Morgunblaðið - 08.02.1987, Page 61

Morgunblaðið - 08.02.1987, Page 61
Minning: MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987 61 Guðrún Einarsdóttir Vestmannaeyjum Fædd 28. febrúar 1909 Dáin 28. desember 1986 Norður í Húnavatnssýslu, austan Blöndu, liggur blómlegt hérað, Engi- hlíðarhreppur. I þeirri sveit, á bænum Neðri-Mýrum, fæddist amma mín, Guðrún Einarsdóttir, hinn 28. febrúar árið 1909. Hún lést í sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 28. desember sl., eftir stranga sjúkdómslegu. Ömmuforeldrar mínir voru þau Einar Guðmundsson, bóndi á Neðri- Mýrum, og kona hans, Guðrún Margrét Hallgrímsdóttir. Þar ólst amma upp næstelst fjögurra systk- ina. Af þeim systkinum er nú auk hennar eldri bróðirinn, Guðmundur, látinn en hin tvö yngri, Unnur og Hallgrímur, lifa. Þau búa bæði á æskuslóðunum á Neðri-Mýrum. Blönduós er skammt frá Neðri- Mýrum og í kvennaskólanum þar stundaði amma gagnfræðanám. Leið hennar lá síðan til Reykjavíkur er hún var átján ára að aldri. Fyrstu árin sem hún starfaði þar hafði hún þann hátt á að fara norður á sumrin og koma aftur að hausti til starfa í Reykjavík. Eftir að hún hóf nám og síðan fullt starf við saumaskap hjá Andrési klæðskera varð aðstaða til norðurferða erfiðari. Síðustu ár sín í Reykjavík annaðist hún heimili frök- en Ingibjargar H. Bjamason, skóla- stýru Kvennaskólans í Reykjavík. Sú dvöl varð henni lærdómsrík og ánægjuleg og hún minntist frk. Ingi- bjargar jafnan með miklum hlýhug. Kaflaskipti urðu í lífi hennar árið 1935. Það sumar lá leið hennar til Vestmannaeyja. Þar hitti hún afa, Jóhannes Gíslason frá Eyjahólum við Hásteinsveg í Vestmannaeyjum, og örlög þeirra vom ráðin. Brúðkaup þeirra fór fram 30. ágúst ári síðar, 1936. Ég heyrði hana sjaldan hafa orð á því, en sjálfsagt hafa viðbrigðin verið mikil að flytjast úr sveitum Húna- vatnssýslu til Vestmannaeyja, þar sem aðstæður allar em gjörólíkar. Allur þeirra búskapur eftir þetta var í Vestmannaeyjum, ef gostímabilið er frátalið. Dvölin í Reykjavík varð þó ekki lengri en brýnasta nauðsyn krafði. Út í Eyjar vom þau komin aftur í byijun árs 1974. Hjónabandið var farsælt og samheldnin mikil. Gullbrúðkaup þeirra var orðin stað- Skreytum við öll tækifæri ^ Roykjavikurvogi 60, simi 53848. ^ Álfheimum 6, simi 33978. Blómastofa Fridfmns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöid til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öii tilefni. Gjafavörur. reynd hinn 30. ágúst á sl. sumri. Á þeim ámm, sem ég man fyrst eftir mér, bjuggu amma og afi enn á Kanastöðum við Hásteinsveg, þar sem búskapur þeirra hófst. Vega- lengdir milli húsa í Vestmannaeyjum vom þá ekki eins langar og síðar varð. Það var ekki lengi gengið frá Kirkjubæjarbraut að Kanastöðum. Seinna, eða árið 1963, fluttu þau á Brimhólabraut 31. Bömin urðu tvö, Ema Margrét, gift Sveinbimi Hjálm- arssyni í Vestmannaeyjum, og Hjálmar Þór, vélvirki hjá Isfélaginu hf. Bamabömin urðu sex og bama- bamabömin fimm. Það var gott að sækja til ömmu og afa. Við bamabömin vomm kær- komnir gestir, hvemig sem á stóð. Störf fyrir Slysavamadeildina Ey- kyndil í Eyjum vom henni mikið áhugamál, en þess utan var heimilið henni allt. Dugnaðurinn var mikill og allur heimilisbragur bar þess glöggt vitni. Hún hafði mikla ánægju af hvers kyns handavinnu og mér er nær að ætla að fárra stunda hafi hún notið betur en þeirra, sem gáfust til hannyrða frá öðmm störfum. Það er erfitt að kveðja vini sína og skyldmenni, er þeir hefja þá för, sem enginn snýr úr aftur. Hennar er saknað. En samvemstundimar em geymdar í minningasjóði. Ég geri orð hins ókunna höfundar Sólarljóða að mínum lokaorðum: Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fíra; drottinn minn gefí dauðum ró en hinum líkn, er lifa. Nú þegar amma er öll, bið ég henni fararheilla á ókunnum brautum. G.Sv. Sigurlaug Eggerts- dóttir - Kveðjuorð Þriðjudaginn 6. janúar var til mold- ar borin frá Dómkirkjunni skólasystir og vinkona okkar, Sigurlaug Égg- ertsdóttir. Hún fæddist á Fossi á Skaga í Skagafjarðarsýslu 9. febrúar 1930, dóttir hjónanna Sigríðar Ásgeirs- dóttur og Eggerts Amórssonar. Vinátta og kunningsskapur, sem stofnað er til í heimavistarskóla getur orðið sérstakur og sterkur. Vorið 1964 fjölmenntu nemendur í 20 ára afmæli Húsmæðraskólans á Löngumýri. Þar tók á móti okkur ung og glæsileg kona sem bauð okkur velkomnar. Þetta var Sigurlaug Egg- ertsdóttir. Þama sá hún um móttöku og veitingar fyrir 200—300 manns af þeirri alúð og myndarskap, sem alla tíð einkenndi hana. í þessu af- mæli var að áeggjan frk. Ingibjargar skólastjóra ákveðið að stofnað yrði nemendasamband. Þessi fyrstu ár sem félagið var að mótast eru okkur ógleymanleg, en þar var Sigurlaug drifQöðurin. Það var geislandi reisn yfir störfum hennar og allir hlutu að hrífast með henni. Þegar Ásgerður Hrönn, dóttir hennar, fæddist, fannst okkur við eiga talsvert í þessu óska- bami móður sinnar. Við sendum Ásgerði Hrönn og Sigríði Ásgeirsdóttur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Við þökkum Sigurlaugu, það er ógleymanlegt að hafa átt samleið með slíkri konu. Helga Bjarnadóttir, Gurrý, Lára, Guðlaug, Jó- hanna og Þórey. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinóttu við fráfall og útför, SR. EIRÍKS J. EIRÍKSSONAR. Sigr. Aðalsteinn Eirfksson, Jón Eirfksson, Hildur Eiríksdóttir, Ágústa Elrfksdóttir, Jónfna Eirfksdóttir, Magnús Eirfksson, Guðmundur Eirfksson, Ásmundur Eirfksson, Aldfs Eirfksdóttir, Ingveldur Eirfksdóttlr, Kristfn Jónsdóttir, Guðrún Larsen, Sjöfn Kristjánsdóttir, Sœvar Valdemarsson, Snorri Björn Sigurðsson, Guðlaugur Óskarsson, Ástþóra Kristinsdóttlr, Dagmar Hrönn Guðnadóttir, Páll Skaftason og barnabörn. Leflsteinar Framleiðum allar stærðjr og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um S| S.HELGASON HF ISTEINSNIIÐJA ^ SKCMMUVEGI 48 SlMl 76677 + Faöir okkar, sonur og bróðir, SIGURÞÓR BREIÐFJÖRÐ GUNNARSSON, lést í Svíþjóð 27. desember 1986. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Áslaug Sigurþórsdóttir, Gunnar Sigurþórsson, Sigrfður Hulda Sigurþórsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Gunnar B. Þórarinsson, systkini, börn og tengdabörn. f + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR BJÖRGVIN BJARNASON, Sólheimum 16, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Guðrún Björnsdóttir, Sigurmunda Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Halifrfður Guðmundsdóttir, Karl Jósepsson, Bjarni Guðmundsson, Hólmfrfður Jónsdóttir, Baldur Guðmundsson, Björg Guðmundsdóttir, Björn Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför sonar míns, eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GRÍMS AÐALBJÖRNSSONAR, Hraunbæ 86, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. febrúar kl. 15.00. Þorbjörg Grfmsdóttir, Lovfsa Rut Bjargmundsdóttir, Þorbjörg Grfmsdóttir, Einar Magnússon, Auður Grfmsdóttir, Sæmundur Kristjánsson, Kristján Grfmsson, Jocelyn Lankshear, Bjargmundur Grfmsson, Sólveig Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, SOFFÍA BJARNADÓTTIR, Öldugötu 53, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Agnar Egilsson, Sjöfn Egilsdóttir, Sigurbjörn Egiisson, Egill Egilsson, Bjarni Egilsson. + Móðir min, SVAVA ÁSMUNDSDÓTTIR, Mjósundl 3, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 10. febrúar kl. 15.00. Ásmundur Sigvaldason. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda vináttu og samúö við andlát og útför mannsins míns, EGILS PÁLSSONAR, Grettisgötu 20c. Fyrir hönd vandamanna, Alda Jóhannsdóttir. Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu er auðsýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, sonar og tengdasonar, SIGURÐAR M. GUÐMUNDSSONAR, Gauksstöðum, Garði. Gunnþórunn Þorsteinsdóttir og börn, Guðmudur f. Agústsson, Guðrfður Þórðardóttir, Þorsteinn Jóhannesson, Kristín Ingimundardóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu samúð og hlýhug við veikindi og frófall eiginmanns míns, föður okkkar, tengdaföður og afa, KJARTANS J. JÓHANNSSONAR, læknis, og heiðruðu minningu hans. Jónfna B. Ingvarsdóttir, Kristiana S. Kjartansdóttir, Þorbjörg K. Kjartansdóttir, Jóh. Arm. Kjartansson, Ingvar E. Kjartansson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.