Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987
43
lagsins og gegnir því þar til í janúar
1938, er hann óskar lausnar á aðal-
fundi og telur rétt að breyta til og
að hann fari jafnframt alveg úr
stjóminni, en ekki hafa félagamir
viljað sleppa af honum hendinni því
á þessum fundi er hann kosinn í
varastjóm og næsta ár, 1939, er
hann orðinn ritari.
Samkvæmt fundagerðarbókum
er Sigurður aftur kosinn formaður
1944 og formannsembættinu gegn-
ir hann síðan samfellt í 21 ár eða
þar til á aðalfundi í febrúar 1965,
að hann baðst eindregið undan end-
urkosningu. Samanlagt var Sigurð-
ur því formaður í 29 ár eða því sem
næst hálfan aldur félagsins, sem
varð 60 ára á síðasta ári. Eftir
þetta tók Sigurður dijúgan þátt í
félagsstarfinu og var mér undirrit-
uðum mikil stoð og stytta eftir að
ég hafði tekið við embætti for-
manns, sat með mér á iðnþingum
o.fl. og var mér góður ráðgjafi og
hvatti mig á margan hátt.
Má segja að hvatningar hans
hafi þegar hafist þegar ég starfaði
sem formaður skemmtinefndar en
eins og oft vill verða í litlum félög-
um er útlitið ekki allt of gott með
þátttöku þegar halda skal skemmt-
anir og oft sýndist manni best að
pakka saman og hætta við allt sam-
an, en alltaf hvatti Sigurður til að
'reynt yrði til þrautar og ætíð tók-
ust þessar skemmtanir með
ágætum og var það ekki síst honum
að þakka því hann fjölmennti iðu-
lega með stóra fjölskyldu og
vinahóp til að fylla upp í þá tölu,
sem sýnilega vantaði til að skemmt-
un gæti farið fram. Því var það
meir en sjálfsagt, að Sigurður var
gerður að heiðursfélaga er hann
varð sjötugur árið 1970 og honum
þökkuð mikilvæg störf í þágu Ljós-
myndarafélags Islands.
Sigurður var kvæntur Elínborgu
Guðbjartsdóttur og naut hann
dyggilegs stuðnings hennar við hin
ýmsu félagsstörf, sem hann tók að
sér, en Sigurður var mikill félags-
málamaður og ekki hafði hann fyrr
losnað frá starfi formanns Ljós-
myndarafélags íslands en að hánn
gerðist formaður Sjálfsbjargar í
Reykjavík.
Konu sína missti Sigurður á
gamlársdag 1984 en með henni
átti hann tvær dætur og eina dóttur
átti hann af fyrra hjónabandi. Sig-
urður fæddist í Tobbukoti í
Reykjavík þann 14. ágúst 1900 og
var því 86 ára er hann lést.
Ungur að árum hóf hann nám í
ljósmyndun og var m.a. í þijú ár
við fagskólann í Kaupmannahöfn.
Því lá það vel við að hann yrði
fyrsti fulltrúi íslenskra ljósmyndara
í Norræna ljósmyndarasambandinu
og var hann það í mörg ár og eign-
aðist íjölmarga vini meðal starfs-
bræðra á Norðurlöndum. Ekki
verður Sigurður sakaður um að
hafa ekki haldið ljósmyndarastétt-
inni við, en á starfsferli sínum
útskrifaði hann 14 nema. Ljós-
myndarafélag íslands minnist hans
með þökk og virðingu og sendir
öllum aðstandendum hugheilar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Þórir H. Óskarsson, formaður.
Benjamín Fr. Einars-
son - Kveðjuorð
Á stórum tímamótum horfa
menn ekki bara til framtíðar, heldur
miklu fremur gaumgæfilega til
baka. Svo er, þegar ævi manna lýk-
ur, þessari óafturkallanlegu stað-
reynd í gangverki lífsins. En þá
standa þau spor skýrust í slóð hvers
manns, sem lýsa af gleði.
Benjamín FVanklín Einarsson lést
aðfaranótt 26. desember 1986, 74
ára að aldri, 17 árum eftir andlát
heittelskaðrar konu sinnar, Guð-
rúnar Johnson.
Það gat aldrei farið framhjá nein-
um, sem umgengust Rúnu og
Benna, að finna þá einstöku ást og
virðingu, er ríkti á glæsilegu heim-
ili þeirra. Því var sem Benjamín
missti þá gleði, sem honum var svo
eðlislæg, eftir fráfall konu sinnar.
Þeim hjónum varð ekki bama
auðið, en sýndu bömum vina og
vandamanna alla tíð sérstök elsku-
legheit.
Ég minnist Benjamíns frá þeim
ámm er ég ung sótti gleði og
ánægju á heimili hans, þar sem
söngur og frásagnargleði skipuðu
veglegan sess á góðra vina fundum.
Það má með sanni segja að
Benjamín hafí vafið dans- og söng-
listinni um hvern sinn fingur, því
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNÝ MARIN OLSEN,
lést í sjúkrahúsinu Lundi 1. janúar. Verður jarðsungin í Bara 16.
janúar.
Sigmundur Guðmundsson,
Jenny BJörk Sigmundsdóttir,
Birglr Sigmundsson,
Haraldur Arason
og barnabörn.
t
JÓHANNA JÓNSDÓTTIR,
Ljósheimum 6,
si'ðar SelJahUð,
lést í Landspítalanum 21. desember. Jaröarförin hefur farið fram
í kyrrþey samkvæmt ósk hennar.
Fyrir hönd aöstandenda,
Skiíli Magnússon,
BJÖrn H. Slgurðsson.
honum var í lófa lagið að skemmta
§ölda manns undirbúningslaust,
sem ég hef engan annan séð leika
eftir.
Megi nú enn á ný gleðin ríkja í
nýjum heimkynnum, við hlið þeirr-
ar, sem Benjamín fannst svo sárt
að lifa án.
Hvíli hann í Guðs friði.
Guðrún Þórsdóttir
SÍMI
FRUMSÝNUM NÝÁRSMYNDINA
VOPNAÐUROG
HÆTTULEGUR
AND
DANGEROIIS
Þegar Frank Dooley er rekinn
úr lögreglunni, ákveður hann
að verða vopnaður öryggis-
vörður. Þegardómari ráðlegg-
ur Norman Kane að hætta
starfi sem lögmaður, ákveður
hann að verða vopnaður ör-
yggisvörður. Tveirgeggjaðir,
vopnaðir, hættulegirog mis-
heppnaðir öryggisverðir
ganga lausir í Los Angeles.
Enginn eróhultur. Spreng-
hlægileg, ný bandarísk
gamanmynd með tveimur
óviðjafnalegum grínleikurum í
aðalhlutverk, þeim John
Candy og Eugene Levy.
Robert Loggia (Jagged
Edge, Prizzis Honor,
Scarface), leikur Michael
Carlino, glæpaforingja.
Frábærtónlist: Bill Meyers,
Atlantic Star, MauriceWhite
(Earth, Wind and Fire), Mic-
hael Henderson, Sigue Sigue
Sputnik, Glen Burtnick, Tito
Puente and His Latin En-
sambleog Eve.
Harold Ramis (Ghostbust-
ers, Stripes, Meatballs),
skrifaði handritið að þessari
bráðskemmtilegu gaman-
mynd.
SÝND í ASAL
KL. 3, 5, 7, 9 OG 11
DOLBY STEREO