Morgunblaðið - 08.02.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRUAR 1987
29
því. Ég vona að fjöldi unglinga sem
sér Platoon hugsi sig um tvisvar.
Þá gera þau kannske ekki sömu
mistökin og ég.“
Oliver Stone hefur að líkindum
verið eini maðurinn sem hélt til
Víetnam til að kæla sig niour. Sem
táningur var hann tímasprengja.
Sem einkasonur föður af gyðinga-
ættum og fransk-kaþólskrar móður,
hlaut hann mikil sárindi við Hill og
Trinity skólana í Pennsylvaniu og
ekki tók betra við heima fyrir. Lou,
faðir Stones, var ákaflega íhalds-
samur verðbréfasali sem hlaut sitt
verðmætamat í kreppunni.
Þó Stone deildi íhaldssömum
stjómmálaskoðunum með föður
sínum þá gat hann ekki fylgt þeirri
slóð sem búið var að varða fyrir
hann. Hann gafst upp í Yale eftir
ársnám árið 1965 og hélt til Víet-
nam í sex mánuði, til að kenna
kínverskurti nemendum ensku, sögu
og stærðfræði. Eftir tímabil í kaup-
skipaflotanum gerðist hann sjálf-
boðaliði í hernum og gekk í
fótgönguliðið. „Þetta var mín leið
til þess að láta föður minn vita að
ógrynni af grasi því það slævir
meðvitundina og ég vildi ekki leng-
ur vita hvað gekk á í kringum mig.
Öll rómantík var horfín og föður-
landsástin fór þverrandi og
markmið mitt var að telja dagana
uns ég gat snúið aftur til umheims-
ins.“
Stone sneri til Bandaríkjanna í
nóvember 1968 með The Purple
Heart og Bronze Star fyrir hug-
rekki. Skömmu síðar reyndi hann
að laumast yfír landamærin eftir
ferðalag til Mexíkó og var hand-
tekinn fyrir að vera með marihuana
undir höndum. Faðir hans þurfti
að snara út 2.500 dölum til að fá
hann lausan úr fangelsi í San Di-
ego. „Ég var útfríkaður," segir
Stone.
Stone flæktist um í eiturvímu uns
hann hóf nám í NY University 1969.
Til að byija með féll hann ekki inn
í mynstrið. „Hann var hinn dæmi-
gerði, beiskjufulli einfari," segir
handritahöfundurinn Stanley Weis-
er, einn bekkjarbræðra hans. „Mjög
einangraður, mjög tortrygginn,
mjög „macho“.“
leigubílaakstrinum: Þegar haf-
skipin sigldu inn höfnina leitaði
hugurinn til baka, til Víetnam.
„Endanlega fékkst ég við stríðið
á raunsannan hátt. Það tók mig
tíu ár að ná til þessa handrits
því ég gat ekki tekið á því fyrr.
Eg þarfnaðist fjarlægðarinnar."
Eftir örfáa mánuði hafði Stone
lokið við Platoon. Handritið vakti
mikinn áhuga hjá framleiðendum
og kvikmyndaverum, þó það tæki
Stone tíu ár til viðbótar að vinna
úr því kvikmyndina.
Én hæfíleikamir sem komu í ljós
í handriti Stones urðu til þess að
Columbia Pictures réð hann til að
skrifa handrit Midnight Express,
ásamt framleiðandanum David
Puttnam (sem nú stjómar Columb-
ia) og leikstjóranum Alan Parker.
Myndin var byggð á sannri lífs-
reynslu bandarísks eiturlyfjasmygl-
ara í tyrknesku fangelsi og var tekin
á Möltu fyrir 3 milljónir dala.
Midnight Express sló í gegn og
vorið 1979 hlaut Stone Óskarsverð-
launin fyrir handritið. „Þetta var
eins og í ævintýri," segir Stone.
Salvador: Tamdi ofsa leikstjórans.
ég væri maður,“ segir Stone. „Jafn-
framt hafði ég til að bera föður-
landsást í ríkum mæli. Ég trúði á
land mitt og hugsjónir og að komm-
arnir væru að grafa undan okkur
hvarvetna."
Svo Stone eyddi 21. afmæiisdegi
sínum á leið til Víetnam þar sem
hann var sendur til 25. fótgöngu-
liðssveitarinnar við landamæri
Kambódíu. Hann lenti í eldlínunni
innan tveggja vikna. „Rétt eins og
í bíó. Ég sá norður-víetnamskan
hermann og dreng og hreinlega
fraus. Mér leið bölvanlega á eftir
af því að náunginn við hliðina á
mér missti handlegginn. Ég slasað-
ist líka, þökk sé Guði, því ég hefði
ekki verið fær um að taka háðs-
glósum félaganna."
En eftir því sem leið á stríðið og
Stone varð betri hermaður slævðist
skilningur hans á réttu og röngu.
„Við brenndum þorpin, unnum heil-
mikil skemmdarverk," segir hann.
„Ekki á mælikvarða My Lai, en við
vorum sífellt að. Láttu ekki neinn
telja þér trú um neitt helvítis kjaft-
æði.“ Hann minnist þess að í einu
þorpinu missti hann stjórn á sér og
lét blýinu rigna við fætur gamal-
mennis. „Ég hataði þennan ná-
unga,“ segir Stone, sem notaði
atburðinn árum síðar í Platoon.
„Ég skipaði honum að koma útúr
holunni. Hann vildi ekki hlýða. Ég
vildi bara hræða hann að mörkum
dauðans. Ég hafði hug á að drepa
hann en ég gat ekki komið mér að
því að stíga skrefið til fulls."
Alagið jókst er herdeild Stones
varð verr og verr úti (hann slasað-
ist aftur, að þessu sinni fékk hann
sprengjubrot í fót og afturenda).
Eftir að hann var fluttur á milli
herdeilda, rétt fyrir slátrun Tet-
sóknarinnar, var honum hegnt fyrir
óhlýðni. „Ég vildi bara komast í
burtu lifandi. Ég byrjaði að reykja
Við NYU fékk Stone veigamikið
tækifæri: Kennari hans var Martin
Scorcese sem var kominn langt á
leið með að ávinna sér virðingu sem
áhrifavaldur í kvikmyndaheiminum.
Hinn töfrandi, röggsami og skiln-
ingsríki Scorsese hvatti Stone og
undir vemdarvæng hans gerði
Stone röð stuttra nemendamynda,
meðal annars sláandi impress-
jóníska hugleiðingu um heimkomu,
Last Year in Vietnam. „Ég taldi
hann sannan kvikmyndagerðar-
mann,“ segir Scorsese. „Hann hafði
gengið í gegnum mikið meira en
aðrir nemendur og hafði eitthvað
að segja. Sumt var óhóflegt, en ég
tel að óhófið hafí haldið honum
gangandi."
„Það var góður hlutur að Martin
gaf mér kvikmyndina sem leið til
að losa um orku sem bjó innra með
mér því eftir stríðið var ég ákaflega
reiðiþrunginn og hefði getað endað
sem mjög hættuleg manngerð. Ég
var eitthvað í átt við Travis (Taxi
Driver) Bickle."
Útskrifaður úr skóla og án um-
boðsmanns hespaði Stone af tíu
kvikmyndahandritum á meðan
hann vann fyrir sér sem leigubil-
stjóri. Aðeins eitt handrit, annars
flokks hryllingsmynd, Seizure, var
framleitt. Stone hélt áfram að
berjast, með hjálp fyrstu eigin-
konu sinnar, Najwu Sarkis,
háttsettri í sendinefnd Marokkó
við SÞ. Útlitið var ömurlegt en
hann neitaði að gefa kvikmynd-
irnar upp á bátinn og fara að
fordæmi föður síns. „Faðir minn
áleit mig ónytjung,“ segir Oliver
Stone.
Fjórða júlí, á meðan afgangur
bandarísku þjóðarinnar fagnaði
200 ára afmælinu, gerði Stone
upp hug sinn. Hann var að verða
þrítugur, hjónabandið í rúst og
hann hafði tæpast í sig eða á í
„Stórkostlegt kvöld. Skyndilega var
ég, 32 ára gamall, gullni drengurinn
í fáeinar mínútur. En í rauninni var
ég ekki undir það búinn."
Um tíma leit svo út sem líf Ston-
es væri að lokum að púslast saman.
Hann flutti til Kalifomíu og fór að
fá stöðuga, ábatasama vinnu. En
það urðu eldgos hneykslanlegrar
framkomu. Hann braut niður sal-
emishurðir í partíum, hélt langar
æsingaræður um eiturlyíjalöggjöf-
ina við verðlaunaafhendingu, drakk
eins og svampur, lifði lífínu yfir
höfuð á ystu mörkum. „Oliver er
eina manneskjan sem ég þekki sem
hefur farið til Póllands í frí,“ segir
kvikmyndaframleiðandinn Edward
Pressman.
Pressman réð Stone til að leik-
stýra hryllingsmyndinni The Hand
með Michael Caine, árið 1981. En
myndin hlaut enga náð fyrir augum
gagnrýnenda né almennings. „Hún
var hið gagnstæða við alla vel-
gengnina sem Midnight Express
hafði fært mér. Ég féll frá toppnum
niður á botninn í einum áfanga."
Nú átti Stone ekki annarra kosta
völ en að skrifa handrit fyrir aðra
leikstjóra. Eitt þeirra var Scarface,
endurgerð gangstermyndarinnar
frá 1932 og fjallaði um kúbönsku
kóksalana á Miami í dag. Með A1
Pacino í aðalhlutverki og Brian De
Palma ráðinn sem leikstjóra, sökkti
Stone sér niður í rannsóknarstörf.
„Ég notaði kókaín talsvert um þetta
leyti,“ segir Stöné, „SVO ég vissi
talsvert um viðfangsefnið. Ég eyddi
tímanum með fíkniefnasölum jafnt
sem lögreglunni. Brá mér til Perú.
Þetta er töfrandi saga.“
En Stone heldur því fram að
hann hafí hætt neyslu þegar hann
settist niður við að skrifa handritið.
„Ég hætti að yfirlögðu ráði þar sem
ég þráði að endurskipuleggja líf
mitt — rithöfundar hafa dirfsku til
að gera slíkt. Ef ég hefði unnið í
banka hefði það orðið öllu erfíð-
ara.“ Hann giftist á nýjan leik, að
þessu sinni leikkonunni Elizabeth
Cox og flutti frá LA um tíma. Ekk-
ert þessa mildaði Scarface, sem
var frumsýnd síðla árs 1983.
Stone var orðinn þreyttur á að
skrifa handrit fyrir aðra leikstjóra.
Hann vann með Michael Cimino að
Year of the Dragon, — enn einni
mynd sem orsakaði deilur og umtal
— í þeirri von að framleiðandinn,
Dino de Laurentiis, myndi í fram-
haldi gera Víetnam-mynd hans. En
de Laurentiis ákvað síðar að hann
væri ekki í stakk búinn að dreifa
Víetnam áætlun rithöfundarins og
Stone var búinn að fá sig fullsadd-
an. „Ég fékk ekki í rauninni það
út úr vinnunni sem ég þarfnaðist.
Með Platoon í lagalegri hönk um
þessar mundir tók Stone djörfustu
ákvörðun ævi sinnar, skrifaði hand-
rit sem hann ákvað að leikstýra og
nefndist Salvador. „Ég varð að
gera þessa mynd eða ég var bú-
inn,“ segir hann. „Ég var reiðubú-
inn að gera hana fyrir hvað sem.
var, hvað sem það kostaði."
Salvador umbylti áliti fólks á
Stone. Margir gagnrýnendur hrif-
ust af myndinni því í henni beislar
Stone ofsafenginn kraft sinn í þágu
alvarlegra málefna. Jafnvel fyöl-
skyldumeðlimir hans voru ekki við
þessu búnir. „Það var engu líkara
en Salvador væri yfirlýsing Stones
að hann væri breyttur maður,“ seg-
ir Jim Stone. Upprifinn af þeirri
staðreynd að Platoon var nú laus
úr öllum lagaflækjum, hélt Stone
til Filippseyja snemma árs 1985 til
að láta þann draum rætast sem
hann hafði átt svo lengi með sér —
að kvikmynda Víetnam-söguna.
Á dæmigerðan, hráan Stone-
máta hélt kvikmyndatökuhópurinn
innreið sína í Filippseyjar um þær
mundir sem Corazon Aquino tók
við völdum. „Það var ákaflega
ruglandi,“ segir Dale Dye, fyrrver-
andi kafteinn í landgönguliðinu,
sem Stone réð til að þjálfa leikar-
ana — m.a. Tom Berenger, Willem
Dafoe og Charlie Sheen, (sonur
Martin Sheen) — til að bera sig
eins og hermenn. „Við hittum fyrir
hermenn sem biðu aðeins eftir því
að vita af hvaða átt stæði.“
Fyrir Sheen, mælskan, hæfileik-
aríkan, 21 árs gamlan, hafði
umhverfið sársaukafull áhrif. „Ég
hafði verið á Filippseyjum u.þ.b. tíu
árum áður, þegar pabbi lék í Víet-
nam-mynd sinni, Apocalypse
Now,“ segir hann. „Og eftir að
hafa orðið vitni að allri þessari
Coppola reynslu — og faðir minn
með hjartaáfall — þá hafði ég eng-
an áhuga að því að verða leikari."
Um síðir breytti Sheen þessari
ákvörðun en undirbúningur Plato-
on minnti hann á gamlar efasemdir.
Dye hélt með leikarana út í frum-
skóginn þar sem þeir höfðust við í
æfingabúðum í hálfan mánuð. „Það
fyrsta sem ég gerði var að skipa
þeim að draga upp skotgrafaáhöld-
in og láta þá grafa holu sem þeir
áttu að sofa í næstu vikurnar," seg-
ir Dye. „Þú hefðir átt að sjá á þeim
hendurnar á eftir. Blóðug kjöt-
stappa.“
Til allrar lukku fyrir Stone þá
tóku flestir þetta hraðsuðu-nám-
skeið í frumskógakarlmennsku án
uppsagnarhótana. „Þetta voru
lengstu tvær vikumar í lífí mínu,“
segir Sheen, sem er, eins og faðir
hans í Apocalypse Now, jafnframt
þulur myndarinnar. „En þær voru
líka með mínum mikilvægustu dög-
um. “ Berenger bætir við, „eftir
þetta sagði einn gaurinn að það
yrði erfitt að snúa aftur til sælgæt-
isauglýsinganna". Leikhópurinn var
píndur áfram í langar marséringar,
(axlandi 35 idló ar útbúnáði Og
vopnum) og árásir um miðjar nætur
af ráðgjöfum Stones, þar sem
„special-effects" sprengingar
dmndu. „Hugmyndin var sú að
mgla þá í kollinum," segir Stone,
„til þess að ná þessari útkeyrðu,
mér-stendur-andskotans-á-sama
afstöðu, reiðinni, pirringnum, hinni
kæmlausu leið til hrottaskapar,
hinni kæmlausu leið til drápa. Það
sem ég man skýrast eftir af vem
minni í stríðinu og fjölmargir aðrir
náungar er aðeins þreyta“.
Stone sviðsetti útgáfur af at-
burðum sem hann lenti í persónu-
lega og endurskapaði eijumar
innan hans eigin flokksdeildar á
milli rústanna, „djúsaranna" og
„moðhausanna“, grasreykinga-
mannanna, sem fyrst og fremst
reyndu að sleppa lifandi. Myndin
sýnir hermennina í árásamppnámi,
í stríði hver gegn öðmm, engu síður
en andstæðinginn. Nú, þegar Stone
er að fást við sitt ósvikna verkefni,
ber hvergi á því hófleysi sem gætti
svo í fyrri myndum hans. Hinsvegar
leitar hann eftir skarpri, uggvekj-
andi, raunsærri stríðssýn sem situr
áhorfendum í minni.
Reyndar sá Stone leik Charlies
Sheen sem opinbemn. „í gegnum
Charlie sá ég sjálfan mig sem ung-
an mann," segir Stone. „Og ég gat
horfið aftur í tíma án nokkurrar
sjálfsmeðvitundar og gat skoðað
sjálfan mig í fyrsta skipti í gegnum
þennan tímaspegil. Og það var sárt.
Að sjá hvað varð úr mér í Víetnam
í gegnum hann. Ég á við, vissulega
varð hluti af mér slæmur eða illur
og ég gerði mér ekki nokkra grein
fyrir því á þessum tíma. . . þar er
botninn. Þar finnurðu hvort einhver
er siðferðilega þroskaður eða ekki.
Um þetta fjallar myndin.“ Hann
lítur þungbúinn út. „Ég er ekkert
einstakur. Ég var einn fjögurra eða
fímm milljóna náunga sem fóm
þangað. Ég er aðeins í aðstöðu til
að gera eitthvað í því.“
Þrátt fyrir áhyggjur er Stone
rólegri þessa dagana. „Að ljúka við
Platoon var sannkölluð geðhreins-
un fyrir hann,“ segir gamall vinur
hans. „Hann varð að gera hana.
Lundemið er mjög breytt. Núna er
hann rórri. Jafnvel hamingjusam-
ari.“
Hann náði jafnvel að sættast við
föður sinn áður en hann dó. „Hann
sagði að ég hefði tekið rétta ákvörð-
un. Hann taldi að kvikmyndabrans-
inn væri góður kostur þar sem
heimilisafþreyingin yrði afgerandi
þáttur næsta áratuginn. Allt blóðið
mnnið undir brúna.“ Núna býr
Stone í Santa Monica ásamt konu
sinni og Sean, tveggja ára syni.
Hann er með nokkur verkefni í
vinnslu, þ.á m. kvikmyndagerð
skáldsögu Cliffords Irving, Tom
Mix and Pancho Villa og handrit
um Wall Street sem hann hefur
hugleitt að kalla Greed, en hann
fullyrðir að hann sé með nokkuð
virkilega hneykslanlegt sem han’n
ætli að taka fyrir fljótlega.
„Mig langar til að gera mynd um
hunda,“ segir hann. „Eg á við mynd
svipaða Old Yeller eða Lassie. Þú
heldur að það sé skrýtið? Jæja, ég
kem öllum á óvart. Ég elska þessar
myndir. Ég á strák núna. Ég vil
ekki endalaust vera þekktur sem
náunginn sem gerði myndir um fólk
í eiturlyfjum eða var skotið í fésið.
Hvað get ég sagt? Ég fékk köllun."
Hann er á leiðinni heim, kvöldið er
myrkt og svalt. En í hálfrökkri
bflsins beinir Stone augum að um-
ferðinni á móti, brosir og gefur í
botn.
Heimildir: The New
York Magazine, Vari-
ety, Time Magazine,
The New York Times.