeirrar ferð-
ar. Að afloknu mótinu f Hollandi
heimsóttu þeir félagamir m.a. skáta
Minning
í Þýskalandi og Frakklandi og komu
við á Heimssýningunni í París. Þessi
ferð var Einari ógleymanleg og í
henni eignaðist hann marga vini, er
hann æ síðan hefur haft samband
við. Þetta fjölmenna og merka al-
þjóðamót skáta var ungum manni
mikil og þroskandi reynsla. Það hef-
ir faðir hans, er vafalaust styrkti
hann til ferðarinnar, séð fyrir.
Ungur að árum starfaði Einar við
Skóverslun Lárusar G. Lúðvíkssonar
hér í borg og minntist hann oft með
ánægju þeirra ára, einkum og sérí-
lagi þess skóla, er hann varð aðnjót-
andi þar, því stjórnendur verslunar-
innar gleymdu ekki að veita unga
fólkinu þroskandi og dýrmætar leið-
beiningar og heilræði, er gátu komið
því vel síðar á lífsleiðinni og kunni
Einar vel að meta þann gamla og
góða sið og rifjaðist það oft upp fyr-
ir honum.
Báðir eigum við_ Einar góðar end-
urminningar frá HÍS-árum okkar þar
sem við nutum góðs uppeldis hinna
ágætu yfirmanna okkar þar, þeirra
Valdemars Hansen og Jóhanns G.
Stefánssonar og ekki síður frá 40
ára samstarfi okkar hjá Olíufélaginu
hf. þar sem ávallt hefir verið valinn
maður í hverju rúmi og eru hér með
færðar bestu þakkir frá konu Einars
og dætrum til forstjóra Olíufélagsins
hf., Vilhjálms Jónssonar og sam-
starfsfólks hans, er reyndist honum
á allan hátt frábærlega vel í erfíðum
veikindum hans. Ósk hans að mega
lifa 40 ára afmæli félagsins rættist,
en nú er hann horfínn til enn bjart-
ari heima.
Einar eignaðist traustan og um-
hyggjusaman lífsförunaut er hann
27. febrúar 1954 kvæntist Guðbjörgu
Kristjánsdóttur frá ísafírði, en hún
er uppeldisdóttir sæmdarhjónanna
Elíasar Pálssonar og Láru Eðvarðs-
dóttur. Guðbjörg reyndist manni
sínum frábærlega vel í veikindum
hans og studdi hann af alhug í
hvívetna og syrgir nú góðan eigin-
mann.
Þau Guðbjörg og Einar eignuðust
tvær dætur, Guðlaugu og Láru
Hönnu, og voru þær og bamabömin
þrjú augasteinar Einars.
Við Sigríður og fjölskylda mín og
allt samstarfsfólk Einars hjá Olíufé-
laginu hf. flytjum Guðbjörgu,
dætrunum og fjölskyldunni allri inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
algóðan Guð að blessa ykkur nú á
þessari kveðjustund og um ókomna
daga.
Oll söknum við góðs vinar. Blessuð
sé minning hans.
Ami Kr. Þorsteinsson
Mágur minn, Einar E. Hafberg,
lést í Landspítalanum, eftir stutta
legu, þann 29. desember sl. Allt var
gert sem í mannlegu valdi stóð, til
að bjarga lífí hans, en „maðurinn
með ljáinn" bar hærri hlut, eins og
svo oft áður.
Fyrir réttum níu árum varð Einar
fyrir miklu áfalli í sambandi við sjúk-
dóm þann, sem fór með sigur af
hólmi.
Einar var borinn og bamfæddur
Reykvíkingur. Móðir hans, Guðlaug
Daðadóttir, var gæðakona ættuð
vestan úr Djúpi, en hún andaðist hér
í hárri elli, yfír nírætt.
Það verður að fara meira en 50
ár aftur í tfmann til þess að rifja upp
okkar fyrstu kynni. Það var þegar
við Einar stunduðum báðir nám í
Verzlunarskóla íslands 1936—37.
Margt hefur drifið á dagana síðan.
Einar lærði mest f skóla lífsins. Hann
varð vinsæll skrifstofumaður, sem
kunni öðrum fremur fag sitt. í fyrstu
hóf hann störf hjá Hinu íslenska
steinolíuhlutafélagi, en þegar það
sameinaðist Olíufélaginu hf. 1947,
helgaði hann því félagi krafta sína
til dauðadags.
Á 25 ára starfsafmæli sínu var
honum veitt viðurkenning fyrir frá-
bær störf frá húsbændum sínum, sem
hann ávallt mat mikils.
Einar var hlédrægur og frekar
seintekinn, en við nánari kynni komst
maður að raun um, hvem afbragðs
mann hann hafði að geyma. Tryggð-
in og hlýleikinn var honum í blóð
borin, þess vegna gladdi það mig
stórlega, þegar Guðbjörg, uppeldis-
systir mín, og hann ákváðu að festa
ráð sitt. Þau vom bæði svo samrýnd
og vel af Guði gjörð. Þau kunnu
ávallt vel að meta hvort annað. Allt
samlíf þeirra síðan var til fyrirmynd-
ar og efldist við hveija raun. Þau
urðu ekki rík af veraldar gæðum,
en komust vel af, fyrst og fremst
með spamaði og nægjusemi. Þeim
fannst auðskilið að „þegar lífs er
sólin sest, sitja aurar heima".
Það er einkennilegt að undanfama
tvo mánuði hafa fímm vinir mínir
kvatt jarðlífíð með stuttu millibili,
svo segja má, að „stór em höggin í
vinanna hjörð“.
Allt er í heiminum hverfult. Eng-
inn veit, hver næstur er í röðinni.
Þannig er lífíð. Ungir að ámm fómm
við Einar í hópi 33 íslenskra skáta
á „Jamboree", þ.e. alheimsmót skáta
í Hollandi, sumarið 1937. Slíkt var
mikið ævintýr í þá daga, sem ávallt
er gaman að minnast. Hópurinn að
heiman hélt vel saman allan tímann
sem ferðin stóð. Þau vinabönd hafa
haldist.
Á mótinu eignuðumst við Einar
erlenda skáta að vinum, sem hafa
haft samband síðan. Ég veit, að
Gugga og Einar fengu oftar en einu
sinni heimsókn hollenskra skáta með
fjölskyldum sínum. Þessir vinir þeirra
ferðuðust um allt ísland og áttu varla
nógu sterk orð til að lýsa aðdáun
sinni á landi og þjóð, ásamt einkar
hlýlegum móttökum hér hjá vinum
sínum. Slík vinátta gefur lífínu gildi.
Einn af merkisdögum í lífí Einars
var þegar hann kvæntist Guggu á
ísafirði þann 27. febrúar 1954. Þá
var snjóþungur og harður vetur,
reyndar engin nýlunda þar vestra.
Það gleymist ekki, hve Kristján faðir
Guggu og foreldrar mínir voru án-
ægð yfir að fá Einar sem tengdason.
Þau mátu hann mikils, enda reyndist
hann þeim frábær í alla staði. Marg-
ar ógleymaniegar minningar eru
tengdar heimsóknum til ísafjarðar
t.d. á merkum tímamótum í lífi ijöl-
skyldnanna. Þá komum við öll saman
og vorum sem ein fjölskylda. Var
þá oft glatt á hjalla í Hafnarstræti 1.
Tíminn líður, tvær urðu dætur
Einars og Guggu. Guðlaug, gift Sig-
urði Geirssyni tæknifræðingi. Þau
eiga tvö börn, Fríðu og Einar; Lára
Hanna, hún á son, Gunnar Berg
Gunnarsson. Ekki þarf að taka fram,
hve bamabömin þijú vom Einari
mikil lífsfylling og hamingjuauki.
Þau vom augasteinar afa og ömmu.
En lífið var ekki ávallt dans á rósum
hjá þeim. Gugga varð snemma heil-
sulítil vegna þráláts sjúkdóms, en
þegar Einar varð fyrir áfallinu, var
eins og hennar eigin sjúkdómur viki
til hliðar. Hún þurfti að taka á öllu
sínu til þess að vera manni sínum
„eitt og allt“, þegar mest á reyndi.
Þetta tókst Guggu með Guðs hjálp.
Dætumar réttu henni auðvitað hjálp-
arhönd. Aldrei lét Gugga deigan síga
og hún stóð við hlið manns síns til
hinstu stundar.
Þótt vinurinn sé nú horfinn til feg-
urri sólarlanda, höfum við þá trú,
að þráðurinn verði tengdur á ný.
Við Denna og bömin sendum
Guggu, börnunum þeirra og öðmm
ættingjum einlægar samúðarkveðjur.
„Guð þig blessi gleðin ört
og gæfu hljótt þig leiði.
Kærleikssóiin sé þér björt
sæla veg þinn greiði."
(EJP)
Blessuð sé minning Einars E.
Hafberg.
Sveinn Elíasson
i
GLEÐILEGT NÝTT ÁR
BYRJUM AFTUR 12. JANÚAR
JÖkfci _
LIKAMSRÆKT OG MEGRUN
fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum.
FRAMHALDSFLOKKAR
Þyngri timar, aðeins fyrir vanar.
KERFI
KERFI
£ ROLEGIR TIMAR
fyrir, eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega.
MEGRUNARFLOKKAR
4x i viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakilóin núna.
_
AEROBIC J.S.B.
Okkar utfærsla af þrektímum með góðum teygjum. Hörku púl- og svitatimar
fyrir ungar og hressar.
Morgun- dag- og kvöldtímar,
sturta — sauna — Ijós.
Al/ir finna flokk við
sitt hæfi hjá JSB
Innritun hafin.
Suðurver, sími 83730.
Hraunberg sími 79988.
Við eigum afmæli!
Líkamsrækt JSB
óskar nemendum
Osínum öllum gleði-
legs nýs árs og
þakkar öll frábaeru
20 árin.
Ps. Afmælisveisla
ársins í lok vetrar.
LÍKAMSRÆKT
JAZZBALLETTSKÓLA
BÁRU