Morgunblaðið - 08.02.1987, Side 2

Morgunblaðið - 08.02.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987 Albert GK líklega breytt í Bretlandi TILBOÐ hafa verið opnuð í breyting'ar á nótaskipinu Albert GK 31 frá Grindavik. Lægsta tilboðið kom frá brezkri skipasmíðastöð og verður því væntanlega tekið. Kostnaðaráætlim var upp á 44 milljón- ir króna en tilboð Bretanna var upp á 39,4 milljónir. Alls bárust 14 tilboð í breyting- amar og voru þau frá 39,4 milljón- um upp í rúmlega 71 milljón. Tvö tilboð bárust frá íslenzkum aðiljum. Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi var þriðja neðst með Ljósatölvan bilaði í óperunni ÍSLENSKA óperan lenti í nokkru stimabraki með Ijósatölvu á sýn- ingu Aidu á föstudagskvöld. Tafðist sýningin um eina klukku- stund, en gekk síðan snurðulaust. Að sögn Kristínar S. Kristjáns- dóttur, sýningarstjóra óperunnar, kom í ljós strax í forleik að ljósatölv- an vann ekki sem skyldi. „Þau litiu ljós sem eru uppi í forleiknum blikk- uðu og þá var ákveðið að stöðva sýningu og kanna orsakir þessa," sagði Kristín. „Eftir eina klukku- stund var sýningin hafín að nýju og gekk án nokkurra áfalla. Að- faranótt laugardagsins var unnið við tölvuna til að fínna bilunina. Áhorfendur voru afskaplega þolin- móðir og indælir og sýndu okkur skilning í þessum erfíðleikum og vonandi verðum við laus við óhöpp sem þessi í framtíðinni." 43,8 milljónir og Stálsmiðjan var í 7. sæti með 54 milljónir. Önnur til- boð vom frá ýmsum erlendum aðiljum og það næst lægsta var frá skipasmíðastöð í Hamborg upp á 42 milljónir króna. Að loknu mati á tilboðunum og samhæfíngu kom í ljós, að verðmunur á tilboði Bret- anna og Þjóðveijanna var 5 milljón- ir króna og tilboð Þorgeirs og Ellerts var 7 milljónum hærra en það lægsta, að sögn Frímanns Stur- lusonar, skipatæknifræðings hjá Skipatækni hf. Breytingamar á Albert em sam- kvæmt útboði lenging um 5 metra, breyting á skut fyrir skuttog, pem- stefni, endurbætur og breytingar á íbúðum, nýtt stýrishús ogþilfarshús undir það og hvalbak verður ljrft. Áætlað er að vinna við breytingam- ar heQist með vorinu og taki rúma tvo mánuði. Albert GK 31 hét áður Birting- ur. Hann var byggður í Flekkefjord í Noregi 1967 og lengdur og yfír- byggður 1976. Hann mælist nú 316 brúttólestir og er á loðnuveiðum. Eigandi er Þróttur hf. (Þórarinn Ólafsson), Grindavík. Morgunblaðið/Ámi Sæberg 500 tölvurmeð þotu tíl landsins Þeir eru stórtækir á tölvuöld innflytjendur tölva hér á landi. Fyrirtækið Einar J. Skúlason hf. leigði í fyrradag þotu af Flugleiðum og flutti með henni liðlega 500 tölvur af Victor-gerð frá Stokkhólmi til Islands. Að sögn Kristjáns Auð- unssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins var þessi háttur hafður á innflutningnum, vegna farmannaverkfaUsins. Hann sagði að fyrirtækið hefði náð hagstæðum samningum við Flugleiðir um leiguflugið, og þvi væri þetta ekki tiltakan- lega kostnaðarsamt. Tölvumar, sem velflestar væm þegar seldar, hækkuðu að sögn Kristjáns ekki í verði við þennan flutningsmáta. Útgerð minni togara 1985: 13% tap á suðursvæðinu, en Reykur úr ofni SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kvatt að húsi við Reykás i gær- morgun, þar sem reyk lagði út úr íbúð þar. íbúar í húsinu tóku eftir að reyk lagði út úr einni íbúð í stigagangin- um. Þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang um kl. 7 reyndist vera kveikt á bakaraofni eldavélar og stafaði reykurinn af því. Engan sakaði og skemmdir voru engar. 0,8% hagnaður á norðursvæði Ástæðan mismunandi verðmæti afla Númer síma- þjónustunnar f frétt blaðsins í gær um hina nýju símaþjónustu Rauða krossins fyrir böm og unglinga féll niður símanúmerið. Númerið er 622260. ÚTGERÐ minni togara á svæðinu frá Látrabjargi suður um að Höfn í Homafirði gengur talsvert verr en útgerð minni togara annars staðar á landinu samkvæmt úrtaki úr rekstrarreikningum 51 togara, sem unnið hefur verið af Þjóðhagsstofnun. Árið 1985 sýndi meðaltal 20 togara af suðursvæðinu 13% tap en meðaital 31 togara af norðursvæð- inu 0,8% hagnað. Talið er að mismunur þessi stafi fyrst og fremst af minni þorski í aflamarki togara af suðursvæðinu og lægra þorskafla- hámarki í sóknarmarki. Afli togara af suðursvæðinu sé því verðminni en togara af norðursvæðinu. Samkvæmt úrtaki Þjóðhagsstofnunar úr rekstrarreikningum fiskvinnslunnar kemur fram að staða frystihúsa á suðursvæðinu sé lakari en á norðursvæðinu. Ekki liggja fyrir sambærilegar ávöxtun. Sama ár voru togarar af tölur fyrir síðasta ár, en líklegast er að munurinn á útgerð eftir svæð- um sé enn nokkur, þó rekstrarstað- an á báðum svæðunum hafí batnað verulega. Árið 1985 voru 78 minni togarar að meðaltali reknir með 7,5% tapi af tekjum miðað við 6% suðursvæðinu reknir með 13% tapi eða 140,9 milljóna króna miðað sama úrtak. Hagnaður togara á norðursvæðinu var þá 0,8% af tekj- um eða 17 milljónir króna. Afla- verðmæti umræddra 20 togara af suðursvæðinu var rúmur einn millj- arður en 31 togara af norðursvæð- inu rúmir 2 milljarðar. Rekstrar- gjöld togara af suðursvæðinu námu 92,4% af tekjum en 84,3% á norður- svæðinu. Allir helztu útgjaldaliðir togara af suðursvæðinu voru hærra hlutfall af telqum en á norðursvæð- inu. Togarar á suðursvæðinu seldu að meðaltali 210,5 lestir af ísfíski erlendis en togarar lestir á hinu svæðinu 254,8 árið 1985. Sala fisks í gámum er þá ekki meðtalin. Á aðalfundi LÍÚ í nóvember slðastliðnum var felld tillaga þess efnis, að afnema bæri svæðaskipt- ingu í sóknarmarki. Þorskaflahá- mark togara í sóknarmarki á suður- svæðinu er 1.150 lestir, en 1.750 á norðursvæðinu. Ennfremur miðast aflamark við reynslu áranna 1981 til 1983, en á þeim tíma var karfí og ufsi verðbættur og því hugsan- lega hærra hlutfall í afla togara sunnanmanna en ella. Þessar físk- tegundir eru ekki verðbættar lengur. Norðurlandamótið í skólaskák: Morgunblaðið/Ámi Sæberg Innanhússgolfmót í Oskjuhlíð ÓVENJULEGT golfmót er haldið nú um helgina í Keilusalnum í Öskjuhlíð. Þar hefur verið settur upp svokallaður golfhermir, tölvustýrt tæki sem líkir eftir golfleik á golfvellinum Pebble Beach i Kaliforníu. Keppendur slá golfkúluna i tjald og tölvan reiknar út högglengd og stefnu, og gefur upplýsingar um hvar kúlan hefur lent. Þessi mynd var tekin þegar Ragnar Ólafsson fyrrverandi Islandsmeistari í golfi sló upphafshögg á einni braut- inni á Pebble Beach, en 27 keppendur voru skráðir til leiks á mótinu. Tveir íslendingar leiddu sína flokka ÍSLENSKIR skákmenn leiddu í tveimur flokkum af fimm þegar þremur umferðum var lokið af fimm á Norðurlandamót- inu í skólaskák sem nú fer fram í Otta í Noregi. Mótinu lýkur í dag, sunnudag. Tveir skákmenn frá hverri þjóð tefla í hveijum flokki á mótinu. í aldursflokki 17-20 ára tefla Þröstur Þórhallsson og Davíð Ólafsson og þeir höfðu báðir gert jafntefli í þremur fyrstu skákum sínum, og raunar eitt þeirra innbyrðis. í þeim flokki leiddi Svíinn Hans Jonsson með 2,5 vinninga, en með 2 vinn- inga var íslenskur piltur, Reynir Helgason, sem er búsettur í Svíþjóð og keppir fyrir Svía á mótinu. í flokki 15-16 ára var Magnús Pálmi Ömólfsson með 1,5 vinninga og Amaldur Loftsson með 1 vinn- ing. Þar leiddi Norðmaðurinn Lars Hjelmás með 3 vinninga eftir 3 umferðir. Hannes Hlífar Stefánsson hafði forustu í flokki 13-14 ára með 2,5 vinninga ásamt Finnanum Petri Hokkanen, en þeir tveir höfðu þá gert innbyrðis jafntefli. Þröstur Amason var með 1,5 vinninga en hann tapaði fyrir Hannesi í fyrstu umferð mótsins. Héðinn Steingrímsson var með fullt hús, 3 vinninga, í flokki 11-12 ára, en Magnús Armann var í miðj- um hóp með 1,5 vinninga. í flokki 10 ára og yngri var Helgi Áss Grét- arsson með 2 vinninga eftir 3 umferðir en Heiðar Þór Hreinsson hafði fengið 2 vinninga af 4 þegar Morgunblaðið hafði síðast fréttir af mótinu á laugardagsmorgun en þá stóð 4. umferðin yfír. í yngsta flokknum leiddi Svíinn Patrick Lyr- berg með 3 vinninga af þremur. Þetta er í sjötta skiptið sem Norð- urlandamótið í skólaskák er haldið og hafa íslendingar verið mjög sig- ursælir hingað til. Þeir hafa 10 sinnum unnið til gullverðlauna, Danir hafa 9 sinnum unnið, Svíar 6 sinnum, Norðmenn 4 sinnum og Finnar einu sinni. Margir þeirra skákmanna sem nú tefla á mótinu hafa áður unnið til gullverðlauna í sínum flokkum, og þar er fremstur í flokki Hannes Hlífar Stefánsson sem unnið hefur sinn aldursflokk fjórum sinnum í röð. ólafur Ólafs- son fararstjóri skákhópsins sagði að í mótsskránni væri Hannesi helg- uð heil síða, þar sem ferill hans er rakinn. Fjórða umferð mótsins var tefld á laugardagsmorguninn og síðasta umferðin verður tefld á sunnudag- inn en skákmennimir eru væntan- legir heim á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.