Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987
49
I
Sem fjrrri dagínn líta Bretar á kímilegu hliðina og sjá fyrir sér jola-
boð drottningar: „Hvemig viltu hafa steikina, Michael? Blóðuga?“
I
misgóðar. Þó er vitað að hann var
einn helsti illvirki Evrópu á 15. öld
og stjómaði lendum sínum með
harðri hendi. Vlad hét reyndar Vlad
Dracul IV. fullu nafni og var bróðir
Vallakíukonungs, en Vallakía var
seinna innlimuð í Rúmeníu. Hann
var duglegur herstjómandi og hélt
Tyrkjunum svo við efnið að núver-
andi stjómvöld Rúmeníu sáu
ástæðu til þess að gefa út frímerki
honum til heiðurs fyrir nokkrum
árum. En þó svo að hann hafí get-
að haldið Hundtyrkjanum sín megin
við sundið, þá var hann ekki síður
grimmur við eigin landsmenn.
Vlad fékk viðumefnið „Stjak-
setjari" vegna þess að hann gerði
einmitt það. Stjaksetti fólk, með
því að stinga ydduðum staumm í
gegn um það og hafa meðfram
vegum öðrum til viðvörunar. Þá er
frægt að eitt sinn var sendur óvina-
her gegn honum, en með her-
kænsku tókst Vlad að ná honum
nær óskertum í bönd. Eftir að hann
hafði látið herinn ganga undir ok,
lét hann síður en svo staðar numið.
Hann lét blinda helming hersins,
en hinn helminginn blindaði hann
aðeins á öðru auga, svo hann mætti
leiða hina alblindu heim á leið.'
Hermt er að óvinakonunginum hafi
orðið svo mikið um heimkomu hers-
ins að hann hafí fallið niður örendur
þegar í stað. í annað skiptið kom
óvígur her Tyrkja inn í höfuðborg
Vlads, en fann þá 20.000 félaga
sína fyrir, stjaksetta. Snerist þá
herinn á hæli, því slíkri illmennsku
hafði hann aldrei kynnst og kölluðu
Tyrkir þó ekki allt ömmu sína í
þessum efnum.
Ættfræðingurinn, sem komst að
þessari leiðu staðreynd um ættemi
Michael prinsessu, heitir Hugh
Peskett og hefur aðallega starfað
fyrir aðalsmannatal Debretts og
Burkes, en það þykir öruggasta
heimildin um breska aðalsmenn.
Ættf ræðingurinn, Hugh Peskett.
Um fyrri afrek Pesketts á þessu
sviði má nefna að það var hann sem
rakti ættemi Reagans Bandaríkja-
forseta til þorpsins^ Ballyporeen á
írlandi, en ekki til íslands, eins og
sumir töldu vera. Hann upplýsti
einnig upp að langalangafi þing-
mannsins Tony Benns, sveitaprest-
ur nokkur, var myrtur af einum
syni sínum.
Upp komast svik um síðir.
I
Það
mælti mín
móðir...
Egil hefur væntanlega ekki
dreymt um farkost sem þenn-
an, en varla hefði hann slegið
hendinni á móti honum.
í Bretlandi leggja nú 150 menn
nótt við nýtan dag svo þeir megi
ljúka verki sínu, og kappið er svo
mikið að mönnum þótti jólin óþarfa
truflun.
halág'Har,
gömlutn
Verkið sem þeir em svo önnum
kafnir við, er endursmíð orrnstu-
skipsins „Warrior", en það er
stærsta herskip Viktoríutímabilsins
sem enn er ofan sjávar. Því var
upphaflega hleypt af stokkunum
hinn 29. desember, 1860 og var
fyrsta orrustuskipið úr jámi, sem
aukin heldur var brynvarið, þó svo
að það hafí upphaflega verið skráð
sem freigáta. Skipið markaði tíma-
mót í sögu herskipa, því að fram
að þessu vom öll skip með tré-
skrokki og vindknúin.
Þegar hemaður varð allur nú-
tímalegri var skipinu smám saman
mjakað úr flotanum og undir lokin
var það aðeins notað sem flot-
prammi, sem notaður var við
olíudælingu í skip o.þ.h. Þar hefði
það endað daga sína ef ekki hefði
verið gripið í taumana.
Byijað var að endurbyggja skipið
árið 1979 og er miðað við að því
verki ljúki á allranæstu dögum. Það
er sérstakur sjóður sem stendur
fyrir endursmíðinni undir umsjón
Sjóminjasafns Breta.
COSPER
- Hvað ertu að gera drengur? Farðu strax með vagninn og skil-
aðu honum.
S:54845
O Leikfimi f. alla
O Fimleika f. börn
0 Jazzballett
O Tækjasal
0 Veggjatennis
© Salol útleigu
O Ljösabekki
0 Gufu
0 Pott með vatnsnuddi
FYRIR BORNIN
Jazzballett/ Leiðb: LINDA OG HARPA
Fimleikadans/ Leiðb: BRYNHILDUR
1 Eróbikk I II III
Frúarleikfimi
Morgunleikflmi
Þrekleikfimi
Hressingarleikfimi
(Dagtímar)
Dalshraun 4
S:54845