Morgunblaðið - 06.01.1987, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 06.01.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 hönnun mikillar viðbyggingar og umbreytinga á Hótel Esju, sem enn hefur ekki orðið að veruleika. Okkar starfsvettvangur og annríki dró okkur sitt í hvora áttina á seinni árum, þótt sambandið héld- ist álla tíð. Fyrrgreind kynni okkar og starf, urðu til þess að árið 1971 urðum við báðir þátttakendur í félagahópi, sem hefur hist síðan reglulega í hverri viku til að ráðá fram úr vandamálum samtímans og leita betri framtíðar. Ovægið annríki hefur orðið til þess hin síðari ár, að við höfum hitt Hilmar aðeins óreglulega í þessum hópi. Hann kom þó alltaf öðru hvoru og sagði frá áhugamálum sínum og verkefn- um. Hin allra síðustu misserin naut hann þess sérstaklega að segja okk- ur frá byggingu nýs húss fyrir Verzlunarskóla íslands í nýja mið- bænum og af framgangi stórbygg- ingar Hagkaups á sama svæði. Við félagar hans vissum, að hann gekk ekki að öllu leyti heill til skógar. FVáfall hans kom okkur hins vegar mjög á óvart, og nú er autt sæti hans í góðum félagahópi. Agætur samferðamaður er nú kvaddur með þakklæti og söknuði. Við tumfélagar sendum eiginkonu Hilmars, börnum og annarri fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. • Blessuð sé minning Hilmars Ól- afssonar. Hörður Sigurgestsson Játa skal að tregt er mér tungu að hræra við andlát Hilmars Ólafs- sonar arkitekts. Hann var jafnan trúr í bragði og kunni frá mörgu að segja. Er hann lætur nú lífíð, rúmlega fimmtugur að aldri, eru það meinleg örlög. Við Hilmar störf- uðum saman um áratuga skeið í Germaníu, og bar þar jafnan margt á góma. Við áttum ferðir saman til þýska Rínarfljótsins og mörg ítök í Hamborg. Hér heima fórum við með . þýskum ferðafélögum til Bessastaða og sýndum gestum helstu staði sunnanlands. Frú Rannveig Hrönn var jafnan með okkur í ferðum okkar. Margt er nú hneigt að frú Rannveigu. Við félag- arnir vottum frú Rannveigu og sonum innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Ólafsson Góðvinur okkar og tengdasonur, Hilmar Ólafsson, arkitekt, lést að- faranótt 28. desember síðastliðinn langt um aldur fram, fímmtugur að aldri. Aðeins ljúfar minningar eru okk- ur í huga við 34 ára kynni við þennan góða dreng. Og aldrei bar skugga á vináttu okkar. Hilmar var ágætur námsmaður og mjög fær í sínu fagi, enda komu hæfileikar hans sem arkitekts fram þegar á fyrsta námsári. Snemma að námi loknu teiknaði hann kirkju sem byggð var á Egils- stöðum. Kirkjubygging þessi ber vott um smekkvísi og kunnáttu Hilmars. Hér skal ekki talin fram sá fjöldi verkefna sem Hilmar stóð að, eða átti þátt í, en á sl. ári má nefna hús Verzlunarskóla Islands og hina miklu byggingarsamstæðu Hag- kaups í Kringlunni. Fjöldi trúnaðarstarfa var Hilmari falinn um ævina, meðal annars veitti hann Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar forstöðu um árabil frá stofnun hennar. Við færum öldruðum föður hans, systkinum og fjölskyldum þeirra, Rannveigu Hrönn og sonunum þremur og tengdadóttur okkar inni- legustu samúð. Megi algóður Guð veita þeim styrk í sprg þeirra. Kveðja frá stjórn Germaniu Sunnudaginn 28. desember sl. barst sú harmafregn, að Hilmar Ólafsson væri látinn um aldur fram, aðeins 50 ára. Hilmar lagði að loknu stúdentsprófí leið sína til Þýska- lands og stundaði þar nám í arki- tektúr við háskólann í Stuttgart. Allt frá námsárum sýndi hann fé- lagsmálastörfum mikinn áhuga. Var m.a. einn af fyrstu formönnum Sambands íslenskra námsmanna erlendis og um árabil formaður Arkitektafélags íslands. Á árinu 1969 var Hilmar kjörinn í stjórn íslensk-þýska félagsins Germaniu og átti þar sæti til dánar- dægurs. Á síðasta aðalfundi félags- ins, um miðjan desember sl., lék Hilmar á als oddi. Hvarflaði þá síst að okkur samstjómarmönnum hans, að komið væri að síðustu kveðjustund að fundi loknum. Árangur í starfi stjórna áhuga- mannafélaga byggist á því, að þar veljist til starfa menn, sem hafa einlægan áhuga á að vinna að markmiðum félagsins og sýni ósérr hlífni. Það var því á sínum tíma félaginu mikið happ að Hilmar gaf kost á sér til að starfa að málefnum þess. Það leyndi sér ekki, að þar fór reyndur félagsmálamaður. Með komu hans í stjórn var brotið upp á ýmsum nýjungum og kom það að verulegu leyti í hlut Hilmars að koma þeim nýjungum í fram- kvæmd. Hilmar var einlægur maður. Hann vildi m.a. með starfí í þágu Germaniu endurgjalda að nokkru þá gistivináttu og þekkingu er hann varð aðnjótandi á námsárum sínum í Þýskalandi. Fyrir það hlaut hann einnig viðurkenningu sem hann mat mikils. Hann var fyrir nokkrum árum sæmdur heiðursmerki Sam- bandslýðveldisins, Bundesver- dienstkreuz, fyrir störf í þágu vináttutengsla Sambandslýðveldis- ins Þýskalands og Islands. Að leiðarlokum þökkum við af alhug farsælt samstarf og sendum eftirlifandi eiginkonu, sonum og öðrum vandamönnum einlægar samúðarkveðjur. Þorvarður Alfonsson Þegar ég nú við andlátsfrétt Hilmars Ólafssonar læt hugann reika og rifja upp liðinn tíma kemur mér í hug að samvinna við hann hefur í áranna rás líklega verið ein- hver ánægjulegasti þáttur starfs HANETTE NELMS frú NEW YORK JU0ILATIONS .m dancecompany míns og svo árangursríkur að ósjálfrátt vaknar spumingin, hvað hefði orðið ef Hilmars hefði ekki notið við. Ég kynntist Hilmari þegar hann var embættismaður Reykjavíkur- borgar og sinnti þar skipulagsmál- um. Meðal þeirra verkefna sem Hilmar hafði þá afskipti af var skipuiagning Kringlunnar og upp- bygging. Mér er minnisstætt, að þegar til greina kom að reisa þar Hús verslunarinnar, þá var Hilmar einn þeirra embættismanna sem gerði sér grein fyrir að til þess að svo gæti orðið þyrftu skipulagsyfir- völd að koma til móts við sérstakar þarfír húsbyggjenda og beitti sér ótrauður fyrir að svo yrði gert. Hilmar á því sinn þátt í þeirri ák- vörðun að Hús verslunarinnar stendur þar sem það er nú, svo og að það er svo há turnbygging sem raun varð á. Samstarf okkar Hilmars var þó mest fyrir Verzlunarskóla Islands. Hilmar ekki aðeins fann skólanum lóð og vann mikla og nauðsynlega skipulagsvinnu þar að lútandi, held- ur var nýja skólahúsið teiknað á teiknistofu hans og félaga hans. Oft höfum við setið saman og rætt mögulegar lausnir og margir eru þeir skólanefndarfundir sem Hilmar hefur tekið þátt í, einkum fyrst, á meðan skipulagsvinnan stóð yfir, og svo aftur nú undir verklok, þeg- ar hnýta þurfti saman lausa enda. Raunar er vinnunni ekki lokið enn- þá, þótt dauðinn hafi nú slitið samvinnu okkar svo skyndilega og svo óvænt. En þótt starfi ljúki og maður komi í manns stað þá stend- ur árangur verka Hilmars Ölafsson- ar sem óbrotgjarn bautasteinn um langa framtíð. Skólanefnd Verzlunarskóla ís- lands mun sárt sakna Hilmars á fundum sínum og ég veit að sér- hver nefndarmanna gerir sér ljóst hve ríkan þátt Hilmar á í sköpun hinna nýju húsakynna skólans. Fyr- ir þau verk þakka allir sem nú njóta. Það mun ekki of mælt þó sagt sé að engum einum manni er það meir að þakka en Hilmari Ólafs- syni að svo góð lóð og aðstaða fékkst fyrir Verzlunarskóla íslands sem hann nú hefur á einum besta stað í borgarlandinu. Hilmar Ólafsson var ekki aðeins árangursríkur í störfum sínum held- ur einnig skemmtilegur í samvinnu og góður og traustur félagi. Hvað minnir meir á hverfulleik lífsins en dánarfregn sem berst um slíkan starfsfélaga sem fyrir fáum dögum sat við fundarborð skólanefndar og ræddi skipulag vinnu næstu mán- uða og ára. FJölskyldu Hilmars færi ég sam- úðarkveðjur vegna fráfalls hans, sem vissulega er þungbært. En þó Hilmar falli nú frá, svo mörgum árum áður en okkur fínnst tíma- bært, þá munu verk hans þó lifa marga aðra sem eldri verða. Þorvarður Elíasson Bekkjarbróðir, samstarfsmaður og vinur, Hilmar Ólafsson arkitekt verður jarðsunginn í dag. Við vorum nítján talsins, bekkjar- bræðumir í 6-X í Menntaskólanum í Reykjavík, sem útskrifuðumst stúdentar vorið 1957. Vináttan sem til er stofnað í skóla er sérstök og sterk. Þetta eru mót- unarár unglinganna, menn læra hver af öðmm, þroskast og verða fullorðnir. Hilmar var einn af þeim sem alltaf lét gott af sér leiða, hinn góði drengur, sem gott var að kynn- ast. Að loknum menntaskóla tvístrað- ist hópurinn eins og gengur. Menn sóttu til náms á ólíkar brautir og til ólíkra staða. Síðar á lífsleiðinni 47 liggja leiðir saman aftur ef menn eru heppnir. Þróunarstofnun Reykjavíkur- borgar, nú borgarskipulag, tók til starfa árið 1972, og var verkefni hennar að vinna að skipulagsmálum borgarinnar, einkum var brýnt orð- ið að vinna að endurskoðun Aðal- skipulags Reykjavíkur. Hilmar Ólafsson var ráðinn fyrsti forstöðu- maður Þróunarstofnunarinnar. Það féll í hans hlut að móta stofnunina og störf hennar. Þarna fengu mann- kostir hans að njóta sín, slíkir menn laða að sér gott fólk og þess naut stofnunin og borgin nýtur enn. Á þessum vettvagni lágu leiðir okkar saman á ný í daglegu samstarfi. Það var gaman að vinna með Hilm- ari. Bæði var hann prýðilega að sér á hinu faglega sviði og raunsær á hið sérstaka umhverfi sem skipu- lagsmenn hér hrærast í og ekki. verður lært af bókum í erlendum i skólum. Hann var fagurkeri og unnandi íslenskrar náttúru, glaður daglega og í góðra vina hópi. Hilmar lét af störfum sem for- stöðumaður Þróunarstofnunarinnar vorið 1978 enda hafði hann aldrei ætlað sér að vera í opinberri þjón- ustu til langframa. Síðan starfaði hann sem sjálfstæður arkitekt, núna seinustu árin í samstarfi við Hrafnkel Thorlacius arkitekt. Reykjavíkurborg fól þeim félögum að vinna deiliskipulag fyrir hverfin norðan Grafarvogs snemma sumars 1982. Þar var bæði hratt og vel unnið, svo vel að þar gátu fram- kvæmdir hafíst á svæðinu fyrir áramót það ár og hygg ég að það hefðu fáir leikið eftir. Nú er genginn góður drengur. Samferðamenn þakka samfylgdina. Ungur kvæntist hann Rannveigu Kristinsdóttur bekkjarsystur okkar. Það var hans gæfuspor. Megi góður Guð styrkja fjölskyldu hans á sorg- arstundu. Þórður Þ. Þorbjarnarson MEGRUN ÁN MÆÐU EÐLILEG LEIÐ TIL MEGRUNAR NYTT NYTTNYTT NYTT TREFJABÆTT FIRMALOSS Þúsundir íslendinga og milljónir manna um allan heim hafa nú sannreynt gildi FIRMALOSS grenningarduftsins í baráttunni við aukakílóin. „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldreigi, hveim sér góðan getur". Sigurveig og Kristinn Flrmaloss er náttúrulegt efni sem neytt er I stað venjulegrar máltlðar. Þvl er t.d. blandað I léttmjólk, undanrennu eða ávaxtasafa og útkoman er frábær drykkur sem ekki er bara saósamur — heldur inniheldur hann öll þau vltamln.steinefni og eggjahvltuefni sem llkaminn þarfnast, einmitt það útilokar megrunarþreytu á tlmabilinu. Firmaloss þakkinn inniheldur 20 skammta ásamt Islenskum leiðbeiningabæklingi um skynsamlega megrunaráætlun. Pakkinn kostar 495 kr.,eða aöeins 24,75 kr. I hverja máltlð. Útsölustaðir: Apótek, heilsuræktarstöðvar, sólbaðsstofur, Iþróttavöruverslanir eða samvæmt pöntunarseðli. ”Ég þakka FIRMALOSS grenningarduftinu aö ég get haldiö mér grannri og hraustri án fyrirhafnar.” Marcia Goebel. Súkkuluðibragöi, vanillubragði jarðarberjabragði. Ég vil gjanan fá eftirfarandi vöru heimsenda I póstkröfu: D Firmaloss:...................pakka á 495 kr. stk. Nafn____________________________________________ Heimili Póstnr./staöur ________________i_____________ (Sendingarkostnaóur er ekki innifalinn I verói.) NÓATÚN 17, sími: 19900 „Okkur er annt um heilsu þína" r« *n t * itiTi **« *« irti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.